Morgunblaðið - 01.09.2009, Síða 20
20 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
FORSETI bæj-
arstjórnar Hvera-
gerðis, Eyþór Ólafs-
son, ritaði grein í
Morgunblaðið 27.
ágúst sl. sem hann
nefnir „Gagnrýnislaus
fréttaflutningur“.
Greinin fjallar um
tillögu að breytingum
á aðalskipulagi sveit-
arfélagsins Ölfuss
2002-2014. Í greininni eru fullyrð-
ingar sem koma verulega á óvart og
nauðsynlegt er að leiðrétta. Sumar
eru rangar og hafa meðal annars
verið hraktar á opnum borgarafundi
Orkuveitu Reykjavíkur og bæj-
arstjórnar Hveragerðis þann 21.
apríl 2008. Annað í grein Eyþórs er í
besta falli umdeilanlegt. Hér verður
gerð grein fyrir þeim liðum, sem Ey-
þór tölusetur í grein sinni.
1. Sú fullyrðing Eyþórs að Bitru-
virkjun sé of nálægt Hvera-
gerðisbæ kemur á óvart þar sem
Hvergerðingar sjálfir sóttu um
leyfi til að reisa jarðvarmavirkjun
á útivistarsvæðinu í Grændal í
nokkur hundruð metra fjarlægð
frá bænum. Hugsanlegt stöðv-
arhús Bitruvirkjunar er í 7 kíló-
metra fjarlægð frá miðbæ Hvera-
gerðis.
2. Eyþór fullyrðir að ekki sé hægt og
ekki verði hægt að hreinsa hvera-
lykt út jarðhitagufu. Slík hreinsun
fer fram víða um heim og eftir
nokkrar vikur hefst tilrauna-
hreinsun við Hellisheiðarvirkjun.
Umhverfismat Bitruvirkjunar
gerir ráð fyrir hreinsun.
3. Það er mishermi hjá
Eyþóri að gufu-
útblástur frá Bitru-
virkjun verði mikill
og „af allt öðrum
stærðargráðum en
áður hefur þekkst“.
Það er einmitt gert
ráð fyrir því í um-
hverfismati Bitru-
virkjunar að gufa frá
henni verði minni en
áður hefur þekkst
með því að kælit-
urnar verði af svokallaðri hybrid
gerð. Ítarlegar rannsóknir, sem
Eyþóri er kunnugt um, sýna ber-
lega að hvorki vatnsbólum Hver-
gerðinga né annarra er nokkur
hætta búin af jarðhitanýtingu í
Bitru. Þetta er t.d. sýnt á korti í
matsskýrslunni.
4. Umhverfisáhrif Bitruvirkjunar
hafa verið metin og getur allur al-
menningur kynnt sér þau, m.a. á
vef Skipulagsstofnunar. Í mats-
skýrslu kemur greinilega fram að
í matsferlinu hafa áform um nýt-
ingu jarðhitans í Bitru tekið
stakkaskiptum. Þannig hafa at-
hugasemdir og ábendingar frá al-
menningi leitt til verulegra breyt-
inga á verkefninu.
Tillaga að breyting-
um á aðalskipulagi
sveitarfélagsins
Ölfuss 2002-2014
Eftir Ólafur Áki
Ragnarsson
Ólafur Áki Ragnarsson
» Í greininni eru full-
yrðingar sem koma
verulega á óvart og
nauðsynlegt er að leið-
rétta.
Höfundur er bæjarstjóri
í sveitarfélaginu Ölfusi.
VEGNA þess ástands
sem skapast hefur í
kjölfar efnahagshruns-
ins er brýn nauðsyn að
endurskoða geðheil-
brigðisþjónustuna á Ís-
landi. Fyrirbyggja þarf
geðheilsubrest og tak-
ast á við geðheilsuspill-
andi þætti í samfélag-
inu. Nú er lag að opna
fyrir fleiri nálganir og
hugmyndir og virkja
þann mannauð sem vill láta gott af sér
leiða, en er án atvinnu. Koma þarf á
koppinn úrræðum sem ekki eru
sprottin út frá læknisfræðilegum
skilningi á erfiðleikum heldur þekk-
ingu á valdeflingu. Hugmyndafræði
valdeflingar er notuð víða; í þróun-
araðstoð, í stjórnmálum, á vinnustöð-
um, í skólum og með fólki sem þarf á
geðheilbrigðsþjónustu að halda, oft
kallað notendur.
