Morgunblaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 30
Kveðja frá
Karlakór Selfoss
Það er erfitt að setj-
ast niður og koma orð-
um á blað um félaga okkar Sigurð
Karlsson. Siggi Kalla, eins og hann
var jafnan nefndur, var sjálfsagður
hluti Selfoss.
Hann varð sjálfstæður verktaki á
vörubílum og gröfum um leið og
hann mátti aka þeim. Margir muna
hann eflaust standandi á malbikun-
arvélinni skipandi fyrir á báða bóga.
Siggi gekk í Karlakór Selfoss árið
1994 og söng þar óslitið þar til fyrir
2 árum að „félagi parki“ eins og
hann kallaði parkinsonsjúkdóminn
hamlaði honum að syngja lengur.
Hann söng alla tíð 1. tenór og
hafði fallega og kraftmikla rödd.
Siggi söng inn á alla 3 útgefna
hljómdiska kórsins og söng tvísöng
ásamt Jónasi Lilliendhal í 2 lögum.
Siggi var orðheppinn mjög og
þótti gaman að takast á í orðræðu á
æfingum og víðar sérstaklega ef iðn-
aðarmenn eða lögmenn voru annars
vegar. Á skemmtunum kórsins var
hann hrókur alls fagnaðar og æv-
inlega búinn að draga að sér nokkra
félaga til að syngja saman.
Á síðustu vortónleikum kórsins
var Siggi gerður að heiðursfélaga
sem honum þótti mikið til koma.
Það er frekar óskemmtilegt hlut-
skipti mitt sem formanns kórsins að
þurfa að setja saman minningabrot
um 2 kórfélaga á aðeins 2 vikum því
Simon de Haan, félagi okkar í 1.
bassa, var jarðsettur 2. september
sl., en svona er lífið.
Um leið og ég kveð félaga okkar
Sigurð Karlsson með sárum söknuði
sendi ég Ingunni og sonum hans
okkar dýpstu samúð.
Minningin um góðan dreng lifir.
Gísli Á. Jónsson formaður.
Sigurður Karlsson er allur. Það er
erfitt að sætta sig við það. Þessi
kraftmikli maður sem vílaði ekkert
fyrir sér. Sérstaklega litrík persóna,
aldrei neitt vol né væl. Leiðir okkar
lágu fyrst saman í fluginu en báðir
vorum við einkaflugmenn og síðan í
kringum líkamsræktina en við vor-
um að slást við aukakíló alla tíð, við
gengum mikið og fórum í sund og
komum svo við í sjoppuni og fengum
okkur diet og eitthvað bráðhollt. Við
unnum eina og eina orrustu en má
kannski segja að við höfum tapað
stríðinu.
Sigurður var einstaklega góður
félagi, góður sögumaður og hafði
gaman af að segja frá. Mikill söng-
maður og hafði einstaklega gaman
af að syngja og var ósjaldan tekið á
Sigurður Snorri
Þór Karlsson
✝ Sigurður SnorriÞór Karlsson
fæddist á Hofsstöðum
í Stafholtstungum 11.
ágúst 1945. Hann lést
á lungnadeild Land-
spítalans 10. sept-
ember síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Selfosskirkju 19.
september.
því. Við áttum einnig
saman margar fjöl-
skylduferðir til Kan-
aríeyja og eigum við
margar minningar
þaðan. Í seinni tíð var
Sigurður veikur og
háði harða baráttu við
illvígan sjúkdóm sem
dró hann til dauða. Ég
vil votta Ingunni og
strákunum hans og
fjölskyldum þeirra
dýpstu hluttekningu
og biðja góðan Guð að
veita þeim huggun í
sorginni.Við munum ávallt minnast
þín með þakklæti í hjarta. Guð blessi
minningu þína.
Guðni bakari.
Þegar við kveðjum í dag kæran
vin, Sigurð Karlsson, einn af bestu
sonum Selfoss, vefst manni tunga
um tönn því af svo mörgu er að taka.
Þetta ljúfmenni andaðist á Land-
spítalanum í Fossvogi þann 10. sept-
ember eftir erfið veikindi til margra
ára. Sigurður var gæfumaður allt
sitt líf, einstaklega lífsglaður og
mikill vinur vina sinna. Hans verður
víða sárt saknað. Eitt af því sem ein-
kenndi hann var mikil góðvild í garð
allra manna. Aldrei nokkurn tímann
heyrðum við hann tala illa um nokk-
urn mann, þetta voru allt saman vin-
ir hans og kunningjar.
