Morgunblaðið - 09.07.2009, Page 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009
Fjöldi á biðlista eftir hjúkrunar-
rýmum í dag segir ekki hversu
margir verði í þörf fyrir rýmin í
framtíðinni. Samkvæmt mann-
fjöldaspá Hagstofunnar er áætlað
að eldri borgurum, 65 ára og eldri,
muni fjölga hratt á næstu árum. Í
fyrra voru þeir 36.407 talsins eða
um 11,6% þjóðarinnar. Árið 2020 er
því spáð að þeir verði 52.912 eða
um 15,5% þjóðarinnar. Árið 2050 er
gert ráð fyrir að þeir verði orðnir
94.573 eða um 23,1% þjóðarinnar,
sem spár áætla að þá telji tæplega
410 þúsund manns.
Eldri borgurum
fjölgar í framtíðinni
„Ég held að það séu full-
komin rök fyrir því að
halda áfram með áætl-
unina eins og hún stend-
ur,“ segir Árni Páll Árna-
son, félags- og trygginga-
málaráðherra, en bætir
því við að mikilvægt sé að
fella málaflokk aldraðra
undir eina stjórn. „Þess
vegna var í stjórnarsátt-
mála lagt upp með að
færa málaflokkinn til félags- og
tryggingamálaráðuneytisins [frá
heilbrigðisráðuneytinu] og síðan
til sveitarfélaga. Þannig tekur
sami aðili og sami greiðandi
ákvörðun um aukningu heima-
hjúkrunar og/eða fjölgun rýma,
svo ekki myndist stíflur í kerfinu.“
Hann segir að samkvæmt fyrri
hluta framkvæmdaáætlunarinnar
sé gert ráð fyrir að vinna í 400
nýjum hjúkrunarrýmum á þessu
og næsta ári, en dágóður hluti
þeirra sé til að útrýma fjölbýlum.
„Við ættum að klára ákvörðun um
ýmis verkefni sem eru á teikni-
borðinu núna og hleypa
þeim af stað. Síðan er gert
ráð fyrir endurskoðun
áætlunarinnar í lok þessa
árs, sérstaklega seinni
hluta hennar. Ég held að
engan langi að byggja
rými sem fyrirsjáanlegt er
að verði tóm eða vandræði
verði að nýta.“
Vandinn sé hins vegar
að oft séu rýmin sem til
eru á röngum stöðum „Þau eru
þar sem þörfin er ekki til staðar
og öfugt. Og það er afskaplega
erfitt að ætla öldruðu fólki að
flytja hreppaflutningum frá ætt-
ingjum og ástvinum landshorna á
milli.“
Árni bætir við að greiða mætti
fyrir fjármögnun framkvæmdanna
„fyrir utan ríkisrammann“. Hann
hafi talað fyrir því að hægt verði
að fjármagna byggingarnar með
lánum úr Íbúðalánasjóði. „Það
myndi greiða fyrir því að það væri
hægt að ráðast í þessi verkefni
núna.“
Rýmin oft á röngum stöðum
Árni Páll
Árnason
Nýtt hjúkrunarheimili er
búið að vera á teikniborð-
inu í á annað ár og það
átti að byrja á því í nóv-
ember sl. en enn hafa
framkvæmdir ekki haf-
ist.“
Helgi segist ekki þekkja
til hlítar ástæður þess að
færri séu nú á vist-
unarmatsskrá en áður.
„Ég veit bara að mér
mjög náin manneskja fékk vist-
unarmat í fyrra og átti síðan að fá
endurnýjun á því núna. Hins vegar
hefur ekki verið nokkur einasta
leið að ná sambandi við vist-
unarmatsnefndina, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir. Það er ósköp
eðlilegt að vistunarmatsskráin
styttist þegar svona er.“ Hann tel-
ur að heimilislæknar ættu að geta
metið vistunarþörf fólks, sem
fengi þá pláss á stofnun í kjölfarið.
