Morgunblaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009 Ætla má að það hafi komið stuðn-ingsmönnum álvera og stór- iðju þægilega á óvart að Rajendra K. Pachauri, formaður milliríkja- nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, skyldi lýsa því yfir að betra væri að knýja ál- bræðslur hér með endurnýjanlegri orku en með jarðefnaeldsneyti ann- ars staðar.     Margir hafa ef til vill átt von áþví að Pachauri myndi gefa sjónarmiðum náttúruverndarsinna meiri gaum, en hins vegar er senni- legt að hann líti á loftslagsmálin í hnattrænu samhengi.     Eða hvað?     Árni Finnsson,formaður Náttúruvernd- arsamtaka Ís- lands, setur í samtali í Morg- unblaðinu í gær spurningarmerki við ummæli nób- elsverðlaunahafans.     Árni telur að Ólafur RagnarGrímsson, forseti Íslands, hafi dregið upp glansmynd af frammi- stöðu Íslands í loftslagsmálum í samtölum við Pachauri.     Hefði Pachauri vitað að Íslend-ingar losuðu árlega næstum því 17 tonn af koldíoxíði á mann hefði hann vart látið út úr sér að Ís- land væri forusturíki í loftslags- málum.     Á tímum útrásarinnar var forset-inn iðinn við að draga upp glansmyndir af hinni íslensku úr- valsþjóð.     Það er erfitt að láta af gömlumsiðum. Rajendra K. Pachauri Glansmynd handa nóbelshafa? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 7 alskýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Algarve 25 léttskýjað Bolungarvík 5 skýjað Brussel 22 heiðskírt Madríd 26 léttskýjað Akureyri 4 alskýjað Dublin 16 skýjað Barcelona 26 léttskýjað Egilsstaðir 4 skýjað Glasgow 15 skýjað Mallorca 22 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 7 skýjað London 20 skýjað Róm 25 léttskýjað Nuuk 2 þoka París 24 heiðskírt Aþena 22 léttskýjað Þórshöfn 11 léttskýjað Amsterdam 18 léttskýjað Winnipeg 16 skýjað Ósló 17 léttskýjað Hamborg 20 heiðskírt Montreal 17 alskýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Berlín 22 skýjað New York 22 alskýjað Stokkhólmur 16 skýjað Vín 23 léttskýjað Chicago 22 alskýjað Helsinki 15 skúrir Moskva 16 skýjað Orlando 32 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 23. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2.44 0,5 9.01 3,8 15.14 0,7 21.19 3,5 7:15 19:26 ÍSAFJÖRÐUR 4.51 0,3 11.00 2,2 17.26 0,5 23.14 1,9 7:19 19:31 SIGLUFJÖRÐUR 1.18 1,3 7.09 0,3 13.25 1,3 19.32 0,2 7:02 19:14 DJÚPIVOGUR 6.05 2,3 12.29 0,5 18.16 1,9 6:44 18:56 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á fimmtudag Suðvestanátt, yfirleitt 8-13 m/s, en heldur hægari á Vest- fjörðum. Víða rigning í fyrstu, en síðan skúrir og léttir til aust- anlands. Hiti 6 til 12 stig. Á föstudag og laugardag Ákveðin suðvestanátt með rigningu eða skúrum, en yf- irleitt þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti 3 til 11 stig. Á sunnudag Vestlæg átt með skúrum í flest- um landshlutum. Áfram fremur svalt í veðri. Á mánudag Útlit fyrir norðlæga átt með úr- komu fyrir norðan og austan og kólnandi veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-8, bjart á Norð- austur- og Austurlandi, annars víða skúrir. Hiti 5 til 10 stig. „ÉG velti því fyrir mér hvort það nægi að læra af sögunni. Er ekki mikilvægara að horfast í augu við hana og takast á við þann fortíðar- vanda sem við stöndum frammi fyr- ir,“ segir Irma Erlingsdóttir, for- stöðukona Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK), um þátt sinn í málþingi sem beinir sjónum að endurreisn á grundvelli jafnréttis. Málþingið er liður í Jafn- réttisdögum sem hefjast í Háskóla Íslands í dag og lýkur nk. föstudag. Að mati Irmu þarf nauðsynlega að fara fram samtímalegt endurmat og þar eru háskólarnir og hlutverk þeirra í kerfishruninu ekki und- anskildir. „Því háskólinn getur ekki, frekar en aðrar stofnanir, verið stikkfrír og ber ekki minni ábyrgð en aðrir á þessu hruni og hug- myndafræðinni sem hér var allsráð- andi.“ Spurð hvernig slíkt endurmat fari best fram segir Irma mikla þörf á gagnrýnum og óháðum rann- sóknum. „Það má segja að kynja- og jafn- réttisfræði hafi þróað aðferðir og kenningar sem ég tel að gætu nýst við slíkar rann- sóknir og við slíka gagnrýna endur- skoðun, vegna þess að þetta er kerfishrun sem kallar á samfélags- legar breytingar, róttækar aðgerðir og breytta lífssýn. Allt þetta af- hjúpar einhverjar kerfisveilur sem kynjafræðin er sérþjálfuð í að tak- ast á við,“ segir Irma og hvetur fræðimenn af ólíkum sviðum til þess að sækja um styrki til öndveg- issetursins EDDA til þess að skoða efnahagshrunið. Setrið fær 35 millj- óna króna styrk á ári næstu sjö ár- in frá vísinda- og tækniráði. Dag- skrá Jafnréttisdaga, sem er afar fjölbreytt og efnismikil, má finna á vefnum: jafnretti.hi.is. silja@mbl.is Nægir að læra bara af sögunni? Jafnréttisdagar hefjast í Háskóla Íslands í dag og standa til föstudags Irma Erlingsdóttir HANNA Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri opnaði í gær fyrstu vistgötur Reykjavíkur, Haðarstíg og Válastíg, sem liggja á milli Freyjugötu og Nönnugötu. Viðstaddir voru nokkrir borgarfulltrúar og íbúar úr götunum. Höfðu íbúar við Haðarstíg óskað eftir þessari breytingu við hverfisráðið. Vistgötum er ætlað að auka umhverfisgæði, m.a. með 15 km hámarkshraða ökutækja um þær. Vistgötur í Reykjavík RAGNHEIÐUR Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu sveit- arstjórnarkosningum. Ragnheiður hefur verið bæjarstjóri í Árborg í tæp þrjú ár og er þetta hennar ann- að kjörtímabil. Ragnheiður sagði í samtali við mbl.is að ákvörðunin væri persónuleg. Tími væri til kom- inn að hleypa nýju fólki að. Enginn hefur enn boðið sig fram í odd- vitasæti Samfylkingar í Árborg en Ragnheiður sagðist meðal annars hafa tilkynnt um ákvörðun sína til þess að gefa fólki umhugsunartíma. Ragnheiður sagði stærstu verk- efnin nú vera að endurskoða fjár- mál Árbogar og að ráðist yrði í verulega hagræð- ingu og niður- skurð. „Þá verður búið að taka stóru og erfiðu ákvarðanirnar þegar kosn- ingar verða.“ Gefur ekki kost á sér aftur Ragnheiður Hergeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.