Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is UM leið og tekin var ákvörðun um að stíga fyrsta skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta var tekin ákvörðun um að herða eftirlit með þeim sem brjóta reglurnar. Grunur leikur á að í einstökum tilvikum hafi þeir sem reynt hafa að brjóta reglurnar inn- heimt mikinn hagnað. Með breyttum reglum um gjaldeyrisviðskipti er stefnt að því að koma í veg fyrir þessi brot. Í gær tóku gildi nýjar reglur um gjaldeyrisviðskipti sem fela í sér fyrsta skref í afnámi haftanna. Nú verður heimilað innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestinga. Þeir sem koma með gjaldeyri og fjárfesta hér á landi hafa fullt frelsi til að fara með gjaldeyrinn úr landi aftur. Fram að þessu hafa erlendir aðilar aðeins mátt taka út gjaldeyri vegna vaxtatekna og arðs af fjárfestingu hér á landi. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri sagði á blaðamannafundi þar sem reglurnar voru kynntar að næsta skref í afnámi gjaldeyrishafta væri afnám hafta á útstreymi fjár- magns. Hann sagði að hvenær það skref yrði stigið réðist m.a. af því hvernig tækist til með framkvæmd fyrsta áfanga og framgang efna- hagsáætlunar stjórnvalda og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Ekki er ljóst hvaða áhrif verða af þessari ákvörðun Seðlabankans, en sennilegast er að þau verði ekki mjög mikil. Það liggur fyrir að tals- verður áhugi er erlendis á fjárfest- ingum hér á landi. Ástæðan er sú að verð á eignum hefur lækkað mikið hér á landi. Jafnframt gerir fall krónunnar það að verkum að mjög hagstætt er fyrir útlendinga að fjár- festa á Íslandi. Það er hins vegar ýmislegt sem dregur úr áhuga er- lendra fjárfesta á að koma með fjár- magn inn í landið. Áform um skatta- hækkanir á fyrirtæki hafa án efa áhrif á ákvarðanir erlendra fjárfesta og sömuleiðis ákvarðanir í orku- málum. Nýjar leiðir til að fara í kringum höftin gætu opnast Í tilkynningu Seðlabankans kem- ur fram að þegar möguleikum í fjár- magnshreyfingum fjölgi kunni að opnast nýjar leiðir til að fara í kring- um höftin. Þess vegna hafi verið ákveðið að endurskipuleggja starf- semi gjaldeyriseftirlitsins. Til að draga úr hættu á því að farið verði í kringum höftin ná heimildir til að flytja út fjármagn að nýju ekki til ákveðinna tegunda fjárfestinga, t.d. afleiðusamninga sem fjármagnaðir eru með lánsfé. Seðlabankinn hefur þegar vísað um 20 málum þar sem grunur leikur á að reglur um gjaldeyrishöft hafi verið brotin til Fjármálaeftirlitsins. A.m.k. önnur 20 mál eru til skoðunar hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans. Már sagði að menn yrðu að átta sig á því að brot á reglum um gjaldeyris- viðskipti væru á kostnað þeirra sem færu eftir reglunum. Brotin stuðluðu að veikara gengi krónunnar og tefðu lækkun vaxta. Málamyndagerningar Ingibjörg Guðbjartsdóttir, for- stöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðla- bankans, segir að bæði einstaklingar og lögaðilar séu til skoðunar vegna gruns um að þeir hafi farið í kringum gjaldeyrisreglur. Um sé að ræða töluvert háar upphæðir. Þeir sem séu til skoðunar beri fyrir sig að þeir séu að nýta sér glufur í reglunum. „En við erum líka að horfa upp á hreina málamyndagerninga þar sem verið er að fara fram á gjaldeyr- isviðskipti sem ekkert er á bak við.