Morgunblaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009 Kurteis kisi Kötturinn Hnoðri á heima á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Þó svo að hann virðist kunna alla mannasiði og bíði matar síns kurteislega er ekki ætlast til þess að hann sitji við matarborðið. Heimilismenn vinna nú að því að venja hann af því að stökkva upp á borð og í stóla – það getur hins vegar reynst erfitt, því hver getur staðist þessi dásamlegu bænaraugu? Kristinn ÞAÐ ER lofsvert að Morgunblaðið reyni að skýra fyrir lesendum sínum til- drög efnahags- hrunsins. Það er hins vegar lakara þegar blaðið heldur því fram að rekja megi þensluna á ár- unum fyrir hrun til Kárahnjúkavirkj- unar og álversins í Reyðarfirði eins og skilja má á greininni „Afdrifaríkar framkvæmdir“, sem birtist í blaðinu sl. sunnu- dag. Þetta stenst einfaldlega ekki skoðun og er rangt. Margoft hefur verið sýnt fram á að verðbólgan á árunum 2003- 2007 var drifin áfram af allt öðr- um kröftum. Það sem fyrst og fremst jók á þensluna var að fjármálakerfið á Íslandi tók byltingarkenndum breytingum á þessum tíma og dældi ótrúlega miklu erlendu fjármagni beint inn í hagkerfið m.a. inn á hús- næðismarkaðinn með þeim af- leiðingum að húsnæðisverð hækkaði upp úr öllu valdi. Þegar skoðuð er þróun verð- bólgu með og án húsnæðis á þessu tímabili kemur þetta ber- lega í ljós. Í byrjun árs 2003 var verðbólga með húsnæði tæpt 1,5% en það var vel innan verð- bólgumarkmiðs Seðlabanka Ís- lands. Verðbólga án húsnæðis var innan við 0,5% á sama tíma. Verðbólga án húsnæðis komst hæst í tæp 3% um mitt ár 2004 en lækkaði síðan hratt og var um 1% í byrjun árs 2007. Verð- bólga með húsnæði hækkaði hins vegar jafnt og þétt allt frá byrjun árs 2003 og var orðin rúm 4% í byrjun árs 2007. Á ár- unum 2004 til 2007 hækkaði vísitala neysluverðs þannig rúmlega tvöfalt meira með húsnæði en án. Þessar tölur sýna að verðbólgan átti fyrst og fremst ræt- ur í hækkun fast- eignaverðs tímabil- ið sem Kárahnjúkavirkjun var í byggingu. Fasteignabólan myndaðist af ofgnótt fjármagns á Íslandi í kjölfar þess að bank- arnir komu inn á íbúða- lánamarkaðinn rétt um miðjan áratuginn. Þess má til fróðleiks geta að efnahagsreikningur bankanna um mitt ár 2008 var rétt rúmir 14.000 milljarðar króna en fyrir þá upphæð hefði mátt byggja meira en 100 Kárahnjúkavirkj- anir og á 4 árum lánuðu bank- arnir um 500 milljarða króna til íbúðalána en fyrir þá hefði mátt byggja allt að fjórar slíkar virkj- anir. Í þessum efnum er ekki nóg að leita einungis álits fyrrver- andi stjórnenda greining- ardeilda viðskiptabankanna. Eftir Friðrik Sophusson » Þessar tölur sýna að verðbólgan átti fyrst og fremst rætur í hækkun fasteignaverðs tíma- bilið sem Kára- hnjúkavirkjun var í byggingu. Friðrik Sophusson Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Að hengja bakara fyrir smið – Fréttaskýring á villigötumUNDANFARINN ára-tug byggðist upp nýtt hag- kerfi á Íslandi – innflutn- ingshagkerfið. Fjármálakerfið blés út og dældi ómældum fjár- munum inn í landið og verslunar- og þjónustufyr- irtæki spruttu upp eins og gorkúlur. Allt byggðist þetta á að taka lán í út- löndum til að fjármagna veisluna, sem var allt í senn hömlu- laus og yfirgengileg. Þetta mikla inn- flæði fjármangs leiddi til styrkingar á gengi íslensku krónunnar og höf- uðborgarsvæðið – höfuðstöðvar inn- flutningshagkerfisins – var þúfan sem grænkaði mest í gósentíðinni. Út- flutningsatvinnuvegirnir liðu fyrir sterkt gengi og lífið á landsbyggðinni gekk sinn vanagang – atvinnulíf dróst saman og fólk flutti í burtu í alls- nægtir hins lánsfjármagnaða lífsstíls. Nú er hún Snorrabúð stekkur, bólan er sprungin, fjármálakerfið hrunið og lífskjörin á höfuðborgarsvæðinu nálg- ast raunveruleikann hröðum skrefum. Staðan á landsbyggðinni er í grunn- inn allt önnur. Höfuðatvinnuvegir hennar sjávarútvegur, ferðaþjónusta og sumir geirar iðnaðar ganga vel enda krónan réttar skráð en um langt skeið og nú dregur úr fólksflutn- ingum úr bæ í borg. Brýnustu verkefnin? Hver eru þá viðbrögð helstu aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins? Jú, nú er það mat manna í borginni að sækja þurfi allt það fé sem fáan- legt er til að