Morgunblaðið - 29.09.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
HAGRÆÐING á
skattstofum
landsins og sam-
eining þeirra á að
spara um 140
milljónir króna á
ári og allt verður
gert til þess að
komast hjá ein-
hliða uppsögnum
starfsfólks, að
sögn Guðmundar
Árnasonar, ráðuneytisstjóra í fjár-
málaráðuneytinu.
Eitt skattumdæmi
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagði meðal annars á
flokkstjórnarfundi Samfylkingar-
innar um helgina að skattstofur
yrðu sameinaðar.
Í sumar var skipaður starfshópur
til þess að leggja drög að því með
hvaða hætti brugðist yrði við fyr-
irsjáanlegri lækkun á rekstrarfram-
lagi stofnana. Sérstaklega var
fjallað um skattstofurnar og segir
Guðmundur að niðurstaðan hafi ver-
ið sú að leggja til að öll níu skatt-
stjóraumdæmi landsins verði sam-
einuð í eitt skattumdæmi og það
síðan sameinað ríkisskattstjóra-
embættinu. Skattstofurnar sem
sjálfstæð embætti hverfi en starf-
semi verði áfram viðhaldið á sér-
stökum landshlutaskrifstofum á
Vesturlandi, Vestfjörðum, Norður-
landi, Austurlandi, Suðurlandi og á
höfuðborgarsvæðinu. Höfuðstöðv-
arnar verði hjá ríkisskattstjóra.
Guðmundur segir að með breyttu
fyrirkomulagi, sameiningu í eina
stofnun, gefist betra tækifæri á
verkaskiptingu á milli starfsstöðv-
anna heldur en verið hefur þar sem
skattstofurnar veiti mjög alhliða
þjónustu hver um sig. Spurður
hvort það þýði að ákveðin starfsemi
fari til dæmis fram í Hafnarfirði og
önnur á Akureyri segir hann það
ekki vera þannig. Ýmsar hugmyndir
hafi verið nefndar í þessu sambandi
en ekki sé búið að ákveða útfærsl-
una. Mjög góð samvinna hafi verið
við skattstjórana um verkefnið og
fái hugmyndirnar brautargengi
verði þeim væntanlega falið að gera
tillögur um það hvernig starfsem-
inni verði best fyrir komið og hvern-
ig verkaskiptingunni verði best
háttað.
Að sögn Guðmundar hefur ekki
verið ráðið í störf hjá skattstjórum
sem hafa losnað. „Það eru ágætis
vonir til þess að þessi lækkun út-
gjalda náist án þess að það þurfi að
koma til uppsagna,“ segir hann, en
breytt fyrirkomulag tekur væntan-
lega gildi í byrjun næsta árs.
Skatturinn
hagræðir
Stefnt að 140 milljóna króna sparnaði
Guðmundur
Árnason
Í HNOTSKURN
»Meðal breytinga sem unn-ið er að á vegum ráðu-
neyta er endurskipulagning
lögregluembætta; umdæmum
verður fækkað og þau stækka.
»Héraðsdómstólar samein-aðir í einn og landið gert
að einu skattaumdæmi.
Á SÍÐASTA ári voru framkvæmdar tæplega
1.000 fóstureyðingar á Íslandi eða um þrjár á
dag að meðaltali. Um 34% kvennanna höfðu
áður farið í fóstureyðingu og segja talsmenn
Alþjóðlega getnaðarvarnadagsins það vekja
spurningar hvort þær hafi ekki notað getn-
aðarvarnir sem skyldi.
Um 25% samdráttur í smokkasölu
Bent er á að í nágrannalöndunum sé þróunin
á annan veg. Í Bretlandi séu getnaðarvarnir til
dæmis niðurgreiddar að fullu fyrir ungt fólk en
hérlendis óttist heilbrigðisstarfsfólk að fóstur-
eyðingum og ungum mæðrum fjölgi vegna
þess hve getnaðarvarnir séu orðnar dýrar. Það
sé tilfinning starfandi félagsráðgjafa á kvenna-
deild Landspítalans að umræða um fjárhag og
afkomu sé mun meira áberandi en áður í við-
tölum sem eigi sér stað þegar kona sæki um
fóstureyðingu. Í þessu sambandi er vísað til
þess að kostnaður við getnaðarvarnir hafi auk-
ist töluvert í kjölfar gengishrunsins. Verð á
smokkum hafi nærri tvöfaldast á rúmu ári og
salan dregist saman um fjórðung. Læknar hafi
einnig orðið varir við að konur vilji skipta yfir í
ódýrari getnaðarvarnir og hafi jafnvel hætt að
nota hefðbundna vörn vegna fjárskorts.
