Morgunblaðið - 09.07.2009, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.07.2009, Qupperneq 24
Reykjavík Sími 588 9090 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Til leigu Skuggahverfi: 3ja herbergja ca 140 fm íbúð við Vatnsstíg 15 ásamt geymslu og stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin leigist með húsgögnum og húsbúnaði. LAUS NÚ ÞEGAR. Ránargata: Glæsilegt penthouse í miðbæ Reykjavíkur. Ca 175 fm íbúð á tveimur hæðum. Íbúðin leigist með húsgögnum. Granaskjól: Falleg 2ja herbergja íbúð í litlu 3ja íbúðar húsi í Reykjavík. Íbúðin leigist með húsgögnum frá ca ágúst eða september til janúar fyrir 110.000 kr. á mánuði. Upplýsingar gefur Hilmar Þór Hafsteinsson löggiltur leigumiðlari hjá Eignamiðlun ehf í síma 824-9098 eða Hilmar@eignamidlun.is 24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 AGNES Bragadótt- ir blaðamaður hefur að undanförnu verið gagnrýnd harðlega fyrir að fjalla ófaglega og ómálefnalega um stjórnir lífeyrissjóða. Hefur hún mátt þola ómálefnalega gagn- rýni þeirra sem hún kom við kaunin á. Vil- hjálmur Egilsson hef- ur gengið lengst í sinni umfjöllun og sagt að Agnes noti Morgunblaðið sem vettvang fyrir róg um ábyrgðarmenn sjóð- anna. Mér finnst andmæli Vilhjálms Egilssonar, fyrrverandi þingmanns, bera vott um frekju í ljósi frammi- stöðu hans í lífeyrissjóðnum þar sem hann hefur mikil ítök. Ég tel þetta yfirgang í þér sjálfum, Vil- hjálmur Egilsson. Minnir mig á gamla Sovét þar sem enginn mátti segja eða hafa skoðanir sem stöng- uðust á við hinn algilda sannleika. Saka síðan heiðarlegan blaðamann um að nota Morgunblaðið fyrir ill- kvittni í garð stjórnenda lífeyr- issjóða. Þessi orð þín eru þér til skammar. Ef einhver hefur farið fram úr sér, þá ert það þú, Vil- hjálmur Egilsson, sem átt að biðja Agnesi Bragadóttur og Morgunblaðið form- lega afsökunar á þín- um ummælum. Sem erindreki atvinnurek- enda reyndir þú að kúga Agnesi Braga- dóttur með skrifum þínum. Hverjir bera ábyrgðina? Undan því komast menn ekki að fram- kvæmdastjóri, framkvæmdastjóri eignastýringar, formaður stjórnar og stjórnarmenn bera ábyrgðina á stærsta tapi í sögu lífeyrissjóðsins Gildis sem tapaði nær 60 þúsund miljónum króna samkvæmt trygg- ingafræðilegu mati. Á síðasta ársfundi sjóðsins lagði ég fram bókun á þá leið að ég lýsti ábyrgð á tapi sjóðsins á hendur sjóðstjórninni og framkvæmda- stjóra lífeyrissjóðsins Gildis. Ég sagði líka að við sjóðfélagar áskild- um okkur þann rétt að hefja mál- sókn á hendur stjórn sjóðsins vegna þess tjóns sem við höfum orðið fyrir vegna slappleika stjórnar við rekst- urs sjóðsins sem er algjört ábyrð- arleysi, svo mikið er tapið. Þetta eru okkar eignir, framlag manna til þess eins að hafa það betra þegar menn ljúka sínum vinnudegi. Jafn- framt óskaði ég að þetta yrði fært til bókar á ársfundi sjóðsins 21. apríl 2009. Ég undirritaður lagði þetta fram. Öllum sem eiga hlut að máli er kunnugt um þessa bókun. Þess vegna hvet ég alla sjóðfélaga til að hefja málsókn á hendur lífeyr- issjóðnum Gildi. Þess skal getið að ég sendi erindi 19. apríl 2009 til Fjármálaeftirlitsins en því hefur ekki verið svarað enn. Undirritaður hafði samband við lögmann FME. Svar hans var í 2007-stíl: Við af- greiðum hér ekkert eftir pöntunum. Þar leggja menn langa lykkju á leið sína til að þurfa ekki að læra af mistökum sínum. Stofnunin hefur eftirlit með lífeyrissjóðnum Gildi. Ég hef sjálfur sem sjóðfélagi skrifað framkvæmdastjóra lífeyr- issjóðsins Gildis bréf til þess eins að fá skýrslu endurskoðenda. Málið var tekið fyrir á fundi stjórnar ný- lega. Svarið sem ég fékk var mjög skýrt, þvert nei. Ég fæ ekki skýrslu endurskoðenda. Hvað er verið að fela fyrir sjóð- félögum? Er það virkilega satt að sjóðfélögum sem vilja fá upplýs- ingar sé synjað um sjálfsagðar upp- lýsingar? Ég tel það rétt og skylt að láta sjóðfélögum allar upplýs- ingar í té sem koma frá endurskoð- anda. Ástæða er til að nefna dæmi sem ekki koma fram í ársskýrslu. Ekkert er getið um innlent skulda- bréfasafn í ársskýrslu Gildis. Safn sem hefur verið fært niður