„Það á ekki að þurfa að bíða í
marga mánuði eftir því að komast
inn. Einn á biðlista er einum of
mikið.“
Helgi K. Hjálmsson, for-
maður Landssamtaka eldri
borgara, segir vilja flestra
aldraðra standa til þess að
búa heima hjá sér eins
lengi og kostur er. „Þess
vegna hef ég lagt áherslu
á samþættingu á heima-
hjúkrun og félagsþjónustu
og að hún væri í höndum
sveitarfélaganna. Þannig
er það núna í Reykjavík, á
Akureyri og á Höfn í Hornafirði
og hefur gefist afskaplega vel.“
Hann segir erfitt að meta hvort
þörfin fyrir uppbyggingu hjúkr-
unarheimila sé jafn mikil og áður,
eftir að biðlistar hafi styst. „Það
er hins vegar öruggt að það vant-
ar fleiri hjúkrunarheimili, sér-
staklega á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu. Þar er fullt af fólki sem bíður
eftir að komast inn og er í þörf
fyrir það. Í Garðabæ er t.d. mjög
mikil þörf fyrir uppbyggingu nýs
hjúkrunarheimilis en það sem fyr-
ir er er í gömlu nunnuklaustri í
Holtsbúð sem er barn síns tíma.
Einn á biðlista einum of mikið
Helgi K.
Hjálmarsson
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
RÍKISSTJÓRNIN hyggst standa við áætlanir
um uppbyggingu 400 nýrra hjúkrunarheim-
ilisrýma þrátt fyrir að biðlistar eftir slíkum
rýmum hafi styst til muna. Einstaklingar á bið
eftir hjúkrunarheimili virðast í maí hafa verið
239 talsins.
Töluverðar breytingar hafa orðið á mati á
þörf eldri borgara eftir hjúkrunarrými und-
anfarin ár. Samkvæmt reglugerð um vist-
unarmat vegna hjúkrunarrýma sem tók gildi í
október sl. skal „kanna gaumgæfilega hvort öll
félagsleg og heilsufarsleg úrræði til dvalar í
heimahúsi hafi verið fullreynd“ áður en sérstök
vistunarmatsnefnd metur viðkomandi inn á
biðlista.
„Þetta á við um aðstoð við heimahjúkrun, fé-
lagsþjónustu, endurhæfingu og annað sem
gæti hjálpað fólki til að vera sem lengst heima,“
segir Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá
Landlæknisembættinu, sem heldur utan um
vistunarmatsskrána. „Meginstefnan er að ein-
staklingi skuli gert kleift að búa á eigin heimili
utan stofnunar eins lengi og unnt er með við-
eigandi heilbrigðis- og félagsþjónustu og það er
smám saman að skila sér.“
Með nýju vistunarmati hefur fólki á bið eftir
hjúkrunarrýmum snarfækkað. Þannig biðu 464
eftir hjúkrunarrými í lok árs 2007, sama ár og
þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar skráði í stjórnarsáttmála sinn að
hraðað skyldi uppbyggingu 400 hjúkrunar-
rýma fyrir aldraða og einbýlum fjölgað. Í ágúst
árið eftir kynnti þáverandi félags- og trygg-
ingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir,
framkvæmdaáætlun um uppbyggingu 400
nýrra hjúkrunarrýma á landsvísu til ársins
2012 auk 380 rýma til að breyta fjölbýlum í ein-
býli. Í lok sama árs náði biðlistinn eða vist-
unarmatsskráin yfir 392 manns.
Samkvæmt tölum frá landlækni virðist fjöldi
einstaklinga á bið hafa verið kominn niður í 239
í maí í ár, en þessar tölur eru þó ekki endanlega
staðfestar, að sögn Önnu Bjargar. Aðeins mán-
uði fyrr skrifaði núverandi ríkisstjórn undir
stjórnarsáttmála þar sem sérstaklega er tekið
fram að staðið verði við framkvæmdaáætlun
um ný hjúkrunarrými fyrir aldraða.
Sem fyrr segir er minni þörf fyrir hjúkr-
unarrými fyrst og fremst rakin til aukinnar
áherslu á úrræði á borð við heimahjúkrun, en
unnið er að því í félagsmálaráðuneytinu að
flytja þá þjónustu til sveitarfélaganna. Með
samningi Reykjavíkurborgar og ríkisins tók
borgin yfir heimahjúkrun fyrir aldraða frá og
með síðustu áramótum og að sögn Stellu Víð-
isdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs borgar-
innar, er enginn virkur biðlisti eftir slíkri þjón-
ustu. „Þjónustan er þannig að það er ekki hægt
að hafa biðlista, hvorki í heimahjúkrun né
heimaþjónustu. Umsóknirnar fara strax í far-
veg og fundin lausn.“
Kostar 17 milljarða
Þegar framkvæmdaáætlunin er skoðuð nán-
ar má sjá að tólf hjúkrunarheimili áttu að vera
komin á rekspöl um þetta leyti, þ.e. í júlí 2009.