Aukin vitund
Fræðslusamtök um kynlíf, Félag íslenskra
fæðingar- og kvensjúkdómalækna og Ástráð-
ur, fræðslusamtök læknanema, stóðu að Al-
þjóðlega getnaðarvarnadeginum í gær og var
það í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í átak-
inu, en um er að ræða alþjóðlega herferð sem
miðar að því að skapa heim þar sem allar
þunganir eru velkomnar.
Markmið herferðarinnar var að bæta að-
gengi að upplýsingum og auka vitund ungs
fólks um getnaðarvarnir til að einstaklingar
geti tekið upplýstar ákvarðanir um kynlíf og
kynheilbrigði. Veggspjöldum hefur verið
dreift í skóla og heilsugæslustöðvar, auk þess
sem fólk er almennt hvatt til þess að ræða um
getnaðarvarnir. Yfirskrift herferðarinnar er
„Þín rödd, þitt líf: Tölum um getnaðarvarnir“
og er lögð áhersla á að getnaðarvarnir séu ekki
feimnismál.
Um þrjár fóstureyðingar á dag
34% kvennanna höfðu áður farið í fóstureyðingu Verð á smokkum nær tvöfaldast á rúmu ári
Markmið Alþjóðlega getnaðarvarnardagsins að auka umræður og bæta aðgengi að upplýsingum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fræðsla Námsgagnastofnun gaf út nýtt náms-
efni um kynlíf fyrir nokkrum árum.
EFTIR seinni leitir í Miðdölum um helgina kom sauðurinn Kóngur frá hin-
um fornfræga bæ, Sauðafelli, fram í Fellsendarétt. Finnbogi Harðarson,
bóndi á Sauðafelli, grípur hér í Kóng sem er þríhyrndur, „eða ferhyrndur
öðrum megin“, eins og Finnbogi orðaði það við tíðindamann Morgunblaðs-
ins. Þykja þríhyrndir hrútar sjaldgæf sjón en Kóngur er auk þess með
stærri sauðum miðað við aldur. Kóngur kom að Sauðafelli sem gjöf frá
frændfólki á Fellsenda, í skiptum fyrir gimbur. Kóngur var geldur á fyrsta
ári vegna hornanna og hefur skilað eiganda sínum litlum arði síðan, ef frá
eru taldir hæfileikar hreinræktaðs forystusauðs. Gimbrin frá Sauðafelli
hefur aftur á móti gefið af sér mörg lömb, en ábúendur á Fellsenda þó
kvartað yfir því við Finnboga hvað hún mjólkar lítið! bjb@mbl.is
Morgunblaðið/Björn Jóhann
MEÐ ÞRÍHYRNDAN SAUÐ
ELDSNEYTI á bíla lækkaði víða í
gær. Orkan tilkynnti eftir hádegi
í gær að hún ætlaði að lækka
verð á bensíni um 2 krónur lítr-
ann og dísilolíulítrann um 1
krónu. Sagði félagið ástæðu lækk-
unarinnar vera lækkandi heims-
markaðsverð á olíu. Algengt verð
á lítra af bensíni hjá Orkunni síð-
degis í gær var 180,30 kr. og al-
gengt verð á dísilolíulítra 175,10
kr.
Fleiri eldsneytissalar lækkuðu
einnig verð þegar leið á daginn.
Á heimasíðum félaganna er yf-
irleitt birt eldsneytisverð og hvar
eldsneyti er á sérstöku tilboðs-
verði hverju sinni. N1 birti upp-
færða verðskrá kl. 18:20 í gær.