Dugnaður og vinnusemi Sigurðar
var engu lík og sjást víða merki þess
hér í bæ, torg, stræti og fleiri mann-
virki sem vinnuflokkur hans í Verk-
tækni hefur staðið að og alltaf var
Sigurður þar fremstur í flokki. Það
sem Sigurður var þó stoltastur af
voru synir hans fjórir. Allt saman
glæsilegir ungir menn sem honum
þótti afskaplega vænt um. En stóra
vinninginn hlaut hann er hann
kynntist eftirlifandi sambýliskonu
sinni, Ingunni Guðmundsdóttur.
Hún hefur staðið eins og klettur við
hlið hans í öllum hans veikindum og
vitum við að drengirnir hans eru
henni ævarandi þakklátir fyrir
hennar hlýju og elskusemi í garð
föður þeirra.
Um leið og við sendum öllum við-
komandi okkar innilegustu samúð-
arkveðjur, móður hans og bróður,
strákunum og Ingunni, viljum við
þakka fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þessum stórkostlega manni,
Sigga Kalla.
Hólmgeir og Ólína.
Nú er fallinn frá á besta aldri Sig-
urður Karlsson, eftir baráttu við erf-
ið veikindi. Siggi Kalla var einn af
þessum mönnum sem settu svip sinn
á umhverfið og eru nauðsynlegir
hverju samfélagi. Siggi Kalla fór
ekki hljóðlega um, hann var áber-
andi í sínu samfélagi og lét sér fátt
óviðkomandi.
Ég hef verið svo lánsamur að hafa
umgengist Sigga Kalla töluvert á
minni ævi og þegar ég minnist hans
þá kemur strax þrennt upp í hug-
ann: skemmtun, fróðleikur og vin-
semd. Skemmtun vegna þess að
hvar sem hann kom var hann hrókur
alls fagnaðar. Siggi kunni að
skemmta sér og öðrum og gerði í því
að gera lífið skemmtilegra og fann
ávallt tilefni til að gefa lífinu lit og
það hef ég fengið að upplifa. Fróð-
leikur vegna þess að fáir höfðu eins
mikla þekkingu og hann á landinu og
umhverfinu. Að ferðast með Sigga
um hálendið á undanförnum árum
eða réttara sagt áratugum í veiði-
ferðum er á við háskólanám. Hvar
sem komið var þekkti Siggi hverja
þúfu, hvert vatn, hverja á og hvert
og eitt einasta fjall. Þessum fróðleik
kom hann til skila til okkar sem
yngri erum og hefur sá fróðleikur
komið mér að góðum notum. Vin-
semd því fáir eru jafnmiklir vinir
vina sinna og Siggi, sem lagði mikið
á sig til að rækta og viðhalda vina-
samböndum og af því naut ég góðs.
Eftir stendur minning um góðan
dreng sem reyndist mér og minni
fjölskyldu alltaf ákaflega vel.
Ingunni, Kristínu, frændum mín-
um og fjölskyldum þeirra færi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Steinþór Einarsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Í Landi minninganna eru helgir
reitir, þar sem enginn fær komið
nema hugurinn einn. Þangað er hon-
um kært að reika, þegar önn og erill
dagsins leyfir, nema staðar og litast
um, rekja gullna þræði góðra minn-
inga um hina ágætustu menn og
konur, sem verið hafa förunautar
manns um lengri eða skemmri kafla
á genginni götu. Í huga mínum er
minningaþráðurinn um Sigurð
Karlsson heill og snurðulaus allt frá
fyrsta degi er við hittumst á sól-
björtum morgni austur á Kjartans-
stöðum vorið 1953. Ég var nýút-
skrifaður ýtustjóri frá Sigfúsi
Öfjörð á Lækjarmóti, kominn með
TD-6una, plóg og herfi til að vinna
að jarðrækt fyrir nýja bóndann á
Kjartansstöðum, Karl Þórarinsson.
Það var vor í lofti þennan eftir-
minnilega morgun þarna á bæjar-
hlaðinu. Nýmjólkaðar kýrnar að tín-
ast út úr fjósi, virðulegur íslenskur
hani gól með taktföstu stefi uppi í
heygarði. Á hlaðinu stóð nýr Massey
Harris Poný-traktor í öllum sínum
glæsileika og uppi í honum sat ung-
ur, spengilegur maður, nafn hans
var Sigurður Karlsson. Þessi morg-
unstund fyrir fimmtíu og sex árum
stendur mér ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum, ég kom ekki að „tóm-
um kofunum“ þegar við fórum að
tala saman, hann fylgdist greinilega
vel með öllu því sem varðaði vélar og
tæki sem voru að ryðja sér til rúms
með breyttu verklagi til sveita.
