Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009 WWW.N1.IS Frábært úrval af dekkjum, dekkjahótel og betri þjónusta Þú færð skjóta og góða hjólbarðaþjónustu hjá N1. Við bjóðum upp á eitt mesta úrval landsins af hjólbörðum og geymum sumardekkin á dekkjahóteli fyrir þá sem vilja. Renndu við hjá okkur þegar þér hentar, við tökum vel á móti þér! Láttu ekki veturinn koma þér á óvart! -15% Hjólbarða- þjónusta Þeir sem skrá sig í Sparitilboð N1 á n1.is fá veglegan afslátt Hjólbarðaþjónusta N1 er að finna víða á höfuðborgarsvæðinu og á völdum stöðum á landsbyggðinni. ÞETTA HELST ... Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is NOTKUN verðtryggingar hefur aukist í heiminum á síðastliðnum 10- 20 árum, og það einnig á mynt- svæðum þar sem verðbólga er til- tölulega lítil. Margt bendir til þess að verðtryggð lán séu ódýrari en óverð- tryggð til langs tíma. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyrirlestri Helga Tómassonar, dósents í töl- fræði við Háskóla Íslands. Fyrirlest- urinn var hluti af Þjóðarspegli Há- skóla Íslands, sem fór fram sl. föstudag. Í máli Helga kom fram að tilvist verðtryggs fjármálamarkaðar á Ís- landi hefði gert fjármögnun op- inberra stofnana á borð við Íbúða- lánasjóð og Lánasjóð íslenskra námsmanna auðveldari. Slíkar stofn- anir fjármagna sig með útboði verð- tryggðra bréfa og endurlána síðan almenningi á verðtryggðum kjörum. Því er ljóst að ef verðtrygging, til að mynda fasteignalána almennings, yrði tekin úr sambandi, eins og ýms- ir hafa lagt til, myndi fjármögn- unarlíkan Íbúðalánsjóðs verða illa úti. Ástæða þess er að sjóðurinn hef- ur ennþá verðtryggðar skuldbind- ingar gagnvart sínum lánardrottn- um. „Það er af og frá að afnema verðtryggingu við aðstæður dagsins í dag. Verðtryggði skuldabréfamark- aðurinn er síðasta hálmstrá trausts á íslenskum fjármálamarkaði,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið. Verðtrygging algeng í verðbólgulöndum Í löndum þar sem verðbólga hefur verið í hærra lagi, svo sem Ísrael, Kólumbíu og Tyrklandi, hefur verð- tryggð fjármögnun orðið venjan í fasteignaviðskiptum almennings. „Allir sem stunda útlánastarfsemi, eins og til dæmis Íbúðalánasjóður, þurfa að meta gjaldþrotaáhættu og bæta henni við vaxtaprósentuna,“ sagði Helgi. „Lántakandi þarf því að horfast í augu við að tekjur hans minnki og möguleikar hans á að standa við skuldbindingar sínar tak- markist.“ Að sögn Helga hafa Tyrkir fundið upp nýja vísitölu sem tekur einnig tillit til launaþróunar lántakanda. Einnig er fyrir hendi svokallað DIM- verðtryggingarform (e. dual-indexed mortage) sem algengt er í Suður- Ameríku, en það tekur tillit til launa- og atvinnuþróunar. Líklegt verður að teljast að íslensk stjórnvöld hafi haft þetta að fyrirmynd þegar frum- varp um greiðslujöfnun var kynnt 18. nóvember 2008. Í greiðslujöfnun fólst að mánaðarleg launavísitala Hagstofunnar yrði vegin við atvinnu- stig og reiknuð út greiðslujöfn- unarvísitala, sem nota átti til út- reiknings á greiðslumarki lántakanda. Ódýrari til langs tíms Helgi segir að verðtrygging sé lík- lega ódýrara lánaform til langs tíma en óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Helgi telur verðtrygg- inguna nauðsynlega forsendu fyrir myndun íslensks fjármagnsmark- aðar – ef hennar hefði ekki notið við frá árinu 1979 hefðu Íslendingar lík- lega verið háðir öðrum löndum um lánsfjármagn. Í fyrirlestri sínum tók Helgi til samanburðar lán í dönskum krónum til 20 ára og verðtryggt lán í íslenskum krónum. Í tilfelli danska lánsins hefði lántaki líklega þurft að fara hvað eftir annað í sinn banka til að endursemja um vaxtakjör. Í við- miðunardæmi Helga eru vextir á danska láninu í lægra lagi miðað við vaxtaumhverfi þar í landi síðastliðin 20 ár. Undir lok lánstímans nemur heildargreiðsla íslenska verðtryggða lánsins og danska lánsins með breytilegum vöxtum um það bil sömu upphæð. Hins vegar segir Helgi íslenska lánið ódýrara, þar sem hærri upphæðir komu til greiðslu fyrr á lánstímanum á danska láninu. „Það er hagsmuna- mál neytenda, sérstaklega hinna tekjulægri, að ríkið fjármagni sig á verðtryggðum lánum og helst að al- menningur hafi aðgang að slíkum lánum. Ef verðbólga verður há er það eini kosturinn og jafnvel þó verð- bólga sé lítil getur það verið skyn- samlegt.“ Verðtrygging nauðsynleg  Prófessor í tölfræði segir afleita hugmynd að afnema verðtrygginguna  Verðtryggð skuldabréf síðasta hálmstrá trausts á fjármálamarkaði hér Í HNOTSKURN »Helgi Tómasson segirverðtryggingu hagkvæmt lánsform til langs tíma. »Verðtrygging hefur gertfjármögnun opinberra lánastofnana auðveldari. »Verðtrygging er eini kost-urinn við hátt verðbólgu- stig. Morgunblaðið/Sverrir ● SAMKVÆMT frásögn breska blaðs- ins Observer um helgina hefur skila- nefnd Kaupþings borist enn ein kær- an. Að þessu sinni er það fyrrverandi mágur kaupsýslumannsins Roberts Tchenguiz sem stefnir og krefst þess að fá hluta af hagnaði af sölu á bréf- um í bresku verslanakeðjunni Somer- field. Um er að ræða fimm milljónir punda, eða um einn milljarð íslenskra króna. Deilt hefur verið um hluta af andvirði bréfanna í Somerfield, en hluturinn var seldur fyrr á þessu ári fyrir 1,6 milljarða breskra punda. Kaupþing fjármagnaði kaup Tchenguiz á bréfunum fyrir fjórum árum og skila- nefndin gekk að hlutnum í veðkalli. Segist mágur hans hafa fjármagnað hluta af þessum kaupum. Enn er Kaupþingi stefnt ● STJÓRN Atorku hefur ráðið Bene- dikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku, á meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins. Benedikt var fram- kvæmdastjóri hjá Atorku og þar áður framkvæmdastjóri Parlogis, dótt- urfélags Atorku Group. Aftur til Atorku ÞEIM bönkum og fjármálafyr- irtækjum í Bandaríkjunum fjölgar enn sem ramba á barmi gjaldþrots. Í gærkvöldi óskaði bankinn CIT Group eftir svonefndri gjald- þrotavernd, eða greiðslustöðvun á meðan verið er að endurskipu- leggja reksturinn. Hefur meirihluti lánadrottna fallist á að lækka skuldir bankans um 10 milljarða dollara. Á vef Bloomberg kom fram að fyrir helgi gerði CIT Group samninga við Goldman Sachs og kaupsýslumanninn Carl Icahn. Mun Goldman Sachs halda lánalínu op- inni og Icahn býðst til að lána bank- anum um 1 milljarð dollara í lausafé, eða 124 milljarða króna. Alls hafa 115 bankar í Bandaríkj- unum orðið fórnarlömb fjár- málakreppunnar en níu bættust í hópinn fyrir helgi þegar stjórnvöld tóku yfir banka undir hatti FBOP samsteypunnar. Fleiri bandarískir bankar í vanda ● FÆREYSKI Eik bankinn tapaði 100 milljónum danskra króna á fyrstu níu mánuðum ársins, jafnvirði 2,4 milljarða króna. Uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung liggur fyrir en þá tapaði bankinn 31 millj- ón danskra króna, eða um 750 millj- ónum króna. Á síðasta ári tapaði bank- inn 33 milljónum danskra króna á fyrstu níu mánuðum, þar af 23 milljónum á þriðja ársfjórðungi. Í tilkynningu til kaup- hallar kemur fram að Eik hafi fengið framlag úr sjóði sem dönsk stjórnvöld settu á stofn vegna fjármálakreppunnar. Eikin færeyska tapaði 2,4 milljörðum króna ● FÉLAGIÐ HOLT Funding 2008-1 Limi- ted, sem er vegum gamla Íslandsbank- ans og stofnað með heimilisfesti í Du- blin á sínum tíma, hefur stefnt Exista, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Er félagið nú í höndum skilanefndar Glitnis. Krafist er greiðslu frá Exista upp á 19 milljarða króna vegna lána- samnings sem upphaflega var gerður við Íslandsbanka hinn fyrri, síðar Glitni. Í tilkynningunni segir að Exista muni taka til varna í málinu þar sem félagið hafi gert upp kröfu HOLT Funding með skuldajöfnuði. bjb@mbl.is HOLT Funding krefur Exista um 19 milljarða Í erindi Helga Tómassonar kom fram að sögulega séð væri jafn- an gripið til verðtryggingar í ein- hvers konar neyðarástandi, eftir styrjaldir eða þegar bráðavandi myndast í ríkisfjármálum. Í frelsisstríði Bandaríkjanna árið 1780 greip Massachusetts-ríki til verðtryggingar með góðum ár- angri. Finnar gáfu út verðtryggð ríkisskuldabréf í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Mikið er rætt um skuldastöðu bandaríska ríkisins þessa dagana, en Willi- am C. Dudley hjá Seðlabanka Bandaríkjanna í New York hvatti nýverið til þess í ræðu að bandaríska ríkið myndi fjár- magna sig í auknum mæli með verðtryggðum bréfum. Slíkt væri einfaldlega ódýrara fyrir skatt- borgara. Gripið til verðtryggingar í neyðarástandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.