Morgunblaðið - 29.10.2009, Page 31

Morgunblaðið - 29.10.2009, Page 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Hundagallerí auglýsir kíktu á heimasíðu okkar: www.dalsmynni.is Sími 566 8417, bjóðum visa og euro raðgreiðslur. Gisting AKUREYRI Sumarhús (140 fm) til leigu við Akureyri. TILBOÐ Á LEIGU - Sun - Fim. verð 45 þús. Glæsilegt útsýni yfir Akureyri. www.orlofshus.is eða Leó, sími 897 5300. Húsnæði í boði Íbúð til leigu 3ja herb. íbúð í 112 - Engjahverfi til leigu. Sérinngangur. Laus strax. Reyklaus íbúð. Upplýsingar í síma 848 3287. Til leigu fyrir reglusamt fólk 40 fm nýbyggð stúdíóíbúð í miðbæ Hafnarfjarðar (Hverfisgötu). WC með sturtu. Aðeins leigt reglusömu fólki. Laus 1. nóvember. Allar upplýsingar í síma 821 2529. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Nú styttist í jólahlaðborðin hjá okkur. Hvað er notalegra en að fara í heita pottinn eftir dásamlegar kræsingar? Slökun og stemning sem þú átt skilið. Fyrir hópa og fjölskyldur. www.minniborgir.is. Spennandi gisting aðeins 75 km frá höfuðborgarsvæðinu. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Tómstundir Plastmódel í miklu úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600. www.tomstundahusid.is. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 ✝ Sturlaugur Ólafs-son fæddist í Keflavík 9. september 1948. Hann lést á heimili sínu 22. októ- ber sl. Foreldrar hans eru Ólafur Björnsson, skipstjóri og útgerð- armaður, f. 22. apríl 1924 og L. Margrét Z. Einarsdóttir, f. 24. janúar 1925, d. 14. október 1966. Systk- ini Sturlaugs eru Þór- ir, f. 27. janúar 1944, Borgar, f. 14. maí 1945, Elín, f. 5 desember 1946, Sig- rún, f. 4. september 1950 og Björn, f. 29. nóvember 1957. Sturlaugur kvæntist 26. desem- ber 1967 Ólöfu Björnsdóttur, þau skildu 2008. Þau eignuðust tvær dætur: Unni, f. 23. janúar 1967, hún á tvö börn, Davíð Eld Baldursson, f. 11. nóvember 1983, sem ólst að miklum hluta upp hjá ömmu sinni og afa og Urði Unnardóttir, f. 20. júní 2003, Margréti, gifta Fali Jóhanni Harðarsyni, þau eiga þrjár dætur; Lovísu, f. 22. júlí 1994, Elfu, f. 21. janúar 1998 og Jönu, f. 29. nóvember 2005. Sturlaugur varð húsasmíðameistari hinn 1. júlí 1972. Árið 1977 hóf Sturlaugur störf sem framhaldsskólakennari við nýstofn- aðan Fjölbrautaskóla Suðurnesja og kenndi við skólann í 30 ár. Útför Sturlaugs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 29. október, og hefst athöfnin klukkan 14. Meira: mbl.is/minningar Elsku pabbi, það reynist ekkert létt að koma öllum minningunum um þig í eina litla grein. Þú kennd- ir okkur margt um hvernig koma skal fram við náttúruna og náung- ann. Umburðarlyndur og yfirveg- aður varstu með eindæmum og ekkert virtist koma þér úr jafn- vægi. Þú varst duglegur að tala við okkur um málefni og oft var rök- rætt í marga klukkutíma án allra leiðinda enda leyfðir þú okkur að hafa aðrar skoðanir en þínar. Þú komst alltaf fram við okkur sem jafningja þína og það ein- kenndist af því að vinahópar okkar urðu að einum hópi, okkar vinir urðu þínir vinir og þínir vinir að okkar vinum. Reyndar var það svo að við reyndum allt til að hanga nálægt þér og elta. Þú varst í slökkviliðinu þegar við vorum litlar