Morgunblaðið - 09.07.2009, Side 12

Morgunblaðið - 09.07.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 STANGVEIÐI Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is GRÍMSÁ er komin í fulla sveiflu þetta árið og stórar göngur af fal- legum smálaxi farnar að streyma upp ána. Tólf laxar veiddust í foss- inum á mánudagsmorgun. „Það er mikill fiskur niðri á svæðum I og II og hann er farinn að dreifa sér upp á dal líka,“ segir Jón Þór Júlíusson hjá Laxi ehf., leigu- taki að ánni. Hann skýtur á að laxa- gengdin sé fjórum til fimm dögum á eftir metárinu í fyrra. Nú eru um 170 laxar komnir á land, en á sama tíma í fyrra voru þeir um 200. Það er því alls ekki hægt að kvarta. Margir bíða eftir stórstraumi „Þetta eru fínir og flottir smálax- ar, vel haldnir,“ segir Jón Þór. Erf- itt sé að sjá mun á laxinum í ár og í fyrra, en ef eittvað þá sé laxinn í ár örlítið smávaxnari, þó að vart megi á milli sjá. Hið sama er uppi á teningnum í Langá þar sem veiðimönnum ber saman um að göngurnar séu mjög að þéttast núna. Kannski má líka skýra það að laxinn sé örlítið seinna á ferðinni í ár með gangi himintunglanna og þar með sjávarföllunum. Í dag, ní- unda júlí, er stórstreymt, en eins og Jón Þór orðar það er stórstraumur alltaf ákveðinn segull á laxa í hafi og stórar vöður leggja á brattann einmitt þá. Þetta gerðist eitthvað fyrr á síðasta ári. Það verða því hvorki þreyttir né máttlausir laxar sem fást í Gríms- ánni alveg á næstunni, enda gætir sjávarfalla alveg upp í ármót Grímsár og Hvítár þegar stór- streymt er. Þaðan er stuttur spölur upp á helstu veiðisvæðin. Á hinum neðri silungasvæðum getur stund- um að líta furðu lostna veiðimenn sem fylgjast með ánni hætta að streyma og fara svo að renna upp í mót, þótt hvergi nærri sjáist til hafs! Góð opnun fyrir norðan Opnað var fyrir veiðina í Hölkná og Svalbarðsá í Þistilfirði á dög- unum. Hölkná gaf fjóra laxa fyrsta daginn, alla frekar væna. Nýjustu fréttir úr þeirri síðarnefndu er að hátt í tuttugu laxar hafa komið á land í heildina, allt stórlaxar á bilinu 75 til 90 sentimetra langir, fyrir utan einn. Aðeins er veitt á tvær stangir í Svalbarðsá, svo það má teljast vel í veiði borið. Laxá í Kjós, þar sem veitt er á tíu stangir, er einnig í góðum gangi, en veiðin þar var opnuð hinn 25. júní. Hollið 3. til 6. júlí í Kjósinni náði sextíu löxum, en á sama tíma komu 152 laxar á land í Norðurá. Veiðimenn sem rætt var við í gær segja flestir að vatnsmagnið í ánum sé ennþá skaplegt, þótt það fari minnkandi. „Þetta er allt í lagi ennþá, en þetta má ekki halda svona áfram lengi,“ sagði veiðimað- ur í Norðurá. Áhrifin eru vitanlega mismikil eftir því hvort einhvers konar vatnsmiðlun er í ánum. Til dæmis verða Langá og Grímsá fyrir minni breytingum en til að mynda Norðurá og Laxá í Kjós. Vatnið í Norðurá hefur minnkað hratt síðustu daga og fór í gær úr sjö og hálfum rúmmetra á sekúndu í sjö. Gott rennsli er um 15 til 17 rúmmetrar, að sögn Grétars Þor- geirssonar veiðivarðar. Menn hafa þó séð það svartara. Grétar segir að mun meiri snjór sé í Snjófjöllum á Holtavörðuheiði nú en undanfarin ár, sem skýri það að rennslið haldi sér betur núna en áður. Ljósmynd/Jón Þór Júlíusson Hölkná í Þistilfirði Þórður Ingi Júlíusson var einn þeirra sem opnuðu í Hölkná á mánudag og fengu fjóra laxa. Veiðin á fulla sveiflu með vaxandi straumi Fínar göngur af vel höldnum smálaxi streyma upp Grímsá FRÁ því síðdegis á þriðjudag þar til síðdegis í gær undirritaði samn- inganefnd launanefndar sveitarfé- laga 10 samninga um framlengingu og breytingar á kjarasamningum 33 stéttarfélaga starfsmanna sveitarfé- laga. Eru þetta einkum stéttarfélög innan BSRB og ASÍ. Samningar þessir eru gerðir á grundvelli stöð- ugleikasáttmála aðila vinnumark- aðarins sem undirritaður var hinn 25. júní sl. Samningarnir gilda frá 1. júlí 2009 til 30. nóvember 2010. Í þeim er áherslan lögð á að styrkja stöðu tekjulægstu hópa starfsmanna sveit- arfélaga. Nýmæli í samningunum er að tilgreind eru lágmarkslaun fyrir þá starfsmenn sveitarfélaga sem náð hafa 18 ára aldri, eru í fullu starfi og hafa starfað samfellt í fjóra mánuði eða lengur hjá sama sveitarfélagi. Í samningunum eru einnig ný ákvæði um laun ungmenna og vinnuskóla. Samkvæmt samningunum til- kynna félögin launanefnd niður- stöður atkvæðagreiðslu fyrir kl. 12 hinn 14. ágúst. Gengið frá samningum við starfsmenn sveitarfélaga UNGUR karlmaður stal fólksbíl og hjólhýsi í Borgarnesi í fyrrakvöld. Hjólhýsið fannst um nóttina þar sem það hafði verið skilið eftir við Snorra- staði á Mýrum. Bíllinn fannst síðan illa farinn við fáfarinn veg nálægt Heydalsvegi. Ökumaðurinn náðist og er grunaður um fíkniefnaakstur. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi virðist sem maðurinn hafi ekið greitt með hjólhýsið í eftirdragi. Eigendur þess voru nýkomnir úr ferðalagi og geymdu matvæli og margt annað í hjólhýsinu. Við aksturinn hafði ís- skápurinn m.a. opnast og innihald hans farið um allt. Bíllinn er mikið skemmdur á und- irvagni eftir að hafa verið ekið um torfærur. Þá höfðu rúður verið brotn- ar í bílnum. Ók greitt á stolnum bíl með hjólhýsi Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ? Stangaveiðifélag Reykjavíkur www.svfr.is – Sími 568 6050 Úrval veiðileyfa… laxveiði silungsveiði …fyrir alla Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum Frí flugubox www.frances.is Heimsþekktar flugur atvinnumanna         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.