Morgunblaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009
HU JINTAO Kínaforseti boðaði
aukna áherslu stjórnar sinnar á að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda í þessu fjölmennasta ríki heims
á fjölsóttu loftslagsþingi Sameinuðu
þjóðanna í New York í gær.
Kínverjar fóru nýverið fram úr
Bandaríkjunum sem mesti losari
gróðurhúsalofttegunda í heiminum
og lét Hu ógert að útskýra í smáat-
riðum hvernig kínversk stjórnvöld
hygðust draga úr losuninni.
Kínverjar hafa knúið iðnvæðingu
sína með bruna kola, gjarnan með af-
ar lítilli orkunýtni í gamaldags kola-
orkuverum, sem aftur hefur leitt til
þess að hlutfallið milli hverrar orku-
einingar og hagvaxtar hefur verið af-
ar lágt og miklu lægra en í auðug-
ustu ríkjum á Vesturlöndum.
Því kemur ekki á óvart að forset-
inn skuli jafnframt leggja áherslu á
að auka skilvirkni orkunotkunarinn-
ar en rök hafa verið færð fyrir því að
stjórn hans hafi stuðlað að því að
Kínverjar séu nú í forystu í þróun,
smíði og innleiðingu rafbíla.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, reyndi að þoka
loftslagsmálunum upp úr hjólförun-
um er hann lýsti yfir þeirri skoðun
sinni á fundinum, sem um 100
þjóðarleiðtogar sóttu, að ákvarðanir
þeirra myndu hafa gífurlegar afleið-
ingar í framtíðinni. Framtíð kom-
andi kynslóða og lífsskilyrði millj-
arða manna yltu í bókstaflegri
merkingu á aðgerðum leiðtoganna.
En vonir um að tímamótaskref
verði stigin á loftslagsráðstefnu SÞ í
Kaupamannahöfn í desember hafa
dvínað verulega að undanförnu.
Orkunýtnin aukin
Kínaforseti boðar aukna áherslu á loftslagsaðgerðir
Framkvæmdastjóri SÞ segir heiminn á ögurstundu
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
FLEST stærstu óshólmasvæði í
heiminum eru að sökkva og aukin
flóð ógna tilveru hundraða milljóna
manna. Ástæðan er sú, að öll helstu
stórfljótin hafa verið virkjuð, stífluð
og vatni úr þeim veitt annað og með
þeim afleiðingum, að miklu minni
framburður berst með þeim til
óshólmanna. Þar við bætist að olíu-
og gasvinnsla og mikil ásókn í
grunnvatnið veldur því, að landið
sígur.
Þetta á við um mörg helstu stór-
fljótin, meðal annars Yangtze-fljót
og Perluá í Kína, Colorado-fljót í
Bandaríkjunum, Níl í Egyptalandi
og Rón í Frakklandi. Í óshólmum
fljótanna býr um hálfur milljarður
manna. Kemur þetta fram í grein í
tímaritinu Nature Geoscience.
Mikil flóð hafa orðið á 85% helstu
óshólmanna á síðustu árum og talið
er, að landsvæðið, sem er líklegt til
að flæða, stækki um 50% á næstu 40
árum og þá í takt við landsigið og
hærra sjávarborð vegna loftslags-
breytinga.
24 af 33 eru að sökkva
Fram kemur í greininni, að ós-
hólmar stórfljótanna í Asíu séu í
mestri hættu en það á við miklu víð-
ar, til dæmis óshólma Rónar og Pó-
fljóts á Ítalíu. Sukku þeir síðar-
nefndu um 3,7 metra á liðinni öld,
aðallega vegna metanvinnslu.
Við rannsóknir sínar studdust vís-
indamennirnir við gervihnattamæl-
ingar, sögulegar heimildir og fyrri
mælingar á sjávarstöðu. Af 33 ós-
hólmasvæðum, sem athuguð voru,
reyndust 24 vera að sökkva.
Einna verst er komið fyrir fljótinu
Chao Phraya í Taílandi og óshólm-
um þess. Rennur það í gegnum uppi-
stöðulón og miklu af vatninu er veitt
á ræktarland. Afleiðingin er sú, að til
óshólmanna berst næstum enginn
framburður enda hafa þeir lækkað
um heila 15 sm á fáum árum.
Stærstu óshólmarnir
eru flestir að sökkva
Framburður fljótanna stöðvaður með framkvæmdum
og afkoma hundraða milljóna manna í hættu vegna flóða
AP
Hamfarir Vaxandi flóð gætu hrakið milljónir manna á vergang.
Í HNOTSKURN
» Fljótin viðhalda óshólm-unum með framburði sínum
og öllu því margbreytilega lífi
sem þar þrífst.
» Stærstu óshólmana myndasaman tvær meginkvíslar
Ganges og Brahmaputra.
