Morgunblaðið - 09.07.2009, Page 32

Morgunblaðið - 09.07.2009, Page 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 ✝ Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN PÁLL PÉTURSSON frá Ísafirði, hjúkrunarheimilinu Skjóli, lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi mánudagsins 6. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. júlí kl. 13.00. Sigríður Jónsdóttir, Bjarni A. Agnarsson, Þórunn Ísfeld Jónsdóttir, Ragnar Kristjánsson, Jón Viðar Arnórsson, Sigrún Briem, Steinunn Karólína Arnórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Guðrún Hólm-fríður Jónsdóttir fæddist í Ólafsfirði 31. maí 1930. For- eldrar hennar voru Jón Guðmundsson, sjómaður, verkstjóri og verslunarmaður, f. á Þrasastöðum í Stíflu í Skagafirði 13. janúar 1905, d. 14. júní 1991, og Guðrún Sigurhanna Pétursdóttir verka- kona, f. á Hrólfs- stöðum í Skagafirði 25. desember 1897, d. 30. nóv. 1985. Systur Hólmfríðar eru, Katrín, f. 6. júlí 1932, maki Magn- ús Ásmundsson, f. 17. júní 1927; Jóhanna, f. 8. apríl 1934, d. 5. apr- íl 2005, maki Stefán Antonsson; Hulda Jónsdóttir, f. 3. apríl 1937, maki Hilmir Jóhannesson, f. 24. Einar Gunnar, f. 1965. Fyrir átti Sigurður tvo syni, Kristinn Ómar, f. 1951, maki Gunnhildur, f. 1954, þau eiga þrjú börn, og Guð- mundur, f. 1952, maki Ingibjörg, þau eiga sex börn og sex barna- börn. Hólmfríður lauk prófi frá Upp- eldisskóla Sumargjafar, síðar Fóstruskóli Íslands, 1951. Hún starfaði sem fóstra hjá Reykjavík- urborg 1951-1961 og 1966-1979, var leikskólastjóri í Kópavogi 1964-1965, leikskólastjóri á skóla- dagheimilinu Skipasundi 1970- 1979, leikskólakennari hjá Dag- vist barna 1980-1985, leikskóla- kennari og leikskólastjóri á Egilsstöðum 1985-1988 og leik- skólastjóri í Neskaupstað 1989- 1997. Var formaður Fóstrufélags Íslands 1958-1960 og 1974-1976, varaformaður félagsins 1972- 1974. Vann hún þó nokkuð að málefnum félagsins, þó einkum að kjaramálum. Hólmfríður verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 9. júlí, kl. 13. Meira: mbl.is/minningar maí 1936. Hálfsystk- ini Hólmfríðar eru; Sólrún, f. 2. sept- ember 1944, maki Páll Þorgilsson, f. 26. júlí 1940 og Hreinn, f. 16. desem- ber 1946, maki Svan- hildur Þorleifsdóttir, f. 17. mars 1948. Hólmfríður var gift Sigurði Jóns- syni, f. 19. nóvember 1934. Foreldrar hans voru Jón Björgvin Jónsson, f. 29. júní 1896, d. 11. júní 1967 og Júnía Kristín Einarsdóttir, f. 11. apríl 1906, d. 27. ágúst 1981. Synir Hólmfríðar og Sigurðar eru: Pét- ur, f. 1961, maki Linda, f. 1960, þau eiga tvö börn; Jón Björgvin, f. 1963, maki Eydís, f. 1965, þau eiga fimm börn og eitt barnabarn; Mamma mín. Þá ertu farin úr þessum heimi. Eins óraunverulegt og mér finnst að hugsa til Prestastígsins og geta ekki sagt: „Ég er á leiðinni til mömmu og pabba, elskan“ þegar konan hringir og ég er á leiðinni uppeftir eða „hvenær eigum við að skreppa til afa og ömmu, Siggi minn,“ þegar við feðgarnir erum að ákveða hvenær við eigum að fara í heimsókn. Þú varst alltaf þarna eins og okkur fannst að mamma