Morgunblaðið - 29.10.2009, Side 33
Dagbók 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009
Sudoku
Frumstig
9 7
9 1 4
2 4 8 9 7
1 6 4 2
8 5 3
8 9
3 6 4
9 4 2 1
3
9 5 8 6
6 2 3
5 2 6
3 1
3 1
1 4
4 5 9
5 8 7
9 7 5
7 5 3
8 9
7 3 5
9 3
2 6
1
1 6 4
4 6 8 1
7 5 4 3 6 8 9 2 1
9 3 2 5 7 1 8 6 4
6 8 1 9 2 4 5 3 7
8 2 5 1 9 6 7 4 3
4 6 7 8 3 2 1 9 5
3 1 9 4 5 7 2 8 6
1 4 6 7 8 9 3 5 2
2 9 3 6 1 5 4 7 8
5 7 8 2 4 3 6 1 9
3 1 9 5 8 2 4 6 7
5 2 4 7 6 9 3 1 8
7 6 8 1 4 3 5 9 2
8 4 3 2 9 1 7 5 6
1 5 7 4 3 6 8 2 9
2 9 6 8 5 7 1 4 3
4 3 2 9 1 8 6 7 5
6 7 1 3 2 5 9 8 4
9 8 5 6 7 4 2 3 1
7 6 9 4 3 8 5 2 1
1 5 3 7 2 9 8 4 6
2 8 4 6 5 1 9 3 7
5 9 2 3 6 4 7 1 8
8 4 1 9 7 5 3 6 2
6 3 7 1 8 2 4 9 5
9 2 5 8 1 3 6 7 4
4 7 8 2 9 6 1 5 3
3 1 6 5 4 7 2 8 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 29. október,
302. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu
þjáningar þessa tíma neitt í sam-
anburði við þá dýrð, sem oss mun op-
inberast. (Rm. 8, 18.)
Þeir eru sjálfsagt fáir í dag semmuna eftir Slésvíkurdeilunni,
en um miðja 19. öld var hún við-
kvæmasta og erfiðasta deilan í sam-
skiptum stórveldanna í Evrópu. Tvö
stríð brutust út um þetta hertoga-
dæmi sem er á landamærum Dan-
merkur og Þýskalands.
Einhverju sinni lét þáverandi ut-
anríkisráðherra Bretlands svo um-
mælt að það væru aðeins þrír menn í
heiminum sem skildu Slésvíkurdeil-
una. Einn þeirra væri þýskur pró-
fessor sem væri orðinn geðveikur,
annar væri dáinn og þriðji maðurinn
væri hann sjálfur en hann væri hins
vegar búinn að gleyma smáatriðum
deilunnar.
x x x
Viðkvæmasta og erfiðasta póli-tíska deilumálið á Íslandi er
Icesave. Að mörgu leyti minnir það á
Slésvíkurdeiluna. Fáir skilja það til
botns og það hvarflar að manni að
það geti haft vond áhrif á geðheilsu
fólks geri það tilraun til að skilja alla
anga málsins.
Það er hins vegar ljóst að það
skiptir miklu máli fyrir þjóðina
hvernig þetta mál endar. Málið er
vont sama hvernig á það er litið.
Mörg mistök hafa verið gerð frá því
það kom upp, en stærstu mistökin
voru gerð þegar þessum reikningum
var hleypt af stað.
x x x
Heimili og skóli hafa hleypt afstað nýju átaki gegn einelti í
skólum. Það er óhugnanlegt að
heyra lýsingar fólks sem hefur orðið
fyrir einelti. Viðtal sem Rík-
isútvarpið átti við Sindra Viborg í
gær var mjög sterkt. Sindri þurfti að
ganga í gegnum ótrúlegt einelti sem
birtist bæði í líkamlegu og andlegu
ofbeldi. Sindri sagði frá því að skól-
inn hefði ekki skynjað vandann og að
nokkru leyti litið á hann sjálfan sem
vandamál. Það er örugglega þannig
að börn sem upplifa einelti bregðast
við ofbeldinu á þann hátt að fram-
koma þeirra verður óhefluð. Starfs-
menn skólans verða hins vegar að
hafa þekkingu á einelti og skilja eðli
þess. Aðeins þannig geta þeir tekist
á við það. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 dramb, 8 hrá-
slagaveður, 9 stjórnar,
10 söngflokkur, 11 bág-
indi, 13 fífl, 15 gljái, 18
blæja, 21 litla tunnu, 22
kaka, 23 heldur vel
áfram, 24 hryssingsleg
orð.