og í þá daga hringdi síminn, sá gamli grái, og við vorum farnar að merkja það hvenær það var útkall því það kom öðruvísi hringing, þá skelltum við okkur í skó og gerð- um allt til að ná þér á hjólunum okkar, stundum tókst það og stundum runnum við bara á reyk- inn, en þetta var alltaf svaka hasar og þessi minning um þig í reykköf- unargallanum að koma út úr brunarústum eins og Hollywood- hetja yljar okkur enn. Á unglingsárunum mættu vinir okkar heim til okkar og oft var þetta eins og félagsmiðstöð. Í stað- inn fyrir að kvarta og sussa tókst þú á móti unglingunum, settist nið- ur og kynntist þeim. Þú hreifst þá upp úr skónum með fyndnum sög- um af þér og öðrum og gafst þér tíma til að kynnast þeim. Íþróttirnar heilluðu þig og gam- an er að rifja upp allar greinarnar sem þú lagðir fyrir þig á lífsleið- inni. Alltaf var góður hópur sem fylgdi þér. Badmintonið, Sulturnar í keilunni, kennarablakið, fótbolt- inn og snókerinn. Golfið átti hug þinn allan lengst af. Þú eyddir mörgum dögum á vellinum og fé- lagsskapurinn þar var fjölmennur og góður. Þið fóruð í ykkar árlegu golfferðir og þú hafðir það að markmiði að prufa sem flesta velli í heiminum. Besta veganestið sem þú gafst okkur er að hafa fullvissað okkur um að við hefðum ávallt þinn stuðning og að eitthvað væri ekki hægt eða ógjörningur, var ekki til í þínum huga. Þetta sýndir þú á þinni lífsleið með því að láta þig málin varða. Þú vannst mörg afrek og hafðir einstakt lag á að hrífa aðra með þér enda var það stór hópur sem fylgdi þér og þínum vinum í baráttunni fyrir hinum ýmsu málefnum, t.d. tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Síðustu misseri hafa verið okkur erfið enda baráttuvilji þinn á þrot- um og Bakkus hafði betur. Við trú- um því og treystum að þú sért far- inn á stað sem þér líður vel á. Við munum halda minningu þinni á lofti. Guð geymi þig, elsku pabbi, Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediksson.) Þínar dætur Unnur og Margrét. Ég vildi að ég gæti sagt að það hefði komið mér á óvart þegar Óla hringdi í mig og tilkynnti mér að þú værir dáinn. Alltaf hélt ég í vonina að þú myndir rétta úr kútn- um og njóta hversdagsleikans með okkur en svo varð því miður ekki. Það er erfitt að skilja hvernig svona gat farið þegar þú sjálfur sagðir mér fyrir mörgum árum að þú ættir aðeins tvo valkosti, ann- aðhvort að hætta alveg eða þá að alkóhólisminn drægi þig til dauða. Margs er að minnast eftir langa samleið. Þú tókst mér vel og við urðum fljótt góðir vinir eftir að við Magga fórum að vera saman fyrir 23 árum. Þú varst ótrúlega skemmtilegur maður. Ræðinn, fyndinn, bráðgreindur og lést ekk- ert frá þér nema það væri 100%. Það er fátt sem jafnaðist á við það að heyra þig segja frá einhverjum skemmtilegum atburði eða sögu. Hvort sem maður var á manna- mótum, á Drangavöllunum eða bara úti í bæ var ekki óvanalegt að koma að þér umkringdum hlæjandi fólki og þú einnig skellihlæjandi að segja frá einhverju skemmtilegu. Stelpurnar okkar áttu hug þinn allan. Þegar við bjuggum á Vatns- nesveginum varstu hræddur um að stelpurnar færu að leika sér á gangstéttinni eða of nálægt um- ferðinni svo þú spurðir okkur hvort þú mættir gera eitthvað svo