Vilji - 01.12.1927, Side 6

Vilji - 01.12.1927, Side 6
36 V I L J I Nokkur orð. Einn af snjöllustu ræðumönnum þessa lands kvart- aði nýlega undan ]>ví í ræðu, sem hann hjelt, hve lítið menn yrðu varir við æsku og æskufjör hjer á landi. Og varla verður ofsögum sagt af þeirri deyfð, sem hvílir yfir ungum mönnum þessa bæjar. Að vísu væri synd að segja, að hjer væri ekki nóg af fjörugum skemtunum og því- líku, sem ungir menn sækja trúlega og láta trauðla fi'am hjá sjer fara, en andlegt líf og fjör þeirra virðist ekki vera í rjettu hlutfalli við fótamentina og aðra ment, sem þarf til þess að sækja þessar ágætu skemtanir. Enginn skilji mig þó svo, að jeg sje að bannfæra allan gleðskap, nei, síður en svo; glaumur og gleði hafa altaf verið, eru og verða vonandi altaf sjálfsagðir fylginautar æskunnar — og ]>ví meiri og heilbrigðari sem gleðin er, því betra. En jeg segi heilbrigð, en heilbrigð hættir hún að vera, meðal annars, þegar hún er orðin ])annig, að hún úti- lokar menn frá allri sjálfstæðri andlegri iðju. Og því miður vii'ðist skemtanalífi ])essa bæjar vera yfirleitt |>annig farið, að það taki óskiftan ]>ann hluta hugar hins unga manns, sem dagleg skyldustörf láta eft- ir, en sem ættu að skiftast milli gleðinnar og einhverrar andans iðju, sem hann af sjálfsdáðum tæki sjer fyrir hendur, sjálfum sjer til ]>roska. Og oft og með mörgu móti er hægt að láta þær takast í hendur, svo að í gleð- ina geta menn sótt andlega þjálfun og í starfið gleði. En á jafnvægi milli ]>essa tvenns virðist mjög skorta, ])ótt raunar sje hægt að finna heiðarlegar undantekning- ar, og vítaverðastir eru, hvað ]>etta snertir, hinir ungu mentamenn. Hjer í bænum er fjöldi ýmiskonar skóla, sem veita sæmilega mentun hver á sínu sviði, og þangað sækja hundruð ungra manna mentun sína og andlegt við- urværi, og í öllum ]>essum skólum eru fleiri eða færri menn, sem eru ágætum hæfileikum gæddir. Væri nú ekki trúlegt, að bæjarlífið fengi einhvern svip af þessu?

x

Vilji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.