“ Ingibjörg segir að með breyttum reglum um gjaldeyrishöft, sem tóku gildi um helgina, sé verið að reyna að koma í veg fyrir þessi brot. Það er ekki auðvelt fyrir Seðla- bankann að koma algerlega í veg fyr- ir brot á gjaldeyrishöftum. Bankinn gæti farið þá leið að takmarka enn frekar svigrúm einstaklinga og fyr- irtækja til gjaldeyrisyfirfærslna, en þá er hætta á að reglurnar fari að hafa truflandi áhrif á daglegt líf venjulegs fólks hér á landi. Bæði Seðlabankinn og Fjármála- eftirlitið hafa verið að taka brot á þessum reglum fastari tökum. Málin eru hins vegar flókin því margir að- ilar koma að málum. Ekki hefur ver- ið gefin út kæra í neinum málum. Reyna um leið að taka á brotum Morgunblaðið/Golli Höft Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti fyrsta áfanga að afnámi gjaldeyrishafta sem komið var á sl. vetur.  Seðlabankinn hefur tekið fyrsta skref í afnámi gjaldeyrishafta  Nú mega erlendir menn sem vilja fjárfesta koma með gjaldeyri inn í landið og hafa tryggingu fyrir því að geta farið með hann út aftur Seðlabankinn hefur vísað til Fjár- málaeftirlitsins um 20 málum þar sem grunur leikur á að lög um gjaldeyrishöft hafi verið brot- in. Bankinn hefur breytt reglum til að reyna að stöðva þessi brot. Eftir Sigmund Sigurgeirsson KIRKJAN á Stóra-Núpi í Gnúp- verjahreppi var þéttsetin sóknar- börnum og gestum á sunnudag þegar þess var minnst að 100 ár voru frá vígslu hennar. Efnt var til hátíðar- guðsþjónustu þar sem biskup Ís- lands, herra Karl Sigurbjörnsson, predikaði en sóknarpresturinn, séra Axel Árnason Njarðvík, þjónaði fyrir altari. Séra Axel greindi einnig frá vel heppnuðum breytingum á aðgengi að kirkjunni og stækkun kirkjugarðsins. Fallegt veður setti svip á athöfn- ina, sennilega nokkuð ólíkt því veðri sem varð til þess að kirkjan fauk og mölbrotnaði 29. desember 1908. Var þá talað um kirkjuveðrið mikla enda eyðilagðist önnur kirkja í sókninni, Hrepphólakirkja, þann sama dag. Báðar þær kirkjur voru byggðar upp og vígðar innan árs. Þær tilheyra nú hvor sinni sókn, en rætt hefur verið um að fækka sóknum í Árnespró- fastsdæmi og hugsanlegt að þær verði sameinaðar á ný innan tíðar. Þekktasti klerkur Stóra-Núps- prestakalls er án efa Valdimar Briem sem þar þjónaði í hartnær fjóra ára- tugi eða til ársins 1918. Eftir hann liggja hið minnsta áttatíu sálmar í sálmabók kirkjunnar, þar með taldir einhverjir þekktustu jólasálmar þjóð- arinnar. Honum varð einnig storm- urinn sem felldi kirkjurnar hans hug- leikinn og uppbygging nýrra kirkna yrkisefni. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup minntist síra Valdimars í pre- dikun sinni og fann hliðstæðu í óvissutímum þá og nú. Von og trú hefðu áður leitt Íslendinga í gegnum sortuský. Öld frá vígslu kirkj- unnar á Stóra-Núpi Hátíðarguðsþjónusta í tilefni dagsins Fræðist um kirkjuna Í heimsókn eru Karl Sigurbjörnsson biskup , sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, og prófasturinn, sr. Ei- ríkur Jóhannsson í Hruna. Morgunblaðið/ Sigmundur Hvers vegna voru sett gjaldeyrishöft? Höftin voru talin nauðsynleg til að koma á stöðugleika í þjóðar- búskapnum í kjölfar fjármálakrepp- unnar í október 2008. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn mælti með því að þau yrðu sett. Hvað er líklegt að gerist nú þegar fyrsta skrefið hefur verið stigið í afnámi haftanna? Enginn veit fyrir víst hvort áhrifin verða mikil. Seðlabankastjóri telur líklegra að þetta verði til þess að styrkja gengi krónunnar en veikja. Afnám haftanna mun þó ekki styrkja gengi krónunnar nema því aðeins að eitthvað verði um erlenda fjárfest- ingu hér á landi. Lágt gengi krón- unnar og lágt verð á eignum hér á landi ýtir undir áhuga erlendra fjár- festa á Íslandi. Hversu miklar erlendar fjárfest- ingar hafa verið á Íslandi? Árið 2008 námu erlendar fjárfest- ingar hér á landi 23 milljörðum nettó, mest í stóriðju. Árið 2007 voru þær hins vegar 439 milljarðar. Hluti af þessari erlendu fjárfestingu er í reynd íslenskur því að félög sem Íslendingar eiga og fjárfesta hér á landi flokkast sem erlend fjárfesting. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.