Morgunblaðið - 09.07.2009, Qupperneq 35
Velvakandi 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009
VIÐ Elliðavatn gengu á dögunum þrjár nunnur og nutu náttúrunnar en
þess má geta að Elliði sá sem Elliðaár eru nefndar eftir var skip Ketil-
bjarnar Ketilssonar landnámsmanns, sem kom til Íslands í Elliðaárós.
Morgunblaðið/Golli
Við Elliðavatn
Takið strætó!
En hvert?
Í MORGUN-
BLAÐINU hafa að
undanförnu birst blaða-
greinar þar sem Jór-
unn Frímannsdóttir og
Þorleifur Gunn-
laugsson hafa skipst á
skoðunum um rekstur
Strætó bs.
Í grein Þorleifs 28.
júní sl. eru atriði sem
vert er að staldra við:
„Borgarfulltrúi í hverf-
isráði Laugardals hefur
bent á að í Laugar-
dalnum búi hátt hlutfall
eldri borgara, sem nýta strætó innan
hverfis (m.a. til að heimsækja heilsu-
gæslustöð og sækja vörur í verslanir)
en breyting leiðakerfisins gerir þetta
í mörgum tilvikum illmögulegt.“
Þessu líkt er reyndar ástandið í
fleiri hverfum borgarinnar og þá
kemur spurningin: Hefur borgar-
stjórn Reykjavíkur áhuga á að
breyta þessu til betri vegar? Vill hún
endurskipuleggja akstur um hverf-
in? Er það inni í hinni nýju stefnu-
mótun fyrir Strætó bs. að koma
þessu í lag? Ég er ekkert of viss um
það. Vill Strætó bs. fá fleiri farþega?
Farþegarnir koma ekki allt í einu af
himnum ofan þrátt fyrir bjartsýnis-
tal stjórnarformanns Strætó bs. En
fólk myndi ferðast um hverfið sitt ef
því stæði slík þjónusta aftur til boða.
Þorleifur biður notendur strætó að
láta í sér heyra í fjölmiðlum. En ég
held að það þurfi meira til.
Kannski þarf að tala við vagnstjór-
ana sem óku eftir gamla leiðakerfinu
og rýna í gömul leiðakort. Skipu-
leggja svo akstur um hverfin upp á
nýtt. Í vesturbæ Reykjavíkur vantar
t.d. tengingu milli nyrðri og syðri
hluta bæjarins. Fólk í nyrðri hluta
bæjarins sem vill t.d. sækja fé-
lagsstarf í Neskirkju og á orðið erfitt
með gang, þarf að taka leigubíl (sem
ekki allir hafa efni á) eða bíða þangað
til það fer yfir landamærin. Leið 14
fer samviskusamlega
framhjá Borg-
arbókasafninu í
Tryggvagötu og
Heilsugæslunni v/
Vesturgötu þannig að
enginn getur nýtt sér
þennan farkost innan
hverfisins. Enga þjón-
ustu er að hafa úr
nyrðri hlutanum að
verslunarmiðstöð í
Nóatúni. Það hlýtur að
vera hagur borgar-
stjórnar að halda uppi
góðum strætisvagna-
samgöngum og hverfa-
þjónustu ekki síst nú
þegar fólk hefur úr litlu
að spila og hefur kannski misst bíl-
ana sína.
Þuríður Guðmundsdóttir.
Kæra þjóð
MIKIL er sú hryggðarmynd sem við
okkur blasir þessa dagana. Fjár-
hagslegt sem félagslegt hrun. Gjald-
þrot gæti blasað við eftir uppgjör
gömlu bankanna og við endur-
fjármögnun Landsvirkjunar. Því
ekki að koma með allan afla í land og
fullvinna fyrir gjaldeyri? Reisa stór
gróðurhús og flytja út grænmeti,
styrkja böndin við öll Norðurlönd í
gegnum Norðurlandaráð. Evrópu-
sambandið þekkir okkur ekki eins og
Norðurlöndin gera. Norræna húsið
gæti orðið hið „Nýja Alþingi“. Land-
ið okkar er gullkista fögur sem aðrir
ágirnast. Gefumst ekki upp.
Öryrkinn.
Úr í óskilum
DÖMUÚR fannst á gangstígnum
fyrir neðan Suðurfellið í Efra-
Breiðholti í síðustu viku. Upplýs-
ingar í símum 587-7434, 897-8199 og
897-8177.
Aflagrandi 40 | Félagsstarf fellur niður
vegna sumarlokunar. Matur kl. 12-13.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa-
vinna kl. 9-16.30, boccia kl. 9.30, helgi-
stund. kl. 10.30. Púttvöllur opinn. Leik-
fimi fellur niður í júlí.
