Morgunblaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15VIÐSKIPTI|ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
VÍSITALA neysluverðs miðuð við
verðlag í september 2009 er 349,6
stig og hækkaði um 0,78 prósent frá
fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs
án húsnæðis er 328,9 stig og hækk-
aði hún um 0,86 prósent frá ágúst.
Verð á fötum og skóm hækkaði
um 6,2 prósent og verð á dagvörum,
þar á meðal matvælum, um 1,5 pró-
sent. Kostnaður vegna eigin hús-
næðis hækkaði um 0,8 prósent og
voru áhrif af hækkun markaðsverðs
0,14 prósent en af lækkun raunvaxta
-0,04 prósent. Verð á bensíni og dís-
ilolíu lækkaði um 2,8 prósent og verð
á flugfari til útlanda lækkaði um 12,7
prósent.
Húsnæðisverð hækkar lítillega
Húsnæðisverð hefur hækkað um
1,13 prósent milli mánaða, en þetta
er í fyrsta skipti í fjóra mánuði sem
húsnæði hækkar milli mánaða.
Vísitala húsnæðisverðs stendur
nú í 217,5 stigum en til samanburðar
var hún 251 stig í janúar 2008. Flest-
ir kaupsamningar vegna fasteigna í
dag eru á grundvelli makaskipta.
Guðrún R. Jónsdóttir, deildarstjóri
vísitöludeildar Hagstofunnar, segir
að Hagstofan taki sérstaklega út
makaskiptasamningana í mæling-
unum. „Við notum háa ávöxt-
unarkröfu til þess að núvirða þá
samninga. Við segjum, þetta eru
ekki peningar og þess vegna eru um-
ræddir samningar ekki eins verð-
mætir og reiðufé,“ segir Guðrún.
Hún segir að markaðsverð húsnæðis
hafi lækkað um 11,1 prósent á und-
anförnum tólf mánuðum, um sé að
ræða 20 prósent raunlækkun sem sé
mjög mikið fyrir einn lið. „Þetta er
sveiflukennt og því er ekki að neita
að þetta eru fáir samningar,“ segir
Guðrún.
Hún segir að vísitalan gefi ágæta
mynd af því að neysla almennings sé
að breytast. Hún segir að hækkanir
á dagvörum séu meðal annars til
komnar vegna sykurskatts sem
lagður var á matvörur hinn 1. sept-
ember sl. Hækkanir á fatnaði megi
rekja til þess að útsöluáhrif séu að
ganga til baka.
Fatnaður og
matvara hækka
Morgunblaðið/Sverrir
Hækkanir Matvörur hafa hækkað og liggur skýringin m.a. í vörugjöldum
og sykurskatti sem lagður var á matvörur hinn 1. september síðastliðinn.
Verðbólgan mælist nú 10,8 prósent
● STARFSMENN greiningardeildar
Deutsche Bank eru bjartsýnni á fram-
tíðarvöxt íslenska hagkerfisins en írska.
Í nýrri greiningu nefna þeir fyrst til sög-
unnar aðlögun sem hefur átt sér stað í
gegnum gengi íslensku krónunnar.
Í greiningunni kemur fram að sam-
keppnishæfni Íslands hafi aukist veru-
lega með falli krónunnar. Borinn er
saman kostnaður á hverja vinnustund,
sem sögð er hafa fallið um 29% síðasta
ár og um 45,6% frá síðasta ársfjórð-
ungi 2005. Gengisaðlögun og betri nýt-
ing náttúruauðlinda séu frekari vexti
mikilvæg. bjorgvin@mbl.is
Gengisaðlögun til góðs
"
#
$
!"
#!$
% &
'()*
+
%,
&
ÞETTA HELST ...
● VELTA með hlutabréf í Kauphöllinni í
gær var rúmlega 1,57 milljarðar króna
sem er töluvert meira en veltan und-
anfarið. Þar ræður mestu velta með
bréf Marels, sem var rúmlega 1,5 millj-
arðar króna en bréf félagsins hækkuðu
um 5,18% í viðskiptum gærdagsins.
Velta með skuldabréf í Kauphöllinni var
12,8 milljarðar króna. thorbjorn@mbl.is
5% hækkun Marels
● GENGI ís-
lensku krónunnar
styrktist um 0,36
prósent í gær og
stóð geng-
isvísitalan í 233,
40 stigum við lok-
un viðskipta,
samkvæmt upplýs-
ingum frá gjald-
eyrisborði Íslandsbanka.
Ein evra kostar nú um 182,5 krónur,
Bandaríkjadalur 124,22 krónur og
danska krónan um 24,5 íslenskar krón-
ur.
Þá kostar breskt pund 197,6 krónur,
en virði þess fór í fyrsta sinn niður fyrir
200 krónur á föstudag frá því í byrjun
júnímánaðar. thordur@mbl.is
Íslenska krónan
styrktist um 0,36%
● KRÖFUHAFAR Glitnis munu fá á
bilinu 22 til 36 prósent af kröfum sínum
greidd. Þetta kom fram á Bloomberg
fréttastofunni í gær samkvæmt upplýs-
ingum frá skilanefnd Glitnis.
Þá var stofnefnahagsreikningur
Íslandsbanka, sem stofnaður var um
innlenda starfsemi Glitnis, birtur í gær,
364 dögum eftir að tilkynnt var um
yfirtöku ríkisins á meirihluta í bank-
anum. Þar kom fram að heildareignir
bankans væru um 629 milljarðar
króna, og þar af eru innlán um 424
milljarðar króna. Í bráðabirgða-
stofnefnahagsreikningi bankans sem
birtur var í nóvember 2008 voru eignir
áætlaðar 885 milljarðar króna.
thordur@mbl.is
Kröfuhafar fá 22-36%
CHALET 101, skíðasetur Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar og Ingibjargar
Pálmadóttur eiginkonu hans við
1850 Courchevel í frönsku ölpunum,
hefur verið auglýst til sölu hjá fast-
eignasölunni Courchevel Estates. Á
vefsíðu fasteignasölunnar er verð
ekki gefið upp og er óskað eftir til-
boðum. Minni skíðaskáli Jóns Ás-
geirs á sama stað tilheyrir í dag
þrotabúi Baugs og er í sölumeðferð.
