Morgunblaðið - 29.10.2009, Page 1

Morgunblaðið - 29.10.2009, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 9. O K T Ó B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 293. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «LOSANGELES TRÖLLI STELUR JÓLUNUM AF STEFÁNI «NETLEIKHÚS LEIKIÐ YFIR HÖF OG LÖND STARRAR, sem eru auðþekktir á sínum oddhvassa goggi, skræku söngrödd og doppum á búknum, hófu sig til flugs á Seltjarnarnesi í gær og voru í stóru geri, enda félagslyndir fuglar. Eðli sínu samkvæmt flugu starrarnir beint og blökuðu vængjum hratt rétt eins og máltækið segir að tíminn sé fugl sem fljúgi hratt. Starrinn, sem sést um allan heim, hóf varp á Íslandi á Höfn í Hornafirði upp úr 1940 en í kringum 1960 í Reykjavík og þaðan hefur varpið breiðst út, en kjörlendi starrans er þéttbýli og nágrenni sveitabæja. TÍMINN OG STARRINN ERU FUGLAR SEM FLJÚGA HRATT Morgunblaðið/Ómar Félagslyndir fuglar og auðþekktir á oddhvössum goggi og doppum á búknum Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is GJALDEYRISVARAFORÐINN, lánið frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og nágrannalöndunum, verður ekki eingöngu notaður til að styðja við gengi krónunnar held- ur einnig til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs á næstu árum. Þetta kom fram á blaðamannafundi í gær með Gylfa Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, í til- efni af fyrstu endurskoðun áætlunar Íslands og AGS, sem var samþykkt í stjórn sjóðsins í gær. Afborganir rík- isins á lánum á næstu árum verða þungar. Upphaflega var talað um að ekki þyrfti að nota gjaldeyrisvaraforðann heldur væri nóg að eiga hann á reikningi til að auka tiltrú á íslenskan efnahag og fjármálakerfi. Þörf fyrir forða miðuð við komandi gjalddaga Spurður um það í hvað lánin yrðu notuð sagði Gylfi að búið væri að áætla fjárþörf ríkisins til allmargra ára. Hún fælist meðal annars í því að fjármagna hallann á rík- issjóði á næstu árum. „Ríkissjóður hefur þegar tekið lán sem þarf að endurgreiða, sérstaklega á árinu 2011. Síðan eru ýmsir aðrir liðir sem ríkið þarf að geta staðið skil á. Forðinn eða þörfin fyrir forða var reiknuð út frá þessum stærðum,“ sagði Gylfi. Á fundinum í gær talaði Gylfi einnig um hóflega notk- un varaforðans til að styrkja gengi krónunnar samfara afnámi gjaldeyrishafta. Fyrstu skrefin í því verða stigin á næstu dögum, á morgun eða á mánudag líklega. Gylfi tók fram að gengisstöðugleiki væri enn meginmarkmið pen- ingastefnunnar, innan fljótandi gengisfyrirkomulags. „Til framtíðar er þess vænst að hin víðtæka stefnuáætlun sem við höfum gert styrki gengi krónunnar og gjaldeyr- isvaraforðann. Með þessu móti yrði til aukið svigrúm til að lækka stýrivexti og afnema gjaldeyrishöft í áföngum,“ sagði Gylfi. „Ég er ánægður og feginn, enda búinn að bíða lengi eftir þessu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra um fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Með endurskoðuninni fær Seðlabankinn aðgang að andvirði tæplega 100 millj- arða króna til að styrkja gjaldeyrisforða sinn. Annars vegar 167,5 milljónum Bandaríkjadala frá AGS og hins vegar 625 milljónum dala frá nágrannalöndunum. „Þetta er tvímælalaust jákvætt innlegg í það samhengi,“ segir Steingrímur um hugsanlega stýrivaxtalækkun í kjölfarið. Vegna þeirrar seinkunar sem varð á þessari endurskoð- un framlengist áætlunin með AGS til maí 2011. Nota forðann í afborganir lána  Andvirði 100 ma.kr. bætist í gjaldeyrisforða Seðlabankans  Notað í afborganir á næstu árum, sérstaklega á árinu 2011 » Næsta endurskoðun í desember. » Erlend skuld 310% af landsframl. » Hrein skuld 60% af landsframl. VEÐURSPÁIN er ekki álitleg fyrir þær þrjú þúsund rjúpnaskyttur sem halda til veiða um helgina. Spáð er hita, skýjuðu og rigningu um mest- allt land, en skást er útlitið þó á Norðausturlandi. Sem fyrr verður lögreglan með eftirlit, þótt fjárhagurinn leyfi ekki mikil ferðalög þetta árið. Lögreglan á Húsavík hefur nú þegar haft fregn- ir af mönnum sem hafa þjófstartað veiðum, en ekki haft uppi á þeim. „Við keyrum á helstu veiðistaði og ræðum við þá sem verða á vegi okk- ar,“ segir varðstjóri. Athugað er með skotvopnaréttindi og veiðileyfi en brot á reglum geta leitt til sekta, sviptingar á leyfum og haldlagningar á skotvopnum og bráð. | 8 Morgunblaðið/Sverrir Rignir á skyttur? Gruna menn um að hafa þjófstartað Margt bendir til að hagkerfi heims- ins séu að rísa úr öskustónni eftir fjármálakreppuna. Hafa miklar væntingar skapast í helstu kaup- höllum heims. Ekki er þó útilokað að um svikalogn sé að ræða og að önnur niðursveifla sé handan við hornið. Viðskipti Annað efnahags- hrun yfirvofandi? Viðskiptabankarnir; Kaupþing, Ís- landsbanki, Landsbankinn og MP banki, uppfylla ekki reglur Fjár- málaeftirlitsins um stórar áhættu- skuldbindingar fjármálafyrirtækja þar sem stærstu skuldbindingar nema meira en 25% eiginfjár. Uppfylla ekki skilyrði FME

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.