Morgunblaðið - 29.09.2009, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ríkisstjórninhefur ekkiburði til að
stemma stigu við
ríkisútgjöldum.
Hún hefur vissu-
lega talað um það
ótt og títt frá því hún komst
til valda en lítið orðið úr. Þess
vegna er ljóst að þegar tals-
menn hennar segja að nú
verði farið í niðurskurð og
hækkun skatta þá meina þeir
eingöngu hækkun skatta.
Fyrir helgina var ný skatta-
hækkanahrina viðruð. Þar
var nefnt meðal annars að
fjármagnstekjuskattur, sem
var 10 prósent og nýlega var
hækkaður um 50 prósent í 15
prósent, yrði senn hækkaður
á ný. Hækkun af þessu tagi
sýnist ekki ósanngjörn. Fólk
borgar tæp 40 prósent af al-
mennum tekjum sínum um-
fram skattleysismörk og því
skyldu þessar tekjur lúta öðr-
um lögmálum? En hér er ekki
allt sem sýnist og fjarri því.
Fjármagnstekjuskattur er
ekki aðeins greiddur af vöxt-
um, hann er einnig greiddur
af verðbólgu. Tökum einföld
dæmi. Maður sem á innistæðu
á verðtryggðum reikningi, til
að mynda eina milljón króna
og fær fjögurra prósenta
vexti, fær sem sagt 40.000
krónur í raunvexti á árinu.
Hann fær jafnframt verð-
tryggingu svo höfuðstóllinn
haldi gildi sínu. (Hafi menn
óverðtryggða vexti kemur
verðbólguálagið fram í hærri
nafnvöxtum.) Verðbólgan
hefur að undanförnu verið um
15 prósent. Innistæðueigand-
inn hefur því fengið verðbæt-
ur á reikning sinn sem því
nemur, 150.000 krónur. Af
þessum samtals 190.000 krón-
um greiddi hann áður 19.000
krónur í fjármagnstekju-
skatt. Með öðrum orðum
greiddi hann 19.000 króna
skatt af 40.000 króna vöxtum
eða tæplega 50 prósent.
Raunvextir hans af sparnaði
sínum voru því rétt rúm tvö
prósent.
Eftir að ríkisstjórnin
hækkaði fjármagnstekju-
skattinn um 50 prósent, úr 10
prósentum í 15 prósent greið-
ir innistæðueigandinn í þessu
dæmi 28.500 krónur í skatt af
40.000 króna raunvöxtum eða
rúm 70 prósent. Nú hefur rík-
isstjórnin ekki tilkynnt form-
lega hversu hátt hún ætlar
með skattinn, en ljóst er að
hún má ekki hækka hann mik-
ið svo raunávöxtun af sparn-
aðinum verði orðin neikvæð.
Nú má færa fram þau rök
að í svona dæmi sé ekki rétt
að miða við þá verðbólgu sem
verið hefur að
undanförnu, held-
ur megi til að
mynda miða við
verðbólgu sem
standist þolmörk
Seðlabankans,
það er fjögurra prósenta
verðbólgu. Nú eru að vísu
ekki til dæmi um að verðbólga
hafi verið svo lítil í tíð vinstri-
stjórnar á Íslandi. En ef við
slíkt er þó miðað sést að við
slíkar aðstæður myndi 25
prósenta fjármagnstekju-
skattur þýða 50 prósenta
skatt á ávöxtun fólks af
sparifé sínu.
Þeir sem halda að þeir geti
margfaldað innheimtan fjár-
magnstekjuskatt með marg-
feldishækkun skattprósent-
unnar fara villir vega og vita
ekki hvað þeir eru að gera.
Fyrir daga lækkunar fjár-
magnstekjuskatts fylgdi
skattprósentan hinni al-
mennu skattprósentu og gaf
ríkissjóði sáralitlar tekjur og
latti fólkið til sparnaðar sem
efnahagslífið mátti síst við.
Þannig mun aftur fara verði
sú óheillabraut farin sem far-
arstjórinn í óvissuferð rík-
isstjórnarinnar var að vísa til
á dögunum.
Fullvissa fólksins í landinu
um að innistæður þess séu
öruggar eftir endurskipu-
lagningu bankakerfisins er
auðvitað frumforsenda þess
að sú endurskipulagning
verði endurreisn og upphaf að
nýju og burðugu bankakerfi.
Hluti af því er jafnframt að
sparnaðurinn sem fólkið mun
þá treysta bankakerfinu fyrir
gefi sanngjarna ávöxtun og
hún verði ekki hrifsuð burt af
gráðugu ríkiskerfi. Ef við
náum ekki að byggja upp
sparnað á ný fær bankakerfið
ekki afl til að veita þá þjón-
ustu sem við þurfum.