Að vinna eftir valdeflingu í geðheil-
brigðsþjónustu hvetur notendur til að
bregðast við og hafa áhrif á þjón-
ustuveitendur, skipulag og stjórnun
þjónustunnar, aðstoðina sem þeir fá
og það líf sem þeir kjósa að lifa. Bata-
rannsóknir hafa sýnt fram á að bati á
sér ekki stað vegna þess að geðræn
einkenni hverfi, heldur vegna fé-
lagslegra þátta s.s. góðs tengslanets,
stuðnings eða bætts fjárhags. Geðlyf
hjálpa mörgum því þau ná að draga úr
einkennum. Ef einstaklingar t.d.
heyra raddir og það truflar líf þeirra
geta geðlyfin hjálpað, en lyfin taka
ekki á orsökum vandans. Þessu má
líkja við rautt blikkandi ljós sem varar
við yfirvofandi hættu. Í stað þess að
leita orsakanna er bara slökkt á við-
vörunarljósinu. Komið hefur í ljós að
3-5% almennings heyra eða hafa heyrt
raddir. Lítill hluti þessa hóps hefur
sjúkdómsgreiningu og upplifir sig
ekki sem veika einstaklinga. Komið
hefur í ljós að þeir sem ekki leita á
náðir geðheilbrigðiskerfisins, vegna
þess að þeir heyri t.d. raddir, hafa
annars konar tengsl við
raddirnar en þeir sem
leita á náðir fagfólks.
Reynsla þessa fólks hef-
ur verið nýtt víða til að
aðstoða aðra. Aðstoðin
hefur ekki sömu mark-
mið og hefðbundin þjón-
usta, að uppræta eða
dempa raddir, heldur
felst hún í því að breyta
tengslunum við radd-
irnar, virða þær, hræð-
ast þær ekki, ná stjórn á
þeim og læra hvaða til-
gang þær hafa fyrir
hvern og einn.
Notendahreyfingar víða erlendis,
sem berjast fyrir fleiri valmöguleikum
í geðheilbrigðisþjónustunni, biðja al-
menning og fagfólk um að breyta af-
stöðu sinni til þeirra sem eru öðruvísi
eða heyra raddir. Barist er fyrir því að
virtar verði mismunandi skoðanir á
ástæðum þess að fólk heyri raddir eða
skynji og túlki umheiminn á annan
hátt en aðrir. Það að vera öðruvísi úti-
lokar viðkomandi ekki frá vinnu, námi
eða samfélaginu. Barátta þessara
hreyfinga er mannréttindabarátta,
ekki ósvipuð baráttu samkynhneigðra;
að vera virtur og viðurkenndur eins og
maður er. Vegna baráttu geðsjúkra
víða um heim hafa valmöguleikar í
þjónustu aukist. Ef fólk treystir sér
ekki til að vera heima af einhverri
ástæðu hefur verið sett á fót þjónusta
sem rekin er eins og venjuleg heimili,
eða gistihús þar sem fólk er aðstoðað,
á eigin forsendum og ekki er litið á það
sem sjúklinga. Fólkinu er í sjálfsvald
sett hvort það nýti þessa staði. Þeir
koma ekki í staðinn fyrir önnur úr-
ræði, heldur sem viðbót og í góðri
samvinnu við hefðbundna þjónustu.
Hefðbundin úrræði taka ekki á þátt-
um eins og þeim að tilheyra jaðarhópi,
einmanaleika, þörfinni fyrir að njóta
virðingar og öðlast tilgang.
Hefðbundin þjónusta miðar oftar
við þarfir fagfólksins en ekki þeirra
sem þurfa á þjónustunni að halda.
Fagfólk á erfiðara með að vinna á jafn-
ingjagrundvelli vegna vinnuumhverfis
og vinnumenningar. Það hefur oft lítið
þol fyrir hegðun sem tengist sjálf-
stæðisbaráttu og þáttum sem tengjast
valdeflingu. Sterk tengsl eru á milli
fagfólks því það vinnur náið saman og
hefur sameiginlegan skilning og túlk-
un m.a. vegna menntunar og þjálf-
unar. Útgangspunktur hefðbundinnar
þjónustu hefur tilhneigingu til að
skoða hindranir sem einstaklings-
vandamál. Valdefling snýst ekki bara
um tiltekinn einstakling heldur einnig
það umhverfi sem hann lifir og hrær-
ist í. Valdefling snýst um mannrétt-
indabaráttu og að breyta sjálfsskiln-
ingi. Hún setur á oddinn að hægt sé að
ná jöfnuði þrátt fyrir erfiðar aðstæður,
líkamleg eða andleg einkenni. Valdefl-
ing tekur á pólitískum, félagslegum,
efnahagslegum og andlegum þáttum.
