Morgunblaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009 ÆFINGIN Northern Challenge, sem er alþjóðleg æfing sprengju- sérfræðinga, mun standa yfir í tvær vikur á gamla varnarliðssvæðinu við Keflavíkurflugvöll og í höfninni við Helguvík þar sem reynt er að setja á svið eins raunverulegar að- stæður og hægt er. Í ár taka hópar frá Noregi, Frakklandi, Þýska- landi, Hollandi, Bandaríkjunum og Bretlandi þátt í æfingunni ásamt sprengjusveit Landhelgisgæsl- unnar, alls um 80 manns. Æfingin er haldin með styrk frá NATO en sprengjusveit Landhelgisgæsl- unnar annast að öllu leyti undir- búning og skipulag æfingarinnar. Sprengjusérfræð- ingar æfa sig BARNAHEILL, Save the Children á Íslandi, fagna þeim 374 nýjum heillavinum samtakanna sem söfn- uðust í fjáröflunarátaki þeirra í sumar auk þeirra 199 aðila sem gáfu stakt framlag til félagsins. Öfl- un heillavina átti sér stað á vett- vangi, á netinu og á heimasíðu Barnaheilla. Vinir Barnaheilla LANDSPÍTALINN hefur tekið í notkun tvö ný hjartalínutæki sem eru gjöf frá Philips og umboðsaðil- anum hér á landi, Vistor hf. Gjöfin var veitt í þakkarskyni fyrir að starfsmenn hjartarannsókna- og tæknideildar Landspítalans tóku þátt í notendaviðmótsprófun á nýj- asta hjartalínutækinu frá Philips á vordögum 2009. Prófanirnar gengu vel og voru starfsmenn ánægðir með tækið. Einnig voru athuga- semdir sem starfsmennirnir komu með notaðar til að endurbæta hönn- unina. Hjartalínutæki Á MORGUN, fimmtudag, eru 40 ár frá því að Breiðholtsskóli hóf starf- semi. Skólinn, sem er í Neðra- Breiðholti, er fyrsti skólinn sem tók til starfa í Breiðholtinu. Í dag eru í skólanum 485 nemendur í 23 bekkj- ardeildum. Kennarar eru 49 og aðr- ir sem starfa á dagvinnutíma eru 26. Í tilefni afmælisins verður afmæl- isdagskrá í skólanum kl. 13-17 á morgun. Dagskráin hefst á hátíð- arsamkomu í íþróttasal skólans og verður svo dagskrá víðsvegar um húsið. Allir eru velkomnir, ekki síst fyrrverandi nemendur og kennarar skólans ásamt öðrum velunnurum. 40 ára afmæli Breiðholtsskóla ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hefur lagt til að fimleikadeild Keflavíkur fái að- stöðu í húsnæði Íþróttaakademí- unnar við Krossmóa. Iðkendur í deildinni eru nú 340 talsins og eru 30 á biðlista, en erfitt hefur verið að fá þjálfara vegna skorts á aðstöðu. Fimleikadeild STUTT Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Árni Stefánsson íþróttakennari, sem verið hefur einn af öflugustu frumkvöðlum að almenningsíþróttum í Skagafirði, lauk sumar- starfi skokkhópsins með kröftugu hlaupi. Að venju skokkuðu þeir hörðustu frá Varmahlíð til Sauðárkróks, sem er um 23 km leið, og einhverjir hjóluðu, en þeir sem ekki höfðu úthald nema til skemmri vegalengda bættust í hópinn á leiðinni og enduðu hlaupið við sundlaugina. Þar var vel tekið á móti þeim með orkudrykkjum, ávöxtum og öðru því sem orkugefandi er og nauðsynlegt eftir mikil átök. Árni Stefánsson var ánægður þegar allir höfðu lokið þeim áfanga sem þeir höfðu kosið sér, og sagði að þetta væri nú í fjórtánda sinn sem sum- arstarfi væri lokið með Varmahlíðarhlaupi. Nú væri hins vegar í fyrsta sinn safnað áheitum með- al fyrirtækja og einstaklinga í bænum til styrktar Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, sem um þessar mundir dvelur á Indlandi og er þar í stofnfrumu- meðferð vegna lömunar eftir slys, en ljóst er að Þuríður Harpa mun þurfa fleiri ferðir til Indlands á næsta ári, ef árangur á að nást og á meðan von er um bata. Sagði Árni að undirtektir við áheita- söfnununni hefðu verið góðar, sumir hétu ákveð- inni upphæð, en aðrir upphæð á hvern km sem hlaupinn var, og þar sem ljóst væri að heildar- vegalengd væri 1.512 km, en þar af voru hjólaðir rúmlega 600 km eða vel rúmlega lengd hringveg- arins, væri hann mjög ánægður með árangurinn. Það mun ekki koma í ljós fyrr en eftir einhverja daga hver heildarupphæð áheitanna er. Hlaupið til stuðnings Þuríði Hörpu Morgunblaðið/Björn Björnsson Búið Árni Stefánsson fagnar að loknu hlaupi. VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Brekkurnar bíða þín á Ítalíu VITA er í eigu Icelandair Group og flýgur með Icelandair á vit ævintýranna. Verð 180.600 kr. og 15.000 Vildarpunktar á mann miðað við 2 í herbergi. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting, hálft fæði og íslensk fararstjórn. Almennt verð er 190.600 kr. Verðdæmið miðast við ferðina 30. janúar. Olympia Á góðum stað í um 200 metra fjarlægð frá lyftum og í tveggja mínútna göngufjarlægð frá aðalgötu miðbæjarins í Selva. Lögð er áhersla á þægilegt og heimilislegt andrúmsloft og góða þjónustu við gesti. Verð 157.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar á mann miðað við 2 í herbergi. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting, hálft fæði og íslensk fararstjórn. Almennt verð er 167.900 kr. Verðdæmið miðast við ferðina 30. janúar. Alpen hotel Vidi Hlýlegt með vistlegri herbergjum en búast má við af þriggja stjörnu hóteli. Miðbærinn í göngufæri. Hálft fæði innifalið í gistingunni. Spennandi kostur á góðu verði. Flugáætlun 30. janúar 6., 13., 20. og 27. febrúar Madonna di Campiglio Selva 7 dagar 7 dagar Fararstjórar: Einar og Anna Hjá VITA getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Auk þess eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins. Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 47 27 8 09 .2 00 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.