Morgunblaðið - 09.07.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 09.07.2009, Síða 20
20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is É g hef lært ótrúlega margt af því að vera meðal frumbyggjanna undanfarna fjóra vetur. Núna kann ég að sigla kanó og bát með utanborðsmótor, ég kann að setja upp tjaldbúðir á eyjum, elda mat við op- inn eld og ýmislegt hef ég lært um jurtalækn- ingar. Ég kann líka að setja upp gufubað frum- byggja og allt sem því tilheyrir. Eins hef ég lært að höggva í eldinn en mest um vert er að ég kann að kveikja eld, en það getur verið lífs- spursmál á þessum slóðum, til dæmis ef bíllinn hjá manni bilar úti í víðáttunni þar sem frostið á veturna getur farið í mínus fjörutíu gráður,“ segir Húnvetningurinn Björk Bjarnadóttir sem sumir kalla Illugaskottu, eftir kvendraug úr Mývatnssveitinni. Björk vinnur á sumrin á Galdrasýningu á Ströndum en undanfarna vet- ur hefur hún dvalið meðal indíána í Manitoba- fylki í Kanada. Þar hefur hún safnað sögum úr munnlegri geymd bæði meðal indíána og Vest- ur-Íslendinga, um menningu þeirra og sam- skipti. „Þetta eru dýrmætar sögur. Þrír af heimildarmönnum mínum eru dánir núna, ég er því óskaplega fegin að ég skuli hafa náð að tala við þetta fólk, því annars hefðu þessar sög- ur farið með því í gröfina.“ Hrafninn Garry fer víða Björk er menntaður umhverfisfræðingur og þjóðfræðingur. „Menntun mín hefur nýst mér vel í Kanada, ég hef verið fengin til að segja bæði skólakrökkum og fullorðnu fólki frá ís- lenskri menningu og þjóðtrú. Einnig hef ég haldið fyrirlestra fyrir hjúkrunarfólk um jurta- lækningar en þá þekkingu mína hef ég frá Garry Raven, eða hrafninum Garry. Hann er stórmerkilegur maður, indíáni sem býr á Hol- low Water, verndarsvæði frumbyggja sem er á austurströnd Winnipegvatns. Hann er þjóð- háttakennari í menningu frumbyggja og ég hef aðstoðað hann við störf sín. Hann er með að- stöðu heima hjá sér til að taka á móti hópum hvaðanæva úr heiminum, sem vilja læra um menningu frumbyggja. Við Garry förum líka á önnur verndarsvæði til að sinna starfi hans sem jurtalæknir. Hann vinnur einnig með alkóhólista og eiturlyfjaneytendur, hjálpar þeim að koma sér út úr vímuefnahringnum. Svo förum við í grunnskólana og kennum nem- endum að búa til handtrommur. Það eru for- réttindi að fá að vinna með þessum manni, hann er mjög vitur og mikill húmoristi. Alla sína þekking hefur Garry fengið í arf frá eldri frumbyggjum. Hann er 65 ára og segist enn vera að læra. Kennarinn hans, Mark Tomson, býr á öðru verndarsvæði og hann bjargaði Garry þegar hann var við dauðans dyr með því að gefa honum jurtalyf sem innihélt 100 lækn- ingajurtir.“ Keyra, fljúga og sigla kajak Björk segir að á ferðum sínum með Garry sé hún yfirleitt eina hvíta manneskjan. „Þarna eru rosalegar vegalengdir á milli staða. Stund- um keyrðum við Garry í átta tíma, fórum svo í flugvél í klukkutíma og vorum að lokum stödd á kajak, allt til að komast á ákveðinn stað þar sem hann þurfti að vinna.“ Björk og Garry hafa sótt um styrk hjá ríkisstjórn Manitoba til að halda áfram með grunnrannsóknir og byggja safn um siði, menningu og sögu frumbyggja á austurströnd Winnipegvatns. „Ég fer aftur til Kanada í haust og held áfram störfum mínum með Garry en ég ætla líka að klára bók sem ég er að vinna að. Þessi bók byggist á viðtölum sem ég hef tekið við Garry og bróður hans, Raymond, um menningu frumbyggja og tengsl hennar við jörðina. Raymond lést fyrir tæpum fjórum árum en hann var einstakur sagnamað- ur.