Lóðrétt | : 2 eyja, 3 karl-
fugls, 4 gabba, 5 grjót-
skriðan, 6 lof, 7 vex, 12
gyðja, 14 andi, 15 opi, 16
frægðarverk, 17 skraut,
18 stíf, 19 fæðunni, 20
kvenmannsnafn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 tálkn, 4 benda, 7 lýgur, 8 ræman, 9 tek, 11
iðni, 13 frír, 14 loppa, 15 full, 17 rugl, 20 orf, 22 getur,
23 orlof, 24 nunna, 25 kenna.
Lóðrétt: 1 tálmi, 2 lögun, 3 nart, 4 bark, 5 nemur, 6 ann-
ir, 10 espir, 12 ill, 13 far, 15 fegin, 16 látin, 18 ullin, 19
lyfta, 20 orga, 21 fork.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8.
c3 O-O 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7
12. d5 Bd7 13. b3 Re8 14. Rbd2 g6 15.
Rf1 Rg7 16. Rg3 Rb7 17. a4 b4 18.
cxb4 cxb4 19. Be3 Hac8 20. Bd3 a5 21.
Ba6 Db8 22. Rd2 f5 23. exf5 gxf5 24.
Bh6 Hc7 25. Rc4 Rc5 26. Bb5 Bxb5 27.
axb5 Dxb5 28. Hxa5 Dd7 29. Rh5 Bf6
30. Ha8 De7 31. Hxf8+ Dxf8 32. f4 e4
33. He3 Hf7 34. Hg3 Dd8
Staðan kom upp í Evrópukeppni
taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í
Ohrid í Makedóníu. Enski stórmeist-
arinn Michael Adams (2683) hafði
hvítt gegn Þjóðverjanum Oliver
Kniest (2324). 35. Rxg7! Bxg7 36.
Da1! svartur er nú varnarlaus.
36…Df8 37. Rxd6! og svartur gafst
upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Að hrökkva eða stökkva.
Norður
♠ÁD9763
♥108754
♦10
♣7
Vestur Austur
♠2 ♠K54
♥932 ♥–
♦KD72 ♦ÁG643
♣ÁG964 ♣D10852
Suður
♠G108
♥ÁKDG6
♦985
♣K3
Suður spilar 4♥.
Augljóslega er létt verk að vinna
4♥, en þegar litið er yfir allt sviðið
vekur mesta athygli sú hæverska AV
að gefa eftir samninginn þegar
slemma vinnst í þeirra átt. Hvað kom
til?
Spilið er frá leik Þjóðverja og Svía í
undanúrslitum Meistaradeildar Evr-
ópu. Á báðum borðum opnaði suður í
fyrstu hendi á 1♥, á hættu gegn utan
hættu. Pass í vestur og 4♥ í norður.
Stóra stundin. Á austur að blanda sér
í sagnir? Þjóðverjinn Smirnov passaði
og sagnir dóu út í 4♥, slétt unnum.
Hinum megin bauð Bertheau upp á
láglitina með 4G. Eftir snarpa sagn-
baráttu á fimmta þrepi enduðu sagnir
í 6♣ dobluðum, sem unnust með svín-
ingu fyrir trompkóng. Sveifla upp á
17 stig (impa), sem segja má að ráðist
af ákvörðun austurs yfir 4♥.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það er alltaf gaman að geta komið
öðrum á óvart og þú skalt láta það eftir
þér. Vendu þig af því að keyra skoðanir
þínar ofan í aðra.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú finnur hjá sér sterka hvöt til þess
að komast eitthvað í burtu eða gera eitt-
hvað óvenjulegt í dag. Gættu þess að sýna
rausnarskap og hafðu trú á getu þinni og
stöðu.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það væri viturlegast að forðast
hvers kyns árekstra í dag. Umbætur eru
það sem þú ert að leita eftir.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú leggur þig fram við að gera
heimili þitt huggulegra á næstunni.
Gríptu gæsina á meðan hún gefst og ekki
láta tækifærin framhjá þér fara.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Ræddu málin til hlítar, það getur
komið þér í koll ef þú ætlar að skauta bara
á yfirborðinu. Aðrir þurfa líka að leggja
sitt af mörkum.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Allt sem snýr að peningamálum
vekur athygli þína í dag, hvort sem það er
að auka tekjur þínar eða eyðsla á fé. Slak-
aðu á og hugsaðu vel hvert stefnir.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Hættu að velta þér upp úr mistök-
unum. Slepptu fram af þér beislinu og
farðu í bíó, íþróttir eða skemmtu þér með
vinum.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Samband fer í gegnum hægar
breytingar. Ef þú ert viss um eigin tak-
markanir munu þær hamla þér, en það er
þitt að ákveða hvers þú ert megnug/ur.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú skilgreinir vináttu mjög
vítt og getur þess vegna átt marga vini.
