Morgunblaðið - 01.09.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
„ÉG HEF meira og minna verið í aðgerðum und-
anfarin tvö ár og ekkert getað unnið allan þann
tíma,“ segir Jan Gunnar Langås, norskur pípu-
lagningamaður búsettur hérlendis frá 2002, sem
segir farir sínar ekki sléttar af íslensku heil-
brigðis- og félagskerfi. Síðla árs 2007 fór hann á
spítala vegna þvagfærasýkingar þar sem settur
var upp þvagleggur hjá honum með alvarlegum
afleiðingum fyrir heilsu hans og lífsgæði.
Starfsmaður Landspítalans í Fossvogi setti upp
legginn, en Jan Gunnar segir hann hvorki hafa
verið sérfræðingur né læknismenntaður. „Það
kom í ljós að hann hafði ekki sett upp slíkan legg
áður,“ segir hann og að við aðfarir starfsmannsins
hafi þvagrásin eyðilagst. „Í framhaldi fékk ég sýk-
ingu og drep í liminn og var sendur á Landspít-
alann við Hringbraut og var þegar settur í að-
gerð.“
Kynlífið í molum
Daginn eftir hafi læknar sagt honum að um
læknamistök hefði verið að ræða. „Síðan hef ég
farið í aðgerð eftir aðgerð. Í einni þeirra fékk ég
mænudeyfingu sem leiddi til þess að taugar í fót-
unum sködduðust svo ég hef ekki getað gengið án
sterkra verkjalyfja.“ Allan þann tíma hefur hann
ekki getað unnið. „Ég gerði tilraun til þess í fyrra
því læknarnir vildu láta á það reyna. Þegar ég
kom til viðskiptavinanna hafði ég ekki hugmynd
um hvers vegna ég var kominn því ég var svo upp-
dópaður af verkjalyfjunum.“
Hann segir að búið sé að úrskurða sig óvinnu-
færan til 2013 vegna þessa. „Ég hef unnið í 24 ár
sem pípulagningamaður en veit ekki hvort ég mun
nokkru sinni geta unnið við það aftur. Ég hafði t.d.
hugsað mér að skreppa út til Noregs til að vinna
þar í einhvern tíma svo ég gæti lagt fyrir peninga
til að geta komið aftur heim og stofnað eigið fyr-
irtæki. En þeir draumar urðu að engu.“
Afleiðingarnar eru ekki síður alvarlegar fyrir
hans persónulega líf að hans sögn. Þannig hefur
hann ekki getað stundað kynlíf með eðlilegum
hætti þennan tíma sem m.a. leiddi til þess að upp
úr sambúð hans og íslenskrar konu slitnaði.
„Sennilega mun ég þurfa á stinningarlyfjum að
halda það sem eftir er. Limurinn hefur líka styst
svo mér finnst ég ekki sérlega aðlaðandi lengur.“
Þá getur hann ekki haft þvag- og sáðlát á eðlileg-
an hátt. „Lífsgæðin eru að engu orðin.“
Næstum gjaldþrota
Vegna alls þessa ætlar Jan Gunnar að fara fram
á skaðabætur vegna læknamistaka. „Ég er búinn
að fá mér lögfræðing í Noregi, enda hef ég rétt á
ókeypis lögfræðiaðstoð í slíku skaðabótamáli þar.“
Hann segir lögfræðinginn telja að hann eigi rétt á
skaðabótum upp á tugi milljóna, en enn hafi þeir
ekki ákveðið hversu há bótakrafan verður.
Hljóðið er þungt í Jan þegar kemur að þeirri
fjárhagsaðstoð sem hann hefur fengið frá því
hann veiktist. „Mér hefur gengið mjög illa að fá
peninga í gegnum kerfið og er hreinlega að verða
gjaldþrota,“ segir hann og útskýrir að mánaðar-
lega fái hann rúmar 100 þúsund krónur í félags-
bætur til að lifa af. Hann hafi þurft að fá húsgögn
og annað lánað og vantar ýmislegt sem nauðsyn-
legt telst í heimilishaldi. „Ég á t.d. ekki þvottavél
og hef þurft að ganga á milli húsa til að fá að setja
í vél hér og þar.“
Nýlega ákvað Tryggingastofnun að Jan Gunnar
ætti rétt á um 20 þúsund krónum á mánuði og
greiddi honum þá fjárhæð tvö ár aftur í tímann.
