Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009
Lyfjaval.is • sími 577 1160
Bílaapótek Hæðarsmára
Mjódd • Álftamýri
V
ol
ta
re
n
G
el
®
(D
ík
ló
fe
na
kt
ví
et
ýl
am
ín
11
,6
m
g/
g)
er
no
ta
ð
se
m
st
að
-b
un
d
in
út
vo
rt
is
m
eð
fe
rð
vi
ð
vö
ðv
a-
og
lið
ve
rk
ju
m
.L
yf
ið
m
á
ek
ki
b
er
a
á
sk
rá
m
ur
,o
p
in
sá
re
ða
á
ex
em
,v
ar
is
ts
ne
rt
in
gu
vi
ð
au
gu
og
sl
ím
hú
ði
r,
no
tis
t
ei
ng
ön
gu
út
vo
rt
is
og
m
á
al
d
re
it
ak
a
in
n.
Þ
eg
ar
ly
fið
er
no
ta
ð
án
áv
ís
un
ar
læ
kn
is
sk
al
ha
fa
sa
m
b
an
d
vi
ð
læ
kn
i
ef
ei
nk
en
ni
b
at
na
ek
ki
eð
a
ve
rs
na
in
na
n
vi
ku
.
Á
m
eð
gö
ng
u
sk
al
áv
al
t
le
ita
rá
ða
læ
kn
is
eð
a
ly
fja
fr
æ
ði
ng
s
áð
ur
en
ly
fið
er
no
ta
ð,
þ
ó
sk
al
þ
að
ek
ki
no
ta
ð
á
sí
ða
st
a
þ
rið
ju
ng
im
eð
gö
ng
u.
V
ol
ta
re
n
G
el
®
er
ek
ki
æ
tla
ð
b
ör
nu
m
yn
gr
ie
n
12
ár
a.
Lí
til
hæ
tt
a
er
á
of
sk
öm
m
tu
n
ve
gn
a
út
vo
rt
is
no
tk
un
ar
ly
fs
in
s.
Le
sa
sk
al
va
nd
le
ga
le
ið
b
ei
ni
ng
ar
á
um
b
úð
um
og
fy
lg
is
eð
li.
G
ey
m
ið
þ
ar
se
m
b
ör
n
hv
or
ki
ná
til
né
sj
á.
M
ar
ka
ðs
le
yf
is
ha
fi:
N
ov
ar
tis
H
ea
lth
ca
re
.U
m
b
oð
á
Ís
la
nd
i:
A
rt
as
an
eh
f.,
S
uð
ur
hr
au
ni
12
a,
21
0
G
ar
ða
b
æ
.
Hefur þú prófað
verkjastillandi
og bólgueyðandi
í túbu?
25%
afsláttur*
Díklófenak tvíetýlamín 11,6 mg
*50g pakkningar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn
Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
LILJA Mósesdóttir, þingmaður
Vinstri grænna, segist ekki ætla að
styðja Icesave-frumvarp fjármála-
ráðherra. „Ég á afar erfitt með að
kyngja breytingum Hollendinga og
Breta á efnahagslega fyrirvar-
anum,“ segir Lilja.
Aðspurð segist hún ekki vita
hvort aðrir þingmenn VG muni
fylgja í fótspor hennar. „Ég held að
það séu bara allir að hugsa sinn
gang núna.“ Hún tekur þó fram að
sér finnist þær breytingar sem gerð-
ar voru á frumvarpinu í sumar já-
kvæðar.
Össuri Skarp-
héðinssyni utan-
ríkisráðherra
þykir það miður
að Lilja skuli ekki
ætla að styðja
frumvarpið.
Ákvörðun hennar
kemur honum þó
ekki á óvart.
„Það verður ekki til að bæta stöð-
una ef fleiri fylgja í fótspor hennar,“
segir Össur spurður hvort málið
valdi titringi innan ríkisstjórn-
arinnar. Hann segir að vel hafi verið
farið yfir málið innan Samfylking-
arinnar og er þess fullviss að allir
þingmenn flokksins styðji frumvarp-
ið. Þá telur hann mjög góðar líkur á
að það verði samþykkt á Alþingi.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
þingflokksformaður VG, segist
styðja frumvarpið, en hún hefur eins
og kunnugt er verið gagnrýnin á
Icesave-samkomulagið. „Ég lít svo á
að við séum komin eins langt og við
getum ef við eigum að leysa þetta
mál.“
Ögmundur Jónasson, þingmaður
VG, gefur ekki upp hvort hann muni
kjósa með frumvarpinu eða gegn
því. Hann hefur ekki greint ríkis-
stjórninni frá afstöðu sinni.
Þingmenn hugsi sinn gang
Lilja Mósesdóttir styður ekki Icesave-frumvarpið Ögmundur gefur ekki upp
afstöðu sína Össur segir alla þingmenn Samfylkingar styðja frumvarpið
Lilja Mósesdóttir
AF klæðnaði þessara hraustu kvenna að dæma,
sem spiluðu hnit í Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk í
gær, myndi eflaust fáum koma til hugar að fyrsti
vetrardagur væri liðinn og nóvembermánuður
genginn í garð.
