Morgunblaðið - 01.09.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 01.09.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Pabbi var byrj- aður á því að leggja drög að safni og móttöku í viðbyggingunni. Þetta er eðlilegt framhald,“ sögðu bræðurnir Júlíus og Baldur Guð- mundssynir um Rokkheima Rún- ars Júlíussonar sem opnaðir verða í viðbyggingu við heimili Rúnars heitins og Maríu Baldursdóttur á föstudag. Rokkheimarnir eru við- bót við hljóðverið Geimstein sem hefur að geyma stóran hluta ís- lenskrar tónlistarsögu og verður áfram opið fyrir gesti eins og þeg- ar Rúnars naut við. Rúnar vann að því síðustu æviár sín að koma á Poppminjasafni Íslands en nú er safnið á hrakhólum og þarf að bíða um sinn eftir varanlegu hús- næði. Því þótti bræðrunum nauð- synlegt að brúa bilið með þessum hætti auk þess að heiðra minningu föður síns. Rúnars Júlíussonar verður minnst með ýmsum hætti á Ljósahátíð í Reykjanesbæ í ár. Ljósanæturnefnd ákvað að heiðra minningu Rúnars með því að velja eitt laga hans sem ljósalagið í ár, en Rúnar var bæjarlistamaður Reykjanesbæjar þegar hann lést. Baldur Guðmundsson stakk upp á laginu „Ég sá ljósið“ sem kom út á sólóplötu Rúnars árið 1976. Lagið, sem nú er sungið af Sigurði Guð- mundssyni, fær að hljóma á hátíð- arsviðinu á laugardagskvöld, ásamt fleiri lögum úr smiðju Rún- ars og fleiri tónlistarmanna úr bænum, í Ljósanætursvítu. Þeir bræður spila undir. Þá mun hljóm- sveitin GCD koma saman á föstu- dagskvöld og mun Júlíus þar fylla skarð föður síns. Hann sagði það ekki auðvelt, en hann þykir syngja líkt föður sínum. „Bubbi [Morth- ens] átti þessa hugmynd, að ég kæmi í staðinn fyrir pabba. Hann komst ekki á minningartónleikana á sínum tíma og vill nota þetta tækifæri til þess að minnast hans,“ sagði Júlíus. Auk þess að syngja mun Júlíus taka sér í hönd einn af bössum föður síns en Júlíus er ekki síður liðtækur á bassa en trommur. Bassar Rúnars, 6 að tölu, verða meðal safngripa í Rokkheimunum ásamt gítar sem þykir frægari en margur. „Hér verður forláta gítar sem Zemaitis gerði, en hann smíð- aði fyrir marga þekkta, m.a. Eric Clapton,“ sagði Baldur. Af öðrum munum má nefna fatnað af Rúnari, ýmsa muni sem teknir verða upp úr skúffum og af veggj- um í íbúð, hljómplötur, úrklippur og bækur sem dágott safn er til af. „Pabbi henti aldrei neinu, þannig að það er af miklu að taka. Hér verða líka til sýnis dagbækur pabba, en hann hélt skrá yfir allt sem hann gerði frá árinu 1973.“ Ljós Rúnars Júlíussonar logar enn  Rokkheimar Rúnars Júlíussonar verða opnaðir í viðbyggingu við heimili Rúnars heitins og Maríu Baldursdóttur á föstudag  Sonur Rúnars fyllir skarð föður síns með GCD á Ljósanótt Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Synirnir „Pabbi henti aldrei neinu, þannig að það er af miklu að taka. ÍSLENSKI tölvuleikjaframleiðand- inn CCP skilaði miklum hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagn- aðurinn nam rúmum 6,4 milljónum Bandaríkjadala en hagnaður fyrir sama tímabil í fyrra var rétt rúmar tvær milljónir. Tekjur af EVE-On- line tölvuleiknum námu 25,4 milljón- um en það er rúmlega fjögurra millj- óna aukning frá í fyrra.Velta CCP á síðustu sex mánuðum var 23,5 millj- ónir dala en eignir félagsins eru nú metnar á rúmar 52 milljónir dala. jmv@mbl.is Stórhagn- aður CCP CCP EVE-Online gefur vel af sér. RANNSAKA ELDSUPPTÖK Á