Morgunblaðið - 09.07.2009, Page 19

Morgunblaðið - 09.07.2009, Page 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 Reuters Á verði Kínversk óeirðalögregla í Urumqi, höfuðborg Xinjiang. Á annað þúsund hafa slasast og hundruð fallið í átökum Uighura og Han-Kínverja. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is FULLTRÚAR kommúnistastjórn- arinnar fínkemba reglulega þorpin í Xinjiang, heimahéraði Uighura, og leita þar dyrum og dyngjum að trúarlegum textum. Finnist órit- skoðaðir textar er eigandinn um- svifalaust færður til yfirheyrslu. Reynt er að bæla niður frjálsa trú- ariðkun og taka kínversk stjórnvöld sér úrskurðarvald um það hverjir geti orðið íslamskir prestar. Aðeins rétta útgáfan af kóran- inum er leyfð og Uighurum undir 18 ára aldri ekki leyft að sækja moskur – þær eru færri en við valdatöku kommúnista í Kína árið 1949. Litið er á kröfur um aukið trú- frelsi sem lið í aðskilnaðarstefnu og getur refsingin varðað allt að dauða- dómi, að því er fram kemur í skýrslu Mannréttindavaktarinnar (HRW), Devastating Blows, um stöðu mála. Frá miðjum síðasta áratug og til ársins 2005 fluttust um 1,2 milljónir Han-Kínverja til Xinjiang, flutn- ingar sem Uighurar óttast að vegi að menningu þeirra og sérstöðu. Svo fá Han-Kínverjar jafnan bestu og áhrifamestu störfin. Jafnvel tungumál Uighura fær ekki að vera í friði. Notkun þess er bönnuð í háskólum og líta erlendir sérfræðingar svo á að með svo rót- tækum skrefum sé Kínastjórn að grafa undan eigin markmiði. Jafn róttækt inngrip og að banna sjálft tjáningartækið sé aðeins til þess fall- ið að blása Uighurum þjóðernis- kennd í brjóst. Aðför að sjálfsvirðingunni Ungir Uighurar eru líka farnir að rísa upp. Þeir líta á tilraunir Kína- stjórnar til að flytja unga Uighura, einkum konur, á brott til annarra svæða í Kína, sem aðför að sjálf- stæði þeirra og sjálfsvirðingu. Ótt- ast er að fjarri heimahögunum bíði kvennanna ömurlegt líf, jafnvel vændi, eins og Michael Dillon, höf- undur bókarinnar Xinjiang: China’s Muslim Far Northwest, bendir á í grein á vef breska útvarpsins BBC. Þéttriðið eftirlitsnet Fram kemur í leynilegum skjölum sem fulltrúar Mannréttinda- vaktarinnar hafa komist yfir að Kínastjórn beiti margþættum að- ferðum til að hafa eftirlit með trúar- lífi Uighura og bæla það niður. Wang Lequan, aðalritari komm- únista í héraðinu, leggi áherslu á að trúin, íslamstrú, verði sett skör lægra en þörfin fyrir efnahagslega uppbyggingu og þjóðareiningu. Rímar þetta við þá greiningu Anne-Marie Brady, höfundar bók- arinnar Marketing Dictatorship, að marxísk-lenínsk orðræða hafi vikið fyrir áróðri um mikilvægi þess að allir leggi hönd á plóginn í þágu ört vaxandi markaðsbúskapar. Kommúnistar reka endurmennt- unarbúðir í Xinjiang þar sem sjálfsstæðissinnar eru barðir til hlýðni. Sumir eiga ekki afturkvæmt. Tungumálinu úthýst úr háskólum  Kínastjórn reynir markvisst að brjóta niður menningu Uighura  Ýta undir brottflutning ungs fólks  Færri moskur í Xinjiang en við valdatöku kommúnista  Andófsmenn sendir í „endurmenntun“ Kínversk stjórnvöld beita Uig- hura í Xinjiang-héraði kerfis- bundnum ofsóknum og reyna hægt og bítandi að þurrka út menningu þeirra. Jafnvel tungu- málið er bannað í háskólum. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ÁRÁSIRNAR sem hófust gegn vef- síðum margra opinberra stofnana í Bandaríkjunum um helgina stóðu enn yfir í gær. Árásir voru einnig gerðar á vefsíður opinberra stofnana og banka í S-Kóreu. N-Kórea eða samtök hliðholl yf- irvöldum þar eru grunuð um árás- irnar sem hófust á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí. Vefsíður í Hvíta húsinu, varnar- málaráðuneytinu, utanríkisráðu- neytinu, leyniþjónustunni, kauphöll- um í New York og Washington Post voru meðal þeirra sem urðu fyrir árás. Ráðist á 35 stofnanir Samkvæmt frétt í Washington Post urðu vefsíður 35 stofnana í Bandaríkjunum og S-Kóreu fyrir árás. Síðurnar lágu niðri um skeið en ekki sjást merki um að einhver hafi reynt að stela