Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 5
Séra Ágúst Sigurðsson, eiginkona hans Guðrún Lára Ásgeirsdóttir og Anna Sigurkarlsdóttir hafa haft veg og vanda af bókinni. Góðir landsmenn Bókin, Öll þau klukknaköll, frásagnir 25 prestkvenna, er ein af 10 bókum sem Vestfirska forlagið gefur út á þessu ári. Hún er gefin út til heiðurs öllum prestsfrúm sem unnið hafa fjölda starfa við hlið manna sinna án þess að hafa nokkurt erindisbréf eða laun. Og þær veittu þeim oft styrk og kjark þegar mest á reyndi. Fæst í bókaverslunum um land allt. Verð kr. 4.980,- „Þá var séra Bjarni aldinn að árum, en andinn í fullu fjöri eins og venju- lega og fuku hjá honum gamanyrðin. Allt í einu segir hann eitthvað á þessa leið: „Þegar ég er allur og farið verður að tala yfir mér, þá verður ekki talað um mig. Þá verður talað um Áslaugu og sagt: „Hvað hefði séra Bjarni verið án Áslaugar? Hún stóð við hlið hans í öllu hans starfi og hún var svo dugleg að spila.“ Þetta var sagt í gamansömum tón. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ég held þetta hafi verið fegursti vitnisburðurinn, sem eiginmaður gat gefið konunni sinni, eftir hálfrar aldar sambúð.“ (Anna Sigurkarlsdóttir)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.