Morgunblaðið - 09.07.2009, Síða 36

Morgunblaðið - 09.07.2009, Síða 36
36 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 Afganskt skáld með einlægni Michaels Jacksons að vopni kæmi sterklega til greina. 40 » NÆSTU tónleikar á vegum Sumartónleika í Skálholts- kirkju verða í kvöld kl. 20. Það er Skálholtskvartettinn sem kemur fram og leikur hinn þekkta strengjakvartett Schu- berts Dauðann og stúlkuna og einnig kvartett op. 9 nr. 5 eftir Joseph Haydn en tveggja alda ártíðar Haydns er einmitt minnst á Sumartónleikunum á þessu ári. Skálholtskvartettinn skipa þau Jaap Schröder og Rut Ingólfsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Hall- dórsson sellóleikari. Líkt og ævinlega er enginn aðgangseyrir að tóneikum Sumartónleika í Skál- holtskirkju. Tónlist Skálholtskvartett- inn spilar í kvöld Jaap Schröder Í KVOSARGÖNGU í kvöld verður gengið til vesturs frá Grófinni með Helga Þorlákssyni sagn- fræðingi og saga gamla Vesturbæjarins rakin. Mótun þessa bæjarhluta á seinni helmingi 19. ald- ar og fram um 1930 verður skýrð út frá sjósókn og bættum efnahag. Einkum verður staðnæmst við hús sem vitna um þessa sögu, mörg þeirra standa enn og önnur eru horfin en verða skoðuð á myndum sem teknar verða með í túrinn. Hugað verður að mannlífi fyrri tíðar, horfnum háttum og sagðar sögur af forvitnilegu fólki. Þátttaka er öllum heimil og lagt upp frá Borgarbókasafni í Tryggvagötu kl. 20. Saga Litið til vesturs í Kvosargöngu Gamli Vesturbærinn LEIF Høgfeldt Han- sen, prófessor við Arkitektaskólann í Árósum og sérfræð- ingur í norrænni og asískri byggingarlist, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu kl. 20 í kvöld um áhrif hefðbundinnar japanskrar byggingarlistar á byggingar hins merka finnska arkitekts Alvars Aalto - sem og annarra norrænna arkitekta um miðbik 20. aldarinnar. Fyrirlest- urinn mun hverfast um verk Alvars Aalto, eins helsta frumkvöðuls svokallaðs staðbundins eða ljóðræns módernisma sem átti sér rætur í hinum krítarhvíta og ofursvala stíl Bauhaus-skólans í Evrópu millistríðsáranna Arkitektúr Ræðir japönsk áhrif á Alvar Aalto Norræna húsið, eftir Aalto Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞEGAR kreppan skall á og með þeim átökum sem fylgdu í þjóðfélag- inu, var hugmyndagrundvelli lands- lagsmálverksins svipt burt,“ segir Hrafnhildur Schram listfræðingur. Hún er sýningarstjóri sýningarinnar Kreppumálararnir, sem opnuð verð- ur í Listasafninu á Akureyri á laug- ardag kl. 15. Þar verða sýnd málverk frá fjórða áratug síðustu aldar, eftir kreppumálarana svokölluðu, Snorra Arinbjarnar, Jón Engilberts, Gunn- laug Scheving og Þorvald Skúlason. „Menn héldu auðvitað áfram að mála landslag. En með þessum mönnum var sprottin upp ný kyn- slóð málara, kynslóð sem hafði stundað nám erlendis og þeir fundu þörf fyrir að túlka nýja tíma.“ Fólk að störfum og í baráttu Kreppumálararnir litu til mann- eskjunnar og umhverfis hennar; manneskjunnar að störfum og í bar- áttu. Fram að þeim tíma var mann- eskjan fjarverandi í málverkinu, að sögn Hrafnhildar, og ef hún var þar, var það til þess að sýna smæð henn- ar og umkomuleysi gagnvart nátt- úrunni. „Þessir menn settu mann- eskjuna í forgrunn, manneskjan var komin inn í málverkið. Það voru fleiri að mála fólk í myndum sínum, en einhvern veginn hefur hugtakið kreppumálari fest við þessa fjóra.“ Hrafnhildur segir að Snorri Arin- bjarnar hafi verið kallaður málari þorpsgötunnar. „Hann sýnir þetta lamandi andrúmsloft og aðgerð- arleysi þar sem fólk stendur eins og skuggar og bíður eftir því að eitt- hvað gerist. Í myndum hans er drungi og kreppustemning.