þær gætu dundað sér í garðinum. Stuttu síðar áttu þær kofa og kast- ala sem standa enn í nýju um- hverfi og eru það vinsæl leikföng að ókunnug börn koma til okkar og spyrja hvort þau megi leika! Ég gleymi því seint hversu ánægður þú varst eftir að þú fórst með félögum okkar úr golfliði skól- ans og horfðir á æfingahring fyrir meistaramótið í golfi þegar þið hjónin heimsóttuð okkur Möggu til Bandaríkjanna um árið. Ekki stóð á sögunum það kvöldið. En það var ekki síður minnisstætt hvernig strákarnir töluðu um þig eftir þessa skemmtiferð ykkar, þeir sögðu mér að ég ætti svalasta tengdaföður sem væri til á jörð- inni. Oftar en ekki þegar við kvödd- umst í gegnum tíðina baðstu mig um að kyssa Möggu og stelpurnar frá þér. Það mun ég gera um ókomna tíð. Hvíl í friði, kæri vinur. Falur Jóhann Harðarson. Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn. Sérstaklega vegna þess að mér fannst við eiga svo mikið eftir. En svona er þetta. Það var líklegast þú sem kenndir mér að sætta mig við það sem ég gæti ekki breytt. Svo ætli ég taki ekki ráðum þínum varðandi það. Reyndar, þegar litið er til baka, finnst mér þú hafa verið að reyna að leiðbeina mér í réttu áttirnar al- veg frá því að ég man eftir mér. Þú spurðir mig oft hvort við værum ekki bestu vinir, ég sagði alltaf jú og meinti það. En kannski skildi ég ekki alveg virkilega hversu góður vinur minn þú varst í raun. Þú hélst engu eftir, það var ekkert það til í heiminum sem þú vildir ekki gera fyrir mig eða stað- ur sem þú vildir ekki taka mig með þér á. Geturðu nefnt alla staðina sem við fórum saman til? Gætirðu talið alla fiskana sem við veiddum saman? Eða kaffibollana sem við drukkum? Að alast upp hjá þér og ömmu er það besta sem hent gat mig og þakka ég guði fyrir að hafa fengið að gera það. Mér fannst þú alltaf skemmti- legur. Meira að segja eftir að halla fór undan fæti hjá þér. Þó að sam- band okkar hafi vissulega beðið hnekki vegna þess var samt oftast hægt að koma til þín í kaffi og spjalla um hvað sem var og sög- urnar sem þú sagðir eru mér nú ómetanlegar. Síðastliðin misseri voru okkur erfið. En ég veit að þér voru þau erfiðust. Ég vona bara að þú hafir fundið þinn frið. Ég er heldur ekkert reiður út í þig, ég vil að þú vitir það. Erfiðast var bara að geta ekki hjálpað þér betur. Verst er hvað ég sakna þín. Hvað ég sakna þess að geta ekki tekið upp símann og hringt í þig. Eða komið við hjá þér í kaffi. En ég trúi því að okkar líf saman sé ekki búið. Þú færð að lifa áfram í gegnum mig og allar yndislegu minningarnar sem við áttum sam- an. Þinn drengur Davíð Eldur. Barnabörnin spyrja. Er afi Stulli dáinn? Amma svarar, nei elskurn- ar mínar, hann lifir í minningunni. Strax eftir að hafa sagt þessi orð áttaði ég mig á því að þau öðluðust vissa merkingu og þá voru mynda- albúmin sem geymdu sögu okkar drifin fram og farið var að skoða hvað Stulli afi hafði nú verið flott- ur karl áður en sjúkdómurinn sem leiddi hann til dauða byrjaði fyrir alvöru að vinna á honum. Víman, þessi falsguð, sem náði undirtök- unum í lífi hans og rændi honum smátt og smátt frá okkur þar til lífsneistinn hvarf að lokum. Dugnaður þinn, hlýja, glaðværð og ást meðan allt var gott. Fyrir