ÓLÖGLEGIR innflytjendur frá Afganistan gráta eftir
að franskir lögreglumenn ráku þá í gærmorgun úr
búðum sem þeir höfðu reist sér rétt hjá Calais við
Ermarsundið. Búðirnar hýstu hundruð manna og voru
kallaðar „Frumskógurinn“. Fólkið ætlaði að reyna að
laumast yfir sundið til Bretlands.
Reuters
Hvergi vært
Ólöglegir innflytjendur reknir úr búðum í Frakklandi
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
GERT er ráð fyrir að losun koldíox-
íðs í heiminum minnki um 2,6% á
þessu ári og er þetta mesta fall í
losun á einu ári undanfarna fjóra
áratugi, segir í The New York Tim-
es. Vitnað er í væntanlega skýrslu
frá Alþjóðaorkustofnuninni, IEA, í
nóvember. Þar segir að aðal-
ástæðan fyrir umskiptunum sé
fjármálakreppan sem dregið hafi úr
efnahagsumsvifum en einnig hafi
aðgerðir ríkisstjórna átt hlut að
máli.
Aukið magn koldíoxíðs er talið
geta valdið svonefndum gróður-
húsaáhrifum, þ.e. hlýnun andrúms-
loftsins af mannavöldum. Enda þótt
um sé að ræða tímabundna minnk-
un á þessu ári gætu þeir sem leggja
til strangar hömlur á losun nú sagt
að draga megi úr losun þótt notuð
sé tækni sem nú er fyrir hendi með
því að skipta yfir í orkulindir sem
valda minni losun, segir í blaðinu.
Meðalhiti á jörðinni hækkaði á tí-
unda áratugnum en hefur staðið í
stað síðustu tíu ár. Vísindamenn
sem vara við losun koldíoxíðs segja
að aðeins sé um að ræða tíma-
bundna sveiflu vegna breyttra að-
stæðna í hafinu; til lengri tíma muni
hlýnun verða reyndin.
Dr. Mojib Latif, þekktur lofts-
lagsfræðingur við háskólann í Kiel í
Þýskalandi, segir að erfitt sé að út-
skýra fyrir leikmönnum að um eðli-
lega niðursveiflu sé að ræða síðasta
áratuginn.
„Fólk skilur hvað ég er að segja
en í stórum dráttum endar það með
því að segja: Við trúum engu,“ segir
Latif. En andstæðingar kenning-
anna um gróðurhúsaáhrif hafa
fengið byr í seglin. „Ég held að
þetta [óbreytt hitastig síðustu 10
ár] styðji röksemdir þeirra sem
hafa spurt hvaða þörf sé á að grípa
strax til aðgerða á þessu sviði,“ seg-
ir Patrick J. Michaels, loftslags-
fræðingur hjá George Mason-
háskólanum í Bandaríkjunum.
Losun koldí-
oxíðs minnkar
Orsökin sögð minni umsvif í kreppunni
og aðgerðir ríkisstjórna gegn losun
Fyrirtæki í flugþjónustu hafa verið
gagnrýnd fyrir að draga lappirnar í
baráttu gegn losun koldíoxíðs en
nú lofa þau bót og betrun. Talið er
að um 1,6% af losun gróðurhúsa-
lofttegunda komi nú frá flug-
rekstri en hlutfallið mun að
óbreyttu geta orðið um 25% í iðn-
ríkjunum árið 2050.
Að sögn Guardian í Bretlandi
átti að kynna á fundi SÞ í New York
í gær alþjóðlegt samkomulag sem
flugfélög, flugvellir og flug-
vélaverksmiðjur hafa gert um að
minnka losunina um 50% fyrir ár-
ið 2050. Flugfélögin eru sögð ótt-
ast að grípi þau ekki til aðgerða
núna verði samþykktar harkalegar
ráðstafanir gegn þeim á loftslags-
ráðstefnunni í desember.
Flugfélög lofa umbótum
Skýrsla stjórnar
Arnar Sigurmundsson formaður SF
Ársreikningur SF 2008
Kosning í stjórn og kjör endurskoðanda
Sjávarútvegurinn og aðildarviðræður
Íslands við ESB
Steinar Ingi Matthíasson, skrif.stj.
auðlindaskrifstofu sjávarútvegs–
og landbúnaðarráðuneytis
Ræða
Jón Bjarnason sjávarútvegs–
og landbúnaðarráðherra
Staða íslenskra sjávarafurða
og sóknarfæri á mörkuðum
Kristján Hjaltason, ráðgjafi
Ný og arðbær tækifæri
fyrir íslenskan sjávarútveg
Hörður G. Kristinsson, sviðsstjóri hjá Matís ohf
Hvernig siglum við út úr kreppunni?
Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans
Stöðugleikasáttmálinn
- framvinda og horfur
Vilhjálmur Egilsson, framkvstj.
Samtaka atvinnulífsins
Stjórnin
Aðalfundur SF
verður haldinn á Grand Hótel v/Sigtún Reykjavík
föstudaginn 25. september 2009 kl. 11:00