“ Eldurinn í hjartanu Ævintýrið í Kanada hófst þegar Björk fór í háskóla í Winnipeg árið 2003 í meistaranám í umhverfisfræði. „Ég vildi kynnast einhverjum sem bjó yfir fornri þekkingu á náttúrunni og þá var mér bent á fyrrnefndan Garry Raven. Þegar ég kynnti mig fyrir honum og sagðist vera frá Íslandi, þá sagði hann að fólkið mitt, Vestur-Íslendingar í Kanada, hefði ævinlega komið vel fram við fólkið hans, indíánana. Mér þótti vænt um að heyra það. Síðan sagðist hann ætla að fara með mig í gufubað frumbyggja og láta mig svitna rækilega, sem hann og gerði. Í miðju gufubaðinu eru glóandi steinar sem vísa til kjarna jarðarinnar og hjarta mæðra okkar. Frumbyggjar leggja mikið upp úr eldinum í hjartanu. Þegar frumbyggi deyr þá er eldur látinn loga hjá viðkomandi í fjóra daga og fjór- ar nætur, til að lýsa leiðina inn í andaheiminn.“ Bláa úlfakonan í sólardansi Samkvæmt fræðum frumbyggjanna er Björk af ætt bifurs, en bifur stendur fyrir visku. „Ég kallast Blue Wolf Woman eða Bláa úlfakonan. Ef ég hitti konu eða karl sem eru af ætt bifurs, þá eru það systkini mín og við meg- um ekki giftast. Garry er aftur á móti af ætt- bálki arnarins en örninn stendur fyrir ást. Nöfnin hans Garrys eru Góð þrumurödd og Morgunstjarna,“ segir Björk sem hefur upp- lifað og tekið þátt í mörgum athöfnum frum- byggjanna og þar á meðal er sólardansinn. „Ég þurfti að dansa í þrjá og hálfan dag án matar og drykkjar. Ég dansaði við sólarupprás, svaf í þrjá tíma og fór svo á fætur og dansaði meira. Tilgangur sólardansins er að dansa fyrir allt það sem lifir eða er veikt á þessari jörð og einn- ig að þakka fyrir það sem við höfum. Af dvöl minni meðal frumbyggja hef ég lært hvernig maður einfaldar líf sitt. Ég lærði líka að jörðin er búin að gera svo margt fyrir okkur sem okk- ur finnst sjálfsagður hlutur og að nú er kominn tími til að við gerum eitthvað fyrir hana.“ Hlustum á bóndann í dalnum Björk finnst skemmtilegast að vinna úti og einmitt þess vegna fór hún á sínum tíma á námskeið hjá Umhverfisstofnun til að verða landvörður. „Ég var landvörður í Skaftafelli í þrjú sumur og önnur þrjú í Herðubreiðar- lindum og Öskju. Þá notaði ég þekkingu sem formæður okkar og forfeður hafa öðlast í gegn- um tíðina, til að fræða fólk um náttúruna á nýj- an hátt. Ég vil færa þjóðsögur úr bókahillum út til fólksins, því rætur okkar liggja í landinu og menningunni. Þegar við vitum hvaðan við kom- um þá vitum við hvert við eigum að fara. Við Íslendingar miðum okkur allt of mikið við aðr- ar þjóðir og höldum að við eigum að gera eins og þær. Við eigum að hætta að hlusta á erlenda fræðinga sem segja okkur hvað við eigum að gera við landið okkar eða hvernig við eigum að umgangast það. Við eigum frekar að hlusta á bóndann sem býr í dalnum og hefur kynnst umhverfinu á eigin skinni. Við eigum líka að hlusta meira á eldra fólk sem býr yfir mikilli reynslu,“ segir Björk sem sér mikla möguleika á Íslandi núna. „Allir flokkar ættu að vinna saman að því að byggja landið upp en ekki eyða allri orkunni í karp. Við megum ekki gefast upp, landið okkar er einstakt í heiminum, fal- legt og sterkt. Við erum pínulítið þorp í al- þjóðasamfélaginu og eigum ekki að leyfa er- lendum ríkjum að læsa klónum í auðlindir okkar. Egill Skallagrímsson hefði aldrei gefist upp fyrir þessu, hann hefði barist á móti.