það ætlum við að þakka og geyma í minningunni, elsku afi Stulli. Takk fyrir að vera þú. Kveðja. Ólöf, Davíð, Lovísa, Elfa, Urður og Jana. Elsku Stulli minn. Þú ert farinn, langt fyrir aldur fram og ég spyr: af hverju svona fljótt, fæ auðvitað engin svör. Það er árið 1956. Við hittumst í fyrsta sinn, ég nýflutt á Heiðar- veginn, þú á Ásabrautinni, gang- stígur á milli húsanna. Ég tek strax eftir bláu fallegu augunum þínum, finnst ég hafa þekkt þig lengi. Þú segir „mamma mín heitir líka Maddý, ég ætla að kalla þig Maddý á bak við“. Það er árið 1958. Við að flokka rækju saman í Stóru milljón, tveir litlir krakkar að ná sér í pening. Þú alltaf viljugur að hjálpa mér. Það er árið 1963. Við aftur kom- in í Stóru milljón, orðin „alvöru starfsfólk“ að flaka, snyrta og pakka og nú er húmorinn þinn heldur betur kominn í ljós. Lífið bara skemmtilegt, alltaf fjör. Óla kemur úr Borgarfirðinum, fer að vinna með okkur, algjör skvísa og verður strax vinkona okkar, síðar kærastan þín og eiginkona og ævi- löng vinkona mín. Það er árið 1967. Við Geiri eign- umst Helenu og viku seinna eign- ist þið Óla Unni, tvö ung pör, að byrja alvöru lífsins. Síðan fæðast Magga og Ilmur, enn eru lífsfar- vegir okkar svona nálægir, við bæði gift, eigum bæði tvær litlar stúlkur. Tíminn líður, stundum hittumst við oft, stundum sjaldnar, en alltaf er vinskapur okkar eins, alltaf þykir mér jafn vænt um þig. Þær verða mæður, við eignumst tvo ömmu- og afastráka, þú og Óla alið afastrákinn ykkar hann Davíð að miklu leyti upp, alltaf ertu til stað- ar fyrir þitt fólk. Það eru margar minningar, Stulli minn, sem koma. Sumarbú- staðarferðirnar þar sem við fjögur spiluðum Kana fram á nætur, heimsóknir okkar Geira með stelp- urnar til ykkar eftir að við fluttum til Reykjavíkur, allar leikhús- og bíóferðirnar okkar og umræðurnar á eftir, spekúlasjónirnar um lífið og tilveruna. Við erum komin á miðjan aldur og í ljós kemur að við erum haldin sama sjúkdómnum, sem nú hefur dregið þig til dauða. Enn einn lífs- flötur sem tengir okkur saman. Enn eitt viðfangsefni fyrir okkur fjögur að spjalla um. Allt gengur vel, kæri vinur, og þú blómstrar í batanum sem þú nærð og átt ynd- isleg níu ár. Það er árið 2000. Sjúkdómurinn tekur sig upp og tekur smám sam- an völdin í lífi þínu. Það er 17. október 2009, ég er í heimsókn hjá þér á Blikabrautinni. Ég hélt að ég gæti bjargað þér en ég er vanmáttug. Ég veit ekki að þetta er síðasta kvöldið okkar sam- an, að ég sit á dánarbeði þínum. Við spjöllum um daginn og veginn og rifjum upp fortíðina og þú hlærð ítrekað þótt fárveikur sért. Einhvers konar uppgjör fyrir okk- ur bæði. Í dag er ég þakklát Guði fyrir þessa síðustu samverustund okkar. Þegar ég kyssti þig bless í þetta sinn og strauk gráa alskeggið þitt sá ég að augun þín höfðu breyst. Nú veit ég að þú varst að búa þig til brottfarar, það var breytingin. Ég kveð þig, kæri Stulli minn. Þú ert farinn en minningin um þig verður ávallt í hjarta mínu. Guð blessi Ólu, vinkonu mína, Unni, Möggu, Davíð og barnabörnin. Ég bið Guð að taka vel á móti þér, það áttu svo sannarlega skilið. Þín vinkona Magnea (Maddý). Sturlaugur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.