Morgunblaðið - 01.09.2009, Síða 23

Morgunblaðið - 01.09.2009, Síða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009 ✝ Svandís Rafns-dóttir fæddist í Neskaupstað 14. apríl 1949. Hún lést á heim- ili sínu 20. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Rafn Ein- arsson skipstjóri, f. 6. ágúst 1919, d. 11. júní 1977, og Anna Mar- grét Kristinsdóttir, f. 7. mars 1927, d. 17. nóvember 1989. Systkini Svandísar eru: 1) Elísa Krist- björg, f. 17. ágúst 1944, d. 27. mars 2006, 2) Einar Þór, f. 28. júní 1951, maki Ragnheiður Thorsteinsson, 3) Auður, f. 10. febr- úar 1956, maki Geir Oldeide, 4) Hörður, f. 14. febrúar 1961, maki Karitas Jónsdóttir, 5) Þröstur, f. 11. apríl 1963 og hálfsystir 6) Berta Guðbjörg Rafnsdóttir, f. 7. janúar 1944, d. 31. mars 2008, maki Eggert júlí 1999; og 2) Rafn, f. 4. ágúst 1975, maki Herdís Kristindóttir, dætur þeirra eru Emilía Ósk, f. 26. nóv- ember 2000, Júlía, f. 13. júní 2004 og Rut, f. 1. mars 2009. Svandís bjó á Austurlandi allt sitt líf að undanskildum árunum á Ísa- firði og tæpum þremur árum í ná- grannalöndunum Svíþjóð og Dan- mörku. Svandís og Hermann bjuggu á Eiðum á 18 ára tímabili. Svandís vann í mötuneyti Alþýðuskólans á Eiðum og var ráðskona þar um tíma. Síðar fluttu þau til Egilsstaða. Þar starfaði Svandís sem launafulltrúi á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum og síðar hóf hún störf hjá Bún- aðarbanka Íslands sem seinna fékk nafnið Kaupþing banki. Síðustu starfsár Svandísar vann hún sem móttökuritari á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum. Svandís bjó allt til dauðadags á Egilsstöðum. Svandís verður jarðsungin frá Grensáskirkju í dag, 1. september, og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Gufunes- kirkjugarði. Meira: mbl.is/minningar Bjarnason. Svandís var fædd og uppalin á Norðfirði. Að loknum grunnskóla þar fór hún í Hús- mæðraskólann Ósk á Ísafirði. Á Ísafirði kynntist hún Her- manni Níelssyni, þau giftu sig og fluttu aust- ur á land að Eiðum. Þar stofnuðu þau sitt fyrsta heimili, Svandís og Hermann skildu ár- ið 1994. Börn Svandís- ar og Hermanns eru: 1) Níels, f. 20. september 1968, maki Christine Carr. Dóttir Níelsar og Sóleyjar Daggar Jóhannsdóttur er Herdís Hrönn, f. 20. maí 1987, maki Einar Örn Konráðsson og sonur þeirra er Daníel Rafn, f. 8. desember 2007. Börn Christine Carr og fóst- urbörn Níelsar eru Kumasi Máni, f. 16. júní 1996 og Þóranna Kika, f. 18. Þú hlakkaðir svo mikið til að koma í heimsókn til okkar, það lá vel á þér. Það kom því eins og þruma úr heið- skíru lofti þegar við fréttum að þú værir farin. Þú varst að prjóna á stelpurnar mínar, þú varst alltaf að gera eitthvað fyrir þær. Þegar ég og bróðir minn komum að fallega heim- ilinu þínu sáum við prjónaskapinn tilbúinn á gólfinu, þú varst búin að þvo og leggja vestin, húfurnar og skokkana haganlega á handklæði, allt var tilbúið. En daginn sem þú ætlaðir að koma til okkar og vera í faðmi fjölskyld- unnar berum við þig til grafar hér í Reykjavík. Allskonar hugsanir og minningar um þig hafa fyllt hug minn undanfarna daga. Ég hugsa til gömlu góðu daganna á Eiðum og svo seinna á Egilsstöðum, þú varst svo hlý og góð og alltaf var stutt í brosið. Þú hafðir góða nærveru og varst vina- mörg, þín verður sárt saknað en minning þín lifir. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Til að lifa einn dag í einu, njóta hverrar stundar meðan hún líður, sætta mig við það að vegurinn til friðar sé varðaður erfiðleikum. Taka, svo sem hann gerði, þessum synduga heimi eins og hann er, ekki eins og ég vildi að hann væri. Treysta því að hann láti allt ganga mér í hag ef ég gef mig honum á vald. Svo ég megi njóta hamingju sem mér gefst í þessu lífi og ómælanlegrar hamingju með honum í hinu næsta. (Reinhold Niebuhr.) Þinn sonur Rafn Hermannsson. Okkur langar að minnast elsku ömmu okkar, hennar Svandísar. Amma Svandís átti heima á Egils- stöðum. Við þurftum að keyra lengi eða fljúga í flugvél til að heimsækja hana. Það var alltaf spennandi að fara til hennar, næstum eins og að fara til útlanda. Amma kom oft í heimsókn til okkar og þá kom hún ósjaldan með pakka handa okkur, oftast eitthvað sem hún hafði prjónað. Amma Svan- dís var hlý og góð amma. Við munum sakna ömmu Svandísar mikið og sakna þess að eiga ekki von á henni í heimsókn til okkar og geta heimsótt hana á Egilsstöðum. Amma okkar er ekki lengur hér á jörðinni en við vitum að þrátt fyrir það mun hún fylgjast með okkur vaxa og verða stórar, því ekki vill hún missa af því. Amma Svandís, við munum minn- ast góðu daganna með þér, þú varst einstök kona með stórt hjarta, þú varst amma okkar og við erum og verðum ömmustelpurnar þínar, að ei- lífu. Emilía Ósk, Júlía og Rut Rafnsdætur. Svandís Rafnsdóttir Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Minningarathöfn verður um hjartkæra móður okkar, GUÐRÚNU STEFÁNSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum, í Seltjarnarneskirkju á Valhúsahæð fimmtudaginn 3. september kl. 13.00. Jarðsett verður í Vestmannaeyjum laugardaginn 5. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Minningarsjóð hjúkrunarheimilisins Eirar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigtryggur, Páll, Guðrún, Arnþór og Gísli. ✝ Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma, HELGA JÓHANNSDÓTTIR, Víðihlíð, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju fimmtu- daginn 3. september kl. 13.00. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Jóhann Guðfinnsson, Guðríður B. Guðfinnsdóttir, G. Grétar Guðfinnsson, Hallfríður H. Guðfinnsdóttir, makar og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, KÁRI ÍSLEIFUR INGVARSSON trésmíðameistari, Hrafnistu, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 25. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. september kl. 11.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Katrín Sigríður Káradóttir, Ölver Skúlason, Stefán Arnar Kárason, Stefanía Björk Karlsdóttir, Anna Káradóttir, Karsten Iversen og aðrir afkomendur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts VALGERÐAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks á deild 4b Hrafnistu fyrir mjög góða og hlýlega umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson, Guðni Már Brynjólfsson, Dagur Brynjólfsson, Ína K. Árnadóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR KRISTJÁN ODDSSON þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, lést laugardaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 2. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjálparsveitir. Herdís Tómasdóttir, Tómas Már Sigurðsson, Ólöf Nordal, Kristín Vilborg Sigurðardóttir, Haukur Hauksson, Sigríður Björg Sigurðardóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ANNA BALDVINSDÓTTIR, Fossheiði 62, Selfossi, andaðist miðvikudaginn 26. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar- daginn 5. september kl. 13.30. Geir Grétar Pétursson, Grétar Pétur Geirsson, Brynhildur Fjölnisdóttir, Heimir Freyr Geirsson, Margrét Þuríður Sverrisdóttir, Sævar Helgi Geirsson, Anna Lea Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR, Sunnuvegi 11, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði laugardaginn 29. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 7. september kl. 13.00. Björn Ingvarsson, Þorsteinn Björnsson, Anna Heiðdal, Björn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, KRISTVEIG BJÖRNSDÓTTIR, Safamýri 38, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti laugar- daginn 29. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Björn Jóhannsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Sveinn Jóhannsson, Guðrún Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.