Að sögn Vilborgar Ingólfsdóttur, skrif-
stofustjóra í félags- og tryggingamálaráðu-
neytinu, standa nú yfir framkvæmdir við þrjú
hjúkrunarheimili, þ.e. við Suðurlandsbraut í
Reykjavík, á Jaðri í Snæfellsbæ og í Boðaþingi
í Kópavogi. Þá eru þrjú heimili til viðbótar í
hönnunarferli; á dögunum voru niðurstöður
hönnunarsamkeppni vegna hjúkrunarheimilis
á Seltjarnarnesi kynntar, teikningar að hjúkr-
unarheimili eru í vinnslu í Borgarnesi og frum-
athugun er lokið fyrir hjúkrunarheimilið
Hulduhlíð í Fjarðabyggð. Annað er skemmra á
veg komið og segir Vilborg áætlunina vissulega
hafa frestast, m.a. vegna þess að sveitarfélögin
horfi nú velflest á gerbreytta fjárhagsstöðu frá
því að áætlunin var kynnt í lok síðasta sumars.
„Í öllum tilvikum koma sveitarfélög að fjár-
mögnun framkvæmdanna, en skv. lögum um
málefni aldraðra má framlag þeirra eða sjálfs-
eignastofnana ekki vera undir 15%,“ segir Vil-
borg en afgang byggingarkostnaðarins fjár-
magnar ríkið, m.a. í gegnum framkvæmdasjóð
aldraðra. Samkvæmt framkvæmdaáætluninni
á að fjármagna verulegan hluta uppbygging-
arinnar með leigugreiðslum ríkisins til sveitar-
félaganna, og segir Vilborg það m.a. hafa verið
ákveðið til að hraða framkvæmdum með því að
dreifa stofnkostnaðinum á lengri tíma.
„Auk þess er stefnt að því að yfirstjórn eða
málefni aldraðra flytjist yfir til sveitarfélaga
árið 2012 og þess vegna vinnum við þetta að
öllu leyti með þeim,“ heldur hún áfram. „Þörfin
fyrir hjúkrunarrými ræðst verulega af öðrum
stuðningi í samfélaginu, bæði félagsþjónustu,
heimahjúkrun og fleira. Það getur því vel verið
að sveitarfélögin vilji haga þessu með mismun-
andi hætti.“
Í áætluninni er kostnaður við uppbygg-
inguna metinn um 17 milljarðar króna en að
sögn Vilborgar er gert ráð fyrir að hvert ein-
asta rými kosti 20–25 milljónir í byggingu. „En
í þessu er ákveðin óvissa því allur bygging-
armarkaður er að breytast svo mikið,“ bætir
hún við. Við þetta bætist svo rekstrarkostn-
aður sem skv. upplýsingum frá heilbrigðis-
ráðuneytinu er um 7,5 milljónir króna á ári að
meðaltali á hvert hjúkrunarrými.
Teikning/Arkís
Seltjarnarnes Á dögunum var kynnt niðurstaða hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili við hlið Seltjarnarneskirkju og vann arkitektastofan Arkís sigur úr býtum.
Haldið í áætlun en þörfin minni
Aukin áhersla á heimahjúkrun hefur skilað sér í mun styttri biðlistum eftir plássum á hjúkrunar-
heimilum Ráðgert að byggja fleiri ný hjúkrunarrými en fjöldi fólks á vistunarmatsskrá segir til um
Áætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir
uppbyggingu fleiri hjúkrunarrýma fram til
ársins 2012 en nú er beðið eftir. Þörfin er
þó mismikil eftir landshlutum og er mest
á höfuðborgarsvæðinu. Hvert rými kostar
20–25 milljónir í byggingu.
Morgunblaðið/Heiddi
Félagsstarf „Þörfin fyrir hjúkrunarrými ræðst verulega af öðrum stuðningi í samfélaginu, bæði
félagsþjónustu, heimahjúkrun og fleiru,“ segir Vilborg Ingólfsdóttir hjá félagsmálaráðuneytinu.