Hann vildi líka vita allt um ýtuna og
tólin sem henni fylgdu, hvað hún
væri mörg hestöfl, hvað hún kostaði
á tímann og annað eftir því. Hann
þekkti mjólkurbílstjórana, alla bæi í
sveitinni og kunni góð skil á því
helsta sem búið þurfti með. Og þó
aldursmunur væri raunar mikill á
okkur á þessu tímaskeiði, hann á
áttunda árinu ég á því sautjánda, fór
strax afar vel á með okkur í öllum
orðræðum og samskiptum, enda
áhugamálin um margt þau sömu,
bílar, traktorar og vélvæðingin til
sveita.
En þó dvölin á Kjartansstöðum
tæki fljótt enda og ég héldi mína leið
upp Flóann,var þessi ungi vinur
minn mér hugstæður þó samskipti
okkar væru ekki mikil næstu árin.
En tímans straumur vann sitt verk
og við flutum fram á veginn bundnir
viðfangsefnum líðandi stundar hvor
á sínum stað þar til einn góðan veð-
urdag um vor, að flautað var hressi-
lega á mig fyrir utan mjólkurbúið,
ungur og brosleitur maður sat undir
stýri á Landrover-bifreið og bauð
mér far vestur úr. Sigurður Karls-
son var mættur á staðinn, fullþrosk-
aður, hress og vígdjarfur, ég steig
upp í bílinn og fann um leið að ald-
ursmunurinn hafði minnkað stórum.
Fáum árum síðar áttum við báðir
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella
á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargrein-
ar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður
en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir
tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum,
www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vís-
að í greinar á vefnum.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en
3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum
sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-
15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram.
Minningargreinar
✝
Eiginkona mín og móðir okkar,
SIGRID TOFT,
Selási 11,
Egilsstöðum,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á
Seyðisfirði þriðjudaginn 15. september, verður
jarðsungin frá Egilsstaðakirkju föstudaginn
25. september kl. 14.00.
Magnús Pálsson,
Kristín Einarsdóttir,
Guðrún Einarsdóttir,
Þorsteinn Einarsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, fyrrverandi
eiginkona og systir,
ELÍSABET HJÖRDÍS HARALDSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 39,
áður Kárastíg 12,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu-
daginn 13. september, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 24. september kl. 15.00.
Orri Sigurðsson, Saga Ýrr Jónsdóttir,
Hildur H. Sigurðardóttir,
Unnur Sigurðardóttir, Stefán Birgisson,
Sigurður I. Tómasson,
Halla V. Haraldsdóttir,
Jónína G. Haraldsdóttir.
✝
Ástkær móðir, tengdamóðir, dóttir, systir og amma,
RÓSA MARÍA GUÐNADÓTTIR,
Kleppsvegi 56,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 25. september kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið.
Stella Guðný Kristjánsdóttir, Hans Christian Jensen,
Stefanía Kristjánsdóttir, Gary Orri Taylor,
Guðni Albert Guðnason, Júlíana Kristín Jónsdóttir,
Guðbergur Guðnason,
Alda Sigríður Guðnadóttir,
Ronja Rós Jensen.
✝
Ástkær dóttir okkar, fósturdóttir, systir, barnabarn
og frænka,
LÍSA ARNARDÓTTIR,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut
þriðjudaginn 15. september.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 25. september kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Vímulausa æsku.
Jóhanna Jónsdóttir, Óskar Geir Pétursson,
Örn Hilmarsson, Mila Prodanovic,
Stefán Hafberg Sigurðsson,
Heiða Arnardóttir,
Jóna Kristín Hallgrímsdóttir,
Guðrún Kalla Bárðardóttir, Hilmar Þór Sigurþórsson,
Alma Rán Stefánsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu eiginmanni,
fósturföður og afa okkar,
SMÁRA BJÖRNSSYNI,
Dalsbakka 2,
Hvolsvelli,
hjálpsemi í veikindum og fjölskyldunni samúð og
hlýhug við andlát hans og útför.
Álfheiður Ósk Einarsdóttir,
Bjarni Diðrik Sigurðsson, Anna Jónsdóttir,
Einar Rúnar Sigurðsson, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir,
Eyrún Ósk Sigurðardóttir
og barnabörn.