Morgunblaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Golli 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009 Þægilegast að beita flötum niðurskurði „FJÁRLÖGIN hafa verið gagnrýnd fyrir ýmislegt, sérstaklega þá kannski fyrir það að þau halda illa,“ segir Gunn- ar Helgi Krist- insson stjórn- málafræðingur aðspurður hvort fjárlögin og fjár- lagagerðin séu orðin úrelt fyrir- bæri. Gunnar Helgi skrifaði bók um fjár- lagagerð sem út kom árið 1999 og er vel heima í málaflokknum. „Annaðhvort eru fjárlögin óraunhæf og menn ætla sér að skera niður í fjárlögum sem engin leið er síðan til að framfylgja, eða þá að aginn í eftirfylgninni er ekki nógu mikill. Í það minnsta er það alltof algengt að stofnanir fara út fyrir þau 4% mörk sem sett eru,“ segir hann og bætir við að aug- ljóslega sé því pottur brotinn ein- hvers staðar. Gunnar Helgi bendir einnig á þá gagnrýni að fjárlögin séu bara eins árs áætlun þó að stofnanir þurfi að vita miklu meira um sína langtíma- fjármögnun. Hægt að læra á fjáraukalögin Spurður um fjáraukalögin segir Gunnar Helgi þau vera fyrirbæri sem hægt sé að læra á. „Reynslan í minni rannsókn var að ef menn vildu hækka fjárveitinguna var sennilega auðveldara að gera það með því að nýta sér einhverja krísu sem upp kom í framkvæmdinni heldur en í undirbúningnum. Fá þannig aukafjárveitingu sem svo var gengið frá í fjáraukalögum. Það virðist þannig vera eitthvað sem „slyngir“ stjórnendur nýta sér,“ segir hann. Um þá gagnrýni að í fjár- lagagerð sé unnið út frá fjárveit- ingum síðasta árs frekar en horfa fram í tímann segir Gunnar Helgi að það sé auðveldara að segja en gera. „Í Bandaríkjunum hafa verið prófaðar aðrar aðferðir,“ segir hann og á þar við sérstakar núll- grunnsáætlanir sem stuðst hefur verið við lítillega þar. Þá er unnið út frá því að stofnanir séu á núlli þegar vinnan er hafin og þurfi að sýna fram á fjárþörf fyrirfram. „Niðurstaðan af því hefur ekki ver- ið góð. Það hefur leitt til mikillar skriffinnsku og í þessu virðist falin ofurtrú á skynsemishyggju,“ segir hann. „Ég er ekki viss um að það séu til neinar töfralausnir. Það sem helst hefur virkað til að halda aftur af fjárlögunum er svokölluð „top- down“-nálgun,“ segir Gunnar Helgi og útskýrir það þannig að þá sé byrjað á að setja útgjaldaram- mann og inni í fjárlagagerðinni sé ákveðið markmið um ríkisútgjöld. „Og þá eru fjárlögin unnin niður eftir, út frá þeim markmiðum, frekar en út frá öllum þeim góðu hlutum sem hægt er að gera fyrir peningana. Þetta er, að mínu viti, skynsamleg ábending,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið reynt á Íslandi undanfarin 15-20 ár „með góðum árangri á köflum en síðustu 10-12 árin hefur ekki verið neitt alvöru aðhald.“ Við fjárlagagerðina segir Gunn- ar Helgi að tilhneiging sé til að horfa alltaf á stóru útgjaldaliðina þegar kemur að því að skera niður, þá sérstaklega heilbrigðis- og menntakerfið. „Hins vegar er lang- stærsti útgjaldaliðurinn í ríkis- rekstrinum laun, kannski allt að 80%, og ef ná á einhverjum árangri í að draga úr ríkisútgjöldum þarf annaðhvort að fækka ríkis- starfsmönnum eða lækka laun þeirra.“ Hann veltir því fyrir sér hvort ekki sé einmitt núna skiln- ingur á því í þjóðfélaginu að lækka þurfi laun, fækkun starfsmanna sé erfiðari. Í fjárlögunum sem nú eru vænt- anleg kveðst Gunnar Helgi, þrátt fyrir að hann sé ríkisstarfsmaður, vonast til að sjá árangur í því að skera niður. „Ekki bara flatt með því að taka einfaldlega prósentur af öllu heldur þannig að farið hafi verið eitthvað í gegnum málin,“ segir hann en klykkir svo út með því að segja að flatur niðurskurður sé á hinn bóginn alltaf einfaldari. „Það er feikilega flókið að skera niður. Það er þó ekki bara einfald- leikinn í flötum niðurskurði heldur eru menn líka með honum að hluta til að spara sér óþægindi. Það gengur það sama yfir alla og þá er ekki hætta á stríði við neinn tiltek- inn hóp. Það er þess vegna líka pólitísk ástæða fyrir því að flatur niðurskurður er oftast viðhafður. Það breytir ekki því að þetta er ekki góð aðferð.“ Fjárlögin óraunhæf eða aginn of lítill? Gunnar Helgi Kristinsson A T A R N A í september Glæsilegar vörur nú á Tækifærisverði. Láttu drauminn rætast. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Skoðið Tækifæristilboðin á www.sminor.is Umboðsmenn um land allt. Tæki færi Frestur til að skila hugmyndum í samkeppni um heildarskipulag Gömlu hafnarinnar og Örfiriseyjar í Reykjavík rennur út þriðjudaginn 6. október 2009. Notið fallega haustdaga til að láta hugann reika í þágu Gömlu hafnarinnar! Allar hugmyndir eru vel þegnar og þeim má skila í óbundnu eða bundnu máli, sem teikningum eða ljósmyndum eða á annan þann hátt sem höfundar telja best hæfa. Upplýsingar um framsetningu og frágang er að finna í samkeppnislýsingu. • Heildarverðlaun í samkeppninni verða fjórtán milljónir króna, þar af tólf milljónir króna fyrir tillögur fagfólks og annarra sem uppfylla tiltekin skilyrði og tvær milljónir króna fyrir hugmyndir frá almenningi. • Samkeppnislýsingu má nálgast á faxafloahafnir.is eða á ai.is • Dómnefnd gerir ráð fyrir að birta niðurstöður sínar í lok nóvember 2009. Lending að loknu hugmyndaflugi 6. október A T H Y G L I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.