Morgunblaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009
MIKIL ánægja er meðal foreldra
með starf tónlistarskóla í Reykja-
vík. Þetta kom fram í viðhorfs-
könnun meðal foreldra grunnskóla-
barna í tónlistarskólum í
Reykjavík. Tæplega 90% foreldra
voru ánægð með kennsluna sem
barnið fékk í tónlistarskólanum og
97% töldu að barninu liði vel í skól-
anum. Þegar á heildina er litið voru
rúmlega 90% foreldra ánægð með
tónlistarskóla barnsins. Þegar
spurt var um tímasetningu kennsl-
unnar kom fram að 76% foreldra
voru mjög ánægð eða frekar ánægð
með tímasetningu tónlistarkennsl-
unnar.
Foreldrar ánægðir
með tónlistarnám
SKRIFAÐ hefur verið undir verk-
samning milli Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands og Ís-
lenskra orkurannsókna um
jarðhitaverkefni í Níkaragva.
Samningurinn felur í sér að Ís-
lenskar orkurannsóknir veiti sér-
fræðiaðstoð á sviði jarðhita í Ník-
aragva á tímabilinu 2009-2012.
Verkefnið er hluti að þróun-
araðstoð Íslands og hefur það að
markmiði að byggja upp færni og
þekkingu innan ríkisstofnana sem
koma að þróun jarðhitaauðlinda í
landinu.
Þróunaraðstoð
UM HELGINA undirrituðu fjórir af
sjö bæjarfulltrúum á Álftanesi sam-
komulag um „starfhæfa bæj-
arstjórn“, líkt og segir í frétta-
tilkynningu. Samkomulagið
byggist á þeim meginþáttum að
gætt verði að því að „þjónusta við
íbúana skerðist sem minnst og að
bæjarstjórn einbeiti sér að því að
rétta af fjárhag bæjarfélagsins. Við
teljum að með góðri sátt okkar um
meginmarkmið bæjarstjórnar til
vors 2010, megi þegar á næstu vik-
um merkja áherslubreytingar Álft-
nesingum til heilla. Samkomulagið
er gert af þremur fulltrúum D-lista
og Margréti Jónsdóttur, óháðum
fulltrúa,“ segir í tilkynningunni.
Undir hana skrifa Margrét Jóns-
dóttir, bæjarfulltrúi og formaður
bæjarráðs, og Kristinn Guð-
laugsson, bæjarfulltrúi og forseti
bæjarstjórnar.
Morgunblaðið/Ómar
Samkomulag
á Álftanesi
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur
veitt Háskólanum í Reykjavík heim-
ild til að bjóða doktorsnám í við-
skiptafræði og lögfræði. Þórður S.
Gunnarsson, forseti lagadeildar
HR, segir þetta koma til með að
styrkja vísindastarf við deildina en
frá stofnun hennar hefur verið lögð
áhersla á uppbyggingu rannsókna
og virka þátttöku í hinu alþjóðlega
vísindasamfélagi.
Doktorsnám í HR
STUTT
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Str. 40-56
Nýjar
vörur
frá
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
Gallakvartbuxur
svartar frá PAS
str. 36-56
kr. 9900.-
FRÁBÆR BUXNASNIÐ
NÝKOMIÐ – SVARTAR KVARTBUXUR OG GALLABUXUR
EINNIG KLASSÍSKAR SVARTAR OG BRÚNAR,
SPARI- OG VINNUBUXUR
MÖRG SNIÐ – 2 SÍDDIR
MYNDLIST
Dieter Roth
Óskum eftir verkum hans til sölumeðferðar.
UPPLÝSINGAR Í SÍMUM 820 4729 og 552 2060
Gallery Nútímalist
Skólavörðustíg 3
NÝR Landspítali, Búðarhálsvirkjun,
samgöngumiðstöð við Reykjavíkur-
flugvöll og ýmis vegagerðarverkefni
voru meðal þess sem fulltrúar ríkis-
stjórnarinnar og lífeyrissjóðanna
ræddu um í gærmorgun, á fundi um
aðkomu lífeyrissjóðanna að fjár-
mögnun opinberra verkefna. Ekki
verður fundað á ný fyrr en í næstu
viku en nokkrir undirhópar vinna að
málinu í millitíðinni.