“ Jón Engilberts var langpólitísk- astur kreppumálaranna, að sögn Hrafnhildar, en mikill lífskraftur í honum. „Hann var í Danmörku í námi og þar fékk hann sitt pólitíska uppeldi. Félagar hans úti voru að mála kröfuspjöld og borða til að nota í þeim átökum og verkföllum sem voru úti, og Jón gekk inn í það. Hann kom heim og sýndi árið 1934 og var sagður einn djarfasti málari okkar.“ Gunnlaugur Scheving málaði raunsæar myndir af alþýðufólki. „Maður skynjar vel virðingu hans fyrir manneskjunni. Hann sýnir vinnulúið fólk án upphafningar eða meðaumkunar.“ Samhljómur málara og skálda Þorvaldur Skúlason málaði gjarn- an báta og hafnarmyndir. „Við sjáum þá þróun í myndum hans að hann einfaldar smám saman mynd- efni sitt og bátarnir verða eins og leikfangabátar, stórir og klossaðir. Þeir voru mjög góðir vinir Þor- valdur og Steinn Steinarr og hafa örugglega haft áhrif hvor á annan. Það er mikill samhljómur milli mál- aranna og skáldanna á þessum tíma, þeir yrkja um manninn í sínu nýja umhverfi. Listamennirnir voru flutt- ir á mölina eins og aðrir og voru að skoða sinn nýja veruleika.“ Listasafnið er opið alla daga frá kl. 12-17 og aðgangur er ókeypis. Manneskjan kom í málverkið  Kreppumálararnir er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Listasafninu á Ak- ureyri á laugardag  Ný kynslóð menntaðra málara á fjórða áratug síðustu aldar Kröfuganga Þessi kolamynd eftir Jón Engilberts er meðal verkanna á sýn- ingunni í Listasafninu á Akureyri. Jón var pólitískastur kreppumálaranna. „HÁPUNKTURINN er að fá Ragga Bjarna til að koma og syngja djass á laugardags- kvöldið,“ segir Sigurður Flosason, listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Jazz undir Fjöllum, sem fram fer í 6. sinn um helgina að Skógum undir Eyjafjöllum. Það velkist víst varla nokkur maður í vafa um það að „Raggi Bjarna“ er dægurlagasöngvarinn góðkunni Ragnar Bjarnason. Varla nær rótunum komist „Raggi hefur einstaka sinnum sungið djass. Hann er auðvitað uppalinn í djassinum í hljóm- sveit pabba síns, Bjarna Bö [Böðvarssonar]; það verður varla komist nær rótum djassins á Íslandi en það,“ segir Sigurður. „Raggi hefur alltaf verið „swingandi“ maður og mjög gaman að heyra hann syngja djass-standarda. Hann mun þó sennilega blanda dagskrána með sín- um vinsælu lögum, og ég held að þetta verði mjög skemmtilegur konsert. Hann er í fanta fínu formi – ég segi ekki einu sinni miðað við aldur, því Raggi er ótrúlegt fyrirbæri í tónlist- inni.“ Sigurður segir góðar andstæður í aldri þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár, því á föstudagskvöldinu leikur Óskar Guðjónsson með tríói sínu. „Í yngri kantinum“, segir Sig- urður, því Óskar er jú ekki barnungur. Sér- stakur gestur Tríós Óskars verður Jóel Páls- son saxófónleikari. Á laugardagseftirmiðdag verða fernir tón- leikar, þar sem gestir hátíðarinnar spila sund- ur og saman í ýmsum einingum, sem dúó, tríó og kvartett, með sínu bandi og hinu bandinu, frá kl. 13-17 og á þá tónleika er aðgangur ókeypis. „Jú, jú, við gerum þetta þannig að við hrærum fólkinu saman í ný bönd og allir spila saman, fremur óformlega. Þetta er fín sam- setning og hár standard á fólkinu sem spilar.