Samkvæmt henni var meðalverð á
95 oktana bensíni í sjálfs-
afgreiðslu 181,90 og á dísel
177,60. Ódýrast var eldsneytið
hjá N1 í Borgarnesi eða 176,30
bensínið og þar kostaði dísel 172
krónur lítrinn. gudni@mbl.is
Eldsneytis-
verð lækk-
aði í gær
Hjá N1 er verðið
lægst í Borgarnesi
Morgunblaðið/Frikki
Fyll’ann Eldsneyti lækkaði í gær
vegna lækkunar á heimsmarkaði.
Brotnaði í Hvítánni
Siglingastofnun endurskoðar verklagsreglur flúðasiglingafyrirtækja í kjölfar
tveggja alvarlegra óhappa í sumar Einn slasaðist nýverið í siglingu niður Hvítá
Eftir Björn Jóhann Björnsson og
Sigurð Boga Sævarsson
SIGLINGASTOFNUN hefur tekið til skoðunar
óhapp er varð í flúðasiglingum niður Hvítá í Ár-
nessýslu í lok síðasta mánaðar.
Þá slasaðist maður sem tók útbyrðis ásamt
þremur öðrum er gúmbáti þeirra hvolfdi á flúðum
skammt ofan við Brúarhlöð. Lenti maðurinn undir
bátnum og á milli bátsins og árbotnsins. Komst
hann við illan leik upp í bátinn aftur og var þaðan
færður í land við Brúarhlöð. Maðurinn var fluttur
með sjúkrabíl til Reykjavíkur og við læknisskoðun
reyndist hann vera með fimm hryggjartinda
brotna, auk þess sem hann marðist þegar blæddi
inn á vef. Hann hefur verið frá vinnu síðasta mán-
uðinn en er á góðum batavegi, samkvæmt upplýs-
ingum blaðsins. Var skýrsla tekin um málið hjá
lögreglunni á Selfossi.
Þetta er annað óhappið í flúðasiglingum sem
Siglingastofnun tekur til skoðunar á skömmum
tíma. Morgunblaðið greindi í síðustu viku frá at-
viki í Austari-Jökulsá í Skagafirði er þátttakandi í
slíkri siglingu var nærri drukknaður.
Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi
Siglingastofnunar, segir að þar á bæ séu þessi mál
almennt litin alvarlegum augum. Við fyrstu sýn
virðist umrætt fyrirtæki, Arctic Rafting, þó hafa
farið eftir gildandi verklagsreglum. Brugðist hafi
verið rétt við, eftir því sem næst verði komist, að
því undanskildu að atvikið var ekki tilkynnt til
Siglingastofnunar. Fyrirtækjunum ber þó ekki að
gera það, samkvæmt reglum, en Þórhildur segir
það vera eitt af því sem stofnunin muni skoða.
„Þessi atvik kalla á endurskoðun á verklags-
reglum sem liggja til grundvallar starfsleyfum
sem við gefum út. Markmiðið með reglunum er að
tryggja öryggi fólks,“ segir Þórhildur.
Þess má geta að um tíu þúsund manns fóru í
flúðasiglingar í Hvítá í sumar en eftir því sem best
er vitað hafa fleiri óhöpp ekki orðið, að sögn Þór-
hildar Elínar.
FIMM manns, á aldrinum 1 árs til
36 ára, þrír karlar og tvær konur,
hafa á síðustu dögum greinst með
sýkingu af völdum Escherichia coli
O157 (E. coli O157) að því er fram
kemur á vef Landlæknis. Þrír hafa
verið lagðir inn á sjúkrahús vegna
sýkingarinnar en enginn fékk al-
varlega fylgikvilla. Ekki eru þekkt
tengsl milli fólksins og er uppruni
smitsins óljós.
Helstu einkenni E.coli 0157 sýk-
ingar í fólki eru niðurgangur, sem
oft er blóðugur, og einnig geta
fylgt henni slæmir kviðverkir eða
uppköst. Bakterían berst með
menguðu vatni og matvælum í fólk
en smit milli manna og úr dýrum í
menn þekkist einnig. Árið 2007
kom upp hópsýking hér á landi
vegna E.coli 0157 sem var talin
upprunnin í innfluttu salati.
Fimm sýktir
af E.coli 0157