Morgunblaðið - 01.09.2009, Page 15
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
Jaycee Lee Dugard er sögð bera
sterkar tilfinningar til ræningjans
Phillips Garridos og telja sig
skuldbundna honum. Tekið gæti
langan tíma fyrir hana að ná sér.
„Hún hefur ekki gleymt því hver
hún raunverulega er. Hún man
raunar ótrúlega margt úr sínu
fyrra lífi en samkvæmt því sem við
vitum þá virðist Garrido hafa leikið
sér að huga hennar,“ segir Clint
Van Zandt, sérfræðingur alríkis-
lögreglunnar, FBI. „Sambandið
sem stundum myndast á milli
fórnarlamba mannrána og gísla og
fangara þeirra er nefnt Stokk-
hólmsheilkennið. Þá er átt við að
tilfinningatengsl séu í raun aðferð
fórnarlambs til að lifa af tilfinn-
ingalegt og líkamlegt ofbeldi.“
Tókst ræningjanum að heilaþvo Jaycee?
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„LJÓST er að engin ástæða er til að breyta neinu í áætlun
okkar. Við eru á hárréttri braut,“ sagði Angela Merkel,
kanslari Þýskalands, innt eftir innri erjum eftir fund
hennar með leiðtogum Kristilegra demókrata (CDU) í
gær. Merkel virðist sannfærð um sigur í þingkosning-
unum eftir fjórar vikur en flokkur hennar missti meiri-
hluta í tveimur ríkjum Þýskalands í sambandsríkjakosn-
ingum á sunnudag. Hvorki í Thüringen né Saarlandi
dugir atkvæðafjöldinn CDU til að mynda stjórn með
Frjálslyndum demókrötum (FDP). Einnig var kosið í
Saxlandi og í öllum þremur sambandsríkjunum bættu
vinstriflokkarnir við sig en Vinstriflokkurinn (Die Linke)
komst yfir 20% markið í þeim öllum.
Niðurstöður kosninganna komu mörgum íhaldsmönn-
um illa á óvart og kröfðust leiðandi menn innan flokksins
að Merkel léti af köldum kosningastíl sínum og sýndi
meiri ástríðu. „Eftir rólega og ópólitíska kosningabaráttu
er kominn tími fyrir tilfinningar,“ sagði Philipp Miss-
felder, sem á sæti í stjórn flokksins.
Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), sem situr í ríkis-
stjórn ásamt CDU, náði ekki að bæta miklu við sig í kosn-
ingum helgarinnar. Frank-Walter Steinmeier, leiðtogi
flokksins, sem keppir við Merkel um kanslarasætið, sagði
niðurstöður helgarinnar sýna að enn gæti SPD hrifsað af
henni sætið.
Merkel sýni tilfinningar
Í HNOTSKURN
»Angela Merkel hefur lýstþví yfir að hún vilji mynda
nýja stjórn með Frjálslyndum
demókrötum en hætta sam-
starfi með jafnaðarmönnum.
»Þingkosningar eru 27.september í Þýskalandi og
hefur CDU sýnt mikla yfir-
burði í skoðanakönnunum.
Kanslari Þýskalands gagnrýndur af samflokksmönnum eftir tap í sambands-
ríkjakosningum Leiðtogi SPD segist eygja möguleika á kanslarasætinu
SLÖKKVILIÐSMENN í Kaliforníu berjast við skógar-
eldana miklu norðan við Los Angeles um helgina. Tveir
slökkviliðsmenn létu lífið á sunnudag þegar eldarnir
náðu bíl þeirra sem valt niður fjallshlíð. Miklir þurrkar
að undanförnu og rok hafa æst enn eldana sem náðu í
gær yfir tvöfalt stærra svæði en á sunnudag.
Reuters
Tveir slökkviliðsmenn létu lífið í Kaliforníu
Eldarnir færast í aukana
PEER Stein-
brück, fjár-
málaráðherra
Þýskalands, vill,
að bankastjórum
og bankastjórn-
endum verði
sendur reikning-
urinn vegna fjár-
málakrepp-
unnar.
Kemur þetta fram í bréfi, sem
hann hefur sent G20-hópnum en
hann skipa fjármálaráðherrar og
seðlabankastjórar 20 mestu iðnríkj-
anna.
Steinbrück segir, að almenn-
ingur eigi ekki sök á kreppunni en
hennar vegna verði hann þó að axla
mjög þungar byrðar. svs@mbl.is
Vill senda banka-
stjórum reikning
vegna kreppunnar
Peer Steinbrück
ANNA Odell,
listaskólanemi í
Stokkhólmi, var í
gær dæmd til að
greiða nokkra
sekt fyrir að
gera sér upp
geðveiki með til-
heyrandi kostn-
aði fyrir sam-
félagið. Var það
hluti af „listrænni uppákomu“ og
hefur vakið hneykslan og reiði í
Svíþjóð.
Í janúar síðastliðnum þóttist
Odell ætla að stytta sér aldur, gerði
sig líklega til að kasta sér út af
Liljeholms-brúnni í Stokkhólmi, og
var hún þá flutt á sjúkrahús til með-
ferðar. Þetta var þó bara uppgerð
eins og fyrr segir og hluti af mynd-
inni Sænsk, ókunn kona: 2009-
349701, sem Odell sýndi síðan í maí.