Sól og eilítill andvari var í höfuðborginni í gær
og nýttu þessar konur tækifærið og spiluðu hnit
með miklum einbeitingarsvip í náttúrufegurð-
inni rómuðu í Heiðmörk.
EINBEITING OG HREYSTI Í VÍFILSSTAÐAHLÍÐ
Morgunblaðið/Golli
MÖRG þ́úsund eintökum af þátta-
röðinni Fangavaktinni hefur verið
stolið undanfarið, en hægt hefur ver-
ið að hlaða henni niður af vefsíðunni
Tengdur.net. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hefur síðan verið
kærð til lögreglu.
Snæbjörn Steingrímsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka myndrétt-
hafa á Íslandi (SMÁÍS), segir niður-
halið hafa slæm áhrif á íslenska
framleiðslu. Jafnvel þótt þættir hafi
náð álíka vinsældum og Fangavaktin
megi framleiðendur ekki við því að
þáttunum sé stolið í þúsundavís,
enda séu þeir gríðarlega dýrir í
framleiðslu. „Þetta hefur auðvitað
áhrif á það hverju menn eru tilbúnir
til að eyða í framleiðsluna.“
Í dag eru starfræktar að minnsta
kosti þrjár íslenskar vefsíður þar
sem hægt er, án endurgjalds, að
hlaða niður höfundarréttarvörðu
efni. Hingað til hefur íslensku efni
iðulega verið kippt út eftir athuga-
semdir framleiðenda og lista-
manna.
Ekki hefur verið gerð úttekt hér á
landi á því hversu miklum tekjum
framleiðendur verða af vegna nið-
urhals. Hins vegar benda erlendar
rannsóknir til þess að verðmætin
sem framleiðendur tapa svari til
15-17% af verðmæti þess efnis sem
um niðurhalssíðurnar fer. Sam-
kvæmt úttekt sem SMÁÍS gerði árið
2007 var virði íslensks og erlends
efnis af þessu tagi það árið á íslensku
síðunum um milljarður króna.
hlynurorri@mbl.is
Fangavaktinni stolið
Á Hrauninu Félagarnir í fangavakt-
inni hafa notið mikilla vinsælda.
Vefsíða sem dreifir íslensku efni hefur verið kærð til
lögreglu Þúsundum eintaka af Fangavaktinni stolið
SÝSLUMAÐUR
hefur fallist á
kröfu Lands-
bankans um lög-
bann á nýtingu
hlutafjár sem
fékkst í hlutafjár-
aukningu Eskju
hf. á Eskifirði í
byrjun október.
Staðfestingarmál
verður svo höfðað
fyrir Héraðsdómi Austurlands í
framhaldinu.
Að sögn Einars Þórs Sverris-
sonar, lögmanns Eskju, er ágrein-
ingur milli bankans og hluthafanna
um verðmatið sem lá til grundvallar
hlutafjáraukningunni. „Landsbank-
inn hefur farið fram á að hlutaféð
verði ekki nýtt. Málið er í ákveðnum
farvegi en rekstur Eskju er óbreytt-
ur,“ segir hann.
Hann hafnar því að það hafi verið
óeðlilegt af stjórnendum fyrirtæk-
isins að auka hlutaféð án samráðs
við bankann, sem er með veð í fyr-
irtækinu. „Það er hvergi í veð-
skjölum lagt bann við því að hlutafé
fyrirtækisins sé aukið og stjórn-
endur telja að það hafi verið staðið
rétt að þessu.“
Hlutafjáraukningin nam 500 millj-
ónum króna og að sögn Einars var
hún grundvölluð á verðmati á fyrir-
tækinu sem sérfræðingar unnu.
„Aukningin er fullkomlega eðlileg
miðað við það verðmat,“ segir hann.
ben@mbl.is
Fékk bann
á nýtingu
hlutafjár
Einar Þór
Sverrisson
Eskja telur aukningu
hlutafjárins eðlilega
EITT hross
drapst þegar ekið
var inn í hrossa-
hóp við Garðs-
enda austan
Hegraness, í um-
dæmi Sauðár-
krókslögreglu, í
gærkvöldi.
Að sögn lög-
reglu slapp ökumaður bílsins með
skrámur en bíllinn er væntanlega
ónýtur. Ökumaður taldi sig hafa ekið
á tvö hross en hópurinn tvístraðist
við áreksturinn og lá ekki fyrir er
blaðið fór í prentun hvort fleiri hross
hefðu meiðst.
Ekið inn í
hrossahóp
Þingmenn stjórnarflokkanna
eru samtals 34 á Alþingi, en
þingmenn stjórnarandstöðu 29.
Ef allir þingmenn stjórnarand-
stöðu greiða atkvæði gegn Ice-
save-frumvarpinu mega aðeins
tveir þingmenn stjórnarflokk-
anna kjósa gegn því, eigi það að
hljóta samþykki þingsins. Frum-
varpið er hjá fjárlaganefnd, og
ekki ljóst hvenær um það verður
kosið.
Naumur meirihluti