Morgunblaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009
FYRIRTÆKIÐ LS Retail tilkynnti
í gær að það hefði selt Microsoft
hugbúnaðarlausn sína, er nefnist LS
Retail AX. Er þetta ein stærsta hug-
búnaðarsala Íslandssögunnar og
mun upphæðin vera gríðarhá.
„Til marks um stærð samningsins
má geta þess að 200 manna teymi
Microsoft sem átti að kaupa Yahoo!
var í staðinn sett í að ganga frá þess-
ari sölu,“ segir Gunnar Björn Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri LS Reta-
il. „Við höfum í samvinnu við
Microsoft ákveðið að gefa ekki upp
nákvæmar tölur en þær eru mjög
háar,“ sagði Gunnar. Hann sagði
Microsoft vera búið að borga og
væru peningarnir allir komnir til
landsins. LS Retail er nú þegar með
uppsetningar í 140 löndum. Meðal
viðskiptavina eru til dæmis Adidas
og IKEA. Hlutabréf LS Retail voru í
eigu Baugs en færðust yfir til
Straums. Samkvæmt frétt Stöðvar 2
í gær gæti þrotabú Baugs krafist
þess að verðmat hlutabréfanna yrði
endurmetið, til lækkunar á kröfu
Straums í Baug. sigrunerna@mbl.is
LS Retail gerir risa-
samning við Microsoft
ALÞINGI, 138. löggjafarþingið,
kemur saman fimmtudaginn 1.
október nk. Er undirbúningur
þingstarfanna í fullum gangi, sam-
kvæmt upplýsingum Helga Bern-
ódussonar skrifstofustjóra. Jó-
hanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra mun halda
stefnuræðu sína mánudaginn 5.
október.
Samkvæmt venju hefst þingsetn-
ingarathöfnin með guðsþjónustu í
Dómkirkjunni klukkan 13.30. Jón
Baldvinsson, vígslubiskup á Hól-
um, predikar. Að lokinni guðsþjón-
ustu verður gengið til þinghússins
þar sem Ólafur Ragnar Grímsson
forseti setur þingið. Jóhanna
Sigurðardóttir, aldursforseti þings-
ins, mun stjórna þingfundi þar til
forseti Alþingis hefur verið kjör-
inn. sisi@mbl.isMorgunblaðið/Kristinn
Alþingi verður sett
í næstu viku
Stefnuræðan verður flutt 5. október
VEGAGERÐIN
og Reykjavíkur-
borg hafa óskað
eftir tilboðum í
verkið „Hring-
vegur (1) á Kjal-
arnesi, undirgöng
við Grundar-
hverfi“. Um er að
ræða gerð stál-
bogaundirganga undir hringveginn
við Grundarhverfi á Kjalarnesi
ásamt gerð göngustíga við göngin að
Klébergsskóla. Einnig gerð bráða-
birgðavegar, ýmsa lagnavinnu, lýs-
ingu og tilheyrandi landmótun. Til-
boðum í verkið skal skila í síðasta
lagi 6. október nk. Verkinu á að vera
að fullu lokið 1. maí 2010.
Íbúar í Grundarhverfi á Kjalar-
nesi hafa lengi barist fyrir því að
undirgöng yrðu gerð undir Vestur-
landsveginn. Stóðu þeir fyrir að-
gerðum í sumar til að leggja áherslu
á kröfur sínar. Í framhaldinu var
ákveðið að taka verkið á dagskrá
auk þess sem Vegagerðin útbjó
bráðabirgðaundirgöng í gömlu ræsi
sem liggur undir veginn. sisi@mbl.is
Undirgöng
á Kjalarnesi
boðin út
NAME IT SMÁRALIND S: 544 4220 / KRINGLAN S: 568 4344
FLÍSPEYSUR
2490
Str. 74-140
GALLABUXUR
2490
Str. 74-140
Takmarkað magn
2 NÁTTGALLAR
1490
s Str. 50-98
2 LANGERMABOLIR
1990
Str. 74-140
5 SAMFELLUR
1990
Str. 50-98
KJÓLAR
2990
Str. 74-140
2 LEGGINGS
1990
Str. 74-140
AFMÆLISVEISLA NAM
E IT
23.-30. SEPTEMBER
ÓTRÚLEG AFMÆLISTI
LBOÐ
PRJÓNAPEYSUR
2490
Str. 74-140
GUÐLAUGUR Jónsson, Gulli hár-
greiðslumeistari, andaðist á líknar-
deild Landspítalans í Fossvogi 21.
september sl. eftir baráttu við
krabbamein. Útför hans verður frá
Dómkirkjunni kl. 11 á föstudag.
Guðlaugur var frá Svefneyjum á
Breiðafirði og ólst upp í Stykkis-
hólmi. Hann fæddist 29. október
1931 og var því nær 78 ára.
Eftir að hafa útskrifast sem rak-
ari í Reykjavík lærði hann hár-
greiðslu í Kaupmannahöfn og hóf
síðan störf hjá Hauki Óskarssyni við
Kirkjutorg. Guðlaugur tók við
rekstri stofunnar þegar Haukur féll
frá og rak hana undir nafninu Hár-
greiðslustofan Nikk í tvo áratugi eða
þar til húsnæðið var selt 2006.
Guðlaugur setti sinn svip á mið-
bæinn í Reykjavík og var einn sá
fyrsti til þess að opinbera samkyn-
hneigð sína í borginni. Hann varð
fyrir miklu mótlæti þess vegna en lét
það ekki á sig fá og hélt ævinlega
sínu striki.
Guðlaugur lætur eftir sig son,
tengdadóttur og fjögur barnabörn.
Andlát
Guðlaugur
Jónsson