Valdefling bregst við undirokun,
ójöfnuði, ósanngirni og mismunun,
innan þjónustukerfa sem utan. Þegar
fólk sem tilheyrt hefur jaðarhópum er
spurt hvað það sé helst sem hafi haft
jákvæð áhrif á líf þess tengist svarið
oft lykilhugtökum valdeflingar.
Geðheilbrigðissáttmáli Alþjóðaheil-
brigðisstofnunar, sem allir heilbrigð-
isráðherrar Evrópu skrifuðu undir í
Helsinki 2005, setti m.a. valdeflingu á
oddinn. Valdefling er í stefnumótun fé-
lags- og tryggingamálaráðuneytisins
frá 2006 og víða hefur verið staðið að
þjónustu í anda valdeflingar. Stjórn-
völd og áhugafólk um bætt geðheil-
brigði gætu nýtt sér kreppuna og
virkjað ónýttan mannafla til að flýta
framgangi valdeflingar á sem flestum
sviðum.
Valdefling
Eftir Elínu Ebbu
Ásmundsdóttur » Batarannsóknir hafa
sýnt fram á að bati á
sér ekki stað vegna þess
að geðræn einkenni
hverfi, heldur vegna fé-
lagslegra þátta.
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
Höfundur er dósent við HA og fram-
kvæmdastýra Hlutverkaseturs.
KJÖRNIR sveit-
arstjórnarmenn
þiggja vald sitt frá
þeim sem búa í sveit-
arfélaginu og starfa í
umboði þeirra. Þeim
ber því að sjálfsögðu
að hafa hagsmuni og
hag íbúanna að leið-
arljósi í öllum sínum
gerðum og ákvörð-
unum. Á þeim hvílir
sú skylda að gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að leiða þau mál
sem íbúarnir hafa treyst þeim til að
fjalla um þannig til lykta að hags-
munum samfélagsins verði sem
best borgið. Þetta er svo augljóst
og sjálfsagt að það ætti að vera full-
komlega óþarft að minna á þetta.
En svo er því miður ekki. Vinnu-
brögð sveitarstjórnarmanna í Rang-
árþingi eystra við ráðningu skóla-
stjóra við Hvolsskóla eru nýleg og
sorgleg sönnun þess. Framganga
þeirra og ákvarðanataka í málinu er
svo furðuleg að margar spurningar
hljóta að vakna. Höfðu þeir sveit-
arstjórnarmenn sem ákváðu að ráða
ekki hæfasta og reyndasta umsækj-
andann, Halldóru Magnúsdóttur,
sem skólastjóra við Hvolsskóla
hagsmuni barna, foreldra og sam-
félagsins að leiðarljósi eða byggðu
þeir þessa ákvörðun sína á ómál-
efnalegum og jafnvel ólöglegum
sjónarmiðum? Þurfum við virkilega
enn einu sinni að þola að fólk sem
við höfum treyst til að fara með
vald í okkar þágu
bregðist trausti okkar
og fórni hagsmunum
okkar til að geta náð
sér niðri á fólki sem
leyfir sér að hafa póli-
tískar skoðanir sem
eru því ekki þókn-
anlegar? Við hljótum
að spyrja þessara
spurninga því að það er
svo furðulegt og óá-
byrgt að þeir skyldu
ekki leggja sig meira
fram um að tryggja
áframhald þess faglega og góða
skólastarfs sem ég og raunar allir
sem haft hafa áhuga á vita að farið
hefur fram í Hvolsskóla undanfarin
ár undir stjórn þeirra Halldóru og
Unnars Þórs, fráfarandi skóla-
stjóra. Það er raunar stórundarlegt
ef þetta hefur farið fram hjá sveit-
arstjórnarmönnum í Rangárþingi
eystra því skólastarfið í Hvolsskóla
hefur vakið svo mikla athygli og að-
dáun og svo víða að það var talin
ástæða til að veita skólanum ís-
lensku menntaverðlaunin árið 2008.
Þau verðlaun voru að sjálfsögðu
skólanum og starfsfólki hans mikil
viðurkenning en þó ekki aðeins
þeim heldur einnig nemendum skól-
ans og þá voru þau einnig mikið
gleðiefni og hvatning fyrir þetta
litla samfélag.
