Morgunblaðið - 23.09.2009, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009
Óskar Magnússon.Útgefandi:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri
og ábyrgðarmaður:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Það er ekkiannað hægten sam-
gleðjast meist-
araflokki FH í
knattspyrnu, sem
landaði sínum
fimmta Íslandsmeistaratitli á
sex árum á sunnudagskvöldið,
þegar liðið lagði Val að velli.
„Þar með eiga þeir að baki
næstmestu sigurgöngu liðs á
Íslandsmótinu frá lokum síðari
heimsstyrjaldar, eða í hálfan
sjöunda áratug,“ skrifaði Víðir
Sigurðsson blaðamaður á
íþróttasíðu í Morgunblaðinu í
gær.
Aðeins eitt lið skákar FH frá
stríðslokum, en það er ÍA, sem
vann fimm Íslandsmeistaratitla
í röð á árunum 1992-1996.
Til að finna sambærileg afrek
og FH er nú að vinna og ÍA
vann á síðasta áratug liðinnar
aldar þarf að leita aftur til ár-
anna 1913 til 1918, en þá hamp-
aði Fram titlinum sex ár í röð
og KR varð Íslandsmeistari sex
sinnum á sjö árum, á milli 1926
og 1932.
Samanburður á knattspyrnu
frá því snemma á liðinni öld og í
dag er vitanlega út í hött, nema
tölfræðilega. Það segir sína
sögu um liðsheild, samstill-
lingu, ástundun og sigurvilja
þegar sama liðinu tekst ár eftir
ár að standa uppi sem Íslands-
meistari.
Það er ugglaust margt til í
orðum hins unga þjálfara FH-
inga, Heimis Guðjónssonar, á
íþróttasíðu hér í Morgun-
blaðinu í fyrradag: „Ég held að
leikmennirnir eigi bara stærst-
an þátt í þessu því
þeir stóðu sig virki-
lega vel í sumar,“
sagði Heimir.
En það þarf
meira til en góða
frammistöðu leik-
manna. Það má alls ekki gera
lítið úr þætti þjálfarans. Heim-
ir, sem tók við FH liðinu fyrir
tveimur árum af Ólafi
Jóhannessyni, hefur náð fram-
úrskarandi árangri. Undir hans
forystu er meistaraflokkur FH
Íslandsmeistari í knattspyrnu
annað árið í röð og því er árang-
ur þessa unga þjálfara hreint
frábær.
Liðið fékk ekki beinlínis
óskabyrjun í vor, þegar það
tapaði á móti Keflvíkingum, en
FH kom svo sannarlega sterkt
inn eftir það, því liðið vann
næstu ellefu leiki sína í röð og
landaði í einni striklotu 33 stig-
um. Það er glæsileg frammi-
staða.
Vitanlega er það sigur liðs-
heildarinnar sem stendur upp
úr, þegar svona árangri er náð í
hópíþrótt eins og knattspyrnu.
Í því samhengi má ekki gleyma
því hversu mikil áhrif knatt-
spyrnumennirnir ungu í Hafn-
arfirði hafa á allt sitt nær-
umhverfi, unga knattspyrnu-
drengi og knattspyrnustúlkur,
sem sjá í þeim fyrirmyndir til
framtíðar. Það er áreiðanlega
bjart framundan á knatt-
spyrnuvöllum Hafnfirðinga á
þessum tímamótum, þar sem
annað liðið, FH, hampar Ís-
landsmeistaratitlinum og hitt
liðið, Haukar, ávann sér sæti í
úrvalsdeildinni.
Það er áreiðanlega
bjart framundan á
knattspyrnuvöllum
Hafnfirðinga }
Frábær árangur hjá FH
Netið hefurvaldið bylt-
ingu í samskiptum
og aðgengi að upp-
lýsingum, en það
hefur einnig sínar
skuggahliðar, sem
nauðsynlegt er að vara við.
Það á sérstaklega við um börn
og unglinga. Hætturnar geta
verið utanaðkomandi, en einn-
ig geta óvarleg ummæli eða
myndasendingar valdið sár-
indum, sem seint gróa. Í gær
birtist í Morgunblaðinu frétt
um framtak Bjargar Blöndal,
nemanda í 8. bekk Austurbæj-
arskóla, sem situr í ungmenn-
aráði samtakanna SAFT, sem
beita sér fyrir öruggri net-
notkun barna og unglinga á Ís-
landi. Björk hefur skrifað
grein, sem hún sendi öllum
fjölmiðlum. „Eftir að ég byrj-
aði að nota netið fyrir alvöru
hef ég haft mikinn áhuga á því
að gera netið að öruggari stað
fyrir börn og unglinga,“ sagði
Björg þegar hún var spurð
hvers vegna hún hefði skrifað
bréfið.