„Ég fékk 370 þúsund krónur sem ég notaði til að
greiða upp skuldir. Þegar félagsmálayfirvöld
komust að því var mér gert að greiða þeim þessa
upphæð til baka, svo nú skulda ég þeim pening.“
Hann segir að sér hafi nýverið verið sagt að hann
þurfi að leita til Noregs til að fá sjúkrapeninga
þaðan. „Mér er sagt að ég hafi ekki nægileg
tryggingaréttindi hérlendis, en ég hélt að þau
ættu einfaldlega að flytjast á milli Norður-
landanna.“
Jan Gunnar segir heilbrigðis- og félagskerfið
hafa algerlega brugðist í sínu tilfelli. „Það er eitt
að glíma við heilsufarsvanda en að þurfa að berj-
ast við félagskerfið að auki bætir ekki heilsuna,
heldur gerir hlutina verri en þeir eru.“
Þrátt fyrir erfiðleikana hefur Jan Gunnar fullan
hug á að búa hér áfram. „Ég elska Ísland og finnst
mjög fínt og gott að búa hérna. Þetta er fullkomið
land fyrir mig.“
Fer fram á tugi milljóna
vegna læknamistaka
Hefur verið óvinnufær eftir uppsetningu þvagleggs á Landspítala árið 2007
Morgunblaðið/RAX
Óvinnufær Líf Jans Gunnars Langås hefur versnað til muna eftir að hann fékk þvagfærasýkingu árið
2007. Hann hefur strítt við heilsubrest síðan og segir ástæðuna mistök lækna við meðhöndlun.
„Málið hefur ekki komið hingað inn á borð til
okkar,“ segir Matthías Halldórsson landlæknir
um skaðabótakröfu Jans Gunnars.
Hann segir slíkar kröfur oftast sendar til land-
læknisembættisins, en enn hafi umrætt mál
ekki borist embættinu, og því geti hann ekki tjáð
sig um hvort viðurkennt sé að um læknamistök
hafi verið að ræða.
„Raunar er líka hægt að fara fram á greiðslur
úr sjúklingatryggingu verði menn fyrir tjóni og í
þeim tilfellum er ekki nauðsynlegt að fara með
málið til okkar.“ Aðspurður segir hann einnig
hægt að semja um slíkar kröfur í stað þess að
þær fari fyrir dómstóla. „En í rauninni get ég
ekkert sagt um þetta mál því ég hef ekki fengið
neitt um það í hendurnar.“
Málið ekki komið á borð landlæknisembættisins
STEFNT er að því að hefja bygg-
ingu á einkaspítala og heilsuhóteli
á Íslandi þar sem gerðar verða
hnjáliða- og mjaðmaskiptaaðgerðir
og sjúklingarnir verða eingöngu
erlendir. Þetta kom fram í Kastljósi
Sjónvarpsins í gærkvöldi.
Það er íslenska fyrirtækið
PrimaKer sem stendur að verkefn-
inu í samvinnu við bandaríska fyr-
irtækið Shiboomi.
Fram kom að aðstandendur verk-
efnisins telja að það geti skilað allt
að 10 þúsund ferðamönnum á ári og
10 milljörðum í gjaldeyristekjur ár-
lega. Gunnar Ármannsson, fram-
kvæmdastjóri PrimaKer, sagði að
búist væri við að mikil eftirspurn
yrði eftir mjaðmaskipta- og hnjá-
liðaaðgerðum innan ekki langs
tíma.
Undirbúa byggingu
einkasjúkrahúss
RÍFLEGA þriðjungur, eða 35%
þeirra sem eru í launaðri vinnu,
hafa lent í því að laun eða starfs-
hlutfall hefur verið skert frá hruni
bankanna í október. Þetta kemur
fram í skoðanakönnun sem Capa-
cent Gallup gerði fyrir ASÍ í júní.
Flestir, eða rúmlega 18%, hafa
lent í launalækkun, hjá 9% hefur
vinnutími verið styttur og 8% hafa
orðið fyrir annarskonar skerðingu.
Þetta er mikil aukning frá því í des-
ember 2008 þegar 21% launafólks
hafði orðið fyrir í slíkri skerðingu.
Mun fleiri karlar en konur hafa
lent í skerðingu launa og/eða
starfshlutfalls og þá vekur athygli
að 40% iðnaðarmanna hafa orðið
fyrir því að laun hafa verið lækkuð
eða vinnutími styttur. Þá hafa þeir
sem eru með laun yfir 550 þúsund á
mánuði frekar lent í launalækkun
en þeir sem hafa lægri laun.
Laun hafa verið
skert hjá 35%
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
SKULDABRÉF þriggja sparisjóða
voru í gær sett á athugunarlista hjá
Kauphöll Íslands. Um er að ræða
Byr sparisjóð, Sparisjóð Bolungar-
víkur og Sparisjóðinn í Keflavík.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup-
hallarinnar, að ástæðan væri sú að
sparisjóðirnir hefðu á föstudag
greint frá því að birting uppgjöra
fyrir fyrri helming ársins myndi
frestast. „Þegar slíkt gerist er
ákveðin hætta á að ójafnræði skapist
hvað varðar upplýsingar um stöðu
fyrirtækja og því eru skuldabréfin
sett á athugunarlista,“ segir Þórður.
Tilkynningar sparisjóðanna
þriggja eru samhljóða. Í þeim segir
að undanfarna mánuði hafi verið
unnið að fjárhagslegri endur-
skipulagningu þeirra og þeirri vinnu
miði samkvæmt áætlun. Birting
uppgjöra frestist vegna þessarar
vinnu, en birtingardagur verði
kynntur síðar.
Nítján erlendir bankar
Sparisjóðsstjóri Byrs, Ragnar Z.
Guðjónsson, segir í samtali við
Morgunblaðið að ekkert eitt atriði
skýri töfina. „Við höfðum vonað að
geta birt ársreikning innan þess
ramma, sem okkur er skipaður, en
það hefur ekki tekist.“
Segir hann að vinna við endur-
skipulagningu sparisjóðsins sé flók-
in og að henni komi margir aðilar.
„Við erum t.d. að semja við nítján er-
lend fjármálafyrirtæki og slíkt tekur
tíma.“
Á athugunarlista
Þrír sparisjóðir hafa frestað birtingu uppgjörs fyrir fyrstu
sex mánuði ársins Skuldabréf voru sett á athugunarlista
Byr Unnið er að fjárhagslegri
endurskipulagningu Byrs.
UNNIÐ er að endurgerð gatnamóta
Kringlumýrarbrautar og Borg-
artúns til að greiða fyrir umferð og
auka öryggi. Akreinum verður fjölg-
að og sérstök vinstribeygjuakrein
verður fyrir strætó af Kringlumýr-
arbraut inn í Borgartún. Rásum í
stýringu umferðarljósa verður fjölg-
að og beygjuumferð þannig aðgreind
frá annarri umferð. Jafnframt verða
forgangsljós fyrir strætó í vinstri
beygju. Þá verður bætt við hægri-
beygjuakrein frá Kringlumýr-
arbraut inn á Sæbraut og verður hún
með umferðarljósum. Verklok eru
áætluð 14. nóvember 2009.
Vegna endurbóta á gatnamót-
unum hefur þeim kafla Borgartúns
sem liggur austan Kringlumýr-
arbrautar og að Laugarnesvegi ver-
ið lokað.
Loka gatna-
mótum við
Borgartún
ÓLAFUR F. Magnússon, fyrrver-
andi borgarstjóri fyrir Frjálslynda
flokkinn og núverandi borg-
arfulltrúi óháðra, neitar ásökunum
um að hann hafi lagt fjárstyrk ætl-
aðan Frjálslynda flokknum inn á
reikning í eigin nafni. Hann segir
styrkinn hafa verið greiddan inn á
reikning borgaramálafélags F-
listans.
Framkvæmdastjórn og fjár-
málaráð Frjálslynda flokksins
íhuga að kæra Ólaf F. til efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra
vegna meints fjárdráttar. Ólafur
sagði í samtali við mbl.is í gær að
ásakanir flokksins væru fáránlegar
og ekki svaraverðar. Um væri að
ræða þriggja milljóna króna styrk
Reykjavíkurborgar sem ætlað væri
að standa straum af rekstri borg-
arstjórnarflokksins en ekki rekstri
Frjálslynda flokksins á landsvísu.
Í bréfi sem Guðjón Arnar Krist-
jánsson, formaður Frjálslynda
flokksins, og Helgi Helgason, for-
maður fjármálaráðs flokksins,
sendu borgarstjóra segir að fram-
kvæmdastjórn og fjármálaráð
flokksins hafi um nokkurn tíma
beðið þess að borgarstjórn sæi til
þess að leiðrétt yrði sú óeðlilega
fjártaka sem fyrrverandi borg-
arstjóri Ólafur F. Magnússon við-
hafði á valdatíma sínum sem borg-
arstjóri í upphafi árs 2008 þegar
hann án samráðs eða samþykkis frá
Frjálslynda flokknum lét skrifstofu
borgarinnar greiða inn á sérreikn-
ing á sinni kennitölu fjárstyrk fyrir
árið 2008.
Neitar ásökunum
um fjárdrátt