Morgunblaðið - 09.07.2009, Page 27

Morgunblaðið - 09.07.2009, Page 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 ✝ Margrét Hall-dórsdóttir fæddist á Tréstöðum í Hörg- árdal 17. apríl 1906 . Hún lést á Dvalar- heimilinu Hlíð á Ak- ureyri 26. júní sl. For- eldrar hennar voru hjónin Kristjana Gunnarsdóttir, f. á Hamri í Bægisársókn 10. febrúar 1877, d. 5. apríl 1927 og Halldór Árnason, bóndi á Tré- stöðum í Glæsibæj- arhreppi, f. 18. apríl 1879, d. 28. júlí 1969. Margrét var elst sinna systkina. Hin voru Anna, f. 26. nóvember 1908, Stefán, f. 6. desember 1909, Halldór, f. 6. sept- ember 1912, Kristín, f. 20. nóv- ember 1913, Árni Júlíus, f. 19. júlí 1915 og Gunnar, f. 24 ágúst 1917. Þau eru látin. Syst- kinin voru öll alin upp á Tréstöðum. Skóla- ganga Margrétar var að þeirra tíma hætti. Margrét giftist 17. desember 1932 Tryggva Jónssyni bif- vélavirkja frá Krossa- nesi, f. 8. júlí 1908, d. 6. júní 1986. Margrét vann á Saumastofu Gefjunar og Fataverksmiðj- unni Heklu. Hún starfaði hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa fram á átt- ræðisaldur og minntist með hlýju þeirra heiðursmanna, sem þar stjórnuðu. Útför Margrétar fer fram frá Höfðakapellu í dag, 9. júlí, og hefst athöfnin kl. 13.30. Magga móðursystir mín kvaddi um það leyti sem dagurinn er lengstur og sólin hellti geislum sín- um yfir Pollinn, sem skartaði sínu fegursta. Þegar lífsbrautin hefur verið gengin á enda er hvíldin góð. Þeim fækkar ört sem fæddir voru um næst síðustu aldamót og bjuggu í torfbæjum. Systkinin á Tréstöðum voru 7 og auk foreldranna voru í heimilinu Árni langafi og vinnumað- ur. Örugglega hefur lífið ekki alltaf verið dans á rósum. Hvernig skyldi frostaveturinn 1918 hafa verið? En fyrst og fremst dró ský fyrir sólu þegar húsmóðirin veiktist frá sínum stóra barnahópi. Mér hefur verið sagt, að þá hafi afi byggt við bæinn og gluggi hafi verið á við- byggingunni þannig að amma gæti fylgst með því sem gerðist í baðstof- unni. Seinna fór hún á sjúkrahús í Reykjavík og lést þar. Elstu syst- urnar höfðu þegar tekið við heim- ilinu ásamt afa. Það er þá, sem Magga myndaði svo sterk tengsl við yngstu systkini sín. Árin liðu og Magga settist að á Akureyri. Magga og Tryggvi, oftast nefnd bæði í sömu setningunni, bjuggu lengst af í Fjólugötu 5. Þangað var gott að koma og ótaldar voru ferðirnar af Brekkunni og nið- ur á Eyrina. Árviss boð á jóladag, súkkulaði í örþunnum kínverskum bollum, mamma hrædd um að við systkinin myndum bíta skarð í þá, en allt slapp þetta til og bollarnir eru ennþá heilir. Á sumrin buðu þau okkur oft í bílferð en bíll var ekki á okkar heimili. Magga var ljóðelsk og kunni mikið af ljóðum, Davíð Stefánsson var í sérstöku dálæti hjá henni. Oft söng hún við vinnu sína heima fyrir. Magga var sérlega vel verki farin og bar heimili þeirra Margrét Halldórsdóttir hjóna þess glöggt vitni. Eftir að Magga varð ekkja keypti hún sér nýja íbúð í Víðilundi 20 og bjó þar í 6 ár. Árum saman komu þær systur, mamma og hún, til okkar á aðfanga- dagskvöld, báðar glerfínar og við áttum saman hátíðlega stund. Um nírætt fór Magga á Dvalarheimilið Hlíð og á starfsfólkið þakkir skildar fyrir kærleiksríka umönnun. Þegar svo var komið, að hefðbundnar sam- ræður gengu ekki las ég fyrir hana kvæðið Konan sem kyndir ofninn minn. Það var ótrúlegt hvað hún mundi lengi sum orð í kvæðinu. Ekki var lakara að fá sérrílögg á undan lestrinum. Við Jóhann og fjölskylda mín þökkum gifturíka samfylgd og góðar minningar. Ég kveð með orðum Jóns Helga- sonar. Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kert- inu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið. Hvíl í friði. Guðný Matthíasdóttir. Elsku frænka, nú ertu búin að fá þína langþráðu hvíld. Hugurinn hverfur til baka í Fjólugötuna þar sem móttökurnar voru ætíð konung- legar, það fannst mér alla vega sem lítilli stelpu. Alltaf fór Tryggvi með mér í kjallarann og leyfði mér að velja Vallas eða Jolly Cola á meðan þú töfraðir fram dýrindis sæta- brauð. Ég mun ætíð geyma þá hlýju og ástúð í hjarta mínu sem mér var gefin í Fjólugötunni. Reisn og rausnarskapur einkenndu þig, alltaf barst þú höfuðið hátt á hverju sem gekk og alltaf tókst þú á móti mér með opinn faðm og bros á vör. Hvíl þú í friði elsku frænka og takk fyrir allar góðu stundirnar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Anna Rósa. ✝ Pétur Þorbjörns-son fæddist á Stöðvarfirði 6. októ- ber 1922. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jórunn Jónsdóttir og Þorbjörn Stefánsson og var hann yngstur af sex systkinum. Eina eftirlifandi systkini hans er Guðný, f. 1915. Árið 1946 kvæntist Pétur Valgerði Sig- urðardóttur. Pétur og Valgerður eignuðust fimm börn. Þau eru Svanhildur, gift Gissuri Guðmunds- syni, þeirra börn eru Pétur og Val- gerður Ása. Birgir, kvæntur Hrefnu Geirsdóttur, þeirra synir eru Ósk- ar og Geir. Sverrir, kvæntur Söndru L. Pétursson, börn hans eru Guðmundur Örn sem er látinn, og Mar- isa Vala. Hrönn, gift Jafeti Agli Ingvasyni, þeirra börn eru Hrund og Egill. Björk, gift Sveini Sig- urbergssyni, þeirra börn eru Ingibjörg, Sigurbergur, Bene- dikt og Thelma. Barnabarnabörnin eru fjögur. Pétur verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 9. júlí og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Elsku pabbi minn, mig langar að þakka þér fyrir allt og allt. Þú og mamma áttuð fallegt líf saman og hef- ur það verið góð fyrirmynd fyrir okk- ur börnin ykkar. Ég á góðar minn- ingar úr minni æsku og uppeldi og eru þær mínar. Oftar en ekki hefur Jaffi minn sagt, svona vil ég að við eldumst saman eins og pabbi þinn og mamma, þar er alltaf ást, virðing og svo voru þau alltaf svo góð hvort við annað. Þú varst hjartahlýr maður og þér þótti vænt um alla, aldrei heyrði ég þig tala illa um nokkurn mannn. Hún Védís Lea, barnabarnið mitt, hafði svo gaman af því að hitta þig. Núna horfir hún á myndina af þér og segir: „Amma, hann afi Pétur er svo las- inn.“ Ég verð að minnast á þína góðu söngrödd, það var ósjaldan sem þú söngst á góðum stundum og hafðir gaman af, það væri ekki ónýtt að get- að leikið það eftir þér. Það voru traustir og góðir vinir sem komu og heimsóttu þig þegar þú varst orðinn of veikur til að sækja í félagsskap þeirra. Síðustu mánuði dvaldir þú á Sól- vangi þar sem mannauður er mikill, þar var hvarvetna að finna mikla hjálpsemi, hlýleika og brosmildi, þar starfar einstakt fólk. Þið mamma vor- uð rík. Það er ekki sjálfgefið að eiga fimm börn, 12 barnabörn og 4 barna- barnabörn og þeim fer fjölgandi. Fyr- ir sex vikum dó Guðmundur Örn, barnabarnið ykkar mömmu, aðeins 27 ára gamall. Það var ótímabært og mikil sorg. Ég veit að hann tók vel á móti afa sínum sem og Sverrir og Hjördís og alveg örugglega hún Erla, vinkona ykkar mömmu. Við hugsum öll vel um mömmu. Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Hrönn. Elsku hjartans pabbi minn. Nú hef- ur þú fengið hvíldina eftir erfiða bar- áttu. Mikið er sárt að kveðja þig. Þú varst svo mikið ljúfmenni, skiptir ekki oft skapi, hafðir góða nærveru og létta lund. Fylgdist ætíð vel með þín- um nánustu hvort sem var í tónlist- inni, handboltanum, golfinu eða hverju sem hver og einn tók sér fyrir hendur. Afi af bestu gerð, sem hvert barnabarn getur hugsað sér að eiga. Vandvirkur og einkar handlaginn, hvort sem þú varst að skera út í tré, mála eða ramma inn myndir. Mikill selskapsmaður og naust þín aldrei betur en þegar öll fjölskyldan var saman komin. Á síðustu andartökum lífs þíns fékk ég staðfestingu á hversu ástríkt hjónaband ykkar mömmu var. Hvernig mamma talaði til þín og um- vafði þig allri þeirri ást sem hún átti. Þessa stund geymi ég í hjarta mínu. Ég veit að þú hefur fengið höfðing- legar móttökur hjá honum sem öllu ræður. Ég sakna þín svo mikið, elsku pabbi. Þín dóttir, Björk. Fyrir 35 árum kynntist ég Pétri þegar ég felldi hug til dóttur hans, Hrannar. Pétur var þekktur í Hafn- arfirði sem kaupmaður þar sem við hjónin vorum bæði alin upp. Eins og gerist og gengur þá gengum við í hjónaband og fórum að búa. Fest voru kaup á íbúð og á milli íbúða þurftum við hjónin húsaskjól og var þá heimili þeirra Völu og Péturs opið fyrir okkur. Þá kynntist ég þeim hjón- um Völu og Pétri og sá hversu náin þau voru. Virðingin og ástin sem þar skein varð mér ungum manninum fyrirmynd að því hvernig ástríkt hjónaband ætti að vera. Við áttum oft okkar góðu stundir saman og deildum um ýmis málefni og oft vorum við sammála en þegar braut á skoðunum sagði Pétur af festu en virðingu: „Ja- fet, svona segir maður ekki.“ Alltaf ljúfur en ákveðinn og hélt sínum skoð- unum af festu fram. Öll þau ár sem ég þekkti tengdaföður minn minnist ég þess ekki að hann hafi mælt hnjóðs- yrði um nokkurn mann. Ég vil þakka þér samveruna þessi ár, elsku ljúfi vinur. Farðu í friði og vissu þess að við munum hugsa um ástina þína. Kveðja, þinn tengdasonur, Jafet. Elsku afi, við söknum þín svo mik- ið. Samt finnst okkur gott vita að þér líður vel núna. Alltaf fylgdist þú vel með okkur og öllu því sem við vorum að gera. Við eigum svo góðar minn- ingar um það þegar við komum í heimsókn á Hjallabrautina. Við spil- uðum á spil, tefldum eða spiluðum billjard og spjölluðum saman. Þú varst svo ljúfur og góður við okkur. Þú lifir í hjörtum okkar. Við skulum hugsa vel um ömmu og passa að henni líði vel. Við verðum að vera sterk þótt að okkur líði illa. Við elskum þig og gleymum þér aldrei. Þín barnabörn, Benendikt og Thelma. Elsku besti afi, ég kveð þig með miklum söknuði. Þú varst yndislegur maður, svo ljúfur og góður. Alveg sama hve veikur þú varst orðinn þá var húmorinn aldrei langt undan. Þú varst svo frábær og alltaf svo gaman að hitta þig og spjalla um allt milli himins og jarðar, þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þegar ég hugsa til baka þá er fyrsta minningin mín þegar