GRUNDARFIRÐI Morgunblaðið/G.Rúnar rafgeymi sem var í hleðslu í húsinu. Tveir lög- reglumenn frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík rannsökuðu orsakir brunans í gær. byggingum á föstudagskvöld og eru húsin talin ónýt. Líkur eru leiddar að því að eldsupptök megi rekja til rafmagns og hafa böndin beinst að TJÓN vegna brunans í gamla fiskmarkaðnum á Grundarfirði er talið nema tugum milljóna króna. Eldur blossaði upp í þremur samliggjandi „ÞESSIR menn bíða dóms og eru því lausir,“ segir Geir Jón Þór- isson yfirlög- regluþjónn um mál manna sem réðust á ungan mann í Breiðholti á laugardags- kvöld. Um er að ræða einhverja þá sömu og réðust inn á heimili úr- smiðs á Barðaströnd á Seltjarn- arnesi í vor, héldu honum föngnum og misþyrmdu auk þess sem þeir stálu þar verðmætum. Mennirnir tengjast fleiri afbrotum á síðustu mánuðum. Að loknum yfirheyrslum var mönnunum aftur sleppt úr haldi á sunnudag. Geir Jón segir það hluta af daglegri vinnu lögreglu að elta uppi menn sem áður hafa framið af- brot. „Ef þeir eru í síbrotum höfum við getað fengið síbrotagæslu á þá en ég veit ekki hvernig staðan er á því í þessu máli.“ Dómsuppkvaðning í október Í gær var fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna innbrotsins á Seltjarnarnesi en að sögn Sigríðar Friðjónsdóttur saksóknara er ekki von á dómsuppkvaðningu fyrr en í október. Að hennar sögn situr einn ræningjanna sem þar áttu hlut að máli í síbrotagæslu og hefur gert um nokkurra vikna skeið. ben@mbl.is Geta óskað eftir sí- brotagæslu Geir Jón Þórisson Fyrirtaka í Barða- strandarmálinu í gær BENSÍNORKAN hefur lækkað verð á bensíni og dísilolíu um 2 krónur lítr- ann. Segir fyrirtækið að þetta hafi verið gert þar sem heimsmarkaðs- verð á olíu hafi lækkað þó nokkuð í gær og einnig hafi gengi krónunnar styrkst. Algengt verð á bensíni er nú 188,30 krónur hjá Orkunni og verð á dísilolíu er 181,10 krónur. Þá bárust af því fréttir í gærkvöldi að Atlantsolía hefði lækkað bensín- verð um 2 krónur á lítrann. Bensín lækk- ar um 2 kr. „ÞETTA er mjög áhugavert og ég sé ekkert annað en jákvætt við þetta en ég er voðalega hræddur um að við fáum engan gullaldartexta. Þetta gæti því kannski haft slæm áhrif á málkennd fólks og umgang þess við tungumálið,“ segir Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði um þýðingarforrit Google. Google býður nú upp á þýðingar milli íslensku og 50 annarra tungumála. Íslenskumælandi fólk getur því smellt textum t.d. á jiddísku, makedónísku eða malaí inn í þýðingarvélina sem svo þýðir textana gróflega. Einnig opnast mögu- leiki fyrir útlendinga að lesa íslenska fjölmiðla. Þýðing- arnar þykja þó vélrænar og oft á tíðum skondnar og ekki víst að orð eins og kúlulán skili sér óbrenglað, en notendum er boðið að lagfæra það sem betur gæti farið og ætti þýðingarbúnaðurinn því að þróast með tím- anum. „Þetta er notað sem hjálp og textinn er ekki nothæf- ur til að dreifa, það þyrfti alltaf manneskju til að fara yfir,“ segir Gauti Kristmannsson þýðingafræðingur. „Staðreyndin er sú að það er engin vél sem hefur roð við tungumálinu. Það er hægt að segja sama hlutinn á svo marga vegu og oft er það textinn í kring sem ákvarðar innihaldið,“ segir Gauti. jmv@mbl.is Hvernig segir maður kúlulán á jiddísku? Hægt er að þýða milli íslensku og 50 tungumála á Google Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.