Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009
Alþingi sam-þykkti ílok sum-
arþings lög um
ríkisábyrgð á
skuldum sem
hvíldu á einkafyrirtæki.
Margur þingmanna var að
vonum með óbragð í munni
þegar þetta var gert. En
þeir létu sig hafa það þegar
ríkisstjórnin hafði eftir mikið
þóf samþykkt lágmarksfyr-
irvara við málið. Þetta er
vert að undirstrika. Þarna
var um lágmarksfyrirvara að
ræða. Ríkisstjórnin hafði þar
með lagafyrirmæli frá Al-
þingi. Henni bar að fara með
þau skilaboð til Breta og
Hollendinga, að þingið ætlaði
að láta undan óbilgjörnum
kröfum þeirra um ríkis-
ábyrgð, en þó með þeim fyr-
irvörum sem fylgdu. Við-
semjendur áttu tvo kosti.
Fallast á þessa niðurstöðu
eða fara ella. Tækju þeir síð-
ari kostinn gátu þeir stefnt
Íslendingum fyrir greiðslu-
fall, ef þeir tryðu í raun á
eigin málstað. Þeim leist
ekki á þá bliku.
En eftir reynslu sína af
samningsfestu íslensku rík-
isstjórnarinnar ákváðu þess-
ir kröfuhafar að búa einhliða
til þriðja kostinn, þótt hann
væri alls ekki uppi á borð-
inu. Þeir létu eins og Alþingi
Íslendinga væri
ekki til eða að
minnsta kosti
ekki sem mark-
tæk stofnun og
hófu umræður um
útvötnun á fyrirvörum þess.
Þegar svo var komið bar
fulltrúum Íslands að vitna til
heimilda þingsins og hverfa
af fundi. En allir vita hvern-
ig það fór.
Tveir þekktir lögvísinda-
menn hafa skrifað grein um
stöðu málsins í Morgun-
blaðið. Þeir bera nýtt frum-
varp saman við lögin frá Al-
þingi. Þessi er niðurstaða
þeirra: „Niðurstaða þessa
samanburðar er afdrátt-
arlaus. Þeir fyrirvarar sem
mestu skiptu til að takmarka
ríkisábyrgðina vegna Ice-
savesamninganna eru nánast
að engu orðnir út frá lög-
fræðilegu sjónarhorni.
Skuldbindingar íslenska rík-
isins eru á ný orðnar óljósar
og ófyrirsjáanlegar bæði
hvað varðar fjárhæðir og
tímalengd.“ Það er orðið
morgunljóst að fyrrverandi
samráðherrar Ögmundar
Jónassonar voru eftir allt
saman að draga dár að hon-
um þegar þeir sögðu að af-
sögn hans hefði styrkt samn-
ingsstöðu Íslands. Hin
sterka staða var nýtt þannig
að ekkert situr eftir.
Fyrirvararnir sem
mestu skiptu eru að
engu orðnir}
Fyrirvarar að engu orðnir
Lilja Mós-esdóttir,
þingmaður
Vinstrihreyfing-
arinnar – græns
framboðs, hefur
tilkynnt að hún
geti ekki stutt Icesave-
frumvarp ríkisstjórnarinnar.
Óvissa er um einhverja aðra
stjórnarþingmenn en flestir
þeirra virðast þó ekkert sjá að
því að styðja málið.
Afstaða Lilju er ánægjuefni,
svo langt sem hún nær. Því
miður nær hún þó heldur
skammt, þar sem Lilja segir
ekkert um að hún muni greiða
atkvæði gegn frumvarpinu.
Líkindi eru til þess að hún
hugsi sér að sitja hjá í málinu
og það sama kann að eiga við
um aðra sem vita að málið er
vont en vilja af einhverri
ástæðu ekki standa á sannfær-
ingu sinni.
Staðreyndin er sú að hjáseta
í þessu máli hefur litla þýðingu
og er ekki frambærileg af-
staða. Stjórnvöld hafa látið
undan nánast öllum kröfum
Breta og Hollendinga og gert
fyrirvarana sem
Alþingi setti í sum-
ar merkingar-
lausa. Út af fyrir
sig var ekki mikið
hald í fyrirvör-
unum, en þeir voru
þó skárri en ekkert. Nú er
sama sem ekkert eftir.
Fram hefur komið, meðal
annars í umfjöllun Morgun-
blaðsins, að veruleg hætta er á
að skuldbinding ríkisins vegna
Icesave-ábyrgðar verði hundr-
uðum milljarða króna hærri en
hingað til hefur verið talað um.
Tölurnar eru af þeirri stærð-
argráðu að fari ríkisábyrgðin í
gegnum Alþingi er mikil hætta
á að íslenska ríkið komist á
vonarvöl.