og amma ætti að vera. Litli prófessorinn þinn, með opna buxnaklauf, skyrtuna uppúr, forvit- inn og síhlæjandi á eftir að sakna hláturs þíns á gleðistundum og stuðningsins og ráðanna þegar erf- iðleikar steðja að. „Mamma, ekki Sóleyjarkvæði“ sagði ég forðum daga og þú last þá fyrir mig Simb- að-sæfara. Einhver áhrif hefur þú nú samt haft á bókmenntasmekk- inn. Allavega finnst mér eftirfarandi línur vera eitthvað líkar „huggunar- orðunum þínum“ í dag. Ég er ekki hér – þú sem við gröf mína grætur. Ég sef ekki hér við þínar fætur. Ég er vindurinn sem um vanga þér strýkur. Ég er kyrrðin sem kemur er deginum lýkur. Ég er geislinn sem á gárunum glitrar. Ég regnið sem um strætin sitrar. Ég er himnsins stjörnuskraut um nætur. Ég er það sem á þér hefur gætur. Ég er hláturinn sem með gleði líf þitt litar. Ég er minningin sem rætur hjarta þíns hitar. Ég er ekki hér – þú sem við gröf mína grætur. Ég sef ekki hér við þínar fætur. (Höfundur ók.) Þú leiðbeinir mér í framtíðinni í gegnum lífsgildin þín, sem mér tekst vonandi að temja mér í jafn ríkum mæli og þú. Heiðarleiki, þrautseigja, réttlæti og frændsemi. Þakka þér fyrir allan kærleikann og umhyggjuna sem þú sýndir okkur feðgunum sem amma og mamma í gegnum árin. Þakka þér fyrir hjartahlýjuna og ástina sem þú sýndir okkur hjóna- kornunum og börnunum okkar á undangengnum árum. Ég veit að þú varst glöð og stolt af Pésa þínum. Mundu mamma mín að allir gera eins vel og þeir geta í þeim að- stæðum sem þeir eru í á lífsleiðinni. „Hvað er að, Pétur minn, ég veit alltaf að eitthvað er að þér þegar hláturinn minnkar,“ var eitt það síð- asta sem þú sagðir við mig. Að hugsa um aðra var einn að þínum styrkleikum. Þú hafðir meira að segja áhyggjur af að aðrir hefðu áhyggjur af þér á dánarbeðnum. Ég veit að þú heyrir hlátrasköllin í mér þar sem þú ert. Þakka þér fyrir að missa aldrei trúna á mér og fyrir að hjálpa mér að verða að manni, mamma mín. Megi góður Guð geyma þig. Guð veri með þér, pabbi minn. Það er erfitt að hlæja og gráta í einu, en það er auðveldara ef við gerum það í sameiningu. Pétur. Það voru ekki allir jafn heppnir og við, að hafa ömmu sína á leik- skólanum, en við nutum þess og hún passaði okkur allan þann tíma sem við vorum í leikskóla. Við minnumst ömmu með hlýju, þakklæti og söknuði. Allt er öðruvísi og breytt af er það sem áður var. Þú ert ekki lengur hér enn eitt tárið féll í dag. Tilfinningin undarleg farið allt á annan veg. Þú ert ekki lengur hér enn eitt tárið féll með þér. Engu betri, engu nær engu betri en í gær. Af er það sem áður var enn eitt tárið féll í dag. Ljós af ljósi það ert þú farinn burtu frá mér nú. Lós í myrkri ertu mér enn eitt tárið féll með þér. (KK) Hvíl í friði, elsku amma og mamma. Pétur Kjartan, Konný María. Kristinn og Gunnhildur. Það var á þjóðhátíðardegi, 17. júní 2005, að ég hitti Hóllu tengda- mömmu mína í fyrsta skipti og að sjálfsögðu fylgdi Siggi tengdapabbi með henni. Sjaldan hitti maður ann- að þeirra án hins og yfirleitt var tal- að um þau í sömu andrá – Hólla og Siggi voru eitt. Hólla