gögnum. Í S-Kóreu var í langan tíma ekki hægt að komast inn á vefsíður í for- setahöllinni, varnarmálaráðuneyt- inu, þinginu og mörgum bönkum. Samkvæmt niðurstöðum frum- rannsóknar í S-Kóreu voru margar einkatölvur sýktar af tölvuveiru sem skipaði þeim að heimsækja síður op- inberra stofnana í Bandaríkjunum og S-Kóreu á sama tíma. Þoldu ekki álagið Tilgangurinn var að valda meiri umferð inn á þær heldur en þær ráða við. Þegar hundruð þúsunda reyndu samtímis að komast inn á vefsíðurn- ar þoldu þær ekki álagið. Samkvæmt frétt breska blaðsins The Times reyna nú yfirvöld í Bandaríkjunum og S-Kóreu í sam- einingu að komast að því hver stend- ur á bak við árásirnar. Slíkra árása hefur ekki áður orðið vart í S-Kóreu en yfirvöld þar hafa varað við mögulegum njósnum N- Kóreu og Kína á netinu. N-Kóreumenn skutu langdrægum eldflaugum á loft á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Margir litu á það sem þeir væru að ögra Bandaríkja- mönnum. Nú eru uppi vangaveltur um hvort N-Kóreumönnum hafi fundist sem þeir hafi ekki fengið næga athygli þá. N-Kóreumenn grunaðir um vefsíðuárásir Árásir á vefsíður Hvíta hússins og ráðuneyta í Bandaríkjunum og S-Kóreu Reuter Varnir Unnið að því að verja tölvur í S-Kóreu gegn árásum. Í HNOTSKURN »Margar einkatölvur vorusýktar af tölvuveiru. Veir- an skipaði þeim að heimsækja síður opinberra stofnana í Bandaríkjunum og S-Kóreu samtímis. »Óvenjulegt er að vefsíðuropinberra stofnana liggi niðri í marga daga eins og nú hefur gerst. BLEKIÐ á skjöl- unum með sam- komulagi leiðtoga G8-ríkjanna um loftslagsmál var varla orðið þurrt þegar helsti ráð- gjafi Dmítrí Medvedevs Rúss- landsforseta sagði markmið þeirra óásætt- anlegt. „Við viljum ekki fórna hagvexti vegna minnkunar gróðurhúsa- lofttegunda,“ sagði Dvorkóvítsj. Leiðtogar G8-ríkjanna, það er átta helstu efnahagsvelda heims, náðu á fundi sínum í L’Aquila á Ítal- íu í gær samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 80 prósent fyrir árið 2050. Þeir voru einnig sammála um að hækkun hitastigs mætti ekki vera meiri en tvær gráður. Það verður hins vegar ekki fyrr en á G20-fundinum í september sem tekin verður ákvörðun um hvernig fjármagna eigi aðgerðir til að ná markmiðunum. Markmið G8 ekki ásættanlegt Rússar mótmæla lofts- lagssamkomulaginu Medvedev Rúss- landsforseti. SAMTÖK breskra atvinnuflug- manna (BALPA) segja líf farþega í hættu grípi stjórnvöld ekki í taum- ana og sporni við því að hrekkja- lómar blindi flug- menn í aðflugi og lendingu með því að beina leysi- geisla að stjórn- klefanum. Fjallað er um málið í The Daily Telegraph en þar segir að leysi- byssurnar séu margar hverjar á stærð við kúlupenna og kosti aðeins sem svarar 1.200 kr. Leysigeislinn geti náð í allt að 37.000 feta hæð. Blindaðir af leysigeisla Hættulegt spaug. Hryðjuverkastríðið sem svo hefur verið nefnt gaf kín- verskum stjórnvöldum tylliástæðu til ofsókna gegn Uig- hurum sem gefið var að sök, oft án nokkurs tilefnis, að standa að hryðjuverkum. Áróðurinn hefur dunið á kínverskum almenningi sem hefur verið mataður af fréttum þar sem inntakið er að Kínastjórn standi frammi fyrir íslamskri aðskiln- aðarhreyfingu í Xinjiang sem hafi tengsl við hryðjuverk- anetið al-Qaeda. Krafa Kínastjórnar um að Uighurar sem látnir voru lausir úr Guantanamo og fluttir til Kyrrahafs- eyjunnar Palau skuli tafarlaust framseldir til Kína er angi af sama meiði. Brad Adams, stjórnandi Mannréttindavaktarinnar í Asíu, fullyrðir að frið- samir mótmælendur séu handteknir, pyntaðir og jafnvel líflátnir. Undir yfirskini hryðjuverka Á milli tveggja elda. KOSNINGASTARFSMENN telja atkvæði í forsetakosningunum á Indó- nesíu. Fastlega er búist við að Susilo Bambang Yudhoyono verði endur- kjörinn en fyrstu tölur benda til að ekki þurfi að efna til annarrar umferð- ar í kosningunum. Indónesía er þriðja fjölmennasta lýðræðisríki heims, á eftir Indlandi og Bandaríkjunum, með um 237 milljónir íbúa. TALIÐ Í JAKARTA Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.