Vilji - 01.12.1927, Page 20
50
V I L J I
þann hluta greinar minnar, þar sem jeg „fetti fingur“
út í reglur skólans. Þar kemst hann svo að orði: „Kenn-
ir þar margra grasa, og sumra ekki sem fallegastra.
Mest þykir mjer bera þar á vanþekkingu ritstj. og of-
drambi hans“, Það skal viðurkent að allstórir gallar
væru hjer taldir ef Ó. Þ. færði, það sem kalla mætti
rök fyrir þessu hanagali sínu. — „Þú sjerð flísina í auga
bróður ]>íns, en ekki bjálkann í þínu eigin auga“, mætti
segja um hugsunarhátt Ó. Þ. í grein hans „Málæði
æskunnar“.
Hann segir mig ekki aðeins rugla saman reglugerð
Mentaskólans og reglum fyrir nemendur skólans, „held-
ur veður hann dýpra í vitleysunni með því að halda að
til sjeu mai'gar gildandi reglugerðir fyrir skólann“, það
setur hann neðanmáls „reglugerða; reglugerðanna“.
Þessi vaðall Ó. Þ. er vægast talað útúrsnúningur, og
sje Ó. Þ. ekki því ófróðari um það hvernig þær reglur,
sem jeg vitna í eða reglugerð, mjer er sama hvoru
nafninu það nefnist, hljóða, þá ætti honum að vera það
kunnugt að jeg vitna ávalt í grein minni í sömu regl-
urnar, og sýni fram á það með rökum, að að miklu leyti
er gildi þeirra ekkert, hvort heldur *þær eru nefndar
reglugerð Mentaskólans eða reglur fyrir nemendur skól-
ans. Viðvíkjandi neðanmálsorðum Ó. Þ. „reglugerða;
reglugerðanna“, hefi hvorki jeg nje aðrir, sem jeg hefi
átt tal við um það, getað komist að neinni niðurstöðu
um það hvað höf á við með þeim.
Viðvíkjandi því sem Ó. Þ. segir um 1. gr. regln-
anna, skal þess getið, að mjer var það fyllilega ljóst,
að breyting á henni hafði verið tilkynt við skólasetn-
ingu, en ástæðan fyrir því, að jeg drap á þá grein
reglnanna er sú, að mjer hefði fundist það sjálfsögð
varúð hjá rektor, að í'ita þessa breytingu á reglunum
út á spássíuna, til þess að enginn þyrfti á þeim að vill-
ast, því að ávalt vantar eitthvað á að allir nemend-
urnir sjeu við skólasetningu. En þar sem að yfirvöld
skólans krefjast þess að nemendur breyti eftir reglunum,