Morgunblaðið - 29.09.2009, Side 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009
ÍSLENSK landsnefnd Barnahjálp-
ar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)
hefur fengið átta milljónir króna
úthlutaðar frá utanríkisráðuneyt-
inu vegna langvinns neyðar-
ástands í Austur-Kongó. Styrk-
urinn rennur til verkefna UNICEF
gegn kynferðisofbeldi og aðstoðar
við konur og stúlkur sem orðið
hafa fyrir nauðgunum.
Árið 1998 hófust vopnuð átök í
Austur-Kongó sem talin eru hafa
kostað um fimm milljónir manna
lífið. Allt frá upphafi átakanna
hefur kynferðisofbeldi gegn kon-
um og stúlkubörnum verið beitt í
hernaðarlegum tilgangi.
Um þessar mundir standa
V-dagurinn á Íslandi og UNICEF
fyrir fjársöfnun meðal almennings
vegna neyðarinnar í Austur-
Kongó.
Neyðarástand í
Austur-Kongó
SAMTÖK strandgæslna og sjóherja
tuttugu þjóða á Norður-Atlantshafi
(NACGF) halda aðalfund sinn á Ak-
ureyri 29. september til 2. október.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, hefur verið
formaður samtakanna frá síðasta
aðalfundi í Grænlandi 2008.
Umfangsmikil björgunar- og
mengunarvarnaæfing verður
haldin samhliða fundinum en henni
verður að hluta til stjórnað frá sam-
hæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð.
Ljósmynd/LHG
Æfing Halda á björgunaræfingu.
Strandgæslur funda
UNGMENNAFÉLAGIÐ Dagsbrún í
Austur-Landeyjum verður 100 ára
hinn 23. október 1909 næstkom-
andi. Af því tilefni verður blásið til
hátíðahalda dagana 17. og 24. októ-
ber nk. Hinn 17. er hugmyndin að
bjóða þeim sem yngri eru á skauta
eins og tíðkaðist á fyrstu árum fé-
lagsins og einnig stendur til að fara
í keilu og hinn 24. verður afmæl-
isfagnaður í Gunnarshólma fyrir
eldri deildina. Umf. Dagsbrún hef-
ur starfað óslitið í hundrað ár þó að
ýmsar breytingar hafi átt sér stað í
starfi félagsins, m.a. var öll íþrótta-
starfsemi færð til sameiginlegs fé-
lags ungmennafélaga í Rang-
árþingi eystra.
Morgunblaðið/Heiddi
Dagsbrún 100 ára
„VIÐ erum að horfa á samhengið
milli lægstu launa og úrræða í at-
vinnuleysistryggingakerfinu,“ segir
Árni Páll Árnason félagsmálaráð-
herra. Fram kom í blaðinu á laug-
ardag að illa gengur að manna sum
láglaunastörf því það getur komð
betur út fyrir fólk að vera á atvinnu-
leysisbótum.
Árni Páll segir að þessi mál séu öll
í endurskoðun í ráðuneytinu. Meðal
annars sé unnið að breytingum á
kerfinu til stuðnings barna-
fjölskyldum. Það gangi ekki að
stuðningurinn sé
ólíkur við lág-
launafólk eftir því
hvort það er í
vinnu eða á at-
vinnuleys-
isbótum. Fyrir
liggi tillögur um
nýtt barnatrygg-
ingakerfi, sem
skipti miklu máli.
Ráðherra segir að þetta sé flókið
verkefni, sem þurfi að vinna vel.
Þá segir hann að einnig sé verið að
skoða hvernig mæta megi upphafs-
kostnaði þess fólks, sem fer aftur á
vinnumarkaðinn. Verið sé að leita
úrræða til að draga úr þessum
kostnaði tímabundið, t.d. hvað varð-
ar dagvistarkostnað, samgöngu-
kostnað og þvíumlíkt.
Árni Páll segir að eftir því sem
langtímaatvinnuleysi eykst verði
flóknara að koma fólki í vinnu. Þessu
verði að sýna skilning. „Það er and-
lega mikið álag að vera atvinnulaus
lengi,“ segir hann. „Það dugar ekki
að hengja bara upp lista yfir þau
störf sem eru laus, það þarf að hafa
fyrir því að koma fólki í þessi störf.
Eins dugar ekki bara að auglýsa
námskeið sem eru í boði, það þarf að
hafa fyrir því að koma fólki á nám-
skeiðin.“
Hann segir að margt ungt fólk á
atvinnuleysisskrá eigi ekki langa
menntun að baki. Í þeim hópi sé fólk
sem hafi ekki góða reynslu af skóla-
göngu. Finna þurfi nýjar lausnir til
að koma þessum hópi í nám eða á
vinnumarkaðinn.
sisi@mbl.is
Atvinnuleysiskerfið í endurskoðun
Horft er á samhengið milli lægstu launa og úrræða í atvinnuleysistryggingakerfinu
Árni Páll Árnason
SÉRSTAKIR skrikvagnar munu
eftirleiðis koma að gagni í námi
ungra ökumanna um allt land, en
Sjóvá afhenti Forvarnahúsinu tvo
slíka í gær. Um er að ræða hjóla-
búnað sem settur er undir bíl og
lyftir honum upp svo veggrip
minnkar. Þannig má æfa sér-
staklega akstur við erfiðar að-
stæður, s.s. hálku, bleytu eða lausa-
möl. Segir í fréttatilkynningu að
það hafi lengi verið baráttumál
Ökukennarafélags Íslands að taka
upp áhættuvarnarakstur sem
skipulagðan námsþátt hér á landi.
Skrikvagnar
í ökunámi
www.lyfogheilsa.is Kringlunni
20% afsláttur
af öllum Bobbi Brown
vörum í snyrtivörudeild
Lyfja & heilsu Kringlunni.
BOBBI BROWN
DAGAR 29.-30.
september
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
9
1
6
1
6