Hafðu það í huga að vel unnin verk vekja
athygli.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Raunverulegt frelsi í fjármálum
er ekki að eiga meiri peninga, heldur það
að lifa ekki um efni fram. Nú þarf að taka
af skarið og komast að niðurstöðu í pen-
ingamálum.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Veltu heilsunni fyrir þér í dag.
Það er betra að verða rólegur og bíða
frekar en gera kröfur og heyra eitthvað
sem þú vilt ekki heyra.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það er sjálfsagt að sýna öðrum
kurteisi þótt þú sért ekkert á þeim bux-
unum að kynnast þeim nánar.
Stjörnuspá
29. október 1919
Alþýðublaðið kom út í fyrsta
sinn, undir ritstjórn Ólafs
Friðrikssonar. Lengst af gaf
Alþýðuflokkurinn blaðið út en
útgáfunni var hætt 1997.
29. október 1922
Elliheimili tók til starfa í hús-
inu Grund við Kaplaskjólsveg í
Reykjavík. Morgunblaðið
sagði að þetta hefði verið
fyrsta „gamalmennahæli“ hér
á landi en vistmenn gátu verið
rúmlega tuttugu. Hús elli-
heimilisins við Hringbraut var
vígt átta árum síðar.
29. október 1925
Íslenskir einnar og tveggja
króna peningar voru settir í
umferð. „Þessir nýju peningar
eru víst úr nikkel og kopar,“
sagði Morgunblaðið. Tíeyr-
ingar og tuttuguogfimmeyr-
ingar voru komnir þremur ár-
um áður.
29. október 1934
Breski togarinn MacLeay
strandaði í Mjóafirði eystra.
Skipbrotsmönnum var bjarg-
að í land, en þeir höfðu beðið
björgunar á hvalbak skipsins í
sextán klukkustundir.
29. október 1936
Tjón varð af sjávarflóði suð-
vestanlands. Elstu menn á Sel-
tjarnarnesi mundu ekki annað
eins flóð. Brimið braut sextíu
metra langan sjóvarnargarð í
Gróttu.
29. október 1968
Tilkynnt var að „kaþólskur
biskupsdómur“ hefði verið
endurreistur á Íslandi og að
Páll páfi sjötti hefði skipað
Hinrik Frehen biskup í
Reykjavíkurbiskupsdæmi,
sem nær yfir land allt. Jafn-
framt var ákveðið að Landa-
kotskirkja yrði dómkirkja.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
ALBERT Ríkharðsson, fyrrverandi grunnskóla-
kennari, á 65 ára afmæli í dag. Hann segir óákveð-
ið hvað hann taki sér fyrir hendur á þessum merk-
isdegi, en það eitt sé öruggt að hann fari í sund.
Albert starfaði síðast í Laugarnesskóla þar sem
hann kenndi myndmennt og smíði. Það kemur því
ekki á óvart að helstu áhugamál hans séu tengd
kennslugreinum hans. „Ég teikna mikið og sker
svolítið út, það er mjög mikið áhugamál hjá mér,“
segir Albert sem segist lítið mála en aðallega
teikna með blýanti. „Ég teikna t.d. mannamyndir
og munstur og ýmislegt fleira. Svo sker ég dálítið
mikið út í timbur, aðallega munstur sem ég teikna sjálfur.“
Albert segist hafa kennt nokkrum nemenda sinna útskurð. „Ég
sigtaði út krakka sem höfðu gott vald á blýantinum og höfðu áhuga á
honum og kenndi þeim útskurð og það gekk vel. Það er forsenda að
kunna eitthvað í teikningu til að geta náð árangri í útskurði.“ Þó að
Albert sé hættur kennslu hefur hann nóg fyrir stafni á daginn. „Ég er
heimavinnandi afi í gæslu,“ segir hann en sonur Alberts og eiginkon-
unnar Elínar Vigfúsdóttur, sr. Vigfús Bjarni Albertsson, á þrjú börn.
„Við erum að gæta þess yngsta og það er töluvert starf.“ ylfa@mbl.is
Albert Ríkharðsson, fyrrv. kennari, 65 ára
Barnagæsla mikil vinna
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is