Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 18
✝ Katrín Valtýs-dóttir fæddist í Vallholti á Árskógs- strönd í Eyjafirði 8. júní 1923. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 16. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Rakel Jóhanna Jó- hannsdóttir frá Sel- árbakka á Árskógs- strönd í Eyjafirði, f. 28. ágúst 1891, d. 17. nóvember 1958 og Valtýr Jónsson frá Hrafnagili í Þorvaldsdal í Eyja- firði, f. 28. september 1895, d. 29. október 1976. Systkini Katrínar: Maríanna f. 8. október 1920, d. 2. mars 1990, Óskar Kató, f. 11. febr- úar 1922 og Margrét, f. 16. febrúar 1926. Katrín giftist 8. júní 1948 Guð- birni Guðjónssyni frá Vest- mannaeyjum, f. 14. apríl 1924. For- eldrar hans voru Bergþóra Jónsdóttir, f. 10. október1894, d. 20. desember 1989 og Guðjón Jóns- son, f. 10. apríl 1892, d. 14. maí 1967. Katrín og Guðbjörn eign- uðust eina dóttur, Bergþóru, f. 20. september 1947 sem hefur verið búsett í Bandaríkjunum frá 1968. Bergþóra er gift Karli Ásmunds- syni, f. 27. október 1946 og eiga þau þrjá syni, Guðbjörn, f. 17. nóvember 1966, Karl Rúnar, f. 3. mars 1973 og Jóhann Inga, f. 21. febrúar 1984. Langömmubörnin eru þrjú. Þegar Katrín var tveggja ára gömul flutti fjölskyldan að Selárbakka. Hún ólst upp við sveitastörf og lauk barnaskólanámi. Hún gekk í Hús- mæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1945 til 1946. Eftir það fluttist hún til Reykjavík- ur og vann um skeið á saumastof- unni Fix. Hún og Guðbjörn áttu lengi heimili að Sogavegi 220 í Reykjavík en árið 1990 fluttu þau í Haukanes 5 í Garðabæ þar sem þau hafa búið síðan. Hún var mikil fjölskyldumanneskja og tileinkaði líf sitt stórfjölskyldunni og vinum sínum. Katrín var mjög listræn og fagurkeri og kom það vel fram á hennar fallega heimili. Hún vann alla tíð mikið að hannyrðum og saumaskap. Útför Katrínar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 2. nóvember, kl. 13. Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. (Davíð Stefánsson.) Elsku mamma mín, nú er komið að kveðjustund, og eftir sitja margar góðar og skemmtilegar minningar sem lifa áfram með fjölskyldunni. Við munum öll sakna þín mikið en gleymum þó ekki öllum stundunum sem við áttum saman. Ég veit að það var ekki alltaf auðvelt að eina barnið ykkar byggi erlendis. Í dag eru vega- lengdirnar og ferðatíminn styttri. Við færumst því nær og munu ég og mín fjölskylda gera allt sem þarf til að vera með pabba og styðja hann af öllum mætti. Þú munt lifa áfram í hjarta okkar Kalla, Bjössa og Juliu, Rúnars og Caitlinar, Jóhanns, og langömmubarnanna Niku, Önyu og Hauks. Far þú í friði. Þín dóttir, Bergþóra. Katrín Valtýsdóttir  Fleiri minningargreinar um Katr- ínu Valtýsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Kata er dáin. Mér og mínum var hún góð. Kata var mikil nákvæmnismanneskja, allt lék í höndum hennar. Allt varð að vera fullkomið, 100%. Kata var oft lasin en Bjössi stóð eins og klettur við hlið hennar. Nú að leiðarlokum votta ég Bjössa, Bergþóru, barna- börnum og barnabarnabörn- um samúð mína. Megi Kata hvíla í friði. Edith Jóhannesdóttir. HINSTA KVEÐJA 18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009 ✝ Elskulegur faðir okkar, JÓHANN ADÓLF PÉTURSSON verkfræðingur, lést á heimili sínu í Houston Texas fimmtudaginn 8. október. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Pétursson Foley og Ingvar Pétursson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, bróðir, stjúpi og afi, ÞORLÁKUR GESTUR JENSEN, Skúlagötu 64, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi fimmtudaginn 22. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. nóvember kl. 15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Blóm og kransar afbeðnir, þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameins- félagið njóta þess. Sérstakar þakkir til Sigurðar Björnssonar læknis og Kristjönu hjúkrunar- fræðings, ásamt öllu starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir alla ástúð og hlýju, er þið sýnduð, honum og okkur. Guð blessi ykkur öll. Hólmfríður Jónsdóttir, Hálfdán Ingi Jensen, Soffía Sveinbjörnsdóttir, Hulda Margrét Þorláksdóttir, Davíð Ingvason, Guðni Óskar Jensen, Kristbjörg Sveinsdóttir, Jón Múli Franklínsson, börn og barnabörn. ✝ Helga Ingólfs-dóttir fæddist í Reykjavík 25. janúar 1942. Hún lést á Landspítalanum 21. október sl. Foreldrar hennar eru Agnes Marie Ingeborg Dav- íðsson, fædd Chris- tensen, vefn- aðarkennari, f. 26. júní 1902, d. 7. febr. 2000, og Ingólfur Davíðsson grasafræð- ingur, f. 14. janúar 1903, d. 23. okt. 1998. Systkini Helgu eru Agnar vistfræð- ingur, fv. prófessor, f. 29. júlí 1937, og Edda, fóstra og myndlistarkona, búsett í Danmörku, f. 25. febr. 1939. Helga giftist 11. apríl 1963 Þor- keli Helgasyni, stærðfræðingi og fv. orkumálastjóra, f. í Vestmanna- eyjum 2. nóv. 1942. Foreldrar hans eru Helgi Þorláksson, f. 31. okt. 1915, d. 18. okt. 2000, og Gunnþóra Kristmundsdóttir, f. 10. júní 1922. Helga lauk einleikaraprófi í pí- anóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1963 og brottfararprófi í semballeik í Þýskalandi 1968 fyrst Íslendinga. Gerðist hún brautryðj- Helga stofnaði Bachsveitina í Skál- holti um 1980 sem lengi vel var eina sérhæfða hljómsveitin í bar- okkleik hér á landi. Tónlistariðk- uninni í Skálholtskirkju var fylgt eftir með hljóðritunum á plötum og geisladiskum auk margvíslegs tón- leikahalds innan lands og utan. Fyrstu plöturnar voru með Ma- núelu Wiesler flautuleikara, sem var ötull liðsmaður Sumartón- leikanna frá upphafi. Leikur Helgu á verkum Jóhanns Sebastians Bachs hlaut mikið lof, ekki síst á Goldbergtilbrigðunum, auk són- ötusyrpu sem hún lék með hinum heimsþekkta barokkfiðluleikara Jaap Schröder. Helga hlaut margs konar viður- kenningu fyrir tónlistarstarf sitt, m.a. riddarakross íslensku fálka- orðunnar 2001 og heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna ár- ið 2004 auk þess sem síðasti geisla- diskur hennar, „Frá Strönd til fjar- lægra stranda“, var kjörinn klass- íska plata ársins 2005. Árið 2007 var Helga útnefnd „heiðurs- sveitungi“ á Álftanesi þar sem hún bjó lengst af ævinni. Helga verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag kl. 15, en tónlistarstund með verk- um Bachs hefst í kirkjunni hálf- tíma áður. Jarðsett verður í kirkju- garðinum í Görðum á Álftanesi. Meira: mbl.is/minningar andi á Íslandi í semb- alleik og í túlkun bar- okktónlistar með upprunalegum hætti. Helga starfaði sem kennari í hlutastarfi við Tónlistarskólann í Reykjavík í nær þrjá áratugi og var einn af stofnfélögum Kamm- ersveitar Reykjavík- ur. Aðalstarfsvett- vangur Helgu var í Skálholti þar sem hún stofnaði til Sum- artónleika í Skálholtskirkju árið 1975 og leiddi hátíðina í 30 sumur þar til hún varð að hætta sakir veikinda 2004, en hélt þó áfram sem formaður stjórnar Sumartón- leikanna í fjögur ár. Undir stjórn Helgu varð hátíðin miðstöð túlk- unar á barokktónlist en ekki síður smiðja fyrir ný íslensk tónverk. Hún hvatti tónskáld til að leggja út af fornum íslenskum söngarfi og einkum ung tónskáld fengu það sem sérstakt verkefni. Í tíð Helgu voru frumflutt nær 150 tónverk á hátíðinni eftir meira en 40 tón- skáld, flest fyrir tilstilli hennar og mörg fyrir hana sérstaklega. Helga, litla systir! Fáein minningabrot. Við vorum tvær systur og stóri bróðir. Fyrsta heimili okkar, á Ás- vallagötu 6, var í rólegu umhverfi og góðum verndandi garði. Þar lék- um við okkur systkinin, fórum í felu- og eltingarleiki, og stundum í hjólreiðar á grænu þríhjóli Agnars bróður. Þar var margt að skoða fyrir barnslegt ímyndunarafl, blóm- in, grös, orma í polli. Ég man eftir Helgu, sitjandi hugsi á köldum tröppunum, í blárri kápu og prjóna- húfu, sönglandi með handarbak upp að munni. Sunnudagur var oft ættarheim- sóknardagur, með ferð upp í Hlíð- ar, að heimsækja Bergþóru, Þor- geir, Majudóru og Geira. Þar var drukkið kaffi, rabbað og leikið. Eitt sinn var byggingin þar til viðgerð- ar, og lagðar nokkrar spýtufjalir yf- ir skurð með vatni. Helga var eitt- hvað að skoða, kannski spegilmynd sína, – og féll í skurðinn og stóð undrandi með vatn upp að hand- arkrikum. Brátt var kallað: Mamma, mamma, Helga er að drukkna! Og fljótt birtist æst kona, snör í snúningum, og allt endaði vel fyrir hetju dagsins í heitu baði. Ferðir okkar til Danmerkur voru ævintýri. Við vorum ungar þá, Helga fjögurra ára í fyrri ferð og sjö í þeirri seinni. Þetta voru langar ferðir, með sjóveiki, en einnig sam- vera á þilfari í frísku heilnæmu andrúmslofti, prjónandi sokka. Ég man eftir konu sem sagði: „Sjáið þið barnið að prjóna sokka horfandi út í bláinn.“ Öll fjölskyldan var boðin í silfur- brúðkaup til prestsseturins í Spent- rup á Jótlandi. Þar var fullt af glöð- um gestum í stórum ilmandi garði, og tvær litlar stúlkur, flögrandi eins og álfar í bleikum heimahönn- uðum tyllkjólum. Kvöldbæn systk- inanna: Nu lukker sig mit øje, Gud Fader i det høje, i varetægt mig tag! Fra synd og sorg og fare din engel mig bevare, som ledet har min fod i dag! (P. Foersom) Elsku Helga mín, þú lifir í huga mínum. Þín stóra systir, Edda. Okkur systkinunum er sérstak- lega minnisstæð árleg heimsókn okkar til Helgu og Þorkels á að- fangadag með jólagjafir. Að koma á heimili þeirra var eins og að stíga inn í annan heim, á sama tíma og jólastressið var í hámarki á öðrum heimilum var þar ró yfir öllu. Hljómdiskar og plötur upp um alla veggi og svo semballinn eins og tig- in vera fyrir miðju. Við undirleik Bachs var þetta eins og að stíga inn í sjálf jólin. Öll höfum við systkinin verið í tónlist þótt ekki höfum við gert það að lífsstarfi eins og Helga. Magnús leikur enn á trommur og þótt hann hafi ekki valið klassísku leiðina, þá sýndi hún alltaf því áhuga sem hann hafði fyrir stafni í rokkinu. Hann á eftir að sakna þeirra djúpu og skemmtilegu samræðna sem þau áttu um tónlist. Helgi lærði á píanó. Hann hætti því að vísu snemma, en áhugi á klassískri tón- list og sérstaklega Bach hefur haldist, meðal annars fyrir áhrif frá Helgu og Þorkeli. Sigrún lærði á fiðlu og lék stundum með Helgu í fjölskylduboðum. Helga var alltaf þolinmóð og aldrei gagnrýnin þótt geta fiðluleikarans væri takmörk- uð, en stundum brá fyrir uppgjaf- arsvip þegar erfiðlega gekk að finna rétta tóninn. Helgu fannst skrýtið að Sigrún hætti í tónlistar- skóla, því fyrir henni var ekkert sem jafnaðist á við tónlistina. En þó fannst henni gaman að heyra um félagslífið í MH, vinina og ann- að sem kom í staðinn. Hún sagðist sakna þess að hafa ekki farið í menntaskóla, þótt hún sæi ekki eft- ir að hafa valið tónlistina. Helga og Þorkell fylgdust vel með yngri kynslóðunum í fjölskyld- unni, bæði okkur, systkinabörnum