Í bréfinu segir
hún að börn og
unglingar þurfi
stuðning og
fræðslu til að geta
varast hætturnar á
netinu: „Hana vilj-
um við fá frá foreldrum okkar
og við viljum líka fá að fræðast
um þessi mál í skólanum en í
raun ætti að setja örugga net-
notkun barna inn í námskrá
skólanna sem skyldufag og
byrja sem fyrst.“ Þessi fræðsla
á að vera sjálfsögð og hluti af
því að undirbúa börn og ung-
linga undir lífið.
„Það sem við gerum á netinu
endurspeglar okkur sjálf,“
segir Björg og skorar á les-
endur sína að hugsa áður en
framkvæmt er og varast að
skrifa inn á netið í reiði eða
fljótfærni. Á netinu sé ekkert
einkalíf. Þetta er í raun lykil-
setning. Björg skorar í bréfi
sínu á skólastjórnendur að
halda í haust sérstaka þema-
viku um jákvæða og örugga
netnotkun barna og unglinga.
Vonandi gengur það eftir.
Auka þarf áherslu á
að kenna börnum og
unglingum örugga
netnotkun }
Á netinu er ekkert einkalíf
E
igum við ekki bara að fá Fleks-
nes aftur?“ spurði Þórhallur
Gunnarsson, dagskrárstjóri inn-
lendrar dagskrárgerðar hjá
Sjónvarpinu, með kerskni í
röddu eftir að hafa fengið fjölda beiðna frá
hlustendum Rásar 2 um að sýna á ný gamla,
vinsæla sjónvarpsþætti.
Svipað var upp á teningnum um helgina
þegar Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri
Útvarps, varð fyrir svörum á sama vettvangi í
sunnudagsmorgunþætti Sirrýjar. Óskuðu
margir hlustendur eftir endurflutningi á
gömlum útvarpsþáttum, sem Sigrún benti
með réttu á að RÚV væri að gera í stórum stíl.
Þessi nostalgía, eða fortíðarhyggja upp á ís-
lensku, leiðir hugann að því sem sagt var
skömmu eftir bankahrunið fyrir tæpu ári; að
nú myndi þjóðin hverfa inn í skel sína og samfélagið fara
til baka í tíma um 20-30 ár. Allt færi í eigu ríkisins á ný,
haftabúskapur og þjóðremban allsráðandi og frumkvæði
einstaklinga yrði drepið í fæðingu af stjórnvöldum.
Fáir vildu trúa slíkum dómsdagsspám en margt af
þessu virðist vera að rætast smátt og smátt. Ríkið á orð-
ið meira og minna allt sem hreyfist, stjórnvöld eru ráða-
laus og kreppan hefur með tilheyrandi tekjumissi fólks
fengið þorra þjóðarinnar til að leita meira inn á við. Þjóð-
legir siðir hafa verið teknir upp sem aldrei fyrr; eins og
að prjóna, taka slátur, tína ber og búa til sultu, veiða sér
til matar, kaupa frekar heimaslátrað o.s.frv. Flest hefur
þetta reyndar þann nauðuga tilgang að spara
pening, og það er jú ein af jákvæðum afleið-
ingum kreppunnar. Okkur veitti ekki af að
slaka á kröfunum eftir hömlulaust neysluæði
á raðgreiðslum og bankalánum. Enn erum við
með þynnku eftir neyslufylleríið.
En það getur verið dýrt að vera fátækur,
segir einhvers staðar. Á Þórhalli Gunnars-
syni var það t.d. að heyra að gamalt sjón-
varpsefni væri í mörgum tilvikum alveg jafn-
dýrt og nýtt efni. Lopinn er ekki ókeypis,
innflutt garn ku vera rokdýrt og sumar inn-
lendar vörur hafa hækkað alveg jafnmikið í
verði og innfluttar. Við heyrum fréttir af því
að fólk taki fram gatslitna barnabílstóla úr
geymslunni, frekar en að kaupa nýja. Eins og
Herdís Storgaard slysaforvarnafulltrúi benti
réttilega á getur þessi sparsemi reynst lífs-
hættuleg. Ekki seljast nýir bílar og ef gera á við notuðu
bílana þá kostar það stórfé á verkstæðunum. Nú gæti
verið lag að fara að selja hér hræódýra bíla eins og gert
var á árum áður með tilkomu Trabant, Lödu Sport og
Moskvits. Það væri nú hressilegt afturhvarf til fortíðar.
Ég sé alveg fyrir mér eitt fimmtudagskvöld í nánustu
framtíð: Koma heim á Lödu Sport eftir vinnu (ef hún
verður þá í boði), sjóða slátur og kartöflur og taka svo
upp prjónana. Þar sem engin er sjónvarpsdagskráin fer
spóla í tækið með túbusjónvarpinu (flatskjárinn farinn)
og saman horfir fjölskyldan á síðasta Fleksnes-þátt í
Sjónvarpinu. Þjóðlegt og rómantískt! bjb@mbl.is
Björn Jóhann
Björnsson
Pistill
Aftur til fortíðar með Fleksnes
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
Í
slenskir vísindamenn hafa
fylgst með vexti og viðgangi
þorsksins við A-Grænland í
samvinnu við grænlenska
kollega sína. Í leiðangri Haf-
rannsóknastofnunar í vor voru um
3.600 þorskar merktir og standa von-
ir til að endurheimtur merkja muni
varpa ljósi á göngur þorsksins.