„Mestur tími fundarins fór í að
ræða hugmyndir um uppbyggingu á
Landspítalalóðinni en það er gríðar-
lega stórt og mikið verkefni,“ segir
Arnar Sigurmundsson, formaður
Landssamtaka lífeyrissjóða. „Það
mál er í eðlilegum farvegi en það
tekur sinn tíma enda til margs að
líta í þeim efnum.“
Þá var farið yfir stöðu viðræðna
við Landsvirkjun varðandi hugsan-
lega aðkomu lífeyrissjóða vegna
Búðarhálsvirkjunar að hans sögn.
„Til viðbótar þessu var minnst á
stöðu mála varðandi væntanlega
samgöngumiðstöð við Reykjavíkur-
flugvöll en það mál er ekki komið á
það stig að það sé hægt að fara að
skoða það. Loks var farið almennt
yfir verkefni á vegum Vegagerðar-
innar sem gætu komið til álita og
það má segja að Suðurlandsvegur-
inn sé þar efstur á blaði. En Vega-
gerðin er að skoða fleiri atriði sem
hún þarf síðan að forgangsraða og
finna flöt á að gætu fallið að þessu
verkefni.“
Ekki er búið að boða næsta fund
ríkisstjórnar og lífeyrissjóðanna en
Arnar segist jafnvel eiga von á að
hann verði í næstu viku. „Í millitíð-
inni starfa undirhópar að þessum
málum,“ segir hann. ben@mbl.is
Nýr Landspítali efstur á blaði
Eins rætt við lífeyrissjóði um Búðarháls-
virkjun, samgöngumiðstöð og vegagerð
Morgunblaðið/Golli
Vatnsmýrin Samgöngumiðstöð er komin of stutt á veg til að hægt sé að
skoða möguleika á því að lífeyrissjóðir fjármagni hana, segir Arnar.
SVOKÖLLUÐ viðhaldsmeðferð fyr-
ir sprautufíkla hefur reynst þeim
eins og kraftaverk að sögn Þórarins
Tyrfingssonar, læknis og formanns
SÁÁ. Tíu ár eru síðan byrjað var að
beita lyfjameðferðinni hérlendis og
hefur umfang hennar aukist stöðugt.
Í upphafi meðferðar fara sprautu-
fíklarnir á Vog og þaðan í framhalds-
meðferð í fjórar til sex vikur. Eftir
það sækja þeir sér lyfið buprimorp-
hin reglulega á Vog sem auðveldar
þeim að halda sig fjarri fíkniefnum.
„Maður snýr meðferðinni eiginlega á
hvolf,“ útskýrir Þórarinn. „Lyfið
gerir það að verkum að fólkið þarf
ekki vímuefni og því líður sæmilega.
Þá getur það farið að byggja sig upp
félagslega og andlega og gengið til
starfs, náms og uppeldisskyldna án
þess að vímuefnin trufli.“
Í dag eru um 65 manns í þessari
meðferð en flestir hafa verið oftar en
tíu sinnum á Vogi og margsinnis
reynt önnur meðferðarúrræði án
árangurs.
„Það hefur oft verið talin mikil
hætta á að að heróínfíklar og ópíum-
fíklar deyi, sérstaklega ef þeir hafa
lent inni í fangelsum og verið afeitr-
aðir þar eða farið margítrekað í með-
ferð. Þá er mikil hætta á að þeir yfir-
skammti skömmu eftir að þeir koma
úr meðferð. Enda hafði þessi fíkn
það orð á sér lengst af að vera erf-
iðust fíkna. En með meðferðinni
gjörbreyttust batahorfurnar hjá
þessu fólki sem hafði svona litla
von,“ segir Þórarinn. „Undantekn-
ingarlítið fer því gríðarlega mikið
fram og eignast hvorki meira né
minna en alveg nýtt líf.“ ben@mbl.is
Reuters
Ný von Heróín- og ópíumfíklar voru áður taldir í mikilli hættu með að deyja.
Gerbreyttar bata-
horfur sprautufíkla
Öðlast nýtt líf með lyfinu buprimorphin
Stórfréttir
í tölvupósti