um 12 þúsund og þrjú hundruð milljónir króna hjá fyrirtækjum eins og Baugi, FL Group, Stoðum, Landic Properties, áður Stoðir, Exista, Kögun, Nýsi, Eglu. Af hverju er ekkert getið um í ársskýrslu hverjir eru skuldarar í skuldabréfasafni lífeyrissjóðsins Gildis? Ekkert getið um hverjir hinir raunverulegu skuldarar eru? Af hverju liggur þetta ekki fyrir allra augum? Hvað er verið að fela? Hverja er verið að vernda? Drottnunarvald Það er von að sjóðfélagar spyrji af hverju framkvæmdastjóri skuli hafa rúma 21 milljón króna í árs- laun og sama hefur fram- kvæmdastjóri eignastýringar, rúma 21 miljón í laun á ári. Síðan komum við að erindreka atvinnu- rekenda, formanni verkalýðsfélags sem gæti ekki fyrir sitt litla líf samþykkt hækkun til launþega ný- lega og til þeirra sem ekki geta varið hendur sínar. Það fannst þeim í lagi sameiginlega. Hins- vegar gátu þessir umræddu bræð- ur þegið hvor um sig hátt í 1,5 milljónir króna fyrir fundasetu í vinnutímanum. Þessir tveir bræð- ur höfðu samanlagt nærri 3 millj- ónir króna í laun á ári fyrir stjórn- arsetu árið 2008. Það er allt í lagi að skerða ekkjur og eftirlauna- þega um 10% sem er lodd- araskapur fyrir fólk sem í hlut á. Ekkjunni og eftirlaunaþegum hefði þótt gott að hafa rúmar 800 þúsund krónur á ári fyrir funda- setu í lífeyrissjóði í vinnutímanum á ársgrundvelli. Þessi laun höfðu fulltrúar atvinnurekenda í stjórn sjóðsins árið 2008. Er nokkur hissa á því að sjóðfélagar vilji al- gjöra hreinsun í stjórn lífeyr- issjóðsins Gildis? Ykkar hlutur verður ekki betri þótt þið kastið skít í Agnesi Bragadóttur. Áfram Agnes Eftir Jóhann Pál Símonarson »Mér finnst andmæli Vilhjálms Egils- sonar, fyrverandi þing- manns, bera vott um frekju í ljósi frammi- stöðu hans í lífeyr- issjóðnum Gildi. Jóhann Páll Símonarson Höfundur er sjómaður. Á VEFSÍÐUNNI www.kjosa.is geta ís- lenskir kjósendur tek- ið undir áskorun til forseta Íslands. Yf- irskrift áskorunar- innar er „Í okkar hendur“, en þar segir meðal annars: „Undirrituð skora á yður – ef til þess kem- ur – að synja staðfest- ingar lagafrumvarpi um fjárhagslega ábyrgð íslenska rík- isins vegna svonefndra Icesave- samninga við hollensk og bresk stjórnvöld.“ Ekki er tekin afstaða með eða á móti svonefndum Icesave-samn- ingum íslenskra stjórnvalda við hol- lensk og bresk stjórnvöld. Áskorunin miðar aðeins að því að almenningur geri út um málið í þjóðaratkvæða- greiðslu samkvæmt 26. grein stjórn- arskrár íslenska lýðveldisins. Glapræði að sniðganga þjóðina Rökin fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu eru tvíþætt: Byrðunum af Icesave- hneykslinu á að velta yf- ir á almenning, hvað sem öðru líður. Því er réttmætt og sanngjarnt að almenningur sé spurður hvernig og með hvaða skilmálum hann vilji gangast undir byrð- arnar. Í öðru lagi er borin von að ná sátt um málið nema þjóðin geri út um það í atkvæða- greiðslu. Verði það ekki gert mun að líkindum ganga á með svikabriglsum og ásök- unum næstu ár eða áratugi. Slíkt samfélag mun seint ná sér á strik og þar verður óskemmtilegt að búa. Það er með öðrum orðum glapræði að sniðganga þjóðina, og jafngildir því að hafna þjóðarsátt um málið. Niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslu Svo gæti farið að almenningur samþykkti fjárskuldbindingar vegna Icesave-samninganna, eins og frum- varp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyr- ir. Þá héldu væntanleg lög gildi sínu og eins samningarnir við bresk og hollensk stjórnvöld. Þá hefði þjóðin gert út um málið. Landsmenn orðið ásáttir um niðurstöðuna og gætu ein- hent sér í að vinna sig út úr vand- anum. Almenningur gæti hafnað efn- islega frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þá féllu lögin úr gildi. Íslensk stjórn- völd hefðu fyrir sitt leyti staðið við samninginn gagnvart breskum og hollenskum stjórnvöldum, en ís- lenskur almenningur notfært sér stjórnarskrárbundinn rétt til þess að hafna skilmálum hans. Upp væri komin ný staða. Samningsstaða. Ríkisstjórn og Alþingi eru í úlfa- kreppu. Samkvæmt samningunum á að afgreiða málið fljótt og