Tengsl þorsks við Grænland og Ís-
land eru ótvíræð þegar skoðuð eru
sögulegt gögn. Til dæmis eru til
merkingagögn frá því um 1930 úr
þorski sem merktur var við Vestur-
Grænland. Um 75% merkja sem end-
urheimtust voru úr þorski sem veidd-
ist við Ísland. Göngur þorsks milli Ís-
lands og Grænlands eru taldar ganga
þannig fyrir sig að þorskurinn klekst
út á Íslandsmiðum. Seiðin rekur síð-
an yfir til Grænlands. Þar elst þorsk-
urinn upp en snýr aftur heim þegar
hann er kominn í hrygningarástand.
„Frá því um 1970 hefur verið talið
að afskaplega lítið væri um hrygn-
ingu þorsks við Grænland, hvað þá
við A-Grænland, og því þóttu fréttir
um hrygningu á þessum slóðum tals-
verð tíðindi,“ segir Einar Hjörleifs-
son, fiskifræðingur á Hafrannsókna-
stofnun, sem stjórnar þessu verkefni.
„Þarna eru þekktar veiðislóðir frá því
í gamla daga og við vildum meðal
annars skoða aldurssamsetningu á
þessum fiski. Í leiðangrinum í byrjun
maí kom í ljós að þarna var allstór
þorskur í bullandi hrygningu.“
Einar vill ekki fullyrða að þessi
hrygningarfiskur við Grænland sé
ættaður frá Íslandi. Talsvert hefur
veiðst úr 2003-árganginum við Græn-
land og eru kenningar um að sá fisk-
ur sé úr hrygningu við Ísland. Einar
segir að þessi árgangur við Grænland
slagi upp í að vera stór miðað við árin
á undan, en sé ekki stór árgangur í
sögulegu samhengi.
Einar segir að tvennt þurfi að
koma til svo íslenskur þorskur nái að
vaxa upp við Grænland. Í fyrsta lagi
þurfi umhverfisskilyrði við Grænland
að vera til staðar, þ.e. að þorskurinn
hafi eitthvað að éta og geti þrifist.
Þau skilyrði virðast vera að skapast
með auknu hitastigi sjávar síðustu tíu
árin. Þá sé spurning hvort stofninn
hér við land sé nógu stór til að fram-
leiða inn í þetta umhverfi, en stór
hrygningarstofn við Ísland auki líkur
á reki seiða til Grænlands í umtals-
verðu magni.
Stjórnun veiðanna mikilvæg
Upp úr 1960 var aflinn við Græn-
land, þó einkum við Vestur-Græn-
land, ár eftir ár um og yfir 400 þús-
und tonn og sum árin var hann meiri
en við Ísland. „Það getur skipt okkur
gríðarlega miklu máli þegar fer að
verða lífvænlegt aftur fyrir þorsk við
Grænland,“ segir Einar. Einnig
skipti það Íslendinga miklu máli
hvernig staðið verður að stjórnun
veiðanna Grænlandsmegin. Skyn-
samleg veiði við Grænland auki líkur
á sjálfbærni stofnsins við Grænland
og ennfremur að umtalsvert magn af
fiski skili sér aftur á Íslandsmið.
Í leiðangrinum í vor fannst talsvert
af hrygningarýsu. Einar segir það
sérstakt, því ekki sé mikið af ýsu við
A-Grænland. Eins og með þorskinn
hafi verið kenningar um rek ýsuseiða
við ákveðin straumskilyrði.
Afla upplýsinga um
Grænlandsgöngur
Sú var tíð að verulegur hluti af ís-
lenskum þorski ólst upp við
Grænland. Þar voru í áratugi
fengsæl mið íslenskra togara.
Síðustu ár hefur á ný orðið vart
við hrygningarþorsk þar.
"
4
"
?
@
6
.
'( ")*!+
",*!+
AB
8
; ; ;4 ;" ;# ;: ;$ ;;
Rannsóknirnar í vor fóru einkum
fram á fjórum afmörkuðum grunn-
miðum við A-Grænland. Þessi mið
voru nefnd Jónsmið, Fylkismið,
Heimalandshryggur og Mösting-
grunn. Þau voru þekkt fiskimið ís-
lenskra togara um og upp úr miðri
síðustu öld.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Í leiðangrinum í vor voru 200
þorskar ljósmyndaðir til að greina
svipgerð fiskanna. Er þar um að
ræða doktorsverkefni frá HÍ í sam-
vinnu við Hafró. Sjómenn telja sig
sjá mun á þorskstofnum við Ísland
og Grænland og jafnvel á milli
svæða hér við land. Nú verða settar
vísindalegar mælistikur á útlitið.
Morgunblaðið/RAX