Þessu til viðbótar er rétt að
huga að því að þeir sem helst
hafa getað lagt til hliðar eru
þeir sem komið hafa upp sinni
fjölskyldu og greitt niður
langtímaskuldir við heim-
ilisstofnun og uppbyggingu
þess. Þetta eru því ekki síst
eldri borgarar landsins. Fjár-
magnstekjur þessa fólks hafa
verið notaðar að undanförnu
til að skerða margvíslegar
bætur sem það hefur átt rétt
á í tryggingakerfinu. Nái
skattahækkanaáform rík-
isstjórnarinnar fram að
ganga fer ekki á milli mála að
verðbólga má ekki hreyfast
neitt að ráði frá lægstu mörk-
um svo það fólk sem svo
margir bera fyrir brjósti
greiði yfir 100 prósenta jað-
arskatt. Vill einhver það?
Með hækkandi fjár-
magnstekjuskatti
eykst hættan á nei-
kvæðri raunávöxtun}
Háskalegar hugmyndir
M
ér brá í brún á dögunum þegar
ég tók upp Morgunblaðið. Á
forsíðu 21. september var
frétt um að fasteignamark-
aðurinn væri að ná sér á strik.
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fast-
eignasala, sagðist sjá merki þess að nú væri
fasteignamarkaðurinn að ná sér upp úr
ládeyðunni. Var það meðal annars byggt á því
að í vikunni 11.-17. september hefði 57 kaup-
samningum verið þinglýst en að meðaltali
hafa þeir verið aðeins 34 það sem af er ári. Á
sama tíma í fyrra, þegar markaðurinn var
sagður frosinn, var 66 kaupsamningum þing-
lýst að meðaltali. Að auki sagði Ingibjörg að
makaskiptin, þar sem íbúðir ganga upp í sem
hluti af virði kaupsamninga, væru ekki eins
mikil og af væri látið.
Ég varð hugsi yfir þessu. Í upphafi ársins vann ég
greinaflokk um stöðuna á fasteignamarkaðnum ásamt
Ragnari Axelssyni ljósmyndara. Þar var meginniður-
staðan sú að verðfall væri óhjákvæmilegt, mikið of-
framboð væri á íbúðarhúsnæði og horfur almennt svart-
ar. Í ljósi nýlegra tíðinda um að íbúum á Íslandi væri að
fækka, í fyrsta skipti frá því á ofanverðri 19. öld, var því
sem næst ómögulegt að jafnvægi hefði náðst á mark-
aðnum. Offramboðið, mitt í kreppunni, er enn til staðar.
Við nánari skoðun varð mér ljóst að stöðumat Ingibjarg-
ar var rangt og raunar tóm þvæla. Þegar eftirspurnin
var sem mest voru fasteignasalarnir bæði í því að finna
út verð og síðan að taka til sín þóknanir af þessu sama
verði. Enn þann dag í dag eru þeir að taka til
sín þóknanir af kaupverði og hafa því beinan
hag af sem hæstu verði. Best væri, fyrir bæði
seljendur og kaupendur, ef fasteignasalar
tækju til sín fastar þóknanir og væru í sam-
keppni innbyrðis. Ekki er útilokað að orð for-
svarsmanna fasteignasala um að markaður-
inn sé að ná sér á strik litist af hagsmununum
af því að halda verðinu sem hæstu. Hver veit.
Það er ábyrgðarhluti hjá forsvarsmanni
Félags fasteignasala að halda því fram að
fasteignamarkaðurinn sé að ná sér á strik.
Kaupendur, ekki síst ungt fólk, geta hlaupið
til og tapað milljónum. Staðreyndin er sú að
markaðurinn er ekki að ná sér á strik. Þvert á
móti bendir allt til þess að verðlækkunin sé
hraðari en reiknað var með. Spá Seðlabank-
ans gerir ráð fyrir a.m.k. 20% lækkun til við-
bótar en frá því um mitt ár 2007 hefur verðið lækkað um
þriðjung að raunvirði. Skýr vísbending um að markaður-
inn sé ekki að ná sér á strik er að viðskipti eru enn sára-
lítil, langt innan við það sem var á haustmánuðum í fyrra
þegar markaðurinn var sagður frosinn. Þá hafa maka-
skiptin stundum verið næstum helmingur allra viðskipta
það sem af er ári. Það á sér ekki nein fordæmi meðal
ríkja sem við berum okkur saman við og er kannski skýr-
asta vísbendingin um að frekara verðfall sé handan við
hornið. Þegar hjól efnahagslífsins fara að snúast mun
blasa við staða sem verður fasteignasölum kannski ekki
að skapi. Verðið mun þurfa að lækka mikið.
magnush@mbl.is
Magnús
Halldórsson
Pistill
Ábyrgðarhluti að rugla tóma þvælu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þ
að sem stendur upp úr
eru vísbendingar um að
við hreyfum okkur of lít-
ið miðað við það hvað við
borðum orkuríkt fæði,“
segir Stefán Hrafn Jónsson, sviðs-
stjóri rannsókna á Lýðheilsustöð, um
niðurstöður nýrrar rannsóknar þar
sem niðurstöður úrtakskannana á
hæð og þyngd fullorðinna Íslendinga
á árunum 1990-2007 eru skoðaðar.
