Morgunblaðið - 01.09.2009, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.09.2009, Qupperneq 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009  Helga Gott- freðsdóttir ljós- móðir varði doktorsritgerð sína: „Ákvarð- anataka verð- andi foreldra um fóst- urskimun“ frá hjúkrunar- fræðideild heil- brigðisvís- indasviðs Háskóla Íslands föstudaginn 21. ágúst sl. Leiðbeinendur í verkefninu voru dr. Kristín Björnsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, og dr. Jane Sandall, pró- fessor við Kings College, London. Ritgerðin byggist á eigindlegri rannsókn um ákvörðun verðandi foreldra um skimun fyrir frávikum í fósturþroska. Helga Gottfreðsdóttir er fædd 12. desember 1960. Hún lauk stúd- entsprófi árið 1980 frá Flensborg- arskóla í Hafnarfirði og BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1984. Helga lauk emb- ættisprófi frá Ljósmæðraskóla Ís- lands árið 1991 og meistaraprófi í ljósmóðurfræði frá Thames Valley University, London, árið 1999. Frá árinu 1999 hefur hún verið lektor í ljósmóðurfræði við hjúkr- unarfræðideild Háskóla Íslands og síðustu ár forstöðumaður fræða- sviðs um meðgönguvernd. Hún hefur jafnframt verið í starfi við Miðstöð mæðraverndar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins. Helga hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í nefnd- um á vegum landlæknis og ráðu- neyta. Doktor í ljósmóður- fræðum Helga Gottfreðsdóttir  Ýmir Vigfús- son tölvunar- fræðingur varði doktorsritgerð sína „Affinity in Distributed Sys- tems“ um hópa- tengsl í dreifðum tölvukerfum við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum 21. ágúst síðastliðinn. Leiðbeinandi var Ken Birman, og meðleiðbeinandi Jon Kleinberg, báðir prófessorar í tölvunarfræði við Cornell-háskóla. Doktorsritgerð Ýmis fjallar um tvær algengar aðferðir sem notaðar eru í dag til hópsamskipta, annars vegar „IP Multicast“ sem er til staðar á netbeinum, og hins vegar slúður („gossip“). Sýnt er fram á að hvorug aðferðin er fullnægjandi. Hann kynnir því tvö ný kerfi sem bæta um betur. Annað þeirra heitir „Dr. Multicast“ og hitt kerfið ber nafnið „GO“ sem gerir forritum í sömu tölvu kleift að slúðra innan mismunandi hópa án þess að net- umferð frá hverri vél verði óraun- hæf. Greinar um kerfin tvö hafa birst á viðurkenndum ritrýndum vís- indaráðstefnum. Stórfyrirtækin IBM og CISCO hófu nýverið að nota fyrra kerfið („Dr. Multicast“) til að bæta hópsamskipti í lausnum sem þau selja. Ýmir er fæddur 13. janúar 1984. Hann útskrifaðist af IB-námsbraut Menntaskólans við Hamrahlíð 2002, og hlaut BS-gráðu í stærð- fræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Foreldrar Ýmis eru Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi og Vig- fús Svavarsson, vörustjóri. Unn- usta Ýmis er Rebecca Mitchell doktorsnemi. Doktor í tölvunar- fræði Ýmir Vigfússon Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „BÚKOLLURNAR eru búnar að fara margar ferðir með efni um svæðið,“ segir Sigurður Ósk- arsson, framkvæmdastjóri verk- takafyrirtækisins KNH um vinnu við ofanflóðavarnir ofan Bíldudals. Hann sagðist áætla að ferðir þessara stórvirku tækja væru orðnar yfir 5.500 talsins með um 95 þúsund rúmmetra af efni frá því að framkvæmdir hófust síð- asta sumar, en jarðvinnu er að ljúka. Efnið hefur verið tekið úr far- veginum við hlið garðanna og einnig hefur verið sprengt úr gilkjaftinum fyrir ofan, að sögn Sigurðar. Vinnuvélarnar verða all- ar horfnar úr hlíðinni á næstu tveimur vikum, en næsta sumar verður á ný sáð í framkvæmda- svæðið og það fegrað og gert að- gengilegra. Stærsta verkefnið á vegum Of- anflóðasjóðs í ár er hins vegar varnargarður í Bolungarvík. Ráð- gert er að jarðframkvæmdum ljúki á næsta ári, að sögn Haf- steins Pálssonar, starfsmanns sjóðsins. Fyrr í sumar voru snjóflóða- varnargarðar í Siglufirði formlega vígðir af Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Þar er eftir að reisa upptakastoðvirki, þ.e. grindur sem settar verða niður ofar í hlíðinni til að halda snjón- um. Þá eru framkvæmdir hafnar vegna ofanflóðavarna í Ólafsfirði. Í Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit er að ljúka framkvæmdum við jarðvegsgarð sem beinir hugs- anlegu flóði frá bæjarhúsunum þar. Aurflóð olli talsverðu tjóni í Grænuhlíð fyrir nokkrum árum. Í Neskaupstað er búið að reisa varnargarða á Drangagilssvæði, en framundan er