Þorkels, og mökum og börnum okkar, og umhyggjan var mikil. Helga er enn minnisstætt þegar hann var fátækur námsmaður á lýðháskóla í Svíþjóð fyrir um tutt- ugu árum, að einn daginn, þegar allir sjóðir voru tæmdir og varla nema hrökkbrauð eftir í matinn, kom ávísun í póstinum frá Þorkeli og Helgu. Þá var hátíð! Síðustu árin, þegar Helgi og Sig- rún hafa aftur verið búsett erlend- is, hefur heimsókn til Þorkels og Helgu á Strönd verið fastur liður í öllum Íslandsferðum. Oftar en ekki hefur þá verið farið á gömlu Mözd- unni sem þau hjónin héldu úti ár- um saman, að því er virðist til þess eins að lána ættingjum. Agnes, yngri dóttir Helga, heitir eftir móður Helgu. Sumarið 2008 hélt Helga henni undir skírn. Hún var þá máttfarin af veikindum og Agnes litla var heldur óvær, en Helga lét það ekki á sig fá. Það var greinilegt að þetta var mikilvæg stund. Nanna Helga, dóttir Magn- úsar sem fæddist í haust, heitir í höfuðið á Helgu. Minning hennar lifir því áfram, og þegar þær Nanna Helga og Agnes verða eldri getum við systkinin sagt þeim frá Helgu, sembalnum, og umhyggju- seminni og rósemdinni á menning- arheimilinu á Strönd. Sigrún, Helgi og Magnús Þorsteinsbörn. „Þegar ég verð stór ætla ég alltaf að vera brosandi eins og Helga og Þorkell,“ sagði ég reglulega við alla þá sem vildu heyra. Mér fannst með ólíkindum hvernig þetta fullorðna frændfólk mitt gat alltaf verið svona hlýlegt og vinalegt. Þær voru ófáar ferðirnar sem farnar voru út á Strönd og alltaf var jafn spennandi og skemmtilegt að koma þangað. Helga var ævinlega áhugasöm um líf okkar frændsystkinanna og mér fannst hún sýna mikinn skilning á því sem í gangi var í lífinu, hvort sem það voru skóla-, ásta- eða tóm- stundamál. Hún studdi mig auðvit- að óspart í hljóðfæranáminu, og var það ekki síst vegna orða hennar sem ég sá alltaf dálítið eftir að hafa ekki haldið áfram að læra á þver- flautuna. Elsku Þorkell. Þið voruð heppin með þann tíma sem þið áttuð sam- an. Samband ykkar var náið og aðdáunarvert hversu góð þið voruð hvort við annað. Þið eruð sönnun þess að maður geti fundið hinn full- komna maka og átt hamingjusamt líf með honum. Ég vona að með tímanum getir þú tekið upp brosið aftur sem var svo einkennandi fyrir ykkur Helgu, því ég veit að andar ykkar munu sameinast aftur í fram- tíðinni. María Þóra Þorgeirsdóttir. Fegurð – hrein og tær. Fegurðin er það fyrsta sem kom í hugann þegar við minnumst Helgu okkar. Allt í kringum hana var fagurt – ekki sú fegurð sem keypt er tilbúin úr búð heldur sú sem er hrein og tær frá náttúrunnar hendi. Heimili þeirra Þorkels, viðhorf hennar til lífsins, fatasmekkur og sjálft lífsstarfið bar þess merki. Hún unni því sem var vandað, heilt og fágað. Hún unni verkum gömlu meist- aranna sem hafa lifað af styrjaldir og kreppur í gegnum aldir með sín- um hreina tæra tóni. Skálholti þar sem hljómar af fótsporum genginna kynslóða óma í hverju skrefi. Feg- urð þagnarinnar í náttúrunni, einn- ig þegar hún er rofin – af sönglist fuglanna. Hún dáðist að krafti unga fólks- ins og sköpun. Í fjölskylduboðum vildi hún vita hvað allir væru að gera og gladdist með þeim þegar vel gekk og uppörvaði ef á móti blés. Í jólaboðum á Strönd er ógleymanlegt þegar hún kveikti á lifandi kertum á jólatrénu að dönsk- um sið, spilaði jólalögin á sembalinn og ljómaði af gleði að sjá unga og aldna ganga í kringum jólatréð. Hljómkviða lífsins var oftar en ekki spiluð fjórhent þar sem Þorkell sat þétt við hlið Helgu sinnar og hans öruggu hendur léku með henni Helga Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.