fyrir sum- arhlé þingsins. Ekkert færi er gefið á að vísa málinu til þjóðarinnar. Al- menningur verður því sjálfur að láta til sín taka og knýja fram þjóð- aratkvæðagreiðslu. Nota stjórn- arskrárbundinn rétt sinn til að gera út um málið. Það er eina farsæla leið- in til að losa okkur úr Icesave- klemmunni. Kæru samborgarar. Tökum málið í okkar hendur. Leggjum áskor- uninni lið á www.kjosa.is. Áskorun til forseta Íslands – www.kjosa.is Eftir Hjört Hjartarson Hjörtur Hjartarson » Almenningur verður því sjálfur að láta til sín taka og knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Höfundur er talsmaður framtaksins „Í okkar hendur“ á www.kjosa.is AÐ SKERA við nögl er viðeigandi orðatiltæki á þeim niðurskurðartímum sem þjóðin stendur nú frammi fyrir. Reyndar snúast að- gerðir stjórnvalda aðallega um að skera af nögl, jafnvel af fingri. Samfélagið verkjar alls staðar vegna niðurskurðar á einum stað, sársaukinn leiðir um allt. Verið er að klippa framan af fingrum og tám samfélagsins og jafnvel er rætt hvort taka eigi handlegg af við olnboga eða öxl. Það hriktir í stoðunum þegar kippa á fæti und- an, valið stendur á milli þess vinstri eða hægri og um það er karpað á þingi. Segið svo að sá eigi ekki kvölina sem á völina. Sársaukinn finnst víða og há- skólar landsins eru engin und- antekning. Stúdentar sem fundu lítið fyrir góðæri og velmegun þjóðarinnar síðustu ár finna nú sárlega fyrir því þegar kreppir að. Ekki nóg með það heldur vita námsmenn að þeirra hlutverk er að erfa skuldir útrásarkynslóð- arinnar. Það verður hlutskipti ungu kynslóðarinnar í háskólunum að reisa við þetta samfélag. Mörg- um myndu fallast hendur, öskra „helvítis fokking fokk“ og láta þar við sitja. Það er ekki réttur hugs- unarháttur, við verðum að sýna djörfung og dug ætlum við að verða kynslóðin sem græddi sárin. Þess vegna leitum við okkur æðri menntunar, til að bæta samfélagið með þekkingarleit okkar. Við er- um innviðir þjóðarinnar eða eins og ungur íslenskukennari orðaði það, menntakerfið er eins og hjarta sem pumpar blóði út í sam- félagslíkamann. Það er því mik- ilvægt að hlúa vel að því. Nú er þó svo komið að vegið er að hjartanu, líf stúdenta við HÍ er gert erfiðara með hverri ákvörð- uninni á fætur annarri. Það byrjar sakleysislega, örfá gjaldskyld bíla- stæði fyrir utan skólann, síðan hættir að vera frítt í strætó og um leið er samið um grunnframfærslu frá Lánasjóðnum sem stenst eng- an veginn útreiknaðan kostnað við að lifa og setur því námsmenn langt undir fátækra- mörk. Á sama tíma hækkar leigan á stúd- entagörðum um hver mánaðamót í samræmi við vísitölu neyslu- verðs. Það er óforsvar- anlegt að búa svona í haginn fyrir náms- menn og ástæðan er sáraeinföld. Með óbreyttri grunn- framfærslu eru lög um Lánasjóð- inn, sem skylda sjóðinn til að tryggja öllum tækifæri til náms án tillits til efnahags, brotin og því um leið vegið að jafnrétt- isákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmálum sem Ís- land er aðili að. Hvað sem sagt er um fjárskort í menntamálaráðu- neytinu er alveg á hreinu að til eru peningar, þeir fara bara ann- að. Á meðan fælist efnalítið fólk úr námi, hugsanlega á bætur, vegna þess að það hefur ekki efni á æðri menntun. Án þessa fólks verður engin uppbygging, engin kynslóð sem græðir sárin en þess í stað tekið fyrsta skrefið í að stéttskipta sam- félaginu eftir efnum og auði. Ég skora því á ráðamenn að taka orð unga íslenskukennarans alvarlega því hún hafði lög að mæla. Hlúið að menntakerfinu og þá mun sam- félagið lifa þrátt fyrir aflimanir. Vonin býr ekki í nokkrum efn- uðum einstaklingum, það höfum við þegar lært heldur býr hún í heilli kynslóð, hún býr í háskólum landsins svo gefið okkur tækifæri. Gefið öllum tækifæri, óháð efna- hag. Beint í hjartastað Eftir Sigurð Kára Árnason Sigurður Kári Árnason » Við erum innviðir þjóðarinnar eða eins og ungur íslenskukenn- ari orðaði það, mennta- kerfið er eins og hjarta sem pumpar blóði út í samfélagslíkamann. Höfundur er stúdent við Háskóla Íslands. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.