“ Sigurður segir hátíðina alltaf hafa tekist vel og verið skemmtilega. „Fólk kemur víðs vegar að á eftirmiðdagstónleikana á laugardeginum. Fólk sem er á ferðinni kemur við á safninu og sest niður til að hlusta á djass í einn, tvo tíma. Kvöldtónleikana höfum við frekar stílað inn á fólkið í nærliggjandi sveitum. Það er bæði hót- el á staðnum og gott tjaldstæði og við vonum að fólk geri sér ferð á Skóga og dvelji þar alla helgina.“ Hátíðinni lýkur á sunnudag með tónleikum í Skógakirkju þar sem Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson flytja sálmalög og fleira. begga@mbl.is Uppalinn í djassinum Raggi Bjarna syngur á hátíðinni Jazz undir Fjöll- um að Skógum undir Eyjafjöllum um helgina Raggi Bjarna „...mjög gaman að heyra hann syngja djass-standarda,“ segir Sigurður. EINN mesti dýrgripur fornaldar sem sögur fara af, vasi eftir gríska listamanninn Euphronios sem uppi var á sjöttu öld fyrir Krist, er kom- inn til Ítalíu. Þar er hann nú til sýnis í Villa Giulia í Róm. Það var Met- ropolitansafnið í New York sem skil- aði vasanum, og var það liður í sam- komulagi þjóðanna um að illa fengnum fornminjum skuli skilað til síns heima. En hvers vegna þá ekki til Grikk- lands? kann einhver að spyrja. Saga vasans er lítt þekkt, fram til ársins 1971, er þjófar rændu honum úr etrúrskri grafhvelfingu nærri þorpinu Cerveteri á Ítalíu, en Etr- úrar voru áhrifamestir ítalskra þjóð- flokka á þeim tíma sem Euphronios bjó til vasann. Síðla árs 1971 fundu ítalskir graf- arræningjar gröfina sem geymdi vasann, tóku hann og annan til ófrjálsri hendi og seldu ítölskum list- prangara, sem seldi þá aftur hvorn í sínu lagi til bandarískra kollega sinna. Það var svo sjálfur for- stöðumaður Metropolitansafnsins, Thomas Hoving, sem keypti þann stóra árið 1972 og kaupverðið þá var ein milljón dala. Kaupin ollu deilum í New York á sínum tíma vegna þess hve dýr vasinn var. Hann varð svo eitt af mestu djásnum safnsins þar til honum var skilað. Grískum dýrgrip skilað Metropolitansafnið keypti á milljón dali Euphronios Vasi Grikkjans lá öld- um saman í ítalskri mold . Allan þriðja áratug 20. ald- arinnar ríkti mikil bjartsýni í atvinnulífi, sveitir tóku stakkaskiptum og íbúum kaupstaða fjölgaði. Þessi þróun stöðvaðist skyndilega með hruni verðbréfamark- aðarins í New York í árslok 1929. Íslandsbanki, sem stofnaður var í upphafi ald- arinnar og hafði lánað ótæpi- lega fé til atvinnustarfsemi og uppbyggingar, varð gjald- þrota í febrúar 1930. Ríkið yfirtók bankann og breytti honum sama ár í tvo banka, Útvegsbanka og Bún- aðarbanka. Við tóku erfiðir tímar sem ekki lauk fyrr en með hernáminu 1940. Kreppan fyrri FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ Félagsheimilið Fossbúð kl. 21 Tríó Ómars Guðjónssonar. Ómar Guðjónsson: gítar, Þorgrímur Jónsson, kontrabassi, Þorvaldur Þór Þorvaldsson: trommur. Gestur: Jóel Pálsson. LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ Byggðasafnið í Skógum kl. 13-17 Kl. 13 Tríó Sigurðar Flosasonar Sigurður Flosason: saxófónn, Eyþór Gunnarsson, píanó, Þorgrímur Jónsson, kontrabassi. Kl. 14 Jóel og Eyþór – dúó Jóel Pálsson: saxófónn, Eyþór Gunn- arsson: píanó. Kl. 15 Tríó Jóels Pálssonar Jóel Pálsson: saxófónn, Ómar Guðjónsson, Þorgrímur Jónsson. Kl. 16 Skógakvartettinn Sigurður Flosason, Ómar Guðjónsson, Þorgrímur Jónsson og Þorvaldur Þór Þorvaldsson. Félagsheimilið Fossbúð kl. 21 Raggi Bjarna og hljómsveit Eyþórs Gunnarssonar. Ragnar Bjarnason, Eyþór Gunnarsson, Sigurður Flosason, Þorgrímur Jónsson, Þorvaldur Þór Þorvaldsson. SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ Skógakirkja kl. 15 Ellen og Eyþór flytja sálma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.