Af þessum sökum geta þing-
menn ekki látið í þessu máli
eins og flestum öðrum og
veigaminni málum. Telji þeir
samþykkt Icesave-frumvarps
ríkisstjórnarinnar hættulega
fyrir fjárhag íslenska ríkisins
þá geta þeir ekki leyft sér að
sitja hjá. Þeim ber að greiða
atkvæði gegn því. Allt annað
er í raun stuðningur við málið.
Í Icesave-málinu
geta þingmenn ekki
látið eins og í veiga-
minni málum}
Hjáseta er ekki valkostur
H
ún er skemmtileg umræðan um
hvað er list. Kannski af því að hún
er svo vita tilgangslaus, en á sama
tíma snertir hún kviku mannlífs-
ins. Því hvað er list annað en
sköpun – það sem mannleg tilvera grundvallast
á? Einu sinni hneykslaðist nýútskrifaður mynd-
listarmaður á því við mig, að hver sem er gæti
kallað sig myndlistarmann. Hann vildi að það
væri lögverndað starfsheiti, eins og stýrimaður
eða heilaskurðlæknir. Með öðrum orðum, að það
þyrfti próf til að vera myndlistarmaður – og það
yrði notað til að útiloka aðra frá þeirri upphefð.
Menntastofnanir hefðu þá vald til að úrskurða
hvað væri myndlist og hvað ekki – til að setja ó
fyrir framan listina. Mér fyndist það út í hött.
Enda hafa Íslendingar undanfarið kynnst tak-
mörkunum þess, sem læra má á skólabekk, með
hruni sérfræðingastéttarinnar í bönkunum.
En þetta er ekki einfalt úrlausnarefni. Ritstjóri dag-
blaðs sagði eitt sinn við mig, að ritstjórnir á „alvöru“ dag-
blöðum gætu ekki skotið sér undan því að leggja mat á
menningu. Greina yrði kjarnann frá hisminu, fjalla á
ígrundaðan hátt um list sem veigur væri í, annað ætti tak-
markað erindi við lesendur.
Og víst neyðast ritstjórnir til þess að velja og hafna.
En getur verið, að það sem rati á síður dagblaða sé í
raun algjörlega óháð því hvað er verðug list og hvað ekki?
Að það væri í besta falli hlægilegt ef ritstjórnir teldu sig
hafa slíkt úrskurðarvald?
Ætti það ekki fyrst og fremst að ráða vali á
viðfangsefni dagblaða, hvort sagan er áhuga-
verð. Svo fella gagnrýnendur dóm um hvort
listaverkið stenst, sem verður að sjálfsögðu
aldrei annað en persónulegt mat. Enda er
fólki alveg óhætt að taka meira mark á eigin
smekk en listrænum smekk gagnrýnenda,
sem stundum er „týndur hlekkur“, svo vitn-
að sér í rímleik Jóns Laxdals Halldórssonar.
Ég skemmti mér vel yfir umræðunni um
það í vor, hvort Ragnar Kjartansson skapaði
verðuga list í Feneyjum. Þá vissi ég að hann
væri á réttri braut. Það sama má segja um
mörg verk Lars Von Triers, sem iðulega
tekst að skekja grundvallarafstöðu fólks til
þess, hvað er list. Nú síðast með samsýningu
hans og Friðriks Þórs Friðrikssonar á
RIFF.
Ég gleymi því aldrei, þegar ég sá frumsýningu á Fávit-
um Triers á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Í henni var
einkar grafískt hópkynlíf, sem varð enn meira sláandi á
stóru breiðtjaldi hátíðarsalarins. Mörgum blöskraði og
fólk streymdi úr salnum.
En hvílík mynd! Hvílík list!
Eftir ótal samtöl við leika sem lærða, þá er ég engu nær
um þá viðsjárverðu skepnu, listina. Nema, þegar einhver
setur ó fyrir framan. Þá fyrst er tryggt að áhuginn vaknar.
Einhverjum hefur tekist að rísa upp úr meðalmennskunni,
hreyfa við almenningi, stíga út fyrir rammann – listamað-
ur er fundinn. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
List með ó fyrir framan
Íslenskir kennarar
hafa trú á eigin getu
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
T
rú íslenskra kennara á eig-
in getu er með því sem
best gerist, samkvæmt al-
þjóðlegri samanburðar-
rannsókn sem unnin var
fyrir menntamálaráðuneytið í sam-
vinnu við OECD. Starfsánægja kenn-
ara hér á landi er enn fremur mikil í
samanburði við önnur lönd. Meiri hluti
kennara er þó engu að síður þeirrar
skoðunar að ekki sé borin virðing fyrir
starfinu í sínu sveitarfélagi.
