Morgunblaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009
Íslenskir embættismenn fást nú viðað svara 2.500 spurningum Evr-
ópusambandsins vegna aðild-
arumsóknar Íslands. Við margar
þeirra er hægur vandi að skrifa
langar ritgerðir. Spurningalistinn
er upp á 345 blaðsíður og óhætt að
gera ráð fyrir að svörin verði þús-
undir blaðsíðna.
Spurningalist-inn telst
nauðsynlegur
liður í aðild-
arumsókn Ís-
lands. Spurning-
arnar, og enn
frekar svörin við
þeim, varða
brýna hagsmuni
Íslendinga.
Bændasamtökin hafa vakið á þvíathygli að spurningarnar hafa
aðeins verið birtar á ensku og vilja
að bæði spurningar og svör verði á
íslensku.
Jón Bjarnason, landbúnaðar- ogsjávarútvegsráðherra, hefur
tekið málið upp í ríkisstjórn og er
sama sinnis.
Málið verður tekið aftur upp íríkisstjórn í dag. Þar verður
hugsanlega ákveðið hvort breyta á
fyrri ákvörðun ríkisstjórnarinnar
um að hafa þetta efni aðeins á er-
lendri tungu.
Vilji ríkisstjórnin að almenningurgeti fylgst með aðildarferlinu
og tekið upplýsta afstöðu til aðildar
hlýtur Jón Bjarnason að fá sitt
fram.
Ef ekki hljóta menn að spyrjahvað það er í þessu máli sem
ríkisstjórnin vill síður að íslenskur
almenningur kynni sér. Tæpast er
það ætlun ríkisstjórnarinnar að um-
ræða um aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu fari fram á ensku hér á
landi.
Jón Bjarnason
Aðildarviðræður á ensku?
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 6 heiðskírt Lúxemborg 19 heiðskírt Algarve 24 léttskýjað
Bolungarvík 1 heiðskírt Brussel 17 skýjað Madríd 25 léttskýjað
Akureyri 3 heiðskírt Dublin 17 skýjað Barcelona 23 léttskýjað
Egilsstaðir 4 skýjað Glasgow 14 skýjað Mallorca 21 skýjað
Kirkjubæjarkl. 4 léttskýjað London 18 léttskýjað Róm 26 heiðskírt
Nuuk 3 skýjað París 22 heiðskírt Aþena 22 léttskýjað
Þórshöfn 7 skýjað Amsterdam 17 skýjað Winnipeg 9 skýjað
Ósló 12 skúrir Hamborg 17 skýjað Montreal 16 alskýjað
Kaupmannahöfn 15 skúrir Berlín 17 skúrir New York 21 heiðskírt
Stokkhólmur 14 heiðskírt Vín 22 léttskýjað Chicago 14 skýjað
Helsinki 11 léttskýjað Moskva 13 þoka Orlando 29 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
29. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3.18 2,8 9.33 1,5 15.48 3,2 22.09 1,3 7:32 19:05
ÍSAFJÖRÐUR 5.19 1,5 11.29 0,8 17.43 1,8 7:39 19:08
SIGLUFJÖRÐUR 1.11 0,6 7.43 1,1 13.29 0,7 19.34 1,2 7:21 18:51
DJÚPIVOGUR 6.19 0,8 13.01 1,7 19.13 0,9 7:02 18:34
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á miðvikudag og fimmtudag
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8
m/s, en heldur hvassari við
A-ströndina. Stöku él eða
slydduél norðantil á landinu, en
annars skýjað að mestu og yfir-
leitt þurrt. Hiti 0 til 7 stig, hlýj-
ast S-lands, en vægt frost inn
til landsins.
Á föstudag
Norðaustlæg átt, víða 5-10 m/s
með ofankomu í flestum lands-
hlutum og fremur kalt í veðri.
Á laugardag
Norðlæg átt, skýjað með köfl-
um og él á stöku stað, einkum
um landið austanvert. Áfram
kalt í veðri.
Á sunnudag
Útlit fyrir austlæga átt með élj-
um á víð og dreif. Hiti breytist
lítið.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Suðvestan 5-13 m/s, skúrir eða
slydduél, en lengst af léttskýjað
suðaustantil. Hiti 0 til 8 stig,
hlýjast við vesturströndina.
Norðvestan og vestan 5-13 m/s
í kvöld og úrkomulítið, hvassast
norðaustantil.
TRÉ ársins var útnefnt við form-
lega athöfn í Kjarnaskógi á Ak-
ureyri á fimmtudaginn sl. og var
það að þessu sinni hengibjörk (Be-
tula pendula). Hengibjörk er fá-
gæt trjátegund hérlendis og er
tréð í Kjarnaskógi sérlega glæsi-
legur fulltrúi tegundarinnar.
Í kringum árið 2000 voru ýms-
um trjám í Kjarnaskógi gefið nafn
í tengslum við ljóðagöngu sem þá
var haldin og var tré ársins á
meðal þeirra. Fékk það nafnið
Margrét og hefur gengið undir
því nafni síðan. Margrét var gróð-
ursett á áttunda áratugnum, lík-
lega með fræi frá Finnlandi.
Ræktaðir hafa verið græðlingar
af trénu þannig að finna má „af-
komendur“ hennar á nokkrum
stöðum.
Magnús Gunnarsson, formaður
Skógræktarfélags Íslands afhenti
Hermanni Jóni Gunnarssyni, bæj-
arstjóra Akureyrarbæjar, við-
urkenningarskjal af þessu tilefni.
Eins og venja er við útnefningu
trés ársins var það mælt við þetta
tækifæri og gerði það Johan
Holst, framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga, sem er
umsjónaraðili Kjarnaskógar. Tréð
reyndist vera 10,95 m á hæð.
Skógræktarfélag Íslands velur
tré ársins ár hvert og er útnefn-
ingunni ætlað að beina sjónum al-
mennings að því gróskumikla
starfi sem unnið hefur verið um
land allt í trjá- og skógrækt.
Tré ársins 2009 „Margrét“ skartar
sínu fegursta í haustblíðunni.
Tré ársins í Kjarna-
skógi á Akureyri
Hengibjörkin
Margrét á „af-
komendur“ víða
ICELANDAIR hefur ákveðið að auka áætl-
unarflug sitt á næsta ári um allt að 10% og gera
átak í því að fjölga ferðamönnum til landsins.
Icelandair flýgur til Íslands frá 26 borgum í Evr-
ópu og Norður-Ameríku og mun á næsta sumri
fjölga vikulegum ferðum úr 140 í alls 155 á viku
eða 23 ferðir daglega á háannatímanum. Þetta
kemur fram í frétt frá félaginu.
Icelandair bætir einni Boeing 757-farþegaþotu í
áætlunarflugflotann og verður með 12 þotur í
rekstri næsta sumar. Með þessari aukningu mun
félagið þétta áætlun sína til margra staða og bæta
við tveimur áfangastöðum, Brussel í Belgíu og
Þrándheimi í Noregi.
„Við teljum að mikil umfjöll-
un um landið erlendis und-
anfarið og lágt gengi krón-
unnar skapi aukna
sölumöguleika á ýmsum mörk-
uðum,“ er haft eftir Birki
Hólm Guðnasyni, fram-
kvæmdastjóra Icelandair, í til-
kynningu frá félaginu.
Icelandair gerir ráð fyrir því
að aukningin í framboði félags-
ins fjölgi ferðamönnum Ice-
landair til landsins um 20-25 þúsund og að þeir
muni koma með sem svarar sex milljörðum króna
í erlendum gjaldeyri til kaupa á vöru og þjónustu.
Þá mun þessi viðbót skapa um 100 bein störf í
flugi og flugþjónustu félagsins og auk þess má
gera ráð fyrir að yfir þrjú hundruð störf verði til í
almennri ferðaþjónustu um landið til að sinna
þessum fjölda ferðamanna.
Í tilkynningunni kemur fram að Icelandair
byggir leiðakerfi sitt á staðsetningu landsins mitt
á milli Norður-Evrópu og Norður-Ameríku. Með
leiðakerfinu er Icelandair unnt að þjóna þremur
mörkuðum; heimamarkaðinum á Íslandi, ferða-
mannamarkaðinum til Íslands og alþjóðlegum
flugfarþegum á leið milli Evrópu og Norður-
Ameríku með viðkomu á Keflavíkurflugvelli.
Stefnir að fjölgun ferðamanna
Birkir Hólm
Guðnason