Morgunblaðið - 29.09.2009, Síða 1
„ÞAÐ voru mörg
símtöl og marg-
ar heimsóknir
þar sem við
reyndum bara
að hughreysta
fólk, við gátum
ekkert annað
gert, við gátum
ekki breytt því
að verðbréfin
þess hefðu rýrnað og sum væru jafn-
vel einskis virði, það var búið og
gert,“ segir Sara Margareta Fuxén,
ráðgjafi hjá Íslandsbanka, um
reynslu sína frá dögunum í kringum
fall Glitnis þegar útibúin fylltust af
órólegum viðskiptavinum.
Allir helstu gerendur í yfirtöku
Glitnis hafa verið kallaðir til ítar-
legra yfirheyrslna hjá rannsókn-
arnefnd Alþingis í því skyni að varpa
ljósi á þennan umdeilda atburð sem
markaði upphafið að kreppunni og
snerti þannig hag allra landsmanna.
Fjallað er um yfirtökuna á Glitni í
greinaflokki Morgunblaðsins um
efnahagshrunið í dag. | 12-13
„Mörg símtöl
og margar
heimsóknir“
Sara Fuxén
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
FÉLAG í eigu bræðranna Karls og
Steingríms Wernerssona fékk 896
milljónir króna að láni frá Moderna
Finance AB, sem var einnig í þeirra
eigu, til að kaupa verslunarkeðjuna
Lyf og heilsu út úr viðskiptasam-
steypunni Milestone í lok mars í
fyrra.
Því er Lyf og heilsa ekki á meðal
þeirra eigna sem Milestone færði
undir Moderna Finance AB á sínum
tíma og nú er verið að skoða hvort
hægt sé að rifta færslu á á grundvelli
gjaldþrotalaga. Slík riftun getur átt
sér stað í allt að 24 mánuði eftir skrá-
settan söludag.
Greiðist eftir hentugleikum
Félag bræðranna, sem heitir Aur-
láki ehf., keypti Lyfja og heilsu-
verslanirnar út úr Milestone-sam-
steypunni fyrir um 3,4 milljarða
króna, en um 2,5 milljarðar af kaup-
verðinu voru greiddir með yfirtöku
skulda. Í úttekt Ernst & Young á
viðskiptum Milestone við tengda að-
ila kemur hins vegar fram að 896
Bræðurnir seldu sjálf-
um sér Lyf og heilsu
Moderna lánaði þeim fyrir kaupunum Máttu greiða lánið eftir hentugleikum
milljónir króna hafi verið „viðskipta-
færðar og skulu greiðast við fyrstu
hentugleika samkvæmt samningi“.
Þetta þýðir að Moderna lánaði
Wernersbræðrunum tæpar 900
milljónir króna til að þeir gætu
keypt út Lyf og heilsu og að þeir
ættu að greiða skuldina þegar þeir
gætu. Guðmundur Ólason, forstjóri
Milestone, segir að skuldin hafi verið
gerð upp skömmu eftir að til hennar
var stofnað.
Sex prósent fást upp í kröfur
Milestone var tekið til gjaldþrota-
skipta fyrr í þessum mánuði eftir að
kröfuhafar félagsins höfnuðu nauða-
samningum, en þeir gerðu ráð fyrir
að um sex prósent fengjust upp í
kröfur. Stærsti einstaki kröfuhafinn
er skilanefnd Glitnis með 44 millj-
arða króna kröfu. Í skýrslu með
nauðasamningsumleitunum kom
fram að umsjónarmaður þeirra mæti
það svo að eignir hefðu verið færðar
frá Milestone til Moderna í Svíþjóð
án endurgjalds og því hefði verið um
gjafagjörning að ræða.
Borgað eftir hentugleikum | 15
Morgunblaðið/Golli
Lyf og heilsa Verslunarkeðjan var seld út úr Milestone í lok mars á síðasta
ári. Kaupandinn var félag í eigu Karls og Steingríms Wernerssona.
Þ R I Ð J U D A G U R 2 9. S E P T E M B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
264. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«M-EINKUNNAGJÖF MORGUNBLAÐSINS
ATLI GUÐNASON VAR
BESTUR Í SUMAR
«JÓN MAGNÚSSON 100 ÁRA
Gamall sósíalisti og
fylgist vel með öllu
HOLA númer 53 í Hverahlíð á Hellisheiði blæs nú af krafti.
Gufan ryðst upp af 2.500 metra dýpi, andar léttar þegar upp
er komið og breiðir úr sér. Gufustrókurinn setur mikinn svip
á umhverfið og þegar sólin skín myndast regnbogi sem með
réttu ætti að heita eimbogi í þessu tilviki. Regnbogi sem nær
með báða enda til jarðar er einnig kallaður jarðbogi.
Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið að mæla afl
holu 53 og greina efnainnihald gufunnar. Mælingarnar sýna
að holan skilar afli til að framleiða 25 MW af rafmagni í
Hverahlíðarvirkjun. Hola 53 er ein kraftmesta holan á Hellis-
heiði og á þar einn jafningja eða því sem næst. Í Hverahlíð er
önnur hola, aðeins minni, sem á að fara að opna. gudni@mbl.is
EIN KRAFTMESTA HOLAN Á HELLISHEIÐI BLÆS NÚ Í HVERAHLÍÐ
Morgunblaðið/RAX
Hola númer 53 mun skila nægu afli til að framleiða 25 MW af rafmagni í Hverahlíðarvirkjun
Ár frá hruni bankanna
mbl.is | SJÓNVARP