24 ríki tóku þátt í rannsókninni sem
nefnist Teaching and Learning Int-
ernational Survey (TALIS). Hér á
landi voru endanlegir spurningalistar
lagðir fyrir í mars 2008 og náði úrtakið
til 20 kennara í hverjum þeirra 200
skóla sem tóku þátt. Yfir 90% ís-
lenskra kennara reyndust í heildina
sátt við starf sitt. Mikill meirihluti
taldi sig líka hafa afgerandi áhrif á
menntun nemenda og að þeir gætu
náð góðum árangri, jafnvel með erf-
iðustu nemendur. Trú á eigin getu,
gott samband kennara og nemenda og
gott andrúmsloft í kennslustundum
voru líka meðal þeirra þátta sem höfðu
hvað mest áhrif á starfsánægju kenn-
ara. Athygli vakti og að konum fannst
þær hafa meiri afgerandi áhrif á
menntun nemenda sinna en karlar.
Fleiri minna menntaðir
90% kennara á yngsta og miðstigi
eru konur og á unglingastigi eru 69%
konur. Um 10% grunnskólakennara
reyndust með menntun sem ekki náði
háskólastigi og færri kennarar hér á
landi reyndust með meistaragráðu eða
meiri menntun en í mörgum öðrum
ríkjum sem þátt tóku í könnuninni.
Meira virðist líka um að íslenskir
kennarar aðhyllist hugmyndasmíði-
hyggju (constructivism) en kennarar í
öðrum þátttökuríkjum. Þeir líti svo á
að frumkvæði þekkingarleitar eigi að
liggja hjá nemanda, ekki í ítroðslu
staðreynda undir forræði kennara. Ís-
lenskir kennarar hafni því frekar
hugmyndum um hefðbundna beina
kennslu (direct transmission).
Kennsluaðferðir karla reyndust þó
meira í anda hefðbundinnar kennslu
en aðferðir kvenna. Íslenskir karlar
úr röðum kennara voru enn fremur
frekar þeirrar skoðunar að kennarar
ættu ekki að láta nemendur koma
með svör sem væru hugsanlega röng
þegar skýra mætti svörin beint. Kon-
ur virtust hins vegar þeirrar skoð-
unar að betra væri að nemendur
fengju sjálfir tækifæri til að finna
lausn á viðfangsefnum.
Aukin fræðsla um sérþarfir
Kennarar hér á landi taka mikinn
þátt í námskeiðum og samstarfi
kennara innan skóla sem utan og taka
konur þátt í fleiri starfsþróunarverk-
efnum en karlar. Réttindanám og
rannsóknaverkefni eru þó minna
stunduð hér á landi en í flestum öðr-
um þátttökulöndum og einnig var
áhugi á starfsþróun minni.
Mest var þörfin fyrir starfsþróun
hins vegar talin á sviði kennslu nem-
enda með sérþarfir, námsmats, sem
og aga- og hegðunarvandamála. Á
yngsta og miðstigi fara um 22% af
tíma kennara í að halda aga í bekkn-
um, en á unglingastigi er hlutfallið
17%. Það voru líka kennarar á yngsta
og miðstigi sem töldu sig frekar hafa
þörf fyrir starfsþróun en kennarar á
unglingastigi.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Starfsánægja Gott andrúmsloft í kennslustofunni og gott samband við
nemendur var meðal þess sem hafði mikil áhrif á starfsánægju kennara.
Aukinnar fræðslu er þörf á sviði
kennslu nemenda með sérþarfir
að mati íslenskra kennara, sem
einnig vilja aukna fræðslu í
tengslum við aga- og hegðunar-
vandamál.
NIÐURSTÖÐUR rannsóknarinnar
verða skoðaðar frekar að sögn
Ragnars F. Ólafssonar verkefn-
isstjóra Talis rannsóknarinnar hér
á landi. „Við munum halda reglu-
lega fundi, líkt og við höfum gert
með niðurstöður Pisa-kannananna,
þar sem þessir þættir verða skoð-
aðir frekar.“
Talsvert hátt hlutfall kennara í
könnuninni hér á landi, eða um
10%, var ekki með háskólapróf og
segir Ragnar þann hóp alltaf hafa
skorið sig úr í svörum. „Það var
sáralítill munur á hinum, hvort sem
þeir voru með meistarapróf eða
eingöngu BA-gráðu.“ Mikil áhersla
hefur undanfarið verið lögð á að
auka menntun kennara – að sem
flestir hafi meistarapróf. Talis
rannsóknin vekji hins vegar spurn-
ingar um það hvort ekki sé rétt að
ná fyrst því stigi að allir kennarar
hafi háskólapróf.
VERÐUR FYLGT
EFTIR
››
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon