Morgunblaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigrtyggsson
sisi@mbl.is
VEÐRIÐ skiptir Íslendinga miklu
máli og það hlýtur að vera helsta
skýringin á hve mikið fólk horfir á
veðurfréttir í sjónvarpi. Einnig
hlýtur það að hafa áhrif að veð-
urfréttirnar eru sýndar á besta
tíma hjá RÚV, þ.e. milli kvöld-
fréttanna og Kastljóssins. Þegar
leitað var til sérfræðinga á þessu
sviði höfðu þeir ekki tiltækar upp-
lýsingar um það hvort áhugi Íslend-
inga á veðurfréttum ætti sér hlið-
stæðu meðal annarra þjóða eða
væri einsdæmi.
Ef síðasta tiltæk mælivika er
skoðuð hjá Capacent-Gallup, þ.e. 37
vika ársins, 7. til 13. september,
tróna veðurfregnirnar á toppnum
með 28,3% áhorf fólks á aldrinum
12 til 80 ára. Er hér miðað við með-
aláhorf á mínútu.
Veðrið skákar Popppunkti
Veðurfréttirnar skáka hinum vin-
sæla spurningaþætti Popppunkti,
sem er næstur með 27,1% áhorf. Í
þriðja sæti er kvennalandsleikur í
knattspyrnu með 26,6% og síðan
kemur þáttur Gísla Einarssonar,
Út og suður, með 21,7%.
Fréttir RÚV hafa 21,2% áhorf og
Kastljós 21,1%. Sérstaka athygli
vekur að þessa sömu viku er áhorf á
Ísland í dag á Stöð 2 meira en frétt-
ir RÚV, eða 21,5%. Áhorf á fréttir
Stöðvar 2 er 19,0%.
Tíuveður RÚV nær 19% og veð-
urfregnir Stöðvar 2 ná 12,2% áhorfi.
Fróðlegt er að bera þessar tölur
saman við áhorfstölur sömu viku fyr-
ir nákvæmlega ári. þ.e. 8-14. sept-
ember 2008. Þá kemur í ljós að áhorf
á alla fréttatíma RÚV hefur dalað
umtalsvert nema veðurfréttirnar.
Þær hafa tekið stökk upp á við.
Fréttir RÚV voru með 27,0% áhorf í
fyrra og tíufréttirnar voru í 4. sæti
með 25,8%, en þær komast ekki á
lista yfir efstu 10 nú í ár. Í fyrra voru
fréttir Stöðvar 2 með svipað áhorf,
eða 19,0%. Í fyrra var Ísland í dag
með 11,1% áhorf svo segja má að sá
þáttur sé hástökkvarinn milli ára.
Vinsælasti þátturinn á Skjá einum
í ár er Law&order með 16,0 áhorf en
sömu viku í fyrra var það C.S.I. New
York, með 20,4%. Sem fyrr er miðað
við aldurshópinn 12-80 ára.
Gallup mælir einnig áhorf í ald-
urshópnum 12-49 ára og þar breytist
röðin nokkuð. Hjá RÚV skjótast
Popppunktur og landsleikurinn upp
fyrir veðurfréttirnar. Hjá Stöð 2
heldur Ísland í dag toppsætinu en
Auddi og Sveppi, Ástríður og The
Simpsons skjótast upp fyrir fréttir
Stöðvar 2.
Þegar hlutdeild viðkomandi sjón-
varpsstöðvar í heildaráhorfi í viku
37. er skoðuð kemur í ljós að Rík-
issjónvarpið er með stærstan hlut
eða 44,6%, Stöð 2 er með 25,5% og
SkjárEinn með 15,0% hlutdeild.
Á aðrar stöðvar, svo sem sportrás-
ir og svokallaðar plússtöðvar, er
mun minna horft á.
Um 500 manns með tæki á sér
Mælingin á sjónvarpsáhorfi og út-
varpshlustun fer þannig fram að um
500 manns eru með tæki á sér sem
mælir þetta með rafrænum hætti.
Aðeins misjafnt eftir dögum hve
svörin eru mörg því alltaf eru ein-
hverjir í útlöndum eða ekki að nota
miðlana af einhverjum ástæðum.
Áður en þátttakendur fara að sofa
á kvöldin setja þeir mælitækið í sér-
stakt hleðslutæki. Þetta tæki hefur
tvenns konar tilgang. Það hleður
tækið fyrir næsta dag og tekur jafn-
framt við gögnum um áhorf dagsins
og sendir Capacent-Gallup yfir há-
nóttina.
Landinn er sólginn í veðurfréttir
Veðurfréttir Ríkissjónvarpsins hafa ítrekað verið það sem mest er horft á í sjónvarpinu í sumar Þær
hafa jafnvel skákað fréttatímunum hjá RÚV Þátturinn Ísland í dag á Stöð 2 er hástökkvarinn milli ára
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Fólk er spennt að fylgjast með því hvort sólin muni skína á kroppinn.
!
Í HNOTSKURN
»Fyrri mælingar á áhorfisjónvarpsstöðva og
hlustun á útvarpsstöðvar fóru
þannig fram að þátttakendur
héldu dagbækur.
»Fyrir tæpum tveimur ár-um var tekin upp svoköll-
uð rafræn mæling með um 500
þátttakendum.
»Rafræna mælingin er talingefa mun raunhæfari nið-
urstöðu um notkun fólks á
ljósvakamiðlum.
Talsverð breyting hefur orðið á út-
varpshlustun milli ára og greini-
legt að útvarpsstöðin Bylgjan hef-
ur mjög sótt í sig veðrið.
