Morgunblaðið - 01.09.2009, Síða 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
Atvinnuauglýsingar
Afgreiðslustarf
Nú er líf í tuskunum og okkur vantar starfsfólk.
Ef þú hefur þjónustulund, hefur áhuga á
handavinnu, prjóni og saumaskap hafðu þá
endilega samband.
Sendu okkur upplýsingar á fondra@fondra.is
Vinsælt veitingahús
í hjarta miðbæjarins óskar eftir matreiðslu-
manni/matráði. Einnig vantar aðstoðarfólk í
eldhús. Áhugasamir sendi umsóknir á
box@mbl.is merktar: „V - 22610“.
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands hefur
ákveðið að boða til hluthafafundar
og verður hann haldinn þriðjudaginn
8. september 2009 á skrifstofu
félagsins að Korngörðum 2, Reykjavík.
Fundurinn hefst kl. 9.00
Á dagskrá fundarins verður:
1. Tillaga stjórnar um breytingu á
1. gr. samþykkta félagsins þess efnis
að nafni þess verði breytt.
2. Staðfesting á samningum vegna fjárhags-
legrar endurskipulagningar félagsins.
Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum
til sýnis sjö dögum fyrir fundinn.
Fundargögn verða afhent á fundardag
frá kl. 8.30 á fundarstað.
Reykjavík 31. ágúst 2009
Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands
HLUTHAFAFUNDUR
HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
8. september 2009
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti
107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Haukur EA-076, fiskiskip, skrnr. 0236, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Stakk-
ar ehf., gerðarbeiðandiTollstjóraembættið, föstudaginn 4. september
2009 kl. 10:00.
Hvammur, 152116 íb. 01-0101, (215-6376), Hrísey, Akureyri, þingl. eig.
Kristján Ingimar Ragnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
föstudaginn 4. september 2009 kl. 10:00.
Höskuldsstaðir lóð 196631, sumarbúst. (215-9005) Eyjafjarðarsveit,
þingl. eig. Elva Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Eyjafjarðarsveit og
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., föstudaginn 4. september 2009 kl.
10:00.
Kjalarsíða 14-16-18, íb. 16F 01-0206 (214-8281) Akureyri, þingl. eig.
Enikö Reynisson og Pétur Ingimar Reynisson, gerðarbeiðandi
Íbúðalánasjóður, föstudaginn 4. september 2009 kl. 10:00.
Langholt 21, einbýli, (214-8653) Akureyri, þingl. eig. Gunnar Rafn
Jónsson, gerðarbeiðendur Nýi Kaupþing banki hf. og Sjóvá-Almenn-
ar tryggingar hf., föstudaginn 4. september 2009 kl. 10:00.
Langholt 5, íb. 01-0101 (214-8636) Akureyri, þingl. eig. Aðalbjörg
Guðrún Hauksdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn
4. september 2009 kl. 10:00.
Lundargata 5, einbýli (214-8923) Akureyri, þingl. eig. Lárus Hinriks-
son, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, föstudaginn 4. september
2009 kl. 10:00.
Oddeyrargata 14, íb. 01-0101 (214-9673) Akureyri, þingl. eig. Friðrik
Jón Stefánsson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Íbúða-
lánasjóður, föstudaginn 4. september 2009 kl. 10:00.
Óseyri 16, iðnaður, 01-0103, (224-6160) Akureyri, þingl. eig. JÓNTAK
ehf., gerðarbeiðandi Karl Þór Baldvinsson, föstudaginn 4. september
2009 kl. 10:00.
Sjávargata 4, fiskverkunarh. 01-0101 (215-6344) Hrísey, Akureyri, þingl.
eig. Birgir Rafn Sigurjónsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag
Íslands hf., föstudaginn 4. september 2009 kl. 10:00.
Uppsalir, eignarhl. jörð lnr. 152000, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Kristján
Þorsteinsson, gerðarbeiðendur Bústólpi ehf. og Húsasmiðjan hf.,
föstudaginn 4. september 2009 kl. 10:00.
Ytra-Holt, lóð 151368, Hringsholt, hesthús 01-0120 (215-4598) Dalvík-
urbyggð, þingl. eig. Fákar ehf., gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð, N1 hf
og Nýi Kaupþing banki hf., föstudaginn 4. september 2009 kl. 10:00.
Þórunnarstræti 124, íb. 01-0201 (215-1974) Akureyri, þingl. eig. Sigurð-
ur Áki Sigurðsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn
4. september 2009 kl. 10:00.
Öngulsstaðir 3, eignarhl. 25%, lóð 172816, sumarbúst. (221-5254)
Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Sigríður Ása Harðardóttir, gerðarbeiðandi
Sjóvá-Almennar tryggingar hf., föstudaginn 4. september 2009 kl.
10:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
31. ágúst 2009.
Halla Einarsdóttir, ftr.
– vinnur með þér
Smáauglýsingar augl@mbl.is
Farðu inn á mbl.is/smaaugl
✝ Einar Strandfæddist í Reykja-
vík 24. apríl 1935.
Hann andaðist á Land-
spítalanum í Fossvogi
23. ágúst sl. Foreldrar
hans voru Nils Strand,
f. í Noregi 1889, d.
1945 og Þórdís E.
Strand, f. 1898, d.
1987. Tvíburasystir
Einars var María
Strand, d. 1935 og
bróðir hans var Reynir
M. Strand, f. 1928, d.
1986.
Einar kvæntist 1959 Erlu Strand,
f. í Reykjavík 21. mars 1939. For-
grimmd stríðsátaka og mannfalli af
eigin raun. Eftir að faðir hans féll frá
flutti móðir hans heim til Íslands.