“ Illugaskotta á indíánaslóðum Vinir Björk ásamt „hrafninum“ og indíánanum Garry. Sjálf er Björk af ætt bifurs samkvæmt frumbyggjum og heitir Bláa úlfakonan. Höggvið í eldinn Björk og hundurinn hennar Nói tveir sokkar, en hann býr í Kanada. Hún hefur safnað fornum sög- um úr munnlegri geymd meðal indíána í Kanada og hún er nokkuð viss um að Egill Skallagrímsson myndi berjast af fullri hörku fyrir Íslands hönd í dag, ef hann væri á lífi. Verndarsvæði frumbyggja í Manitoba eru 62 og þar búa þrír flokkar frumbyggja: Cree-frumbyggjar, Ojibway-frumbyggjar og Dene-frumbyggjar. „Verndarsvæðin voru búin til á seinni hluta 19. aldar af samningamönnum bresku krúnunnar sem sömdu við frum- byggja um afnot af þeirra landi en um leið yrði frumbyggjum úthlutað svæði sem kallað er verndarsvæði sem væri þeirra til yfirráða og einnig að ávallt yrði hugsað um frumbyggja Kanada, t.d. eru þeir und- anþegnir skatti vegna þessa. Þessir samn- ingar eru kallaðir á ensku „Treaty“, og eiga að gilda svo lengi sem sólin skín, vatnið flæðir og grasið grær. Hins vegar eru frumbyggjar Kanada líklega fátæk- ustu þegnar Kanada og fá lítinn sem eng- an arð af þeim náttúruauðlindum sem not- aðar eru í þeirra landi,“ segir Björk og bætir við að mjög mikið heilsufarsvanda- mál sé meðal frumbyggja og þeir þjást m.a. af alnæmi, áunninni sykursýki og berklum. „Svínaflensan hefur lagst mjög þungt á þá, enda búa oft tólf manns sam- an í húsi og húsin eru mjög bágborin. Þeir eru svo fátækir að þeir geta ekki gert við húsin sín. Frumbyggjar eru orðnir háðir ríkisstyrkjum og það er búið að drepa í þeim alla sjálfsbjargarviðleitni.“ Björk segir að mörg börn frumbyggja hafi verið tekin af þeim frá árinu 1875 til 1970 og þeim komið fyrir í heimavistar- skólum á vegum kanadíska ríkisins og kaþólsku kirkjunnar (Residencial school). „Sem betur fer sluppu sum barnanna und- an þessari kvöð, því foreldrar þeirra eða afar og ömmur földu þau þegar prestur og lögreglan komu til að ná í barnið þeirra í skólann. Í þessum skólum voru börnin mörg hver misnotuð kynferðislega, andlega og líkamlega. Þau máttu ekki tala tungumálið sitt, síða indíánahárið á þeim var klippt af þeim og þau voru látin þræla á ökrunum og fengu lítið og lélegt fæði. Mörg börn dóu í þessum skólum og og foreldrunum var stundum ekki sagt frá því fyrr en eftir nokkra mánuði. Kan- adíska ríkisstjórnin baðst í fyrra op- inberlega afsökunar á þessari meðferð á indíánabörnum. Einstaklingarnir sem komu úr þessum skólum voru nið- urbrotnir á allan hátt og höfðu enga fót- festu. Það er ein ástæða þess að félagsleg vandamál eru mjög mikil meðal frum- byggja núna. Fátæktin er svo mikil á verndarsvæðunum að það líkist ástandinu í þriðja heiminum. Þetta fólk er einangrað og fær ekki sama aðgang að samfélaginu og aðrir.“ Einir fátækustu þegnar Kanada Sviti Björk utan við gufubað ásamt nokkrum frumbyggjum og tveimur hvítum gestum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.