Bólstaðarhlíð 43 | Handavinna, kaffi/
dagblöðin, matur, fótaaðgerð, hár-
greiðsla, böðun.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Matur
kl. 11.40, handavinnustofan, veitingar.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Gönguhópur kl. 11, handavinnuhorn kl.
13, myndlistarsýning Höllu Har í Jóns-
húsi er opin kl. 10-16, kaffihúsið opið
alla daga kl. 10-16.
Hraunbær 105 | Matur kl. 12.
Hvassaleiti 56-58 | Matur kl. 11.30, fé-
lagsvist kl. 13.30, veitingar í hléi, blöðin
liggja frammi. Sumargrill verður 17. júlí
og hefst kl. 18, matur og skemmtiatriði.
Skráning hafin í afgreiðslu sem er opin
kl. 8-16, eða í síma 535-2720.
Hæðargarður 31 | Listasmiðja, morg-
unfjas, Stefánsganga, bankaþjónusta,
tölvur, púttvöllur, gáfumannakaffi, hug-
myndabanki, o.fl. Félagsvist kl. 13.30
alla mánudaga. Málverkasýning Erlu og
Stefáns. Ljóðabók Skapandi skrifa til
sölu. Hópar sem vilja starfa á eigin veg-
um velkomnir. S. 411-2790.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hand-
verks- og bókstofa opin kl. 13, boccia kl.
13.30, veitingar kl. 14.30. Fræðslufundur
í matsal kl. 15, fjallað um ljóð og ævi
Jóns Helgasonar, umsjón hefur Sigrún
Erla Hákonardóttir.
Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15-
15.30, matur kl. 11.45, leikfimi með Ja-
nick kl. 13 (júní-ágúst), kaffi kl. 14.30.
Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-16.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgun-
stund, handavinnustofa, spilað. Hár-
greiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar.
Ferð um Landeyjar og Bakkafjöru verður
13. júlí, kaffi á Hótel Önnu undir Eyja-
fjöllum. Uppl. og skráning í síma 411-
9450.
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ER ÉG AÐ SÓA
LÍFI MÍNU?
JÁ ÉG TEK
SPURNINGUNA
TIL BAKA
ÞÚ
ERT AÐ
TALA VIÐ
KÖTT
HVAÐ ERTU
EIGINLEGA AÐ
GERA?
ÉG ER AÐ GERA AUGNA-
ÆFINGAR SVO ÉG ÞURFI EKKI
GLERAUGU EINS OG ÞÚ
AUGNLÆKNIRINN MINN
SEGIR AÐ ÞAÐ HJÁLPI
EKKERT AÐ GERA ÆFINGAR
ÞAÐ ER GOTT AÐ HEYRA...
ÉG GET EKKI GERT ARM-
BEYGJUR MEÐ AUGUNUM
KASTAÐIR
ÞÚ ÞESSUM
BOLTA?
HA,
ÉG?
HA, ÉG?
HA? ÉG?
HA... ÉG?
HA, ÉG?!?
EKKI GÆTIR ÞÚ GEFIÐ MÉR
ÖRLÍTIÐ MEIRA ÞJÓRFÉ?
NÚ?
AF
HVERJU?
ÉG VEÐJAÐI AÐ ÞÚ
MYNDIR EKKI BORÐA
ÞETTA RUSL...
OG ÉG
TAPAÐI
TROUBLE, ÞÚ ERT RÍKASTI
HUNDUR Í HEIMI...
EN PENINGAR GETA
EKKI KEYPT HAMINGJU,
ER ÞAÐ NOKKUÐ?
NEI
HA HA
HA HA HA
HA HA...
ADDA,
ÞÚ ÁTT
AÐ DANSA
NÆST
ÉG ER SVO
STRESSUÐ
ÞETTA
VERÐUR
FÍNT
ÉG ER
BARA
ÁNÆGÐ AÐ
ÉG ÞEKKI
ENGAN HÉR
ER ÞETTA EKKI
SÁLFRÆÐINGURINN
OKKAR?
AF HVERJU ÆTTI
FYLKISSTJÓRINN
AÐ VILJA TALA VIÐ
JIMMY GODERO?
ÉG KOM
ÞESSU Í
KRING
JIMMY GODERO VANN EINU
SINNI FYRIR SIMON KRANDIS.
ÞEGAR HANN SÉR ÞETTA
Í FRÉTTUNUM...
ÁTTAR HANN SIG Á ÞVÍ
AÐ GODERO ER TILBÚINN
AÐ VITNA GEGN HONUM...
OG HVAÐ
ÞÁ...?
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara