Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
ÁKVÖRÐUN hefur ekki verið tekin
um afskriftir á skuldum eign-
arhaldsfélags Haga, 1998 ehf., sem
er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar og fjölskyldu hans. Skuld 1998
við Nýja Kaupþing nemur ríflega 48
milljörðum króna, en eina eign fé-
lagsins er Hagar. Finnur Svein-
björnsson, bankastjóri Nýja Kaup-
þings, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að ekkert hefði enn verið
afskrifað af skuldum 1998. „Þetta
mál hefur ekki verið leitt til lykta og
því vil ég ekki tjá mig um það. Verk-
lagsreglur bankans gilda, og engar
skuldir 1998 hafa verið afskrifaðar,
enn sem komið er.“
Skuldir Haga námu tæplega 22
milljörðum samkvæmt hálfsárs-
uppgjöri 31. ágúst 2008. Forstjóri
Haga, Finnur Árnason, segir að fé-
lagið standi undir skuldsetningunni.
Þó séu Hagar ekki nálægt þanþoli
skuldsetningar, en ekki sé áætlað að
stofna til frekari skulda í náinni
framtíð.
Eigendur njóti trausts
Í verklagsreglum Nýja Kaup-
þings um útlánavanda fyrirtækja
segir að áframhaldandi þátttaka eig-
enda og stjórnenda fyrirtækja sé
háð því að þeir þyki mikilvægir fyrir
framtíð fyrirtækisins og að þeir njóti
trausts. Jafnframt segir að gagnsæi
skuli ríkja við endurskipulagningu
og að samkeppnissjónarmið skuli
höfð að leiðarljósi. Aðspurður um
hvort hugsanlegar afskriftir á skuld-
um 1998 yrðu þá til marks um traust
stjórnenda Nýja Kaupþings í garð
eigenda Haga, segist Finnur ekki
vilja tjá sig um það. „Við vinnum
samkvæmt reglum bankans, í öllum
málum,“ segir hann. Finnur segir
jafnframt að eigendur 1998 hafi ekki
fengið neina sérmeðferð umfram
aðra skuldara hjá Nýja Kaupþingi.
Erna Bjarnadóttir, stjórnarfor-
maður Nýja Kaupþings, segist ekki
vilja tjá sig um einstök mál innan
bankans, en tekur fram að verklags-
reglur stjórnar bankans séu skýrar.
„Við leitumst við í öllum tilfellum að
hámarka endurheimtur bankans,“
sagði Erna í samtali við Morgun-
blaðið.
Aðrir stjórnarmenn sem haft var
samband við neituðu að tjá sig um
málefni 1998. Í stjórn Nýja Kaup-
þings sitja ásamt stjórnarformanni
þau Jónína Sanders, Helga Jóns-
dóttir, Drífa Sigfúsdóttir, Jóhannes
Rúnar Jóhannsson og Theódór Sig-
urbergsson.
Kröfu skilanefndar Kaupþings í
þrotabú Baugs, sem var í eigu Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar og fjöl-
skyldu, er nam 27 milljörðum króna
var hafnað með fyrirvörum. Sú synj-
un virðist þó ekki hafa orðið til þess
að rýra traust Nýja Kaupþings í
garð eigenda 1998. Ekki hafa orðið
neinar breytingar á eignaraðild
1998, ef marka má ummæli Jóhann-
esar Jónssonar í Morgunblaðinu 30.
október.
Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld
var greint frá því að nú væri rætt
Engin sérmeðferð á 1998
Samkvæmt verklagsreglum Nýja Kaupþings eiga samkeppnissjónarmið
og gagnsæi að ríkja við endurskipulagningu á skuldsettum fyrirtækjum
Morgunblaðið/Golli
Framtíðaráform Í verklagsreglum Nýja Kaupþings um útlánavanda fyrirtækja segir að áframhaldandi þáttaka eig-
enda og stjórnenda fyrirtækja sé háð því að þeir þyki mikilvægir fyrir framtíð fyrirtækisins og að þeir njóti trausts.
Forsvarsmenn Nýja Kaupþings
vilja ekki tjá sig um málefni 1998
ehf., en segja fyrirtækið ekki
hafa hlotið sérmeðferð hjá bank-
anum. Bankastjóri útilokar ekki
afskriftir á skuldum 1998.
innan Nýja Kaupþings að Jón Ás-
geir Jóhannesson og aðrir fjárfestar
reiddu fram 7 milljarða króna til að
eignast 60% hlut í Högum. Eignar-
haldsfélagið 1998 og skuld þess við
Nýja Kaupþing yrði þar með úr sög-
unni. Bankinn mundi síðan eignast
40% í Högum.
Ef af þessum áætlunum verður fá
eigendur 1998 rúmlega 90% afskrift
af sinni skuld við Kaupþing, en 40%
hlutur bankans í Högum er um 4,6
milljarða virði miðað við þessar for-
sendur, og skuld 1998 því færð niður
um rúmlega 90%. Jafnframt yrði af-
skrift á skuld 1998 um það bil 36,7
milljarðar króna.
Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhann-
esson eða Jóhannes Jónsson við
vinnslu fréttarinnar.
Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og formann Samfylking-
arinnar, eða aðstoðarmenn hennar.
Magnús Orra Schram, varaformann viðskiptanefndar Alþingis og þing-
mann Samfylkingarinnar.
Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, eða aðstoðarmann
hans.
Ekki vildu tjá sig um málið:
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og formaður
stýrihóps forsætisráðuneytisins um sóknaráætlun um eflingu atvinnu-
lífsins í öllum landshlutum.
Við vinnslu þessarar fréttar náðist ekki í:
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009
www.noatun.is
1098
FISKIBOLLUR
KR./KG878
Ódýrt og
gott á
mánudegi
VERÐ
FRÁBÆRT
F
ÚRFISKBOR
ÐI
ÚR
FISKBORÐI
ERSKIR
Í FISKI
20%
afsláttur
„ÉG HEF [...]
aldrei rætt mál-
efni Haga við
neina bankamenn
og engin afskipti
haft af fjárhags-
legri endurskipu-
lagningu fyrir-
tækisins,“ segir
Gylfi Magnússon,
viðskiptaráðherra, í yfirlýsingu
vegna ummæla Sigurðar G. Guð-
jónssonar, hæstaréttarlögmanns, í
grein sem birt er á vefsvæðinu
pressan.is. Sigurður segir þá sögu
ganga að viðskiptaráðherra hafi
hringt í Finn Sveinbjörnsson, for-
stjóra Nýja Kaupþings, og krafist
aðgerða af hálfu bankans gegn Hög-
um. Í yfirlýsingu Gylfa segir að
ásökun þessi sé tilhæfulaus með öllu.
Morgunblaðið reyndi að fá við-
brögð hjá ráðherra vegna mögu-
legra afskrifta á skuldum Haga og
1998. Aðstoðarmaður ráðherra
sagði Gylfa ekki koma að málinu og
hann myndi því ekki tjá sig um það.
Kemur ekki að mál-
inu og tjáir sig ekki
Í verklagsreglum
Nýja Kaupþings
um lausn á út-
lánavanda fyrir-
tækja er vikið að
samkeppnisþætt-
inum. Segir m.a.
að leitast verði
við að velja þá
leið við endur-
skipulagningu fyrirtækja sem eflir
samkeppni eða raskar henni
minnst. Þá verði svigrúm nýtt til að
draga úr fákeppni, aðgangshindr-
unum, óæskilegum stjórnunar- og
eignatengslum eða markaðsráð-
andi stöðu.
Gísli Tryggvason, talsmaður
neytenda, segist ekki átta sig á
hvers vegna það virðist svo auðvelt
fyrir eigendur Haga að halda yfir-
ráðum sínum. Skoða eigi málið út
frá samkeppnissjónarmiðum, líkt
og Samkeppniseftirlitið hefur lagt
áherslu á og reglurnar segja til um.
„Það er búið að tala um það í
mörg ár að stór markaðshlutur
þessarar keðju á smásölumark-
aðnum sé umdeilanlegur og jafnvel
neytendum ekki til góðs. Það ætti
því kannski að nota kreppuna til að
endurskipuleggja og stokka upp.“
Nota ætti kreppuna
til að stokka upp
„HLUTVERK okkar þingmanna er ekki að fella dóma
um einstök mál innan bankanna en frekar opinberra
eftirlitsstofnana. Ég trúi því og treysti að eftirlitsstofn-
anir fylgist grannt með því sem gerist við endurskipu-
lagningu fyrirtækja og að jafnræðissjónarmiða sé gætt
í þeim efnum,“ segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður
Framsóknarflokksins, um mögulegar afskriftir skulda
Haga og móðurfélagsins, 1998 ehf.,
Birkir segir flokk sinn hafa talað fyrir almennum að-
gerðum í stað sértækra, m.a. svo að önnur sjónarmið
ráði ekki ferð við niðurgreiðslur.
Birkir segir ljóst að það þurfi að afskrifa eitthvað eftir hrunið, bæði
hjá fyrirtækjum og heimilum. Til þess þarf að móta gagnsæjar reglur
enda annars hætta á að jafnræði verði fyrir borð borið.
Vekur tortryggni og óánægju
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsókn-
arflokks, tekur heldur dýpra í árinni. „Ég óttast að
inni í bönkunum sé verið að afskrifa hjá sumum og
öðrum ekki. Og það skapar ógagnsæi og ójafnræði,“
segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsókn-
arflokks.
Hann segir spurningar vakna um ójafnræði; að sum-
ir fái niðurfærslu á meðan aðrir njóta ekki sömu kjara.
„Þetta vekur tortryggni og óánægju, að verið sé að
hygla einhverjum sem er hugsanlega tengdur ein-
hverjum stjórnmálaflokkum. Þjóðfélagið hefur ekki
gott af því,“ segir Höskuldur en fæst ekki til að skýra ummæli sín nánar.
Hann segir aðferðafræði bankanna mismunandi og hann muni berjast
fyrir því að málsmeðferðin verði gerð skýrari og gagnsærri.
Treystir á eftirlitsstofnanir ALLIR reyna að
vanda sig og
leggja skyn-
samlegar viðmið-
unarreglur til
grundvallar úr-
vinnslu skulda-
mála fyrirtækja,
segir Steingrím-
ur J. Sigfússon
fjármálaráðherra. Hann vill ekki tjá
sig um einstök mál.
„Við höfum lagt áherslu á það sem
kemur fram í eigendastefnunni, þær
áherslur sem við höfum mótað um
jafnræði, skipulögð og samræmd
vinnubrögð og gagnsæi,“ segir
Steingrímur og bætir við að hann
hafi séð hugmyndir og tillögur hjá
bönkunum, á mismunandi stigum,
um mótun sinnar aðferðafræði. „Að
sjálfsögðu er leitast við að vinna
þessi mál á faglegum forsendum.“
Spurður út í fréttir af mögulegum
afskriftum skulda Haga og móður-
félags þess, 1998 ehf., segist Stein-
grímur ekki vera svo kunnugur mál-
inu að hann geti tjáð sig um það. „En
sambærilegum vinnubrögðum á að
beita við sambærilegar aðstæður og
ekki á að fara í manngreinarálit í
þeim efnum.“
Mál unnin á fagleg-
um forsendum
Finnur
Sveinbjörnsson
Erna
Bjarnadóttir