Fram kemur í ársreikningi BG Dan-
mark, sem er skráður eigandi skíða-
setursins, að Gaumur hafi reynt að
endurfjármagna fasteignina með
þátttöku EFG-bankans í Lúx-
emborg. Gaumur, sem er í eigu Jóns
Ásgeirs og fjöl-
skyldu, keypti BG
Danmark af
Baugi hinn 23.
október á síðasta
ári. Eins og
greint hefur ver-
ið frá í Morgun-
blaðinu greiddi
Gaumur fyrir
bréfin í BG Dan-
mark með útgáfu
skuldabréfs. Jón Ásgeir staðfesti í
samtali við Morgunblaðið í gær að
skíðasetrið væri til sölu, en vildi ekki
tjá sig um málið að öðru leyti.
thorbjorn@mbl.is
Franskt skíðasetur
Jóns Ásgeirs til sölu
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
AURLÁKI ehf., félag í eigu bræðr-
anna Karls og Steingríms Wern-
erssona, keypti 99,9% eignarhlut í
Lyfjum og heilsu ehf. á um 3,4 millj-
arða króna hinn 31. mars 2008.
Seljandinn var L&H eignarhalds-
félag, sem aftur var í 100% eigu Mile-
stone. Wernersbræðurnir voru aðal-
eigendur Milestone á þessum tíma.
Greitt var fyrir með yfirtöku
skulda upp á 2,5 milljarða króna og
896 milljóna króna seljendaláni sem
átti að greiðast við fyrstu hent-
ugleika.
Búið að gera upp skuldina
Þetta kemur fram í úttekt endur-
skoðunarfyrirtækisins Ernst & Yo-
ung á viðskiptum Milestone við
tengda aðila sem skilað var inn 1.
september síðastliðinn.
Guðmundur Ólason, forstjóri
Milestone, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að lánið hefði verið
gert upp fljótlega eftir að viðskiptin
áttu sér stað.
Stuðst var við verðmat KPMG
þegar kaupverðið á Lyfjum og heilsu
var ákveðið en það hafði metið virði
fyrirtækisins á 3,442 milljónir króna.
Aurláki ehf. var stofnað snemma
árs 2008 og hét þá GÓ1 ehf. Hinn 24.
október síðastliðinn, eftir fall ís-
lensku viðskiptabankanna, barst
fyrirtækjaskrá síðan tilkynning um
að á aðalfundi félagsins hinn 31.
mars 2008 hefði nafni þess verið
breytt í Aurláka og þeir Karl og
Steingrímur sest í stjórn þess.
Í þeirri tilkynningu kemur auk
þess fram að Aurláki hafi keypt allt
hlutafé í Lyfjum og heilsu ehf.
Eignir til Moderna
sama dag
Milestone færði helstu eignir sín-
ar undir sænska félagið Moderna
Finance AB í Svíþjóð sama dag og
Lyf og heilsa ehf. var selt Aurláka.
Eignirnar sem um ræðir eru Askar
Capital, tryggingafélagið Sjóvá og
L&H eignarhaldsfélag.
Skilanefnd Glitnis tók Moderna
yfir fyrr á þessu ári, skipt hefur um
kennitölu á tryggingarekstri Sjóvár
og Milestone tekið til gjald-
þrotaskipta fyrr í þessum mánuði,
líkt og fyrr sagði.
Þá eru fjárfestingar Sjóvár á
undanförnum árum til rannsóknar
hjá embætti sérstaks saksóknara.
Borgað eftir hentugleiku
Verslunarkeðjan Lyf og heilsa var seld til félags í eigu Wernersbræðra vorið 2008
Fengu lánað hjá Moderna fyrir kaupunum Hafa þegar gert upp lánið
Í HNOTSKURN
»Í úttekt Ernst & Young áMilestone kemur einnig
fram að það hafi lánað öðru fé-
lagi í eigu Wernersbræða sam-
tals 6,1 milljarð króna.
»Um 2,5 milljarðar króna afupphæðinni fóru til að
kaupa systur þeirra, Ingunni,
út úr Milestone.
»Það stangast á við 104. gr.hlutafélagalaga að lána
hluthafa til að fjármagna kaup
í félaginu sjálfu.
Karl
Wernersson
Steingrímur
Wernersson
● ÞEIR sem telja sig eiga kröfur á
Sparisjóðabanka Íslands, sem hét um
tíma Icebank, hafa frest til 3. október
næstkomandi til að lýsa kröfunum.
Sparisjóðabankanum var veitt heim-
ild til greiðslustöðvunar í mars síðast-
liðinn. Eftir 15. júní fór bankinn í slita-
meðferð og var skipuð slitastjórn.
Kröfulýsingar á að senda til slitastjórn-
arinnar sem er til húsa að Rauðarárstíg
27 í Reykjavík.
Í Lögbirtingablaðinu í gær var boð-
að til kröfuhafafundar í fundarsal Spari-
sjóðabankans föstudaginn 23. október.
Rétt til setu á fundinum eiga þeir sem
lýst hafa kröfu á hendur bankanum.
Þar verður afstöðu slitastjórnar til
krafnanna lýst. bjorgvin@mbl.is
Eiga að lýsa kröfum í
Sparisjóðabankann