þú og amma buðuð mér með ykkur til New York, ég var 7 ára og þú passaðir mig eins og gullið þitt sem ég verð alltaf, það var svo gaman. Það var alltaf svo gott að koma til þín og ömmu í heimsókn, alltaf svo mikil hlýja og væntumþykja. Þið eruð besta fyrirmynd sem hægt er að hugsa sér og er ég stolt af að eiga ykkur sem afa og ömmu. Við munum passa vel upp á ömmu og vefja hana allri þeirri ást og umhyggju sem við eigum. Elsku afi, nú ertu kominn á góðan stað þar sem þér líður betur, við eig- um eftir að sakna þín mikið. Takk fyr- ir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, ég mun aldrei gleyma þér. Þín Ingibjörg. Kær móðurbróðir og vinur, Pétur Þorbjörnsson, er látinn. Pétur fluttist til Hafnarfjarðar á barnsaldri frá Stöðvarfirði með foreldrum sínum og bjó í Hafnarfirði upp frá því. Fram- koma og persónuleiki Péturs var á þann veg að fólk laðaðist að honum og tók hann alla tíð virkan þátt í fé- lagsstarfsemi hér í bæ. Ungur var hann skáti og fór hann snemma að syngja með karlakórnum Þröstum, en Pétur hafði fallega tenórrödd. Einnig var hann félagi í Rótarý og Oddfellow. Pétur hóf ungur störf hjá Guðjóni kaupmanni í versluninni Málmi og tók síðan yfir rekstur verslunarinnar. Pétur í Málm eins og hann var gjarnan nefndur var þekktur í bæn- um fyrir lipra þjónustu og áreiðan- leika í viðskiptum og rak hann Málm í yfir 20 ár, síðustu árin ásamt Birgi syni sínum, en hætti rekstri árið 1985. Valgerður, eiginkona hans, hefur alla tíð verið hans stoð og stytta og starf- aði við hlið hans að verslunarrekstr- inum eftir að börnin komust á legg. Pétur frændi passaði mig stundum á fyrstu árum mínum og gat ég end- urgoldið það með því að líta eftir eldri börnum þeirra Völu einstök kvöld, þegar ég var í skóla. Pétur og Vala voru höfðingjar heim að sækja og voru ófáar veislurnar sem ég og Nanna kona mín sátum hjá þeim, hvort sem það var á áramótum eða öðrum tímamótum. Foreldrar okkar Nönnu bjuggu á landsbyggðinni á fyrstu búskaparárum okkar og voru Pétur og Vala okkar nánasta fjöl- skylda á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma og viljum við á þessum tímamót- um færa fram þakkir okkar fyrir allan þann kærleik og þá vináttu sem þau hjónin sýndu okkur og börnum okkar. Pétur átti við veikindi að stríða síð- ustu árin. Þótt líkamlegur þróttur dvínaði var hann heill að öðru leyti og var heima í umsjá Völu allt fram til þess síðasta, að sjúkravist var óum- flýjanleg. Við Nanna sendum Val- gerði, börnunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. B. Ingimarsson. Pétur Þorbjörnsson Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar                          ✝ Okkar ástkæri og yndislegi eiginmaður, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og vinur, HAFÞÓR HAFSTEINSSON flugmaður, Skrúðási 9, Garðabæ, lést af slysförum fimmtudaginn 2. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 13. júlí og hefst athöfnin kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Hjördís Líney Pétursdóttir, Andri Pétur Hafþórsson, Arnar Hugi Hafþórsson, Elsa Smith, Hafsteinn Sigurðsson, Sigrún Jónatansdóttir, Pétur Jóhannsson, Íris Mjöll Hafsteinsdóttir, Ríkarður Sigmundsson, Hjördís Baldursdóttir, Þorleifur Björnsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.