Morgunblaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
LEIÐTOGAR Samtaka Ameríku-
ríkja (OAS), Bandaríkjanna og Evr-
ópusambandsins skoruðu í gær á
bráðabirgðastjórnina í Hondúras og
andstæðinga hennar að forðast
hvers konar aðgerðir sem leitt gætu
til blóðsúthellinga.
Óttast er að mannskæð átök blossi
upp í Hondúras eftir að Manuel
Zelaya sneri aftur til landsins í
fyrradag, tæpum þremur mánuðum
eftir að herinn steypti honum af stóli
forseta og rak hann í útlegð.
Herinn hafði reynt allt sem hann
gat til að hindra að Zelaya sneri aft-
ur til heimalandsins, m.a. sent her-
sveitir að landamærunum. Hermt er
að forsetanum hafi verið laumað inn
í höfuðborgina í bílskottum og á
dráttarvélum.
Bráðabirgðastjórnin neitaði því í
fyrstu að Zelaya væri kominn til höf-
uðborgarinnar og heimkoma hans er
álitin auðmýkjandi ósigur fyrir hana.
Deilt um þjóðaratkvæði
Ekkert ríki hefur viðurkennt
bráðabirgðastjórnina, sem hefur
sætt harðri gagnrýni fyrir valdarán-
ið. Stjórnin hafði samt vonast til
þess að geta þraukað fram yfir for-
setakosningar, sem eiga að fara
fram 29. nóvember, en líklegt þykir
að henni verði ekki kápan úr því
klæðinu eftir heimkomu Zelaya.
Herinn steypti Zelaya af stóli til að
hindra þjóðaratkvæðagreiðslu um
hvort breyta ætti stjórnarskránni.
Andstæðingar Zelaya sögðu að
markmið hans væri að afnema
ákvæði um að enginn mætti gegna
forsetaembættinu lengur en í eitt
kjörtímabil, en Zelaya neitaði því og
sagðist ekki sækjast eftir endur-
kjöri. Kjörtímabili Zelaya lýkur í
janúar á næsta ári og ólíklegt er að
hægt hefði verið að breyta stjórn-
arskránni fyrir þann tíma.
Reynt að afstýra blóðs-
úthellingum í Hondúras
Heimkoma Zelaya forseta álitin auðmýkjandi ósigur fyrir valdaræningjana
Reuters
Umkringdur Zelaya ræðir við fréttamann í brasilíska sendiráðinu í Teguci-
galpa þar sem hann leitaði skjóls. Hermenn umkringdu bygginguna í gær.
Í HNOTSKURN
» Manuel Zelaya var álitinnmiðjumaður þegar hann
var kjörinn forseti árið 2006.
» Hann færðist þó síðar tilvinstri og varð bandamað-
ur Hugos Chavez, forseta
Venesúela, og fleiri vinstri-
sinnaðra leiðtoga í Rómönsku
Ameríku.
JESPER Olesen, héraðs-
læknir í Nuuk á Græn-
landi, vill að barist verði
gegn útbreiðslu kyn-
sjúkdóma með því að
hengja pakka með
smokkum um hálsinn
á bjórflöskum og svo-
nefndum breezer-
flöskum á veitinga-
húsum. Margir smitast
þegar þeir hafa samræði
drukknir. Vilji menn
auka notkun á smokkum
„verður að sjá til þess að
smokkar séu á stöðum þar
sem fólk hittist ef til vill með í huga
að eiga síðar kynmök“, segir Ole-
sen. kjon@mbl.is
Smokkur
um flösku-
hálsinn
Ný baráttuaðferð
gegn kynsjúkdómum
BRESKA hönnunarfyrirtækið De-
sign Q leggur til að farþegavélar
sem notaðar eru á stuttum leiðum
verði innréttaðar með svipuðum
hætti og herflutningavélar til að
spara pláss. Hægt yrði að lækka
farmiðaverð um 30% með slíkri til-
högun.
Farþegar myndu sitja andspænis
hver öðrum og snúa baki að byrð-
ingi vélarinnar. Einnig eru uppi
hugmyndir um að hægt verði að fá
ókeypis stæði aftast. kjon@mbl.is
Raðirnar verði
þéttar í flugi
Friðar-
minnisvarði
almennings-
garður
Estudio R. Carrera fyrir
1 km
ZELAYA SNÝR AFTUR
Tegucigalpa
HONDÚRAS
Karíbahaf
Yfirvöld í Hondúras settu
útgöngubann til að hindra
mótmæli og lokuðu flugvöllum
landsins eftir að Manuel Zelaya,
sem herinn steypti af stóli forseta
28. júní, laumaðist inn í landið og
leitaði hælis í sendiráði Brasilíu.
Forseta-
byggingin
Þinghúsið
Hæstiréttur
Toncontin-
flugvöllur
TEGUCIGALPA
Palmira-
hverfi
Manuel Zelaya
tókst að laumast
inn í höfuðborgina
í fyrradag þótt
herinn hefði reynt
að hindra að
forsetinn kæmist
yfir landamærin
Þúsundir stuðnings-
manna Zelaya söfn-
uðust saman við
bygginguna þrátt
fyrir útgöngubannið
Brasílíska sendiráðið