Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 7

Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 7
V I L J I 37 Ójú, svo mun mörgum sýnast. Af öllum þessum hópi ungra mentamanna ætti að geta staðið einhver hressandi gustur, sem sópaði burt þeirri óheilbrigðu lognmóðu, sem liggur yfir andlegu lífi bæjarins. Hvaðan væri hans ann- ars að vænta? Hverjir ættu að láta í ljósi heilbrigðar og hlutlausar skoðanir á mönnum og málefnum, skýrt og skorinort, ef ekki ungir menn, sem notið hafa sæmilegrar mentunar? Og hverjir ættu að hafa hug til þess eða ástæður, að brjóta í bága við álit annara, hvort það eru einstakir menn eða heilir flokkar, ef ekki einmitt ungir menn? Jeg veit ekki vel! Að vísu er það full- kunnugt, að sumir skólar deyfa mjög æskuþrótt og starfslöngun manna, og miða að því, að gera þá að þægum börnum þjóðfjelagsins, sem geri sig ánægða með og lifi í sátt og samlyndi við alt og alla, sjeu „velmetnir og skynsamir borgarar“, og varist að koma fram með nokkuð það, sem nýtt geti kallast og brotið í bága við gamlar og almennar venjur og geti reist bárur á lygnu stöðuvatni hins andlegs lífs „velmetnu og skynsömu borg- aranna“. En, ungu menn, hristið af ykkur okið! Látið æskuna og æskufjörið njóta sín og koma að gagni landi og lýð! Og nú er sá tími kominn, að þið getið sýnt, hvers þið eruð megnugir. Því að fyrir skömmu hafa nokkrir ungir menn gripið herlúður æskunnar, þeytt hann og kallað aðra unga menn undir merki hennar. Þeir hafa sem sje ráðist í að gefa út rit, sem vera skal rit æskunnar og málgagn hennar. Þetta er ekki einungis einstakt og aðdáunarvert fyrirtæki, heldur getur og engum dylist, hversu þarft það geti orðið, ef vel og skyn- semlega er á haldið. Hjer gefst ungum mönnum færi á að æfa sig í því, að koma skoðunum sínum fyrir á pappírnum og hjer geta þeir ritað um áhugamál sín. Hjer er þeim haslaður völlur til drengilegrar baráttu, þar sem þeir geta fundið að því, sem þeim þykir aflaga fara og hjer geta ungu skáldin birt Ijóð sín og sögur. Jeg vil því hjer með skora á alla unga menn að L

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.