Rætur Einars við æskustöðvarnar í
Måløy voru sterkar og bundu hann
tryggum böndum við föðurfólkið sitt
á vesturströndinni. Einar vann við
bústörf á sumrum hjá Ragnari bónda
á Bústöðum við Bústaðaveg. Frá
unga aldri starfaði Einar við versl-
unarstörf og eigin verslunarrekstur í
Skjólakjöri. Hann varð kirkjuvörður
í Bústaðakirkju 1997 og þar lauk far-
sælli starfsævi á sömu bújörð og hún
hófst. Einar var einn af brautryðj-
endum í þjálfun hunda til snjóflóða-
leitar. Frá unga aldri hefur Einar
verið skáti og þar hnýtti hann sterk
vinabönd sem hafa haldið alla tíð.
Útför Einars verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag, 1. september, kl.
15.
eldrar Erlu voru Einar
Ölver Guðmundsson
og María Guðbjörg Jó-
hannesdóttir. Systkini
Erlu eru Guðmundur
Bjarnleifsson, d. 2000,
Soffía Hallgerður,
Bjarnleifur Árni og
Ólafía Kristín. Sonur
Einars og Erlu er Ein-
ar Þór Strand, f. 1960.
Börn hans og Ingi-
bjargar Helgu Ágústs-
dóttir eru Ágúst Nils,
f. 1999 og Ásgerður
Erla, f. 2002.
Einar Strand ólst upp í Noregi á
stríðsárunum þar sem hann kynntist
Stígurinn er í upphafi mótaður af
sporum barns. Gatan er mjó en bein
eins og sá sem slóðina tróð hafi vitað
hvert förinni var heitið. Það sem
greinir þennan stíg frá öðrum stíg-
um eru haganlega hlaðnar vörður er
birtast með reglulegu bili. Smám
saman tekur slóðin á sig nýja mynd,
barnið hefur breyst í ungling. Gatan
breikkar og vörðurnar stækka en
sem fyrr ræður för vandvirknin við
gerð þeirra. Þegar unglingurinn hef-
ur gengið sína götu um hríð gerast
tíðindi. Stígurinn tekur á sig nýja
mynd og engu er líkara en að tvær
ungar manneskjur leggist á eitt við
að troða slóðina. Hleðslumaðurinn
leggur enn meira í vörðusmíðina og
þær eru ævinlega reistar á bjargi. Á
nýjan leik mótar fyrir barnssporum
og enn breikkar slóðin. Fleiri vörður
rísa en sífellt segja þær sömu sög-
una. Og sem fyrr verða aldrei til sár
hvar steinarnir í hleðsluna eru tekn-
ir.
Utan við stíginn sést til fólks þar
sem hver þrammar sína leið. Þegar
svo ber við að eitthvað bjáti á hjá
þessu samferðafólki bregst hleðslu-
maðurinn óðar við og réttir hönd
sína til hjálpar. Sú hjálp verður fólk-
inu að góðu. Næst stígnum mótar
fyrir sporum ferfætlinga. Lesa má
vellíðan og öryggi úr förunum. Dýrin
sem eiga sitt undir hleðslumannin-
um eru hólpin. Enn lengist stígurinn
en brátt sést til þess er götuna lagði.
Þar er hann hljóður og horfir á hend-
ur sínar, þær er vörðurnar hlóðu. Í
lófunum má lesa fjórar línur. Fyrst
þeirra er lína trúmennsku. Önnur
línan segir frá samviskusemi og sú
þriðja opinberar hjálpsemi. Fjórða
línan er merki elskusemi. Það er úr
þessu efni sem vörðurnar við æviveg
Einars Strand eru gerðar. Það er
gott að hafa notið þessara handa.
Blessuð sé minningin um vin minn.
Snorri S. Konráðsson.
„Nú kveð ég einn af mínum elstu
vinum. Hann Einar var nefnilega
aldrei „kaupmaðurinn á horninu“ í
augum okkar krakkanna í hverfinu.
Hann rak vissulega, ásamt henni
Erlu sinni, verslunina Skjólakjör
(Einarsbúð) en okkur var hann vinur
og það vinur í raun. Návist sumra
manneskja hverfur manni aldrei.
Þannig hef ég hugsað til Einars og
Erlu efalaust í hverjum mánuði frá
því ég man eftir mér þótt liðin séu
fjölmörg ár frá því Einarsbúð var
lokað. Ég held að búðin hafi hætt
vegna þess að stórmarkaðirnir tóku
Einar Strand
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ELÍSAR ÞÓRARINSSONAR
frá Starmýri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu
Helgafelli og starfsfólks á Sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum fyrir góða umönnun.
Þórný Elísdóttir, Friðrik Kristinsson,
Karl Elísson,
Sveinn Elísson, Stefanía M. Sigurðardóttir,
Haukur Elísson, Stefanía Björg Hannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar föður- og afasystur
okkar,
GUÐMUNDU H. ÓLAFSDÓTTUR WHITTAKER,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Ásbúðartröð 5,
Hafnarfirði.
Sérstaklega þökkum við starfsfólki hjúkrunardeildar
3B Hrafnistu Hafnarfirði fyrir nærgætna umönnun.
Anna Björg Halldórsdóttir,
Halla Sólveig Halldórsdóttir,
Magnús Ólafur Halldórsson,
Halldór Steinn Halldórsson,
Karl Sigurjónsson,
Freyja Sigurjónsdóttir.