að reisa garða á svonefndu Tröllagilssvæði. Nú er unnið að því að færa vatnslögn vegna þessara nýju garða og búið er að bjóða út gerð upp- takastoðvirkja þar fyrir ofan. Í Ólafsvík hefur síðustu ár m.a. verið unnið að framkvæmdum við upptakastoðvirki fyrir ofan heilsu- gæslustöðina. Tekur mörg ár Samkvæmt upplýsingum Haf- steins Pálssonar eru ýmsar fram- kvæmdir á verkefnaskrá Of- anflóðasjóðs, m.a. á Siglufirði, í Neskaupstað, á Ísafirði og Pat- reksfirði. Á heimasíðu umhverfisráðu- neytisins kemur fram að „árið 1996 ákvað umhverfisráðuneytið að efla verulega rannsóknir á snjóflóðum og koma á öflugu eft- irliti með snjóflóðahættu. Þá var unnin yfirgripsmikil úttekt á öll- um helstu snjóflóðahættusvæðum í byggð og metnir líklegir varn- arkostir á hverjum stað. Í framhaldi af þeirri úttekt var ákveðið í samráði við viðkomandi sveitarfélög að ráðast í byggingu varanlegra snjóflóðavarna og tryggja þannig öryggi fólks og treysta þannig byggð í landinu. Um er að ræða stórt verkefni sem mun enn taka mörg ár að ljúka að fullu.“ Ljósmynd/Eyjólfur Ari Bjarnason Ofanflóðavarnir Stórvirkar vinnuvélar hverfa á næstunni úr hlíðinni fyrir ofan Bíldudal. Næsta sumar verður á ný sáð í svæðið og umhverfið fegrað. Yfir 5.500 búkolluferðir  Framkvæmdir langt komnar við ofanflóðavarnir á Bíldudal  Stærsta verk- efnið í Bolungarvík  Ýmsar framkvæmdir á verkefnaskrá Ofanflóðasjóðs Snjóflóðavarnargarðar fyrir ofan Siglufjörð voru vígðir fyrr í sumar. Um er að ræða fimm þvergarða og einn leiðigarð ofan byggðarinnar. Nyrsta leiðigarðinum var gefið nafnið Kálfur en þvergarðarnir hlutu nöfnin Hlíðarrípill, Hafnarrípill, Skriðurípill, Skálarrípill og Bakkarípill. Orðið rípill merkir garður og fyrri hlutar nafnanna eru dregnir af nöfn- um jarða eða öðrum örnefnum í grennd við garðana, að því er segir á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti að gefa samkomusvæði snjóflóðavarnargarðanna nafnið Ríplabás. Til- löguna að nafninu á Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Eldri hlutar snjóflóðavarnargarða ofan Siglufjarðar voru byggðir á árunum 1998 og 1999. Áhersla hefur verið lögð á mótun garðanna, upp- græðslu, trjárækt og gerð göngustíga og útivistarsvæða. Rípill, Kálfur og Ríplabás ofan Siglufjarðar RÝNIHÓPUR á vegum menntamálaráðherra tel- ur mikilvægt að ráðuneytið beiti sér fyrir aðgerð- um sem stuðla að auknu samstarfi í háskólakerf- inu. Gæðamat og eftirlit verði eflt auk þess sem hefja skuli endurskoðun á fjármögnun háskóla. Rýnihópurinn hefur nú skilað niðurstöðum um tillögur sérfræðinga sem lagðar voru fram vorið 2009 um breytingar á háskólakerfinu og stefnu- mótunar- og stuðningskerfi rannsókna og nýsköp- unar. Rýnihópurinn hefur lagt fram þrjár meg- intillögur og áætlun um næstu skref. Helstu niðurstöður skiptast í þrennt en þær grundvallast á því að mikilvægt sé að standa vörð um menntun og rannsóknir með framtíð Íslands í huga. Rýnihópurinn leggur til að samstarf háskóla og samstarf þeirra við rannsóknastofnanir, fræðaset- ur, náttúrustofur og aðrar stofnanir sem stunda rannsóknir og koma að æðri menntun þurfi að auka. Þar með verði faglegur styrkur efldur um allt land og háskólum og öðrum stofnunum gert auðveldara að taka á niðurskurði í framlögum rík- isins. Meta þurfi hvort fýsilegt og hagkvæmt sé að sameina háskóla og stofnanir þegar fram í sækir en fagleg sjónarmið verði þar að vega þungt. Þá nefnir rýnihópurinn mikilvægi eflingar á gæðamati og eftirliti. Meta þurfi gæði háskóla og stofnana á háskólastigi með samræmdum hætti sem mæti alþjóðlegum kröfum. Þá sé mikilvægt að fjármögnun háskóla verði endurskoðuð. Fjármögnun verði í samræmi við umfang starfseminnar, gæði og árangur auk þess sem hún hvetji til heilbrigðrar samkeppni. jmv@mbl.is Aukið samstarf og gæðamat eru nauðsynleg í háskólakerfinu Rýnihópur segir mikilvægt að standa vörð um menntun og rannsóknastarf Í HNOTSKURN »Fjórir erlendir sérfræðingar voruhaustið 2008 beðnir um að gera tillögur að aðgerðum í háskólamálum í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna. » Íslensk verkefnisstjórn var einnig skip-uð til að fjalla um sama mál. Hóparnir skiluðu skýrslum vorið 2009. »Meðal þess sem hóparnir lögðu til varað háskólum yrði fækkað í tvo og að rekstrarumhverfi yrði samræmt. Háskólar Horfa fram á lægri fjárveitingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.