Morgunblaðið - 09.07.2009, Síða 41

Morgunblaðið - 09.07.2009, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 Jackson skólatöskunni. Hópur stráka á mínum aldri sá töskuna, umkringdi hann og fór að ýta hon- um til og frá. Ég ákvað að ég myndi ekki deila aðdáun minni á popp- kónginum með neinum á svæðinu.“    Við bárum aðdáun okkar í hljóði,hann var saklausa barnið í okkur öllum. Eldri krakkarnir skildu þetta ekki, hvað þá foreldr- arnir. Michael Jackson, stöku sinn- um töff, oft hallærislegur og stund- um átakanlega einlægur. Þessi einlægni varð okkur öllum um megn á endanum, flest lærðum við á endanum tungutak kaldhæðn- innar – en Michael, hann bara dó. Hann varð fyrir einelti á heims- mælikvarða en dansaði þó eins og það væri enginn morgundagur. Og eitt lagið fjallar einmitt um þetta kerfisbundna einelti sem við erum mörg fyrst að vakna við núna. Í myndbandinu sjáum við Rodney King barinn niður, við sjáum grát- andi og yfirgefið barn á götu og loks Jackson sjálfan í fangelsi. Og þar syngja samfangar hans einum rómi: „All I wanna say is / they don’t really care about us.“    Lagið er á HIStory og nafn plöt-unnar er viðeigandi, hið per- sónulega er pólitískt, mannkyns- sagan á sér líka sínar prívatsögur. Jackson var einn af okkur – en mis- notaður af þeim. Eitt af hirð- skáldum kerfisins, Jósef Stalín, sagði: „Dauði eins er harmleikur, dauði milljóna tölfræði.“ Stalín vissi vel hversu breysk við erum, hversu ófær við erum til þess að skilja nema brot af illsku heimsins. Og hann var líka lúmskur, hann stillti þessu upp sem andstæðupörum þannig að hálfri öld síðar þá sjá sumir dauða Jacksons sem sam- keppni við dauða lítt þekktra Afg- ana.    En við þurfum að takast á viðhvort tveggja, við þurfum að takast á við heiminn eins og hann leggur sig. Þetta eru sögurnar sem eiga skilið að vera skráðar, en því miður búum við í veröld hvers gangur virðist ráðast af líflausum sögum um vísitölur, skuldabréf, kú- lulán, markaðssetningu og geng- isþróun.    Heimssagan hefur undanfarinár verið skráð af vondum skáldum, útrásarvíkingum með tíu í stærðfræði og núll í ritlist, svo ég snúi nú út úr frægum orðum Einars Más. Nú þurfum við að leiðrétta ambögurnar þeirra, gera textann læsilegri og klára þennan leiðinda- kafla. Síðan þurfum við að finna al- vöru skáld til þess að halda sögunni áfram. Afganskt skáld með ein- lægni Michaels Jackson að vopni kæmi sterklega til greina. asgeirhi@mbl.is Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is FYRIR tíma netsins var nánast eina leiðin fyrir íslenskar hljómsveitir til að eiga sumarslagara að komast á safnplötur stærri útgáfufyrirtækj- anna, sem innihéldu einungis ný ís- lensk lög. Hefð sem festist með Bandalögum og hélt svo áfram með röðinni Svona er sumarið sem kom sveitum á borð við Sálina hans Jóns míns, SSSól, Nýdönskum, Skíta- móral og Írafári á kortið. Þarna gátu sveitaballahjómsveitir lagt út öngla sína fyrir böll sumarsins og ef vel gekk fylgdu oftast nær breiðskífur um haustið. Ekkert hefur bólað á slíkum sum- arsafnplötum síðustu tvö ár eða svo þar til nú, að platan Sumar á Íslandi 2009 kemur út. Hún inniheldur