Vilji - 01.12.1927, Page 19

Vilji - 01.12.1927, Page 19
V IL J I 49 legt að skilja þessa kollsiglingu mína, sem Ó. Þ. talar um, á annan hátt en þann, að þessi grein hans — eina mótbáran, sem enn hefir komið við greinar mínar, — hafi nú þegar kollsilgt mig. En slíkt get jeg eigi álitið annað en draumóra og skýjaborgir Ó. Þ. Á einum stað kemst Ó. Þ. svo að orði: ,,Það er sagt um unga hana, að þeir fyllist ofmetnaði og ætli sjer verk um of, þá er þeir fyrst byrja að stíga í væng- inn. Mjer finst ritstjóra „Vilja“ hafa farið líkt í þeim tveim greinum, er hann hefir birt þar, síðan að ritið hóf göngu sína“. Undanfarandi ummæli Ó. Þ. eru sam- ansett af óbifanlegu drambi og sjálfsáliti fram úr öllu hófi. Að vísu er Ó. Þ. ekki að hallmæla sjer eldri og vitrari manni, og eftir hans eigin orðum er það, það sem er aðalmismunurinn á okkar rithætti. Jeg ræðst á garð- inn þar sem hann er hár og mikilvirkur, en Ó. Þ. ræðst á hann þar sem hann er lár og lítilmótlegur, svo að það er eigi að furða þó honum virðist jeg vítaverður. Og fýsi þig yfir til framtíðarlands og finnist þú vel geta staðið, þá láttu ekki skelfa þig leiðsögu hans sem leggur á tæpasta vaðið. Þorsteinn Erlingsson. Viðvíkjandi Ó. Þ. mun jeg fylgja undanfarandi orðum Þ. E., því að sá sem berst fyrir sannleikanum þarf fyrir engu að víkja, þrátt fyrir það þó ýmsum hug- leysingjum verði flökurt við áræði hans. Síðan bætir hann við: „Því að með þeim hygg jeg, að hann hafi vakið upp þann draug, er honum muni reynast tor- veldur viðureignar, ef hlutaðeigendur fylgdu málinu fast fram“. Viðvíkjandi þessum draug, sem Ó. Þ. minn- ist á, verður mjer á að halda að hann (Ó. Þ.) sje eigi alllítill angi hans (draugsins), því að sá eini draugur, sem jeg hefi enn uppvakið með ritum mínum er Ó. Þ., og ennþá hefir hann eigi reynst mjer mjög torveldur viðureignar. Ó. Þ. tekur það fram að athugasemd hans varði

x

Vilji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.