Þegar skoðuð er 37. vika þessa
árs kemur í jós að hlutdeild Bylgj-
unnar í heildarhlustun í vikunni er
36,4%, Rásar tvö 32,2% og Rásar
eitt 16,7%. Er þá miðað við aldurs-
hópinn 12-80 ára. Sömu viku árið
2008 var hlutdeild Rásar tvö 35%,
Bylgjunnar 30,5% og Rásar eitt
19,1%.
Þegar aldurshópurinn hefur ver-
ið þrengdur í 12-49 ára eru yf-
irburðir Bylgjunnar enn meiri. Hún
er með 46,1% hlustun, Rás tvö
24,9% og Rás eitt 5,2%. Í þessum
aldurshópi hefur FM 95,7 skotist
upp í þriðja sætið með 15%
hlustun.
Í aldurshópnum 12-49 ára hefur
Bylgjan bætt við sig tæpum 6 pró-
sentustigum milli ára en Rás tvö
tapað 4 prósentustigum. FM hefur
bætt við sig rúmu prósentustigi en
Rás eitt tapað rúmu stigi.
Í niðurstöðum Capacent-Gallup
kemur ekki fram hvernig hlustun
skiptist milli einstakra þátta.
Hlustun á Bylgjuna hefur aukist milli ára
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
KOSTNAÐUR við undirbúning
óperuhúss í Kópavogi nam um 34,6
milljónum króna, en það hefur nú
verið slegið af. Á fjárhagsáætlun
2008 voru 100 milljónir króna ætl-
aðar til undirbúnings. Áætlaður
kostnaður nam 2,5 milljörðum
króna samkvæmt hönnunargögn-
um en útreikningur miðað við til-
lögur arkitekta í hönnunarsam-
keppni sýndi 2,8 milljarða kr.
kostnað fyrir utan um 1,2 milljarða
kostnað í sviðsbúnað.
Þetta kom fram á síðasta fundi
bæjarráðs Kópavogs. Í sund-
urliðun kostnaðar má sjá að að-
keypt tækniþjónusta var um 19,6
milljónir króna og kostnaður
vegna verktaka nam um 12,7 millj-
ónum.
Gunnsteinn Sigurðsson, bæj-
arstjóri í Kópavogi, segir að ekki
hafi verið pólitískur ágreiningur
um fyrirhugaða framkvæmd. Sér-
stök nefnd fulltrúa Samfylkingar,
Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks hafi haldið utan um verk-
efnið og segja megi að það hafi
verið lán í óláni að verkefnið hafi
ekki verið komið lengra, þegar
hrunið skall á.
„Við erum ekkert að fara að
nýta þessa fjárfestingu á næst-
unni,“ svarar Gunnsteinn spurður
hvort undirbúningskostnaðurinn
sé tapað fé. „Það liggur alveg ljóst
fyrir að við erum ekki að fara að
byggja óperuhús á næsta ári eða
þar næsta.“ Hann bætir við að ís-
lenska óperan fái líklega inni í
Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í
Reykjavík og Kópavogur hafi ekki
fjármuni til þess að halda verkefn-
inu áfram.
Kostnaður um 34,6
milljónir króna
Áætlun vegna óperuhúss hljóðaði upp á um 2,8 milljarða
Morgunblaðið/Golli
Salurinn Tónlistarhús Kópavogs var byggt utan um tónlistina.
ÞAÐ hefur vakið verðskuldaða at-
hygli að ítrekað hafa veðurfréttir
RÚV verið það sem mest er horft
á allra dagskrárliða sjónvarps-
stöðvanna í sumar, samkvæmt
mælingum Capacent-Gallup.
ÞINGFLOKKUR og landsstjórn
Framsóknarflokksins leggjast ein-
dregið gegn því að skattahækkanir
ríkisstjórnarinnar nái til virð-
isaukaskatts á matvæli. Slík hækk-
un mun koma verst við lág-
tekjufólk, atvinnulausa, aldraða og
öryrkja,“ segir m.a. í tilkynningu
frá þingflokki framsóknarmanna
eftir sameiginlegan fund þing-
flokksins og landsstjórnar Fram-
sóknarflokksins, sem haldinn var á
Hólmavík 27.-28. september s.l. Þá
taldi fundurinn jákvætt ef rík-
isstjórnin ætlaði að grípa til al-
mennra aðgerða til að leiðrétta
skuldir heimilanna, líkt og fram-
sóknarmenn og fleiri hefðu barist
fyrir í átta mánuði.
„Framsóknarmenn fagna því
þegar frumkvæði að atvinnu-
uppbyggingu kemur frá heima-
mönnum á hverjum stað. Hlutverk
ríkisstjórnar er að skapa aðstæður
og styðja heimamenn. Í því ljósi
harmar fundurinn að ríkisstjórnin
standi ekki heilshugar að baki
Norðlendingum í þeirra atvinnu-
sköpun.“
Gegn hækkun á matarskatti
Framsókn Þingflokkur framsókn-
armanna hélt fund með landsstjórn.
„Við viljum vita um hvað málið snýst. Okkur líst ekki
á að verið sé að framlengja það óvissuástand sem er í
þjóðfélaginu. Það er kominn tími til að ríkisstjórnin
komi með skýra stefnu í orkumálum og öðrum
stórum atvinnumálum sem búið er að gefa fólkinu
fyrir norðan undir fótinn með,“ segir Unnur Brá
Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suð-
urlandi, sem óskað hefur eftir fundi í iðnaðarnefnd
Alþingis. Tilefnið er að stjórnvöld hyggjast ekki
framlengja viljayfirlýsingu um álverið á Bakka við
Húsavík.
Vill nefndarfund um álverið á Bakka
Unnur Brá
Konráðsdóttir