Nú hvarflar það auðvitað ekki að
mér að halda því fram að Halldóra
sé fullkomin og gallalaus frekar en
annað fólk. Að sjálfsögðu er það
með hana og Unnar Þór raunar
líka að sumum líkar mjög vel við
þau en öðrum síður. En ég leyfi
mér að fullyrða að samskiptavanda-
mál hafa hvorki verið mikil né tíð í
Hvolsskóla þann tíma sem þau hafa
haldið þar um stjórnvölinn og með-
al starfsfólks þar hefur verið góður
og uppbyggilegur starfsandi. Ég
ætla þó sérstaklega að fullyrða að
þau hafa stjórnað skólanum af mik-
illi fagmennsku og fádæma áhuga
og dug og hafa í öllum störfum sín-
um haft bestu hagsmuni nemenda
að leiðarljósi. Sveitarstjórnarmenn,
þeir sem ákváðu að hafna Halldóru
og því að nýta áfram starfskrafta
hennar, þekkingu og hæfni, sýna
henni og því frábæra starfi sem
þau Unnar Þór hafa lagt af mörk-
um ótrúlega lítilsvirðingu. Ég veit
ekki hvað vakti fyrir þeim en ég
veit að þeir höfðu ekki hagsmuni
nemenda og skólans að leiðarljósi
þegar þeir tóku þá ákvörðun. Þeir
skulda okkur starfsfólki skólans
skýringar en þó sérstaklega börn-
um og foreldrum og öllum íbúum
samfélagsins sem hafa notið góðs af
vönduðu og faglegu skólastarfi og
hafa svo mikla hagsmuni af því að
því verði ekki spillt.
Hvaða hagsmunir ráða
ferð í Hvolsskóla?
Eftir Ragnheiði
Jónasdóttur
Ragnheiður Jónasdóttir
» Framganga þeirra
og ákvarðanataka í
málinu er svo furðuleg
að margar spurningar
hljóta að vakna
Höfundur er umsjónarkennari
á miðstigi Hvolsskóla.
VIÐ GETUM aldr-
ei verið alveg viss um
að vefurinn sé áreið-
anlegur. En þegar við
förum á vefinn þá er
gott að spyrja sig
nokkurra spurninga
áður en byrjað er að
nota hann.
Spurningar eins og
„hver skrifaði upplýs-
ingarnar?“ og „fyrir
hvern er efnið ætlað?“ eru mik-
ilvægar. Það þarf að skoða hvort
höfundur efnis sé greindur og hvort
hægt sé að hafa samband við hann,
hvort sem um einstakling, fyr-
irtæki, stofnun eða félagsskap er að
ræða.
Við megum einnig spyrja okkur
sjálf hvers vegna vefsíðan var sett
upp og hvort tilgangur eigenda vef-
síðunnar er að græða peninga á
notkun okkar eða hafa áhrif á skoð-
anir okkar eða hegðun.
Hvar vefurinn er hýstur getur
einnig gefið mikilvægar upplýs-
ingar. Þær upplýsingar má oft finna
á síðunum en er einnig hægt að sjá
með því að slá inn slóðann á vefnum
www.easywhois.com. Við getum
einnig fundið út hverjir hafa tengla
á viðkomandi vef með því að nota
„link:www“-skipunina í hvaða leit-
arvél sem er. Ef við skrifum link:
og svo veffangið sem við viljum
nota finnum við alla vefi sem hafa
tengil á viðkomandi vef. Þetta getur
verið mjög gagnleg leið til að meta
áreiðanleika vefsins.
Þá er mikilvægt að
rýna í hvaða upplýs-
ingar er að finna á
vefnum og hvort þær
passa við upplýsingar
sem þú hafðir fyrir.
Eru tenglar yfir á
áreiðanlega vefi og
virðist vanta mik-
ilvægar upplýsingar í
textann?
Gott er að líta einnig
á það hvenær upplýs-
ingarnar voru settar á vefinn (eru
þær nýlegar eða mjög gamlar?),
hvort tenglar á vefnum eru virkir
og hvernig þér finnst vefurinn vera
í heildina. Þá skulum við spyrja
okkur hvernig við fundum vefinn og
hvort sá sem benti okkur á hann sé
traustur aðili.
Í framhaldi af þessu er hægt að
meta hvort viðkomandi vefsíða er
áreiðanleg. Ef ekki, þá er gott að
fara í leitarvélina og leita sér að
betri síðu með sama efni og þú leit-
ar að.
Ráð til að meta og
skilja efni af netinu
Eftir Önnu Kristínu
Lobers
Anna Kristína Lobers
» Þá er mikilvægt að
rýna í hvaða upplýs-
ingar er að finna á vefn-
um og hvort þær passa
við upplýsingar sem þú
hafðir fyrir.
Höfundur er nemi
og er í ungmennaráði SAFT.