Sex manna hópur sérfræðinga á
Lýðheilsustöð vann rannsóknina sem
Stefán Hrafn kynnti í gær.
Aðspurður hvers vegna stöðugur
áróður fyrir hreyfingu samhliða út-
litsdýrkun samtímans hafi ekki meiri
áhrif en raun ber vitni ályktar Stefán
Hrafn að hluti Íslendinga hreyfi sig
mikið, en margir áskrifendur
líkamsræktarkorta séu misduglegir
að æfa. Þá komi margir aldrei inn á
líkamsræktarstöð, ásamt því sem
deila megi um áhrif útlitsáróðurs. Al-
mennt skorti þó samanburðarhæf
gögn yfir hreyfingu á rannsókn-
artímanum og því beri að varast að
draga of miklar ályktanir.
Feitum körlum fjölgar mjög
Í rannsókninni sem Stefán Hrafn
kynnti kemur fram að hlutfall of
feitra karla stóraukist, eða úr 7,2%
árið 1990 í 18,9% 2007.
Aukningin er sömuleiðis veruleg
hjá konum, en þar fer hlutfallið úr
9,5% árið 1990 í 21,3% 2007. Aukn-
ingin er óvenju skörp á árunum 2006
til 2007, þegar hlutfallið fór úr 15,5%
í 21,3%, og er sérstaklega tekið fram
að taka beri svo mikilli aukningu –
hún jafngildir 37% hækkun á milli
ára – með fyrirvara. Eru því leiddar
líkur að því að hana megi að hluta
rekja til úrtakskekkju.
Í skýrslunni er einnig rakið að
hlutfall íslenskra karla sem er yfir
kjörþyngd sé 66,6% en 53,5% hjá
konum. Það er talsverður munur
sem skýrður er með því hve hátt
hlutfall karla, eða 47,7%, er of
þungt, það er yfir kjörþyngd en
glímir ekki við offituvandamál. Hjá
konum var hlutfallið komið í 32,2%
2007.
Ofþyngdin dreifist misjafnlega á
milli aldurshópa og vekur athygli að
árið 2007 var offita algengust á með-
al karla á aldrinum 50-59 ára og
sjaldgæfust meðal 18-29 ára. Það ár,
árið 2007, voru 24% karla á aldr-
inum 50-59 ára of feit, samanborið
við 12,8% á aldrinum 18 til 29 ára.
Á breiðu aldursbili
Þátttakendur í rannsókninni voru
á aldrinum 18-79 ára og var miðað
við svonefndan líkamsþyngdar-
stuðul, þegar mat var lagt á hvort
einstaklingar væru of þungir.
Sérstaklega er tekið fram að stuð-
ullinn henti ágætlega til að mæla
breytingar á holdafari hópa á til-
teknu tímabili en sé hins vegar ekki
jafn vel til þess fallinn að mæla
holdafar einstaklinga þar sem hann
taki ekki tillit til mismunandi lík-
amsbyggingar. Vöðvamikill en
grannur einstaklingur geti reiknast
með háan líkamsþyngdarstuðul.
Talið er brýnt að koma til móts
við foreldra sem búa við bágan efna-
hag svo að öll börn hafi jafna mögu-
leika á því að stunda hreyfingu og
borða hollan, næringarríkan mat.
Morgunblaðið/Þorkell
Sætindi Neysla orkuríks fæðis er talin orsakavaldur í offituvandanum hér.
Talið er árangursríkara að leggja áherslu á forvarnir en meðferð offitu.
Mikill meirihluti
karla yfir kjörþyngd
Þrátt fyrir nánast linnulausan
áróður fyrir hreyfingu og heil-
brigðu líferni fór of þungum Ís-
lendingum fjölgandi á árunum
1990 til 2007. Þar af er aukn-
ingin umtalsverð hin síðari ár.
Skýrsluhöfundar rekja hvernig
verð á ávöxtum og grænmeti hafi
hækkað mun meira en verð á sæt-
indum og það hafi aftur áhrif á
neyslu. Á sama tíma hafi neysla
orkuríkrar fæðu, eins og skyndi-
bita, aukist og dregið hafi úr hreyf-
ingu. Minnt er á að ofþyngd sé al-
gengari hjá hinum efnaminni en vel
stæðum.
Samhliða vaxandi neyslu næringar-
snauðrar, orkuríkrar fæðu telja
skýrsluhöfundar áhersluna á megr-
unarkúra hafa farið vaxandi. Er
það talið áhyggjuefni, enda hafi
fjöldi rannsókna bent til þess að til
lengri tíma séu þeir síður en svo
heilsusamlegir heldur leiði með tíð
og tíma til frekari fitusöfnunar.