styrkja höfuðborg- arsvæðið. Nú er seilst í lífeyrissjóð- ina, líka þá sem eru úti á landi. Nú leggjast menn á eitt með það að sækja fé af landsbyggðinni til að styrkja stöðu atvinnugreina og op- inberra stofnana höfuðborgarinnar. Í vor lögðu þessir aðilar niður fyrir sér hvað gera þyrfti til að ná stöðugleika og sátt í íslensku samfélagi svo að vöxtur þess gæti hafist á nýjan leik. Fróðlegt er að líta yfir þann lista sem tekur til stórra verklegra fram- kvæmda. Listinn yfir þessi þjóð- þrifaverk hljóðar upp á 130 milljarða sem sækja á í sjóði lífeyr- isþega landsins. Öll verkefnin utan eitt voru innan áhrifa- svæðis höfuðborg- arinnar. Þegar upp- lýst var um þetta eina verkefni sem áformað var að vinna að úti á landi ætlaði allt að ganga af göflunum hjá sjálfskipuðum álits- gjöfum landsins. Þetta voru áform um að bora göng í gegn- um Vaðlaheiði. Var þeim áformum gefið nafnið kjördæmapot af hæstu gráðu. Hvers vegna hin verkefnin teljast ekki til kjördæmapots stafar líklega af því að þau eru innan áhrifa- svæðis höfuðborgarinnar. Það land- svæði hefur svo lengi þrifist á op- inberum framlögum að sumir hverjir virðast tapa glórunni ef framlög úr ríkissjóði eiga að fara út fyrir þetta stærsta styrksvæði landsins. Gylliboð: 25% ávöxtun Þá eru uppi frekari áform um að sækja fé til stuðnings við uppbygg- ingu á höfuðborgarsvæðinu. Sækja skal 75 milljarða til almennings, sem að lögum er gert að spara fyrir ör- orku- og ellilífeyrisgreiðslum síðar á ævinni. Til lífeyrisssjóða landsins er beint óskum um að þeir leggi 75 millj- arða af sparnaði sjóðsfélaga sinna í Fjárfestingasjóð Íslands sem ætlað er að ávaxta þá fjármuni um 25% á ári! Hvernig hafa lífeyrissjóðirnir ávaxtað hingað til það fé sem sjóðfélagarnir hafa að lögum lagt til þeirra? Það er að sjálfsögðu mjög misjafnt en ég get fullyrt að enginn sjóðanna hefur náð að ávaxta fé sjóðfélaganna um 25% á ári í tíu ár samfleytt eins og nú er lof- að. Höfuðstóllinn á m.ö.o. að rúmlega 9 faldast á 10 árum. Með ólíkindum er að enn sé reynt að blekkja fólk til fylgis við glórulausar ávöxtunarleiðir. Í öðrum löndum eru menn nú dæmdir fyrir slík gylliboð. Flestir lífeyrissjóða landsins urðu fyrir miklum búsifjum í hruni fjár- málakerfisins, ekki síst vegna áhættu- fjárfestinga í bönkum og fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Flestir þeirra eiga ekki fyrir lífeyrisloforðum – þ.e. ekki eignir á móti skuldbindingum. Sú staðreynd kallar á varkárni í fjár- festingum. Á sama tíma og staða sjóð- anna er afar ótrygg er ekki réttlæt- anlegt að taka frá 75 milljarða á þremur árum í enn frekari áhættu- fjárfestingar. Mál er að linni! Hvar mun sjóðurinn fjárfesta? Það er líka umhugsunarinnar virði að velta því fyrir sér hvert þessir fjár- munir munu renna. Trúir því virki- lega einhver að Fjárfestingasjóður Ís- lands muni nýta fé sitt utan höfuðborgarsvæðisins í einhverjum mæli? Til þess þyrfti aldarlöng saga sem við þekkjum í byggðamálum Ís- lands, þar sem allir straumar renna í eina átt, að snarbreytast. Engin teikn eru á lofti nú um stundir um slíkar breytingar. Barnaskapur er að halda slíku fram. Við vitum öll að lífeyr- issjóðir landsins hafa fyrst og fremst fjárfest hér innanlands á höfuðborg- arsvæðinu undanfarna áratugi. Lærum af reynslunni Hver er reynslan og hvar eru töp- in? Nær væri fyrir landsbyggðarsjóð- ina að hugsa sinn gang og líta sér nær ef þeir telja sig hafa efni á áhættufjárfestingum. Hvað kemur sjóðfélögum þeirra best? Ég vil skora á stjórnarmenn í þessum sjóðum að hugsa vel sinn gang og draga lærdóm af dýrkeyptri reynslu síðustu ára. Ég efast um að lífeyrissjóðir á lands- byggðinni hafi efni á áhættufjárfest- ingum. En ef efnin eru meiri legg ég til að stjórnarmenn þessara sjóða gleymi áformum um Fjárfestingasjóð Íslands og líti sér nær. Eftir Kristján Þór Júlíusson »Með ólíkindum er að enn sé reynt að blekkja fólk til fylgis við glórulausar ávöxtunar- leiðir. Í öðrum löndum eru menn nú dæmdir fyr- ir slík gylliboð. Kristján Þór Júlíusson Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi stjórnarmaður í lífeyrissjóðum. Fjárfestingasjóður Íslands – nei takk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.