Var hún þá ákærð.
Odell var dæmd til að greiða um
45.000 ísl. kr. í sekt og finnst mörg-
um það vel sloppið. Segja þeir, að
heilbrigðiskerfið sé ekki of sælt af
sínu þótt ekki sé verið að sóa fénu í
tóman leikaraskap. Þetta mál hefur
líka vakið kröfur um, að farið verði
að líta „listina“ hjá sumu fólki
gagnrýnni augum en hingað til og
hvatt er til opinnar umræðu um
listina og samfélagið. svs@mbl.is
Geðveikin var „list-
ræn uppákoma“
Anna Odell
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
LÖGREGLAN hóf í gær að grafa
upp garð við húsið næst heimili
mannræningjans Phillips Garridos í
Antioch í Kaliforníu og voru spor-
hundar látnir leita að líkamsleifum.
„Við álítum staðinn vera glæpavett-
vang,“ sagði talsmaður lögreglunn-
ar. Kannað er hvort Garrido hafi
tengst morðum allt að 10 kvenna á
svæðinu. Garrido mun hafa annast
nágrannahúsið um hríð.
Hann rændi Jaycee Lee Dugard
er hún var 11 og eiga þau tvö börn;
ljóst þykir að hann verði ákærður
fyrir nauðgun. Garrido notaði fyrr á
árum mikið af fíkniefnum en þá var
hann m.a. dæmdur fyrir nauðgun.
Nú er komið í ljós að Jaycee vann
sem ritari í prentfyrirtæki hans og
átti í tölvusamskiptum við viðskipta-
vini, Garrido kynnti hana sem dóttur
sína, Alissu. „Maður fékk á tilfinn-
inguna að hún væri drifkrafturinn í
fyrirtækinu,“ sagði einn viðskipta-
vinanna, Ben Daughdrill.
Grafa upp garð
næst við hús Garridos
Lögreglan segir
staðinn vera
„glæpavettvang“
Reuters
Prísund Óhrjálegur bakgarður húss Garrido-hjónanna, þar var Jaycee
Dugard látin búa í 18 ár bak við nær tveggja metra háa girðingu.
HAMAS-hreyfingin á Gaza hefur
brugðist ókvæða við óstaðfestum
fréttum um, að Unrwa, Flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóðanna
fyrir Palestínumenn, sem aðstoðar
þá í menntamálum og á fleiri sviðum,
ætli að nefna helförina gegn gyðing-
um í námsbókum næsta skólaárs.
Í opnu bréfi til yfirmanns Unrwa
krefst Hamas þess, að umræddar
bækur verði teknar aftur þar sem
ekki sé hægt að una því, að 13 ára
palestínskir unglingar verði mataðir
á „síonistalygi“.
Hamas-hreyfingin heldur því
fram, að helförin hafi aldrei átt sér
stað. Hins vegar hafi gyðingar sjálfir
skipulagt og staðið fyrir fjöldamorð-
um á eigin trúbræðrum, öldruðu
fólki og fötluðu, til þess eins að þurfa
ekki að ala önn fyrir þeim.
Kemur þetta fram í „heimildar-
mynd“, sem sýnd var í fyrra á Al
Aqsa-sjónvarpsstöðinni, sem Hamas
rekur. Þar sagði, að síðan hefði nas-
istum verið kennt um til að ávinna
gyðingum samúð og fjárhagslegan
stuðning. svs@mbl.is
Hamas
mótmælir
námsefni
Segja helförina lygi
HÆTTA er á, að matarskortur og
hungur verði hlutskipti helmings
jarðarbúa um næstu aldamót að
mati bandarískra vísindamanna.
Ástæðan er hlýnun andrúmsloftsins
en hún mun draga verulega úr upp-
skeru í hitabeltinu og á heittempr-
uðum svæðum jarðar.
David Battisti, prófessor við
Washington-háskóla í Seattle, seg-
ir, að heitustu sumrin á síðustu öld
verði venjan á næstu árum og ára-
tugum. Hitinn verði meiri en marg-
ar mikilvægustu nytjaplönturnar
þoli og því ríði á að finna eða þróa
ný afbrigði.
Talið er, að aukinn hiti muni
draga úr uppskeru maíss og hrís-
grjóna í hitabeltinu um 20-40% og
aukin uppgufun eða minni raki í
jarðvegi mun síð-
an bæta enn um
betur. Þrír millj-
arðar manna búa
nú í hitabeltinu
og á heittempr-
uðum svæðum og
eins og horfir
mun talan tvö-
faldast fram til
aldamóta.
Uppskeru-
bresturinn mun þó ekki aðeins tak-
markast við þessi svæði. Hitabylgja
í V-Evrópu 2003 varð 52.000 manna
að bana og hún olli því, að uppskera
hveitis og fleiri tegunda minnkaði
um þriðjung í Frakklandi og Ítalíu.
Hitinn þá gæti verið meðaltalið í
Frakklandi 2100. svs@mbl.is
Spá uppskerubresti
og hungri um 2100
Maís vegur þungt
í mataræðinu.