og Siggi heilluðu mig þetta kvöld, mikið var spjallað og hlegið og ég sá þá hvaðan sonur þeirra hafði sína miklu og góðu kosti. Er við kynntumst var Hólla nýbúin að vinna tímabundinn sigur á þeim ill- víga sjúkdómi sem hefur nú lagt hana að velli. Ekki kvartaði hún þá frekar en nú í vor þegar hún veikt- ist aftur. Það var ekki í hennar eðli. Þrátt fyrir að kynni mín við Hóllu hafi ekki varað nema í rétt rúm fjögur ár, þá urðu hún og Siggi fljótlega stór hluti af mínu lífi. Ég hafði gaman af því að rökræða við þau þótt ekki værum við alltaf sam- mála – enda gerði það umræðurnar bara skemmtilegri að þeirra mati. Á hátíðis- og afmælisdögum voru þau ómissandi hluti af gleðinni. Alltaf fylgdist Hólla sérstaklega vel með öllum börnum sínum, barnabörnum og barnabarnabörn- um, bæði þeim sem tengdust henni blóðböndum og hinum sem komu inn í hennar líf eftir öðrum leiðum. Hún tók strax ástfóstri við dóttur mína, Önnu Margréti og var það gagnkvæmt. Hólla stóð við hliðina á mér fyrir ári er ég játaðist frum- burði hennar og var það auðsótt mál af hennar hálfu að bregða út af van- anum við giftingar. Minningin um gleði þeirra Sigga á þessum degi mun lifa í hjarta mínu að eilífu. Ég er óendanlega þakklát fyrir þessi ár sem ég hef fengið að þekkja hana Hóllu og það var mér mikill heiður að fá að fylgja með sem hluti af fjölskyldunni þegar við kvöddum hana á yndislegum sumarmorgni núna 1. júlí. Ég bið Guð um að styrkja alla fjölskylduna í sorginni. Sigurði tengdaföður mínum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur með þakk- læti fyrir hans miklu umhyggju sem gerði Hóllu kleift að vera heima svo lengi þrátt fyrir erfið veikindi. Ég veit að það var henni mikils virði. Hólla mín, ég þakka fyrir allt sem þú hefur gefið mér – ég veit að við eigum eftir að spjalla saman seinna, því eins og þú sagðir sjálf, þótti þér ekki lítið gaman að tala. Linda. Ég var komin yfir tvítugt þegar ég kynntist Hóllu. Það eru ekki allir svo lánsamir að eignast eina ömmu til viðbótar á þeim aldri. Með okkur Hóllu tókst strax mikill og góður vinskapur og ekki leið á löngu þar til ég var farin að kalla hana og Sigga, ömmu og afa. Við áttum margar skemmtilegar rökræður saman þar sem Hólla var oft á tíðum í hlutverki sáttasemjara og róaði okkur Sigga niður þegar við æstum okkur um of. Þau studdu mig bæði og hvöttu til dáða þegar ég tilkynnti fjölskyldunni það að ég ætlaði að leggja land undir fót og flytja til Kína um tíma og er ég þeim báðum innilega þakklát fyrir það. Hólla mun alltaf mun alltaf eiga stað í hjarta mínu og verður hennar sárt saknað, sérstaklega á hátíðis- dögum. Ég sendi mínar dýpstu sam- úðarkveðjur héðan frá Peking til allrar fjölskyldunnar og þá sérstak- lega Sigga afa. Anna Margrét. Það var í Tjarnarborg sem við Hólmfríður kynntumst, fyrir 60 ár- um. Mannlífið í því húsi var sér- stætt. Í þessu húsi bjuggum við Fríða uppi á háalofti í tæp þrjú ár. Við stunduðum nám saman í Upp- eldisskólanum, unnum saman, vor- um sálufélagar í pólitíkinni – báðar í Æskulýðsfylkingunni – sóttum Mið- garð og flokksskóla hjá Einari Ol- geirssyni og Brynjólfi Bjarnasyni. Við rifjuðum oft upp þessa fyrir- lestra og fundi, t.d. þann sem Einar hélt með hópi af ungu fólki tveimur dögum fyrir 30. mars 1949, þar sem hann brýndi fyrir okkur að sýna stillingu á Austurvelli, óeirðir gætu aðeins orðið vatn á myllu andstæð- ingnna. Að lokinni kennslustund í Uppeldisskólanum 30. mars hlupum við saman niður á Austurvöll, trúar okkar lærimeistara, og forðuðum okkur svo þaðan tárvotar af gasi. Mér þótti afar vænt um Hólmfríði og hef varðveitt margar dýrmætar minningar um hana, t.d. frá starfi okkar í Tjarnarborg. Oft lét hún börnin færa öll borð og stóla upp að vegg og opnaði rennihurð sem var milli deilda, því nú ætlaði Hóla að dansa. Hún þreif mig út á gólfið og ekki þurfti annað hljóðfæri en sterka rödd hennar. Hún kunni öll lög og alla texta – öll erindin – öll spor. Við dönsuðum marsúrka, ræla og polka. Umhverfis okkur voru 35 börn, 3-7 ára gömul, og horfðu á. Það brást ekki að við vorum klapp- aðar upp og mikið var hlegið Vorið 1952 fór ég til Danmerkur og ári síðar til Búkarest á Alþjóða- mót æskunnar, og fór ég með danska hópnum frá Kaupmanna- höfn. Jú, í Búkarest var Hólmfríður mætt, í íslenska hópnum, auðvitað í þjóðdansaflokknum og í kórnum, í upphlut og alltaf jafn lífsglöð. Þar benti hún mér á glæsilegan mann sem hún var orðin ekki lítið ást- fangin af; sá rauði þráður hélt fram á hennar síðasta dag. Hólmfríður var farsæl í starfi sínu. Hún var lengi hægri hönd Láru Gunnarsdóttur forstöðukonu, vinkonu okkar. Síðar var hún skóla- stjóri í fyrsta leikskólanum sem var stofnaður í Kópavogi og hún veitti forstöðu fyrsta skóladagheimilinu sem var opnað í Reykjavík og hafði ákveðnar skoðanir á því hvað átti að fara þar fram. Stúlka sem var á skóladagheimilinu hefur sagt mér að Hómfríður hafi verið góð og ákveðin, en umfram allt skemmti- leg. Síðast var hún í mörg ár leik- skólastjóri á Norðfirði. Hún lagði fag- og stéttarfélagi sínu lið á marg- víslegan hátt, var þar formaður og átti sæti í ýmsum nefndum. Alltaf var stíll yfir Hólmfríði. Það var falleg stund sem ég átti með henni og Sigurði, manni henn- ar, þegar ég heimsótti hana á líkn- ardeildina skömmu áður en hún kvaddi. Báðum var ljóst að hún átti stutt eftir. Ég færi Sigurði og son- um þeirra öllum innilegar samúðar- kveðjur. Svandís Skúladóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með þessu ljóði kveð ég þig, kæra Hólla. Þín vinkona, Þorbjörg Helgadóttir. G. Hólmfríður Jónsdóttir Raðauglýsingar Áhugafólk um heilsukost, súpur og safa Undirritaður er að opna nýjan veitingastað um miðjan júlí á Laugavegi 42 og vantar vant starfsfólk til starfa. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á heilsusam- legum mat. Vaktavinna og hlutastörf í fram- leiðslu og afgreiðslu. Uppl. sendist á netfangið guffig@simnet.is Guðvarður „Guffi“ Gíslason. Mmmmm Restaurant -Take Away. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minn- ingargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.