m.a. ný lög frá Sálinni, Egó, Landi og sonum, Ensími, Togga, Jet Black Joe, Á móti sól og SSSól auk vin- sælla laga sem ómað hafa í útvarp- inu upp á síðkastið. Þar á meðal „Kónguló“ Hafdísar Huldar og „Prinsessan mín“ í flutningi Buffs. „Við höfum ekki gefið út svona plötur núna í tvö ár,“ segir Hösk- uldur Höskuldsson, umsjónarmaður útgáfunnar hjá Senu. „Vinsæl lög hafa endað á Pottþétt-plötunum en síðustu sumur hafa bara ekki verið nægilega sterkir flytjendur til þess að standa undir svona útgáfu. Þegar við fórum yfir flóruna í ár sáum við að það voru margir flytjendur á fullu í ár. Við vildum þá bara endurvekja sumarsafnplötuna. Það skiptir máli að stærri flytjendur eru að spila núna og þurfa þá að koma sér á framfæri með nýjum lögum.“ Höskuldur bendir á að stærri poppsveitir landsins ætli sér í ár að gera tilraunir til að endurvekja sveitaballið. Sálin hans Jóns míns heldur sveitaball í Njálsbúð um þar- næstu helgi. Fyrsta ballið sem hald- ið hefur verið þar í lengri tíma. Á plötunni eru aðeins tvær hljóm- sveitir sem geta talist óþekktar. Það eru sveitirnar Moses Hightower með lagið „Bankabókablús“ og hljómsveitin Vax með „Sensation“. Sumarsafnplatan endurvakin Sálin, Egó, SSSól og fleiri eiga ný lög á Sumar á Íslandi 2009 Morgunblaðið/hag Sálin Náði vinsældum í gegnum sumarsafnplöturnar fyrir tíma netsins. „ÉG HEF EKKI SKEMMT MÉR BETUR Í BÍÓ SÍÐAN EINHVERN TÍMANN Á SÍÐUSTU ÖLD.“ „ÞÁ ER HANDRITIÐ MEINFYNDIÐ, UPPFULLT AF GEGGJUÐUM UPPÁKOMUM.“ „FLEST LEGGST Á EITT AÐ HALDA MANNI Í NÁNAST ÓSTÖÐVANDI HLÁTURSKASTI OG „GÓÐUM FÍLING“, ALLT FRÁ UPPHAFSMÍNÚTUNUM...“ S.V. - MBL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf, John Torturo og kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox „STÆRRI, FYNDNARI, FLOTTARI ... EF ÞÚ FÍLAÐIR FYRSTU MYNDINA, ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ DÝRKA ÞESSA!“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS „KRAFTMIKIL ADRENALÍNSPRAUTA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA.” „RÚSSÍBANAMYND SUMARSINS ...” S.V. MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU OG SKEMMTILEGUSTU TEIKNIMYND ÁRSINS! OG NÚNA LÍKA Í SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK HHH „Þessi spræka og fjölskyldu- væna bandaríska teiknimynd er sú þriðja í röðinni og sú besta þeirra“ - Ó.H.T. , Rás 2 „Þetta er góð skemmtun með góð skilaboð og hentar ungum sem öldnum” - Ó.H. T., Rás 2 HHH „Ísöld 3 er kjörin fjölskyldu- mynd sem á örugglega eftir að njóta vinsælda hjá flestum aldursflokkum” - S.V., MBL STÆRSTA BÍÓOPNUN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009 AÐSÓKNARMESTA KVIKMYNDIN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009 VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! 50.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA / AKUREYRI BRUNO Heimsfrumsýning kl. 8 - 10 14 THE HANGOVER kl. 8 12 TRANSFORMERS 2 kl. 10 10 / KEFLAVÍK BRUNO Heimsfrumsýning kl. 8 - 10 14 TRANSFORMERS 2 kl. 10 10 ÍSÖLD m. ísl. tali kl. 8 L / SELFOSSI BRUNO Heimsfrumsýning kl. 8 - 10 - 11 14 TRANSFORMERS 2 kl. 8 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.