Vilji - 01.12.1927, Síða 17

Vilji - 01.12.1927, Síða 17
Y 1L J I 47 reglugerðir fyrir skólann.1 2 3) Ekki hefir honum heldur. verið kunnugt um, að 1. gr. reglnanna var breytt af stjórnarráðinu, eftir tillögum rektors og kennara, árið 1925, og að rektor tilkynti ]>að við skólasetningu þetta sama ár. Hefði ekki verið vanþörf á, að ritstj. hefði kynt sjer eitthvað af þessu, áður en hann tók að gagn- rýna reglurnar opinberlega, ásamt því, hvernig rita skai ísl. tungu stórlýtalaust.-) Þótt fleira megi til færa, þá sýna nefnd dæmi nægi- lega þekkingarleysi S. H. og er það að vísu fyrirgefanlegt, en þá fyrst tekur út fyrir allan þjófabálk, þegar að hann, 18 ára unglingur, sem ekki enn hefir hlotið gagn- fræðamentun, flytur ]>ann fagnaðarboðskap, að hann muni nánar minnast á þetta mál (sem hann þekkir svo vel til!) í grein, er muni bera nafnið ,,gildi námsins“. Dramb ritstj. lýsir sjer í stóryrðum ]>eim, er hann velur sjer eldri og vitrari mönnum; meira að segja mönn- um, sem hann heíir orðið að auðmýkja sig fyrir. (Þetta skal jeg sanna með rökum, ef S. H. krefst þess, en jeg hlífi honum að sinni). Því fer svo fjarri, að jeg ætli mjer þá dul, að halda því fram, að reglur Mentaskólans sjeu í öllu haldnar. Jeeg veit ]iað jafn vel og S. H., að ]>ær eru í mörgu brotnar. En svo er um öll lög og verða þau síst fyrir þá sök ,,úrelt“.-) Ef við S. H. legðum nú af stað, í byrjun æsku okkar, og leituðum að ]>eirri lagagrein, sem aldrei liefði veriö brotin, þá er jeg þess fullviss, að við yrðum orðnir gamlir menn og „gengnir upp að hnjám“, áður en við fyndum hana. Jeg ætla að gera S. H. svo hátt undir höfði, að álíta, að hans skoðun sje, að lög sjeu til þess, að þeim sje framfylgt, en ekki til hins gagnstæða. En því í ósköpun- um veitist maðurinn ]>á að rektor Mentaskólans fyrir bað. D Sbr.: reglugerða; reglugerðanna. 2) Sbr. rit- og hugsanavillur S. H. í greinum hans. 3) Sjá: „Vilji“ bls. 20.

x

Vilji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.