Morgunblaðið - 01.09.2009, Side 1

Morgunblaðið - 01.09.2009, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1. S E P T E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 236. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF ÖRLÖGIN BIÐU GLYS- ROKKARANS Á ÍSLANDI «LJÚFLINGSLÖG Helsti kosturinn er söngur Sigríðar FYRSTA sperran í þak nýja tón- listar- og ráðstefnuhússins við Austurhöfn var sett niður í gær. Um var að ræða 40 tonna stálbita og voru starfsmenn ÍAV drjúgan hluta úr degi að koma honum fyr- ir enda þurfti að beita bæði ýtr- ustu lagni og varkárni. Sjö aðrar sperrur koma svo í kjölfarið, sem allar eru þó sýnu minni að um- fangi. Myndina tók Ægir Ólafsson sem er kranamaður við fram- kvæmdina og situr alla daga uppi í 70 metra háum krana. „Vinnuað- staðan er óvenjuleg en útsýnið er alveg frábært. Þarna er maður eins og kóngur í ríki sínu,“ segir Ægir. Vinna við bygginguna stóru hefur verið á góðum skriði undan- farið og nú eru kínverskir verka- menn að setja á húsið glerhjúpinn góða sem kenndur er við Ólaf Elí- asson. Stefnt er að því að húsið verði opnað vorið 2011. Byrjað að þekja tón- listarhúsið Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is LÍTRINN af rjómaís hækkar um 16 kr. samkvæmt nýjum lögum um vörugjöld sem taka gildi í dag. Þetta þýðir að algengar fjölskyldupakkn- ingar af ís sem kosta í kringum 500 kr. hækka að meðaltali í verði um 25 kr. Venjulegur ís í brauðformi í sölu- skála hækkar um 5 kr. „Við eigum ekkert val og verðum að velta breyt- ingum á vörugjöldum beint út í verð- lagið,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss. „Vörugjöldin áttu að vera sykur- skattur en það verður ekki séð að löggjafinn hafi rökstutt efnislega hvaða ástæður eru að baki skatt- lagningunni,“ segir Almar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra stórkaupmanna. Öll vinnubrögð stjórnvalda í málinu seg- ir hann í raun hafa verið handahófs- kennd. Þannig séu lögð vörugjöld á hreinan ávaxtasafa en ekki á jógúrt- vörur, sem í sumum tilvikum séu þó dísætar. Hver hálfur lítri af gosi hækkar í verði um 8 kr. og einn lítri af ávaxta- safa um 16 kr. Þá hækkar hvert kíló af konfekti um 50 kr. Verð á mjólk- urvörum helst yfirleitt óbreytt. Flókin og ógagnsæ „Það er erfitt að meta þessar breytingar á vörugjöldum til hækk- unar vísiölu neysluverðs en þó má gera ráð fyrir að hún verði á bilinu 0,3-0,4% hækkun,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Hann segir bagalegt að staðið skuli að aukinni gjaldtöku af mat- og drykkjarvörum með vöru- gjöldum í stað þess að hækka virðis- aukaskatt eins og til stóð, enda sé álagning vörugjalda flókin og ógagnsæ fyrir neytendur. „Verðum að velta breyting- unum beint út í verðlagið“  Ýmsar mat- og drykkjarvörur hækka í dag  Breytt vörugjöld hækka vísitölu Gos Hækkar. Mjólk Sleppur. Hækkun 8 kr. Hækkun á hverjum hálfum lítra af gosi 16 kr. Hækkun á hverjum lítra af ís Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is STJÓRNVÖLD, með fjármála- og iðnaðar- ráðuneyti í fararbroddi, vilja reyna með öllum ráðum að tryggja að meirihluti í HS orku verði í eigu hins opinbera og lífeyrissjóðanna. Sér- staklega er mikill þrýstingur úr grasrót Vinstri grænna á forystu flokksins, einkum Steingrím J. Sigfússon, um að beita sér fyrir því að hið op- inbera haldi ráðandi hlut í HS orku. Einkum er horft til þess, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, að opinberir aðilar eignist hlut sem nú er í eigu Geysis Green Energy (GGE). Hann er um 55 prósent af heildarhlutafé í fyrirtæk- inu. Fjármála- og iðnaðarráðuneyti sendu frá sér í tilkynningu í gær þar sem tilkynnt var að komið yrði á fót viðræðuhópi fulltrúa ríkisins, sveitarfélaga, lífeyrissjóða og fleiri aðila, um mögulegar aðgerðir vegna málsins. Meðal þess sem er í undirbúningi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, er stofn- setning Fjárfestingasjóðs Íslands sem verður í eigu lífeyrissjóðanna. Hann myndi mögulega hafa að- komu að HS orku og fleiri verkefnum í orkugeiranum. Fleiri kynningarfundir vegna sjóðsins eiga þó eftir að fara fram, meðal annars með fjármálafyrirtækjum og forsvarsmönnum allra lífeyrissjóða. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að selja hlut sinn í HS orku til kanadíska fyrirtækisins Magma Energy, með fyrirvara um samþykki borgarráðs og borgarstjórnar. Það fyrirtæki eignaðist sömuleiðis hlut Hafnar- fjarðarbæjar. Samanlagt eru hlutirnir um 32 prósent af hlutafé í fyrirtækinu. Ef kaupin verða samþykkt mun Magma ráða yfir um 45 prósentum af heildarhlutafé í félaginu. | 8  Sala á hlutum OR og Hafnarfjarðarbæjar í HS orku samþykkt  Ný stjórn hjá GGE skipuð » Stjórn OR samþykkti sölu » Þrýstingur mikill á VG » Einkaaðilar með meirihluta Steingrímur J. Sigfússon Vilja hlut GGE í HS til hins opinbera  Skattur á sætindin | 4 EINSTAKLINGUR sem fékk verk- taka til að reisa fyrir sig einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu þurfti að kalla til lögreglu til að afstýra því að und- irverktaki rifi nýtt þak af húsinu. Húseigandinn rifti samningnum við verktakann því honum gekk hægt að byggja. Húseigandinn kveðst hafa greitt verktakanum fyrir verkið samkvæmt áætlun. Nágranni hringdi svo í húseigand- ann þegar hann var úti á landi og sagði að verið væri að rífa þakið af húsinu hans. Eigandinn kallaði lög- regluna til og stöðvaði hún verkn- aðinn. Þá kom í ljós að undirverktaki sem gengið hafði frá þakinu hafði ekki fengið borgað og taldi sig eiga rétt á að taka þakið.  9 Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Streð Húseigandi sagði upp verk- taka og þurfti að verja þakið. Ætlaði að hirða þakið af nýju húsi  SKILANEFND Glitnis er lang- stærsti kröfuhaf- inn í þrotabú Fons ehf. Kröfur í búið nema 34,5 milljörðum og eru kröfur Glitn- is þar af 23,7 milljarðar. Að- eins 570 milljónir af kröfum Glitnis eru veðkröfur og eru kröfurnar því að langmestu almennar kröfur. Vilhjálmur Bjarnason hefur ósk- að eftir því að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði um skyldu skilanefndar Glitnis og skiptastjóra Fons um að veita Vilhjálmi aðgang að upplýsingum varðandi kröfur Glitnis á hendur þrotabúinu. »14 Kröfur Glitnis í þrotabú Fons að mestu almennar Glitnir er stærsti kröfuhafi í Fons.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.